Morgunblaðið - 10.01.1997, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.01.1997, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÁRIN 1931 til 1945 voru upphafsskeið landslagsmálunar Á ÞESSARI yfirlitssýningu á verkum Hrings, sem jafn- lýá Kjarval. Þá fór hann einnig að gera tilraunir með framt er fyrsta yfirlitssýningin á verkum hans, gefur að ýmsar kynjaverur í landslaginu. líta úrval oliumálverka síðastliðin 30 ár. Á SÝNINGU Jónínu verður listunnendum boðið til móts við nýja leirskúlptúra sem sérstaklega hafa verið gerðir fyrir rýmið á Kjarvalsstöðum. Kjarval, Hringur og Jónína Guðnadóttir á Kjarvalsstöðum ÞRJÁR SÝNINGAR verða opnað- ar á Kjarvalsstöðum á morgun, laugardag; yfirlitssýning á verk- um eftir Hring Jóhannesson í vest- ursal, sýning á nýjum verkum eft- ir Jónínu Guðnadóttur í miðsal og sýning á verkum eftir Jóhannes S. Kjarval frá árunum 1931 til 1945 í austursal sem ber yfir- skriftina Lifandi land. Upphafsskeið landslagsmálunar Kjarvals Á síðastliðnum árum hefur Kristín Guðnadóttir listfræðingur og safnvörður á Kjarvalsstöðum og Ásmundur Helgason sagnfræð- ingur unnið að rannsóknum á list- og æviferli Jóhannesar S. Kjar- vals. Fyrir tveimur árum setti Kristin saman sýningu sem hún nefndi Mótunarárin í list Kjarvals. Komu þar fram margar merkar og endurskoðaðar upplýsingar um list Kjarvals. Að þessu sinni ein- beitir Kristín sér að tfmabilinu 1931 til 1945. „Þetta mættí kalla miðkaflann á ferli listamannsins. Um 1930 verða nokkur kaflaskil hjá Kjarval; hann fer að einbeita sér að landslagsmálverkum. Hann lýsti þvf beinlí nis yfir að hann ætlaði að leggjast út og fara að mála fslenska náttúru. Fyrsti áfangastaður hans var Þingvellir. Sfðan sneri hann sér að umhverfi Reykjavíkur; málaði til dæmis Víf- ilsfellið mjög mikið. Það sem vekur athygli á þessu upphafsskeiði landslagsmálunar Kjarvals er hversu mikið hann málaði sama mótífið frá sama stað, bara f mismunandi veðri, mismunandi birtu og á mismun- andi tfma dags. Hann vinnur mjög meðvitað með þetta; það eru þarna heilar myndraðir af sama mótifi. Hann vildi sýna okkur fram á fjölbreytileika náttúrunn- ar; hann sagði f viðtali á þessum tíma að hann vildi sýna náttúruna i mismunandi veðrabrigðum og kanna hvernig hún brygðist við mismunandi skilyrðum. Á þessum tfma fór Kjarval Ifka að vinna saman landslag og ýmiss konar verur; álfa, engla og kynja- verur af öllu tagi. Hann vann einnig áfram með kúbisma og symbólisma. Á þessu tfmabili spannar hann þvf ákaflega breitt svið.“ Kristín birtir ítarlega grein um listamanninn í sýningarskrá. Þar er ennfremur birt f fyrsta skipti endurnýjuð æviferilsskráning (1931-1945) Kjarvals eftir Ás- mund Helgason. Endurnýjuð sýn með Hring Hringur Jóhannesson hefur um árabil verið einn dáðasti listamaður þjóðarinnar en hann andaðist síðla árs 1996 langt um aldur fram. Hringur kom fyrst fram á sjónar- sviðið f byrjun áttunda áratugarins með fígúratíft málverk unnið með hefðbundnum efnum - olíulitum á striga, á þeim tíma er framúr- stefnuhópurinn, oftast kenndur við SÚM, lagði sig fram við að bijóta niður öll hefðbundin gildi í