Morgunblaðið - 10.01.1997, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.01.1997, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Hætta á valdabaráttu og pólitískri óvissu í Moskvu Alexander Borís Lebed Jeltsín NATO vildi kjarn- orkuvopn til Noregs Tvö skýli reist á 6. áratugnum Ósló. Morgunblaóið. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) hugðist koma kjamorku- vopnum fyrir á norskri grund í lok sjötta áratugarins. Lögð voru drög að byggingu fjögurra skýla fyrir vopnin og tvö þeirra reist. Vegna andstöðu norskra stjórnvalda voru kjarnorkuvopnin hins vegar aldrei flutt til landsins, að því er fram kemur í leynilegu minnisblaði norska utanríkisráðuneytisins frá árinu 1958, sem fannst í banda- rísku skjalasafni. Norska varnarmálaráðuneytið staðfesti í gær að tvö skýli hefðu verið reist; í Bodo og á Setermoen í Troms. Fallið var frá byggingu hinna tveggja eftir landsfund Verkamannaflokksins árið 1961, þar sem því var algerlega hafnað að leyfa kjarnorkuvopn á norsku landi. Það var Rolf Tamnes, sérfræð- ingur við norsku varnarmálastofn- unina, sem fann minnisblað utan- ríkisráðuneytisins í bandarísku skjalasafni. Þar er lýst áætlunum um hvernig koma megi 49 kjarna- hleðslum fyrir í Noregi. Þær áttu að vera í Flesland, Ósló, Bodo og á Setermoen í Troms og áttu vopn- in að vera undir stjórn Bandaríkj- anna. Áætlanir NATO voru í andstöðu við opinbera stefnu norskra stjórn- valda. Á leiðtogafundi NATO árið 1957 sagði Einar Gerhardtsen, þáverandi forsætisráðherra, að Norðmenn vildu ekki að kjarnorku- vopnum yrði komið fyrir í landinu. í samtali við Bergens Avis segir Tamnes að þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu stjórnvalda hafi bygging skýlanna fyrir kjarnorkuvopn ekki brotið gegn stefnu stjórnarinnar. Norsk stjórnvöld hefðu leyft bygg- inguna, með fyrirvara um að þau gætu engu að síður neitað að geyma vopnin. Moskvu. Reuter. VEIKINDI Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta, sem er á sjúkrahúsi í Moskvu og sagður með snert af lungnabólgu, hefur kynt undir vangaveltum um að hörð valdabar- átta kunni að hefjast að nýju milli þeirra sem vilja taka við af forset- anum og vona að efnt verði til forsetakosninga áður en kjörtíma- bil Jeltsíns rennur út. Jeltsín gat ekki starfað í Kreml í hálft ár í fyrra vegna hjartasjúk- dóms og nokkrir embættismenn háðu þá harða valdabaráttu opin- berlega og á bak við tjöldin í þeirri trú að forsetinn myndi ekki snúa aftur. Jeltsín tókst þó að draga úr skaðanum með því að reka einn af helstu embættismönnunum, ör- yggisráðgjafa sinn, Alexander Lebed, sem fór ekki leynt með að hann ásældist forsetaembættið. Rússland „stjórnlaust" Þegar Jeltsín sneri aftur til starfa í Kreml eftir uppskurðinn fyrir tveimur vikum lofaði hann að takast á við vandamál sem hrönnuðust upp í fjarveru hans, meðal annars mikii skattsvik sem hafa stuðlað að löngum töfum á launa- og lífeyrisgreiðslum ríkis- ins. Honum gafst þó ekki tími til að leysa það vandamál. Lebed var fljótur að krefjast þess að forsetinn segði af sér vegna veikindanna. „Forsetinn er á sjúkrahúsi, forsætisráðherrann í fríi og fólkið fær ekki laun sín greidd. Enginn hefur tekist