Morgunblaðið - 10.01.1997, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
________ÚRVERINU_______
Mikil þorskgengd
fyrir Vestfjörðum
Línutrillur fá upp í 800 kíló á bala
MIKIL þorskgengd er á grunnsióð
undan Vestfjörðum um þessar mund-
ir og aflabrögð með eindæmum góð.
Þykir heimamönnum þorskurinn
vænni en gengur og gerist á þessum
árstíma.
Mjög góð línuveiði hefur verið hjá
línubátum fyrir vestan frá því að
veiðarnar hófust að nýju eftir ára-
mótin. Samkvæmt upplýsingum frá
hafnarvoginni á Patreksfirði lönduðu
10 bátar um 219 tonnum á tímabil-
inu 2.-8. janúar, þar af 8 krókabátar
sem róa með línu. Þess er dæmi að
krókabátar hafí fengið um 800 kíló
á bala og komið hefur fyrir að þeir
hafi orðið að skilja línu eftir í sjó
fullhlaðnir, enda dæmi um að trilla
hafi komið í land með 5,1 tonn eftir
eina veiðiferð.
Fiskigengd hefur breyst
Þá landaði línuskipið Núpur BA
fullfermi, um 42 tonna afla, á Pat-
reksfirði í vikunni sem fékkst aðeins
í tveimur lögnum. „Það hefur greini-
lega orðið mikil breyting á fiskigengd
á grunnslóðinni fyrir vestan. Þarna
er vanalega fremur smár fiskur en
núna er þarna mjög vænn þorskur,
miklu vænni en við höfum vanist til
þessa, þorskur sem er 5 kíló og yfir,“
sagði Unnar Valby, stýrimaður á
Núpi BA, í samtali við Morgunblaðið
í gær. Að sögn Unnars voru þeir nú
á leið á önnur mið og reyna við aðr-
ar tegundir en þorsk.
Þá hafa togarar fengið góðan þor-
skafla á Vestfjarðamiðum en Páll
Halldórsson, skipstjóri á Páli Páls-
syni ÍS, segir að flestir togarar
forðist þorskinn og enginn þeirra er
nú á veiðum norðan Víkuráls. „Við
erum viku á veiðum í senn en erum
um það bil sex tíma að ná í 40 tonn
af þorski, erum að fá 7-10 tonn eft-
ir klukkutíma tog. Það er viku-
skammturinn og meira megum við
helst ekki taka. Það má segja að það
sé þorskur á öllu svæðinu frá Víkur-
ál norður á Hala,“ segir Páll.
Hann segir þorskinn ekki eins
vænan í Víkurálnum og á grunnslóð-
inni og togaramir fari ekki mikið á
grunnslóðina því flestir megi ekki
við því að veiða mikið af þorski.
„Við erum búnir að fá um 600 tonn
af þorski í vetur og erum þokkalega
staddir með þorskkvóta. Það sem
bjargaði okkur var mjög góð ýsu-
veiði í haust,“ segir Páll.
Gangi að þorskinum vísum
Að sögn Páls er gríðarlega mikið
magn af þorski á þessum slóðum og
leikandi væri hægt að fiska þar
hundruð tonna á viku. „Það hefur
verið hægt að ganga að þorski hér
vísum í mörg ár. í september 1993
varð algjör umbylting á þessu svæði.
Fyrir þann tíma gekk mjög illa að
ná þorski. í ágúst 1993 leggst ís á
Kögurgrunnið og eftir það verður
gjörbreyting á þorskveiðum og síðan
þá höfum við verið í vörn gagnvart
þorski," segir Páll. „Þetta er það sem
fiskifræðingum gengur illa að skilja.
Það virðist taka kerfið langan tíma
að átta sig á þessu því það liggja
fyrir upplýsingar um þessa þorsk-
gengd i aflaskýrslum frá okkur skip-
stjómarmönnum."
Morgunblaðið/Rax
VERKSTJÓRAR frystihúsa innan vébanda SH hlýða á upplýsingar
um markaðsmálin. Fremst á myndinni eru Akureyringarnir Gunn-
ar Aspar, Siguróli Kristjánsson, Magnús Magnússon og Friðrik
Karlsson, en þeir starfa allir hjá Utgerðarfélagi Akureyringa.