mynd- listinni. Hringur valdi aftur á móti önnur viðmið í samtímalistinni sem tengdust popplistinni og síðar Hy- perrealismanum eða ofurraunsæi. Ekki leið á löngu þar til Hringur sneri sér f auknum mæli að landinu og hóf að myndgera og túlka ís- lenska náttúru. Má með sanni segja að Hringur hafi aukið við nýjum kafla í fslensku landslagsmálverki og í raun gefið okkur endurnýjaða sýn á landið. Á þessari yfirlitssýn- ingu á verkum Hrings sem jafn- framt er fyrsta yfirlitssýningin á verkum hans gefur að líta úrval olíumálverka síðastliðin 30 ár. Þar koma fram öll helstu myndefnin sem Hringur glfmdi við á sínum listferli, auk þess sem áhorfendur geta rakið þróun og áherslubreyt- ingar í persónulegum stfl lista- mannsins. í tengslum við sýninguna hefur verið gefin út sýningarskrá með Utmyndum af verkum listamanns- ins og umfjöUun eftir Auði Ólafs- dóttur listfræðing. Skúlptúr í leir Jónína Guðnadóttir er fyrir löngu orðin einn þekktasti leirUsta- maður hér á landi. Síðastiiðin þijá- tíu ár hefur Ustakonan unnið að listsköpun sem ýmist hefur tengst nytjahlutum eða sjálfstæðum form- og efnisrannsóknum. Að þessu sinni er listunnendum boðið til móts við ný verk sem sérstaklega hafa verið gerð fyrir rýmið á Kjarvalsstöðum. Þar gefur að líta afrakstur ára- langrar Ustsköpunnar, sjálfstæða skúlptúra sem oftar en ekki hafa sterka skírskotun í íslenska nátt- úru. I tengslum við sýninguna hefur verið gefin út sýningarskrá með Utmyndum af verkum Ustakonunn- ar og grein Eiríks Þorlákssonar list- fræðings. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frákl. 10-18. Síðustu verk Hrings SÝNING á nokkrum af síðustu myndunum sem Hringur Jó- hannesson gerði, en hann lést 17. júlí á síð- asta ári, verður opnuð í baksal Gall- erí Foldar við Rauðarárstíg laugardag- inn 11. jan- úar kl. 15. Á sýning- unni verða bæði pastel- og olíuverk, sem unnin voru fáeinum vikum fyr- ir lát listamannsins, en að auki verða sýndar nokkrar eldri teikningar. Um er að ræða sölusýningu. Sýningin stendur til 2. febr- úar. Opið er í Gallerí Fold dag- lega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Hringur Jóhannesson Barnaherbergi í tengslum við Bókasafn Nor- ræna hússins ÞAÐ er búið að innrétta nýtt her- bergi fyrir böm í Norræna húsinu undir bókasafninu og verður það formlega tekið í notkun laugardaginn 11. janúar kl. 14. Hvert land fyrir sig mun eiga sinn bókaskáp í herberginu þar sem kynnt verður það helsta í barnabókmenntum viðkomandi lands. Á laugardaginn verður efnt til sam- keppni um nafn á herbergið og lesnar verða upp sögur í norrænum bama- bókum, m.a. verður lesin danska bók- in „Historien om den sultne love, den glade elefant, den lille mus og Jens Pismyre“ eftir Asger Jom, kafli um múmínálfana o.fl. Veislustjórar eru þeir Felix Bergs- son og Gunnar Helgason. Úrslit úr samkeppninni verða kynnt viku síðar eða sunnudaginn 19. janúar kl. 14 um leið og sýnd verður teiknimynd um múmínálfana. Bamaherbergið er opið á sama tíma og bókasafnið og er hugmyndin sú að fá einn bamabókarithöfund í heimsókn í hveijum mánuði til að lesa úr verkum sínum og spjalla við bömin. Signrbjörn