Morgunblaðið - 10.01.1997, Side 24

Morgunblaðið - 10.01.1997, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Fjórðu tónleikar starfsársins í Kammermúsíkklúbbnum Morgunblaðið/Kristinn STRENGJALEIKARARNIR sem koma munu fram á tónleikunum í Bústaðakirkju. Einleikir Völu Þórs SÝNINGAR á tveimur einleikj- um Völu Þórsdóttur, leikkonu og leikritahöfundar, hefjast á laugardag kl. 21 í Kaffileik- húsinu í Hiaðvarpanum. Þann fyrri „Eða þannig“ sýndi Vala í Kaffileikhúsinu sl. vor við góðar undirtektir og þann síð-, ari, „Kíkir, súkkulaði, fýlugufa og rusl“ sýndi Vala þrisvar í dagskrá sem hún og dúettinn Súkkat settu saman fyrir Kaffileikhúsið í nóvember. í sumar og haust sýndi Vala „Eða þannig“ í Napólí á Ítalíu á ítölsku og í Kaupmannahöfn á ensku auk þess sem hún hefur sýnt einleikinn fyrir ýmsa hópa útlendinga hér heima. Viðbrögð á þessum sýn- ingum urðu til þess að Vala ákvað í desember sl. að sýna báða einleikina á ensku í „The Lion and Unieorn“-leikhúsinu í Kentish Town í Lundúnum og gengu þær sýningar mjög vel. Gagnrýnandi í Camden Journal skrifaði svo um sýn- ingu Völu; „Ung og nýútskrifuð fjölhæf listakona, Vala Þórsdóttir, skrifaði og lék þessa tvo ein- leiki“.... „ Þó svo að Þórsdóttir þurfi að þróa sinn stíl áfram ... er Vala Þórsdóttir kraftmikil og efnileg hæfi- leikakona." í framhaldi af sýningunum í Lundúnum var Völu boðið að sýna einleikina í tveimur öðr- um leikhúsum í borginni og verða þær sýningar í apríl og maí á þessu ári. Auk þess fyrir- hugar Vala leikferð um Bret- landseyjar. TRÍÓ Reykjavíkur verður í brenni- depli á fjórðu tónleikum starfsárs- ins í Kammermúsíkklúbbnum sem haldnir verða í Bústaðakirkju næstkomandi sunnudag kl. 20.30. Tríóið skipa Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanó- leikari, en auk þeirra koma fram Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Sigurbjöm Bemharðsson víólu- leikari og Bryndís Halla Gylfadótt- ir sellóleikari. A tónleikunum verður þess minnst að um þessar mundir em tvö hundruð ár liðin frá fæðingu Franz Schuberts og tónverkin sem flutt verða, Tríó í B-dúr, op.99 og Kvintett í C-dúr, op. 163, „látin leiða í ljós hversu langt sá Ijúfling- ur meðal tónskálda náði í list sinni". Franz Sehubert fæddist í Vín- arborg 21. janúar 1797. Haydn var þá enn að störfum, Mozart var látinn fyrir sex ámm en Beethov- en, þá 27 ára, var að komast á skrið. Schubert bjó alla tíð í Vínar- borg, þar sem hann lést 10. nóvem- ber 1828, einungis 31 árs gamall. „Schubert var undrabam í tón- list,“ segir í kynningu frá Kamm- ermúsíkklúbbnum. „Á æskuheimili hans var iðkuð kammertónlist og Tríó Reykja- víkur minn- ist Schuberts hann lærði fljótt að leika á píanó, fiðlu og lágfiðlu og taka þátt í leiknum. Hann var tekinn 11 ára í tónlistar-menntaskóla keisara- dæmisins og reyndist afburðanem- andi, en tolldi þar ekki lengur en 5 ár, þótt kost ætti á lengra námi. Þá hafði hann m.a. tekið þátt í að spila allar sinfóníur Haydns og Mozarts. Allur hugur hans stóð til tónskáldskapar, og hann varð ekki „virtúós" á neitt hljóðfæri eins og Mozart og Beethoven og reyndar flest tónskáld þeirra tíma. Þegar Schubert var 13 ára var hann farinn að semja píanólög, en strengjakvartetta 14 ára. Þá samdi hann einnig fyrsta söngv- erk sitt, sem gefið var út, Hagars Klage. Hann var aðeins 16 ára, þegar hann samdi fyrstu sin- fóníuna. Sautján ára gamali hreifst hann mjög af Goethe, er hann las Faust. Hann samdi lög við nokkur ljóða hans, þ. á m. Gretchen am Spinnrade, Heid- enröslein og Erlköning. Með ein- dæmum er, að svo ungur maður skuli hafa samið slík tónverk á sviði, sem þá var lítið þróað, og á þann veg, að betur hefur ekki verið gert síðan. Allt líf Schuberts var nú helgað tónskáldskap. Hugmyndirnar bárust honum í óstöðvandi straumi og jafnframt eru stef hans svo