Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 11
FRÉTTIR
Áhyggjur verslunareigenda á Garðatorgi vegna skrílsláta unglinga að undanf örnu
„Nokkurs
konar skálm-
öld ríkir“
Undanfama mánuði hefur hópur unglinga
safnast saman við verslunarmiðstöðina
Garðatorg í Garðabæ og bera verslunareig-
endur þar umgengni þeirra illa söguna,
einkum á nýársnótt.
„Við sem hér erum með rekstur
önnumst ein allar viðgerðir og þrif,
þannig að vissulega kemur þetta
ástand við okkur.“
A NYÁRSNÓTT voru þrettán rúður
brotnar í yfirbyggingu verslunar-
miðstöðvarinnar Garðatorgi og
skemmdir unnar á bifreiðum í
grenndinni þegar lögreglan hafði
afskipti af skrílslátum.
Ida Christiansen, formaður
Hagsmunasamtaka verslunar- og
fyrirtækiseigenda á Garðatorgi,
segir um nokkra hríð hafa ríkt
„nokkurs konar skálmöld" á þessu
svæði.
Kæra lögð fram
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
rúður eru brotnar hjá okkur en
núna sáum við ástæðu til að leggja
fram kæru því umfangið var eins
mikið og raun ber vitni. Við höfum
átt í vandræðum með unglinga inni
á torginu í allan vetur, eins og birt-
ist til dæmis í að við hugðumst
hafa verslanir opnar til klukkan 22
á kvöldin, en oft þurfum við að loka
mun fyrr um helgar vegna látanna.
Þetta hefur farið í taugarnar á við-
skiptavinum okkar, en þeir skilja
eðlilega fæstir hvað við eigum við
að etja,“ segir hún.
Hún segir unglingana hanga
löngum stundum inni í
verslunarmiðstöðinni og
utan hennar, hrækja á
gólf, reykja í leyfisleysi
og viðhafa svívirðingar í
garð þeirra sem gera at-
hugasemdir við framferði
þeirra. Allt tiltal hafi reynst þýðing-
arlaust.
„Auk þess hafa blóm verið rifin
upp og bekkir brotnir eða þeim stol-
ið. Þetta er ákveðinn kjarni sem
ber ábyrgð og virðast tveir drengir
hafa forystu en umhverfis þá eru
einhverjir aðdáendur sem fylgja
þeim að málum. Fyrir utan ástand-
ið í verslunarmiðstöðinni hefur fólk
í nágrenninu orðið fyrir áreitni og
ónæði, því að lætin eru mikil og
hefur bæði verið talað um áfengi
og eiturlyf í því sambandi, án þess
að hægt hafi verið að staðfesta
slíkt,“ segir Ida og kveðst lang-
þreytt orðin á ástandinu og hún
telji þörf á úrbótum hið fyrsta.
Svartir sauðir
skýla sér í
hópnum
Viðskipti drógust saman
Gústaf Sófusson, sem rekur sölu-
turninn Sælgætis- og vídeóhöllina
á Garðatorgi, segir 50 til 150 ungl-
inga safnast saman utan við versl-
unarmiðstöðina um helgar og sé
ástandið þannig að hann hafi þurft
dyravörslu við verslun sína. Við-
skiptavinir hafi forðast þennan múg
og hafi viðskiptin af þeim sökum
minnkað um ein 10% á mánuði, og
enn meira ef eingöngu væri miðað
við jielgarverslun.
„í heild eru þetta ágætir krakkar
sem mér hefur komið vel saman
við, en innan um eru svartir sauðir,
fjórir til sex talsins, sem eru fyrir-
ferðarmiklir og skemma fyrir hin-
um. Ástandið var einkum slæmt í
október og nóvember en eftir að
félagsmálayfirvöld fengu foreldra
til gæslu á kvöldin, lagaðist ástand-
ið til muna, en hún hefur hins veg-
ar ekki verið til staðar að undan-
förnu og því var ástandið t.d. slæmt
á nýársnótt," segir Gú-
staf.
Álftarós hf. hefur unn-
ið að byggingu 10 þúsund
fermetra stórhýsis
_________ skammt frá Garðatorgi
undanfarin þrjú ár og
segir Oddur H. Oddsson, verkstjóri
hjá fyrirtækinu, að seinustu tólf
mánuði hafi áþreifanlega orðið vart
við skemmdarfýsn unglinga á svæð-
inu, auk sóðaskapar.
Ikveikja olli miklu tjóni
„Fyrir tæpu ári var kveikt í
vinnuskúr hjá okkur sem hafði í för
með sér tjón fyrir um tvær og hálfa
milljón króna, og ýmislegt annað
hefur verið eyðilagt undanfarna
mánuði, svo sem rúður, auk þess
sem brotist hafi verið inn á svæðið
nær vikulega.
Það er mjög erfitt að halda ungl-
ingum frá húsinu, nema með eftir-
liti allan sólarhringinn eða öflugu
..
----------------------- ■ ■ ■■ ■ hJ
UNGLINGAR hafa verið til vandræða í verslunarmiðstöðinni Garðatorgi í allan vetur.