á við efnahaginn ... Einhver verður að stjóma," sagði Lebed og bætti við að landið væri í raun „stjórn- laust“. Lebed gerði ennfremur harða hríð að einum af helstu keppinaut- um sínum, Anatolí Tsjúbajs, skrif- stofustjóra forsetans. „Því lengur sem þessi ríkisstjóri [Tsjúbajs] verður við völd í fjarveru forsetans þeim mun alvar- legra verður ástandið," sagði hann. Tíðindunum um veikindi Jeltsíns var þó tekið með ró á fjármálamörkuðunum í Moskvu. Hlutabréf lækkuðu nokkuð í verði en hækkuðu síðan aftur. Hætta á pólitískri óvissu Fréttaskýrendur sögðu í gær að ef Jeltsín næði sér ekki aftur væri hætta á að valdabarátta blossaði upp að nýju og skapaði mikla óvissu í stjórnmálum landsins. „Jafnvel þótt veikindin séu ekki mjög alvarleg auka þau pólitísku óvissuna í landinu,“ sagði Andrej Píontowskí, sérfræðingur í rúss- neskum stjórnmálum í Moskvu. „Við stöndum nú frammi fyrir sama ástandi og var í október og nóvember þegar forsetaefnin höfðu í raun hafið kosningabar- áttu.“ „Fjarvera Jeltsíns í fyrra olli stöðnun og valdabaráttu," sagði evrópskur stjórnarerindreki í Moskvu. „Ástandið verður alvar- legt ef veikindi Jeltsíns verða lang- varandi." Lebed stendur vel að vígi Margir fréttaskýrendur sögðu að Lebed yrði mjög sigurstrangleg- ur ef efnt yrði til forsetakosninga á árinu. Viktor Tsjernomyrdín for- sætisráðherra hefur einnig auga- stað á embættinu og líklegt er að hann fái stuðning atkvæðamikilla stjórnmálamanna og frammá- manna í viðskiptalífinu. Hann virðist hins vegar ekki njóta mikillar lýðhylli, einkum vegna þess að stjórninni hefur ekki tekist að greiða stórum hluta ríkis- starfsmanna laun í nokkra mánuði. Júrí Lúzhkov, borgarstjóri í Moskvu og bandamaður Jeltsíns, er einnig líklegur til að gefa kost á sér í næstu forsetakosningum, sem verða að öllu óbreyttu árið 2000. Hann virðist þó ekki njóta mjög mikilla vinsælda utan höfuð- borgarinnar. Tsjernomyrdín í fríi Þrátt fyrir veikindi forsetans fór Tsjernomyrdín forsætisráðherra í frí nálægt Moskvu. Embættismenn í Kreml sögðu að Jeltsín hefði rætt við forsætisráðherrann í síma í gær og þeir hefðu ákveðið að ræða málefni ríkisins reglulega meðan Tsjernomyrdín yrði í fríi. Gert er ráð fyrir að hann snúi aft- ur til Kremlar eftir viku. Rússneska sjónvarpið NTV sagði að ráðstafanir hefðu verið gerðar til að forsetinn gæti stjórn- að kjarnorkuheraflanum frá sjúkrahúsinu í Moskvu. „Núna segja þeir satt“ Embættismennirnir í Kreml skýrðu frá veikindum forsetans fljótlega eftir að læknar hans ákváðu að leggja hann inn á i sjúkrahús en þeir hafa ekki alltaf skýrt frá öllum sann- leikanum um heilsu Jeltsíns. Margir Moskvubúar virtust trúa því að forsetinn væri ekki haldinn hættulegum sjúkdómi þótt þeir hefðu van- ist því á valdatíma kommún- ista að Kremlveijar segðu ) ósatt um veikindi sovétleið- j toga, segðu þá með kvef eða flensu þótt þeir lægju fyrir ' dauðanum. „Allt hefur breyst og núna segja þeir satt,“ sagði 77 ára ellilífeyrisþegi, Nina Bond- arev. „Engu er leynt. Enda er allt sýnt í sjónvarpi.“ Flestir telja það mjög sennilegt að Jeltsín hafi fengið snert af | lungnabólgu eða flensu. „Allir eru veikir þessa dagana í Moskvu, sagði Díma Tsjemíkov, 18 ára I námsmaður. „Ég leik knattspyrnu og í liðinu mínu eru 12 eða 13 leikmenn af 20 veikir. Allir geta lent í þessu.