Fundað um mark-
aðshorfur hjá SH
Framleiðsla í fyrra meiri en nokkru
sinni í sög'u Sölumiðstöðvarinnar
VERKSTJÓRAR í frystihúsum innan
vébanda SH funda þessa dagana í
Reykjavík með forystumönnum og
starfsmönnum SH og starfsmönnum
dótturfyrirtækja og söluskrifstofa
erlendis. Þetta er árlegur fundur og
sækja hann vel á annað hundrað
manns. Framleiðsla SH gekk mjög
vel á síðasta ári, en þá varð hún alls
um 124.000 tonn, sem er meira en
nokkru sinni áður. Framleiðslan árið
1995 varð 109.000 tonn og er aukn-
ingin milli ára því um 14%. Fram-
leiðsia innanlands jókst um 16% og
varð alls 107.500 tonn, en fram-
leiðsla erlendis varð alls 16.200 tonn,
sem er 1% aukning milli ára.
Samdráttur á botnfiskvinnslu frá
árinu 1995 varð 9% og munar þar
mestu um samdrátt í þorski, ýsu og
grálúðu. Sala á rækju jókst um 46%
frá árinu áður og nam nú tæplega
12.800 tonnum. Sala á humri jókst
einnig verulega, en minna seldist af
hörpuskel. Gífurleg aukning var á
framleiðslu frystrar loðnu. Alls voru
framleidd tæplega 26.300 tonn í fyrra
en tæplega 10.500 árið 1995. Aukn-
ingin milli ára er því meira en 150%.
Frysting á síld jókst um 70% og varð
nú 7.600 tonn. Þá jókst útflutningur
á kældum afurðum um þriðjung og
varð hann í fyrra um 2.500 tonn.
Á fundinum, sem haldinn er að
Hótel Loftleiðum, er farið yfir mark-
aðs- og sölumál, gang þeirra mála á
síðasta ári og horfur á þessu ári.
Þróunarmál og nýjar afurðir eru einn-
ig ofarlega á baugi og dótturfyrirtæk-
in erlendis og söluskrifstofur kynna
starfsemi sína. Þá er farið yfir gæða-
málin, höfuðstöðvamar í Aðalstræti
heimsóttar og framleiðsluvörur
tveggja þjónustufyrirtækja kynntar.
ERLENT
HINN 56 ára gamli Tony Bullimore, sem hvolfdi skútu sinni í siglingakeppni skammt frá Suður-
skautslandinu sl. sunnudag, sést hér skjóta upp höfðinu við hlið hennar þegar ástralskir hermenn
komu honum til bjargar í gærmorgun.
Brezkur maður lifði af undir skútu á hvolfi í fimm daga
Undraverð björgun á
Suður-Indlandshafi
BREZKUM skútueiganda var í
gærmorgun bjargað á undraverðan
hátt úr ísköldum sjónum undan
ströndum Suðurskautslandsins,
eftir að hafa hírzt í fimm sólar-
hringa undir kjöl skútu sinnar, sem
hafði hvolft í óveðri sl. sunnudag.
Maðurinn, Tony Bullimore, var
einn þátttakenda í keppni um að
sigla skútu einsamall umhverfís
jörðina, Vendee Globe keppninni
svokölluðu, sem þekkt er fyrir að
vera einhver hættulegasta íþrótta-
keppni sem haldin er í heiminum.
Eina vísbendingin, sem björgun-
armenn höfðu um að Bullimore
væri lífs, var að hljóðmerki frá
neyðarbauju í skútunni var rofið
nokkuð reglulega. Þegar skipveijar
áströlsku freigátunnar HMAS Ad-
elaide náðu til skútunnar og bönk-
uðu á botn hennar, svaraði Bulli-
more bankinu og stakk síðan upp
höfðinu úr sjónum við hlið skútunn-
ar fáeinum augnablikum síðar.
í útvarpsviðtali, sem tekið var
við Bullimore nokkrum klukku-
stundum eftir björgunina, sagðist
hann þakka það „algjörri einbeitni,
vatnslögg og dálitlu súkkulaði," að
sér skuli hafa tekizt að halda sér
á lífi við þessar aðstæður. Vart
hefði mátt tæpara standa; hann
hafi verið farinn að tapa kröftum
hröðum skrefum. Síðasta sólar-
hringinn var hann drykkjarvatns-
laus, enda hafði líkami hans ofþorn-
að og hann orðið fyrir vægri ofkæl-
ingu. Bullimore
sagði björgunar-
menn ástralska
sjóhersins hafa
unnið ótrúlegt
afrek, sem senni-
lega muni verða
sögulegt.
Skipherra frei-
gátunnar, Ray-
don Gates, sagði
hinn 56 ára
gamla Bullimore hafa „hagað sér
eins og skólastrákur“ og að það
væri kraftaverki líkast að hann
skyldi hafa haldið lífi.