einföld og eðlileg, að svo er sem þau hafi alltaf verið til. Afköst hans voru ótrúleg. En líf hans var ekki auðvelt. Hann var óframfærin og ekki tæknisnilling- ur sem hljóðfæraleikari. Nafn hans var framan af lítt kunnugt og honum gekk illa að fá verk sín gefin út. Schubert var bláfátækur alla ævi og hafði stundum lítið til hnífs og skeiðar. En hann átti hóp vina, sem vissu um hæfileika hans. Ýmsir þeirra voru skáld og lista- menn, er höfðu úr litlu að spila en greiddu götu hans á ýmsan hátt. Þessi hópur kom oft saman og voru þá flutt kvæði þeirra eða ný tónverk Schuberts, en stundum var farið í skógarferðir. Samkom- ur þessar fengu nafnið Schubert- iade og áttu þátt í að vekja at- hygli á Schubert og verkum hans í Vínarborg." Enn ein ástæða til að fagna _______LEIKLIST Ncmcndalcikhúsið HÁTÍÐ Hátíð eftir George Tabori. íslensk þýðing: Bjarni Jónsson. Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Hildigunnur Þráinsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Þrúður Vilhjálmsdóttir. mjóðfæraleikarar: Ingólf- ur Vilhjálmsson, Kristín B. Ragnarsdóttir, Snorri Heimisson og Steingrímur Þórhallsson. Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir. Leikmynd og búningar: Elín Edda Ámadóttir. Lýsing: Egill Ingibergsson. Förðun og hárgreiðsla: Kristín Thors. Hljómsveit- arstjóri: Kjartan Óskarsson. Lindarbær 8. janúar. ANNAÐ VERKEFNI Nemendaleikhúss Leiklist- arskóla Islands á þessu leikári er uppsetning á leikriti Þjóðveijans George Tabori sem kallast Hátíð í íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar. Ta- bori er kunnur rithöfundur og leikhúsmaður, fædd- ur 1914, sem býr og starfar í Vínarborg. Hátíð er fyrsta verk hans sem sviðssett er hér á landi. Verkið gerist í kirkjugarði og eru flestar persón- ur þess liðin lík sem á einn eða annan hátt eru fórnarlömb nasista frá því í seinni heimsstyrjöld- inni. Leikurinn hefst á því að ungur nýnasisti kem- ur í kirkjugarðinn til að vanvirða leiðin en hinir dauðu rísa þá upp og gengur leikfléttan út á frá- sagnir þeirra af lífi sínu og örlögum. Þetta erfíða og dramatíska efni setur Tabori fram á frumlegan hátt og er sýn hans blandin húmor og háði þótt hvergi sé slegið af alvarleika efnisins. Aðferð Ta- boris mætti e.t.v. líkja við klippimynd (og því vel til fundið hjá leikstjóra að láta leikarana vinna klippimyndir upp úr frétta- og blaðamyndum frá stríðinu á æfingatímabilinu, eins og fram kemur í viðtali í Morgunblaðinu 8. jan. sl.), hann fléttar Morgunblaðið/Kristinn ÞRÚÐUR Vilhjálmsdóttir og Halldór Gylfason í hlutverkum sinum. brotakenndar frásagnir einstaklinga saman við tilvitnanir og vísanir í bókmenntir og sögu og bind- ur efnið saman með tónlist og ljóðum sem styðja frásögnina og eykur henni slagkraft. Frásagnarað- ferð Taboris gengur vel upp og honum tekst með henni að forðast flestar þær gryfjur sem óhjá- kvæmilega hafa orðið til í frásagnarhefðinni sem orðin er til um helför gyðinga. Ef til vill er erfitt að átta sig á því hvemig hægt er að segja þessa sögu með húmor að leiðarljósi, en með því að blanda saman hlátri og sársauka tekst Tabori að leysa efnið úr viðjum melódramans að mestu leyti — það örlaði aðeins á slíku i síðari hluta verksins, en hér getur einnig verið um túlkun leikaranna að ræða. Sem heild kemur hópurinn sem útskrifast í vor úr Leiklistarskólanum sterkt út í þessari sýningu. Samleikur var góður og mikið jafnræði með ein- staklingum hvað varðar vægi hlutverka. Að þessu leyti er verkið sérlega vel til fallið sem verkefni nemendaleikhúss. Hver leikari naut sín vel og var vel skipað í hlutverk. Gunnar Hansson var sann- færandi í hlutverki hins vitgranna unga nasista, sýndi ráðvilltan ofbeldissegg sem breiðir yfir ör- væntingu sína með hávaða og uppivöðslusemi. Baldur Trausti Hreinsson og Halldór Gylfason voru