Morgunblaðið - 10.01.1997, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýr meirihluti D-lista og F-lista myndaður i Vesturbyggð:
HEIMAMENN óttast að rebbaátið sé farið að segja verulega til sín . . .
Þijár kindur sóttar í Fjörður
ÞRJÁR kindur voru sóttar í Fjörður
fyrr í vikunni, en þær höfðu orðið
eftir við leitir þar síðasta haust.
Átta manna leiðangur fór eftir
kindunum og var bæði farið á bátum
og á vélsleðum. Eitt lamb sem skilið
hafði verið eftir í göngum í haust
var sótt en það var frá Fagrabæ og
þá voru tvær fullorðnar ær frá Grýtu-
bakka teknar heim í hús en þær
höfðu ekki fundist á liðnu hausti.
Kindurnar frá Grýtubakka voru við
Botn í Þorgeirsfirði, en lambið fannst
frammi á Keflavíkurdal.
Vel á sig komnar
„Það er ekki hægt að segja að þær
hafi verið spikfeitar, en þó vel á sig
komnar," sagði Stefán Kristjánsson,
bóndi á Grýtubakka. Vitað væri um
eina kind á þessum slóðum, hún hef-
ur haldið sig í klettum og sést af
sjó. Ætla menn að sögn Stefáns að
athuga hvort hún færir sig ekki,
óþarfi sé að leggja sig i hættu fyrir
eina kind. „Það hefði sjálfsagt verið
gert í eina tíð, þegar menn voru að
berjast fyrir lífi sínu, en nú kaupa
menn sér bara pastapoka."
Óvenjumikill snjór er nú í Fjörðum.
Stefán vitnaði til eldri manna í
hreppnum sem sögðu að jörð hefði
ævinlega verið auð fram til áramóta.
Mikið hefði snjóað í logni í nóvember
síðastliðnum og væri hann enn yfír
nú.
Morgunblaðið/Kristján
STEFÁN í fjárhúsunum á Grýtubakka með ána sem fannst við
Botn í Þorgeirsfirði í vikunni. Hún er dálítið kalin á snopp-
unni, en var að öðru leyti vel á sig komin.
Safnkortshafár fá aö auki 3% afslátt I punktum.
allttil alls
Gagnvegi • Skógarseli • Stórahjalla • Ægisíðu • Lækjargötu Hafnarfirði
Cheerios 425 gr.
Pastaréttur frá Sóma
Vegur náttúrulífsmynda vaxandi
Get vel vikið fyrir
Attenborough
PÁLL Steingrímsson
vann til umtalsverðra
metorða á stærstu
sýningu náttúrulífsmynda
sem haldin er í Evrópu á
ári hverju í franska þorpinu
Menigout. Alls berast til
dómnefndar 300 náttúru-
lífsmyndir og velur sérstök
dómnefnd 40 umræddra
kvikmynda til úrslita, en
áður hefur hún valið tíu
hinna sigurstranglegustu
og er höfundum þeirra boð-
ið á hátíðina. 30.000 gestir
streyma til þorpsins á ári
hverju til þess að fylgjast
með rjómanum af þessari
grein kvikmyndagerðar.
Páll var fyrst inntur eftir
þvr' hvernig það var til að
hann var staddur þarna.
„Mér var boðið, ekki bara
að taka þátt í hátíðinni, heldur var
ég einn af þeim tíu sem fékk sér-
stakt boð um að koma út. Þetta
var mikill vegsauki fyrir mig, sér-
staklega þegar ég _sá í hvaða fé-
lagsskap ég var. Ég svitna ekki
þótt ég þurfi að víkja fyrir Atten-
borough og vita það að bæði hann
og fleiri sem þarna voru og standa
í fremstu röð hafa aðgang að öllum
þeim peningum semjæir þurfa til
framleiðslu sinnar. Ég var þarna
með kvikmyndina mína „Nábúar —
Æður og maður“ og þó hún fengi
ekki eitt af þremur efstu sætunum
þá er ég ánægður með að vera í
hópi 10 bestu af 400.“
Þetta er ekki beint þekktasta
borg Frakklands?
„Nei, og það var pínulítil kómík
í því hvernig mér gekk að komast
á staðinn. Þegar ég stóð einn á
brautarpalli í París og var orðið
ljóst að það var engin móttöku-
nefnd og auðsjáanlegt að enginn á
staðnum ætlaði að tala við mig, fór
ég upp á jafnsléttu og reyndi við
leigubílana. Ég reyndi alls að tala
við níu leigubílstjóra og reyndi að
bera fram nafnið Menigout með
öllum þeim tilþrifum sem mér kom
til hugar en enginn þeirra skyldi
mig fyrr en einn þeirra kveikti á
perunni er ég dró upp miða með
teikningu sem var tákn hátíðarinn-
ar, en það er fugl með kvikmynda-
slaufu um hálsinn. Ég fór því upp
í bílinn og síðan var ekið um skóga
og engi í næstum hálfa aðra
klukkustund. Þá stöðvaði sá
franski bílinn og sagði: Menigout!