“ Nokkrir veltu því þó fyrir sér hvort Jeltsín væri nógu hraustur til að geta stjórnað jafn víðfeðmu og vandasömu landi og Rússlandi. , „Samkvæmt rússneskum lögum er hægt að reka menn sem verða | veikir í þijá mánuði,“ sagði Rafael | Mangúshov, 47 ára aðstoðarfram- kvæmdastjóri tryggingafélags. „Ef til vill erum við að ná því stigi. Batni honum ekki vaknar sú spum- ing hvort hann sé fær um að stjórna.“ Renat Aktsjúrín, sem skar Jelts- ín upp, tók þó undir með embættis- mönnunum í Kreml og sagði að allt tal um að Jeltsín væri ekki fær um að stjórna landinu væri „ekk- < ert annað en pólitískar vangavelt- 1 ur“. Húsbréf * Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 13. útdráttur 4. flokki 1994 - 6. útdráttur 2. flokki 1995 - 4. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 1997. öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. CS] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Reutcr S-KÓRESKIR lögregluþjónar handtaka verkfallsmann í Seoul í gær. Handtaka gæti hert deiluna í Suður-Kóreu Seoul. Reuter. HELSTU verkalýðssamtök S- Kóreu hvöttu í gær til tveggja daga allsherjarverkfalls í landinu er hæfist nk. þriðjudag. Fregnir herma að farið sé að draga úr verkfallsaðgerðum en talið er að þær kunni að blossa upp og harðna verði sjö verkalýðsleiðtog- ar handteknir. Saksóknari í Seoul hefur stefnt sjömenningunum sem hafast við í tjaldi á lóð Myongdong-bæna- hússins, fyrir rétt vegna aðgerða að undanförnu. Mæti þeir ekki fyrir rétti í dag, föstudag, verða lögreglusveitir sendar eftir þeim. Átök eru þá taiin óumflýjanleg, því herskari bilsmiða vopnaður járnstöngum hefur slegið skjald- borg um tjald verkalýðsleiðtog- anna. Leiðtogi stærstu verkalýðssam- taka S-Kóreu hvatti í gær til mestu verkfallsaðgerða í sögu landsins nk. þriðjudag og miðdavikudag til þess að freista þess að knýja ríkisstjórnina til þess að afturkalla nýja vinnulög- gjöf. Strætisvagna- og lestarsam- göngur myndu stöðvast, einnig umferð leigubíla. Sömuleiðis lamaðist starfsemi sjúkrahúsa, hótela, banka og ýmissa ríkisfyr- irtækja. Mál Gingrich Vitna- leiðslur í I næstu viku 1 SIÐANEFND neðri deildar bandaríska þingsins tilkynnti í gær að hún muni í næstu viku kalla til opinberra vitna- leiðslna í þeim tilgangi að finna viðeigandi viðurlög sem nýendurkjörnum forseta þingsins, Newt Gingrich, verður gert að sæta fyrir að brjóta siðareglur þingsins. ' Rannsóknin á máli Gingrich hófst fyrir tveimur árum. Við vitnaleiðslurnar mun í fyrsta sinn vera skýrt frá því í smáatriðum opinber- lega, hvaða sökum Gingrich er borinn. Þær snúast um það að hann hafi m.a. látið undir höfuð leggjast að leita lög- fræðiálits til að tryggt væri að hann bryti ekki í bága við lög sem banna notkun sjóðs- fjár sem nýtur skattfríðinda til að styrkja pólitíska flokks- starfsemi, og hafi vísvitandi gefið rannsakendum rangar upplýsingar. Búizt er við því, að nefnd- in ákveði að áminna Gingrich. Frestur nefndar- innar til að komast að niður- stöðu rennur út hinn 21. þessa mánaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.