þjófavarnakerfi, og við höfum
lengst af ekki talið nauðsynlegt að
ráðast í slíkar framkvæmdir. Nú
er málum hins vegar svo komið að
við teljum ástæðu til að herða eftir-
litið,“ segir Oddur.
Óskar Þórsson er búsettur
skammt frá Garðatorgi og
skemmdu unglingar bifreið hans á
nýársnótt, eftir að lögreglan hafði
reynt að tvístra hópnum og reka
hann frá verslunarmiðstöðinni.
Þrjár aðrar bifreiðir voru skemmdar
við sama tækifæri.
„Þarna var fjölmennur hópur, að
mestu til friðs, en þó ekki alveg.
Nágranni minn ætlaði að skipta sér
af krökkunum enda ósáttur við að
búið var að beija hliðina á bifreið
hans inn á milli stuðara, en hann
mátti þakka fyrir að sleppa inn til
sín eftir þau afskipti því að lýðurinn
snerist gegn honum. Honum var
fylgt inn með karatespörkum á
hurðina og þótt hann hafi ekki leit-
að til læknis, var hann lurkum lam-
inn næsta dag, og mér skilst að
tjónið á bílnum nemi um 200 þús-
und krónum," segir Óskar.
Keyrði um þverbak
Eðvar Ólafsson, rannsóknarlög-
reglumaður í Hafnarfirði, segir
þessi mál sem um ræðir upplýst og
hafi seinasta helgi verið að mestu
friðsæl.
„Það hafa komið upp nokkur til-
felli um brot og á nýársnótt keyrði
um þverbak þegar skemmdir voru
unnar á eignum. Þarna gekk
óvenjumikið á og má segja að þarna
hafi verið um einhvers konar mú-
gæsing að ræða. í fyrravetur var
búið að uppræta þessi læti og mál-
in komin í ágætis horf, en leiðindin
hafa færst í aukana frá því að skól-
ar hófust í haust og um áramótin
náði þetta hámarki. Við tókum
nokkra spellvirkja og voru það
krakkar á aldrinum 15 til 18 ára,
sem voru með fíflalæti undir áhrif-
um áfengis," segir hann.
Ágæt löggæsla
Eðvar segir lögreglustöð til stað-
ar í Garðabæ og sé gæsla í henni
til miðnættis en eftir þann tíma sé
bifreið frá lögreglunni í Hafnarfirði
á ferli á svæðinu.
„Löggæslan er ágæt en lögreglan
ræður aldrei við allt það sem upp
kemur og þegar krakkar hópast
saman á þennan hátt er erfitt að
eiga við málin, ekki síst þegar í
hópnum eru einhverjir vitleysingar
sem skýla sér bak við hann. For-
sprakkarnir hafa ekki verið kærðir
en þeir hafa fengið tiltal og málun-
um verður fylgt eftir í samræmi
við það sem þurfa þykir.“
Dúfnaeigandinn á Akranesi
Börn á Selfossi
mega fá dúfumar
„EF EINHVERJIR krakkar á
Selfossi hafa áhuga á að eign-
ast dúfur mega þeir eiga þess-
ar tvær, sem eru hjá meindýra-
eyðinum. Ég vona að samvisk-
an segi honum að láta börnin
fá þær endurgjaldslaust,"
sagði Þórarinn Helgason,
dúfnaeigandi á Akranesi, í
samtali við Morgunblaðið í
gær. Jóhannes Þór Olafsson,
meindýraeyðir, sagði að ef
dúfurnar færu á góðan stað
væri honum sama.
Eins og skýrt var frá í blað-
inu í gær er Þórarinn ósáttur
við að Jóhannes Þór Ólafsson
meindýraeyðir á Selfossi fór
fram á greiðslu fyrir dúfur,
sem hann handsamaði og
reyndust vera bréfdúfur í eigu
Þórarins. Þórarinn líkti mál-
inu við gíslatöku og kvaðst
ekki reiðubúinn til að greiða
lausnargjald. Hann reiknaði
með að meindýraeyðirinn
hefði aflífað dúfurnar, en
meindýraeyðirinn sagði þær
báðar í góðu yfirlæti hjá sér.
Kostnaður húseiganda
Jóhannes Þór Ólafsson,
meindýraeyðir á Selfossi,
sagði síðdegis í gær að þótt
fjöldi barna vildi án efa eign-
ast dúfur væri ekki víst að all-
ir foreldrar væru jafn hrifnir.
„Mér þykir þetta mál allt hið
barnalegasta. Húseigandinn,
þar sem dúfumar voru fangað-
ar, er búinn að leggja í kostn-
að vegna þrifa, meðal annars
þurfti hann að leigja háþrýsti-
dælu til að ná dritinu af húsinu
og honum finnst eðililega
slæmt ef hann þarf að auki að
greiða fyrir handsömun dúfna
í annarra eigu. Mér þykir þó
leiðinlegt ef fuglamir þurfa
að kveljast og verð feginn ef
dúfurnar fara á góðan stað.“