sannfærandi sem hommaparið Helmut og Otto. Baldur Trausti túlkaði skelfingu Helmuts vel og Halldór átti mjög góða takta í öllu sínu látbragði. Inga María Valdimarsdóttir fór með hlutverk hinnar fötluðu Mitzí af næmi og innsæi og Þrúður Vilhjálmsdóttir lék gyðingakonuna (með tilvísun til Brechts) á fágaðan hátt. Atli Rafn Sig- urðarson og Hildigunnur Þráinsdóttir léku herra og frú Stem og gáfu bæði með leik sínum góð fyrirheit sem leikarar. Katla Margrét Þorgeirsdótt- ir leikur grafarann og er jafnframt aðalsöngvarinn í sýningunni. Hún hefur góða rödd og sterka svið- snærveru og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Það má reyndar segja um alla leikarana, að hérna eru virkilega spennandi leikaraefni á ferðinni. Öll umgjörð sýningarinnar er af vandaðasta tagi. Þýðing Bjarna Jónssonar lætur vel í eyrum og er textinn bæði þéttur og skemmtilegur. Leikmynd og búningar eru höfundarverk Elínar Eddu Árna- dóttur sem er með þeim færustu á sínu sviði í dag. Leikmynd hennar er sérstaklega útsjónarsöm og skapar verkinu mjög viðeigandi umgjörð. Lýs- ing er hönnuð af Agli Ingibergssyni og vil ég sérstaklega nefna skemmtilega hönnun á lýsingu með sjöarma kertastjökum, þeim er kenndir eru við gyðinga. Tónlistin var vel flutt af nemendum Tónlistarskóla Reykjavíkur og er það vel til fund- ið hjá leiklistarskólanum að fá þá til Jiðs við sig. Tónlistarstjórn er í höndum Kjartans Óskarssonar og á hann ekkert nema hrós skilið. Kolbrún Hall- dórsdóttir er leikstjóri sýningarinnar og er hún greinilega afar vaxandi leikstjóri, eins og hún hefur sýnt og sannað í vetur. Með þessari sýningu Nemendaleikhússins er enn ein ástæðan til að fagna blómstrandi leiklistarlífi á íslandi á þessu leikári; sjaldan hefur annað eins úrval góðra sýninga verið í boði samtímis. Von- andi nýta áhugamenn um leiklist sér þessa gósen- tíð til fulls. Sigurður Haukur sýnir olíu- myndir SÝNING á olíumyndum Sigurðar Hauks Lúðvígssonar á olíumynd- um verður opnuð í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, næstkomandi laugardag. Sigurður Haukur er fæddur 1921. Hann stundaði nám hjá Finni Jónssyni 1934 og I Mála- raskóla Finns og Jóhanns Briems, sem þeir ráku 1935-1940. Sigurður Haukur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og lýkur þann 28. janúar. EITT verkanna á sýningu Gerhards og Þórs. Abstraktmál- verk í Nór- ræna húsinu MYNDLISTARMENNIRNIR Gerhard Roland Zeller og Þór Ludwig Stiefel opna málverkasýn- ingu í sýningarsölum NoiTæna hússins laugardaginn 11. janúar. Sýningin samanstendur af um 30 abstraktmálverkum sem máluð enj á síðastliðnum tveimur árum. Gengið er út frá sarneiginlegu þema sem er náttúra íslands. Sýningin er opin dagiega frá kl. 12-18 og stendur til 26. janúar. Veggspjaldasýning í anddyrinu I anddyri Norræna hússins verður opnuð sýning á veggspjöld- um sem gerð voru af skólabörnum í tengslum við Norrænu lestrar- keppnina Mími. Veitt verða verð- laun fyrir bestu veggspjöldin við hátíðlega athöfn í Norræna hús- inu, í dag föstudaginn 10. janúar. Sýningin stendur til 29. janúar. HÁVARÐUR Olgeirsson. Mynd eftir Spessa. Heljur á Mokka LJÓSMYNDARINN Spessi hefur nú sett upp myndaröð sína „Hetj- ur“ á Mokka-kaffí við Skólavörðu- stíg. Hún var áður til sýnis í Tjöru- húsinu á ísafirði á síðasta ári. í kynningu segir: „Hetjur“ Spessa eiga lítið skylt með horm- ónatröllum hvíta tjaldsins. Hvað þá ofurfyrirsætum glanstímarit- anna. Við okkur blasa rosknir og vörpulegir sjóarar uppáklæddir í sínu fínasta pússi. Þetta eru karl- ar í krapinu, rúnum ristir vinnu- þjarkar sem stritað hafa frá blautu barnsbeini við að færa þjóðinni björg í bú. 1 andlitsdráttum þeirra virðist mega lesa veðurfar lands- ins undanfama öld.“ Sýningin stendur til 6. febrúar. Soffía Auður Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.