Nokkrum klukkustundum áður
en tókst að ná Bullimore um borð
hafði tekizt að bjarga öðrum kepp-
anda í sömu siglingakeppni, Frakk-
anum Thierry Dubois, sem verið
hafði á reki á fleka frá því á mánu-
dag. Skútu hans hafði líka hvolft
sl. sunnudag.
Hól fyrir afrekið streymdi í gær
með þakkarskeytum til ástralska
björgunarliðsins, einkum frá Bret-
landi og Frakklandi.
Öryggi keppenda og
bj örgunarkostnaður
Fundarstaður skútu Bullimores
var um 2.500 km frá Ástralíu,
skammt undan Suðurskautslandinu
í Suður-Indlandshafi, þar sem
keppendur í kappsiglingunni eltust
við sterka vinda og stytztu leiðina
umhverfis hnöttinn. Fyrir tveimur
vikum var þriðja keppendanum,
Frakkanum Raphael Dinelli, bjarg-
að með hjálp ástralska sjóhersins.
I fyrradag tilkynntu skipuleggjend-
ur Vendee Globe kappsiglingarinn-
ar, að þeir hefðu tapað sambandi
við_ kanadískan keppanda.
í kjölfar kostnaðarsamrar björg-
unar enn eins fransks skútumanns
fyrir tveimur árum, urðu allsnarpar
umræður á opinberum vettvangi í
Ástralíu um þann kostnað sem
fylgdi því að senda herskip meira
en 2000 km leið, breyta siglingaá-
ætlun olíuskips, sem kom við sögu,
og halda úti flugvélum sem hring-
sóluðu yfir hafsvæðinu, þar sem
björgunin fór fram.
Iþróttamálaráðherra Ástralíu,
Warwick Smith, sendi þá hinum
franska starfsbróður sínum, Guy
Drut, áskorun um að betur verði
hugað að öryggi við skipulagningu
siglingakeppna.
„Án þess að vilja leggja til að
þessar keppnir verði bannaðar
verður að taka val þeirra leiða, sem
þessar keppnir fara fram á, til end-
urskoðunar," segir Smith.
Gagnrýni á öryggisþátt keppnis-
haldsins hefur einnig heyrzt frá
öðrum þátttakendum í Vendee
G/obe-keppninni. En einn af fyrrum
keppendum og vinur Bullimores,
Ian Johnston, sagði fréttamönnum:
„Það er ekki hægt að hindra fólk
í því að klífa Mount Everest. Þessi
keppni er Everest siglinganna.“
Tony
Bullimore
Vangaveltur um eftirmann Kohls Þýzkalandskanziara
Scáuble
Bonn. Reuter.
WOLFGANG Scháuble, þing-
flokksformaður kristilegra demó-
krata í þýzka þinginu, hefur gefið
sterklega í skyn, að hann geti
hugsað sér að verða eftirmaður
Helmuts Kohls á kanzlarastóli,
þegar og ef hann kýs að draga sig
í hlé.
í viðtali við vikuritið Stern seg-
ir Scháuble, að starf kanzlarans
sé „freisting, sem hann gæti
sennilega ekki staðizt." Þar með
rauf hann áralanga þögn sem ríkt
hefur meðal forystumanna CDU
um þetta efni og er fyrstur þeirra
til að tala opinberlega um sjálfan
sig sem hugsanlegan eftirmann
KohlS.
Samhliða því að leggja áherzlu
á hollustu sína gagnvart kanzl-
aranum og að spá því að hann
segir sín
Scháuble.
muni fara fram einu sinni enn í
kosningunum á næsta ári, segir
Scháuble hreint út í viðtalinu, að
hann telji sér fært að taka við
starfinu þrátt fyrir fötlun sína, en
hann hefur verið lamaður fyrir
neðan brjóst eftir að geðtruflaður
maður veitti honum banatilræði á
árinu 1990.
freistað
Kohl í framboð 1998?
Leiðarahöfundar þýzkra dag-
blaða veltu fyrir sér þeim mögu-
leika í gær, að Kohl myndi ekki
gefa kost á sér í næstu þingkosn-
ingum, sem fara eiga fram í síð-
asta lagi haustið 1998, eða að
hann myndi jafnvel segja af sér
vegna vaxandi atvinnuleysis í
Þýzkalandi til þess að „stór“ sam-
steypustjórn kristilegra demókrata
og jafnaðarmanna undir forsæti
Scháubles myndi taka við.
Kohl hefur fram að þessu stað-
fastlega hafnað því að gefa nokkuð
upp um hvort hann hyggist gefa
kost á sér á ný, en það yrði í fimmta
sinn í röð sem hann leiddi flokk
sinn í kosningum til þýzka sam-
bandsþingsins.