Ég var undrandi, því það eina sem
ég sá var gamall súrheysturn. En
skyndilega sá ég fuglstáknið á
tuminum og þá fóru hlutirnir að
breytast. Skammt þarna frá var
byggðin og þessi tröllstóra íþrótta-
skemma sem tók 7.000 manns í
sæti á hverri sýningu. Þarna var
sýnt viðstöðulaust tólf tíma á dag,
frá klukkan tvö á daginn til tvö á
nóttunni og margar frábærar
myndir á ferðinni.
Mér var sýnd mikil upphefð
þarna og ég gat auk þess glatt
forráðamenn hátíðarinnar þegar
ég fór í pontu og kynnti mig. Sagði
þá að það kæmi mér ekki á óvart
þótt svo vel tækist til með stóra
uppákomu í litiu plássi. Sjálfur
þekkti ég það frá minni heima-
byggð og gat þess að það hefði
aðeins verið einn Oddgeir Krist-
jánsson. Þetta gerði ekki síst lukku
þar sem áheyrendur mínir höfðu
ekki hugmynd um hver þessi Odd-
geir væri. En það er tilfellið, það
er nóg að einn maður _____________
sé magnaður þá getur
hann breytt heilu bæj-
arfélagi."
Hvernig verður þessu
fylgt eftir?
„Ég fékk fyrir
skömmu bréf frá formanni dóm-
nefndarinnar í Menigout þar sem
hann hvatti mig til að sýna æðar-
myndina á stórri kvikmyndahátíð
fyrir náttúrulífsmyndir sem haldin
er í Montana í Bandaríkjunum á
hveiju vori. Við Hjörtur Howser,
Páll Steingrímsson
► Páll Steingrímsson er Vest-
mannaeyingur í húð og hár og
hefur verið kvikmyndagerðar-
maður um langt árabil, ýmist
sem framleiðandi, leikstjóri eða
myndatökumaður. Hann er
fæddur 25. júlí 1930. Árið 1993
stofnaði hann kvikmyndafyrir-
tækið Kvik hf. og hefur síðan
sótt í vaxandi mæli á erlenda
markaði og í erlenda samvinnu
um gerð heimildarmynda sem
einkum fjalla um samskipti
manns og náttúru, menningu og
listir. Maki Páls og meðeigandi
í Kvik er myndlistakonan Rúrí.
Ánægður að
vera í hópi 10
bestu af 400
samstarfsmaður minn, erum nú að
stytta myndina þar sem tímalengd
heimildarkvikmynda í Evrópu
hentar ekki fyrir Bandaríkin.
Myndin verður tilbúin fyrir vorið.
Þá er þess að geta, að mikil
hreyfing er á myndum mínum og
ég er ekki viss um að almenningur
geri sér almennt grein fyrir þeim
árangri sem náðst hefur miðað við
að hér er um heimildarmyndagerð
að ræða. Alls hafa fjórar af mynd-
um mínum, um Surtsey, hvali og
hvalveiðar, villigæsir og æðarfugl-
inn verið sýndar erlendis. Það má
segja að þær séu nokkurs konar
myndaröð, því þær fjalla allar um
sambýli manna og náttúrunnar.
Myndirnar hafa verið sýndar í
Þýskaiandi, Frakklandi, Japan, öll-
um Norðurlöndunum og í fyrra
voru þtjár myndanna sýndár þijá
daga í röð í spænska ríkissjónvarp-
inu og vöktu mikla athygli. Ef til
vill opnast glufur á Bandaríkja-
markaði eftir hátíðina í Montana í
vor, hver veit?
Þú ert nýlega kominn frá
Amsterdam, hvað varstu að bauka
þar?_
„Ég er í vaxandi mæli að leita
eftir samfloti við erlendar sjóvarps-
stöðvar til að framleiða myndirnar
með mér. Það hefur gengið vonum
framar síðustu tvö árin. I Amsterd-
am lagði ég fram hugmyndir og
drög að sjónvarpsmyndum um
lunda og lundakarla annars vegar
og sögu norrænnar tónlistar hins
vegar. Ég ræddi alls við ellefu að-
ila og þótt ekkert sé komið út úr
þeim þreifingum fékk ég nógu
góðar undirtektir til þess að vera
hóflega bjartsýnn.“
Svo varstu að Ijúka við mynd
um sögu þjóðhátíðarinnar í Vest-
mannaeyjum?
„Já, við framleiddum sjö hund-
ruð eintök og settum í sölu í Eyjum
_________ rétt fyrir jól. Við vorum
of seinir til að ná ár-
angri í jólasölunni. Ég
byija myndina á árinu
1973 til þess að ná
—— Stebba Pól með. Síðan
eru tökur frá 1980-86
og aftur 1994-95. Það skemmtileg-
asta við myndina er klippivinnan
þar sem fólk beinlínis eldist á með-
an það horfír á myndina. Þá kemur
þarná fram þverskurður í veðri og
mannlífi. Þetta var skemmtilegt
verkefni“.