Bernharðsson fiðluleikari á styrktartónleikum óperunnar Demantar oggrín Morgunblaðið/Kristinn SIGURBJÖRN Bernharðsson fíðluleikari og John Howsmon píanóleikari koma fram á styrktartónleikum íslensku óper- unnar á morgun, laugardag. Af tvenn- um toga SÝNINGIN „Af tvennum toga“ verður opnuð laugardaginn 11. janúar kl. 16 í Listhúsi 39 við Strandgötu 39 í Hafnarfirði. Þetta er samsýning Önnu Guð- jónsdóttur og Erlu Sólveigar Óskarsdóttur á olíumálverkum og húsgagnahönnun. Anna útskrifaðist úr grafík- deild Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1981 og stundaði framhaldsnám í leik- mynda og búningagerð við Accademia di Belle Arti í Róm frá 1982-1986. Erla stundaði nám við iðn- hönnunardeild Danmarks De- sign Skole í Kaupmannahöfn frá 1989-1993. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 12-18 og sunnudaga frá kl. 14-18 og stendurtil 26. janúar. TÓNLEIKAR Styrktarfélags ís- lensku óperunnar verða haldnir í ís- lensku óperunni á morgun, laug- ardag, kl. 14.30. Þar koma fram Sig- urbjöm Bemharðsson fíðluleikari og John Howsmon píanóleikari. Á tónleikunum muna þeir leika mörg falleg verk, sagði Sigurbjörn í samtali við Morgunblaðið. „Fyrsta verkið sem ég ætla að spila er Brahms-sónata í G-dúr, op. 78 fyrir fiðlu og píanó en þetta er sú fyrsta af þremur sónötum sem hann samdi. Þetta verk er afar mikið flutt og er eiginlega um þessar mund- ir mín uppáhaldssónata af öllum þeim sem til eru. Hún er mjög innhverf og má segja að það sé gegndarlaus fegurð í henni. Næst mun ég leika tilbrigði á g-strengnum við stef eftir Rossini eftir Paganini. Fyrsta verk eftir hlé verður Fjögur verk fyrir fiðlu og píanó eftir Anton Webern. Þetta eru fjögur afar stutt verk í tólftóna stíl. Sumir hafa sagt að það væri eins og vel slípaður demantur sem hefur marga fallega fleti sem þurfa að vera vel slípaðir eins og leikurinn á verkinu. Einnig mun ég leika Fjög- ur næturljóð eftir Þorkel Sigurbjöms- son og Zigane eftir Ravel. Þama gérir Ravel eiginlega grín að sígauna- tónlist en á afar jákvæðan hátt.“ Sigurbjörn hóf fiðlunám sex ára gamall og stundaði nám við Tónlist- arskólann í Reykjavík hjá Guðnýju Guðmundsdóttur. Þaðan lauk hann einleikaraprófi aðeins nítján ára gamall og hélt síðan til Bandaríkj- anna þar sem hann er í meistara- námi hjá Shmumii Ashkenasi og Matias Tacke, sem eru báðir fiðlu- leikarar í Vermeer-strengjakvartett- inum við tónlistarskólann í Illinois. Sigurbjöm segist munu ljúka náminu eftir eitt ár, í desember 1997. „Þegar ég klára mun ég ann- aðhvort koma heim að vinna, fá mér vinnu úti eða halda áfram námi. Það er raunar ætlunin að koma heim einhvern tímann en hvenær það verður er ómögulegt að segja.“ Howsmon er Bandaríkjamaður og leikur nú í fyrsta skipti hér á landi. Howsmon er prófessor við meðleik- aradeildina í tónlistarháskólanum í Oberlin. Sigurbjöm sagðist vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til Fjöln- is Stefánssonar hjá Tónlistarskóla Kópavogs fyrir æfíngaaðstöðu og Soffíu Karlsdóttur hjá Islensku óper- unni fyrir góðan undirbúning tón- , leikanna. Ji

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.