Morgunblaðið - 10.01.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 25
LISTIR
„MARGRÉT Rún Guðmundsdóttir lýkur námi sínu með kjark-
aðri og mjög metnaðarfullri kvikmynd, Albaníu-Láru,“ stendur
meðal annars í umsögn á prófskírteininu.
Islenskt hand-
verk í Ráðhúsinu
Margrét Rún kvik-
myndagerðarmaður
Útskrif-
ast með
hæstu
einkunn
MARGRÉT Rún Guðmundsdótt-
ir lauk fyrir skemmstu námi í
kvikmyndaleikstjóradeild Kvik-
myndaháskólans í Miinchen með
hæstu mögulegri einkunn. Er
það afar sjaldgæft - gerist í
minna en 5% tilvika, að sögn
Margrétar Rúnar.
„Margrét Rún Guðmundsdótt-
ir lýkur námi sínu með kjark-
aðri og mjög metnaðarfullri
kvikmynd, Albaníu-Láru,“
stendur meðal annars í umsögn
á prófskírteininu. „Hún segir
frá út frá sjónarhóli barns sem
gefur henni tækifæri til að leika
sér að raunverulegum og ímynd-
uðum heimi, bæði hvað form og
innihald snertir. Þennan leik
setur hún inní kvikmyndamálið
og færir það upp á plan lista-
mennsku af hæstu gæðum og
þar eð hún notar alla brellu-
möguleika — raunverulega og
elektróníska — sem til eru í dag
er myndmálið þrungið næstum
ótakmörkuðum krafti. Tæknileg
útfærsla myndarinnar er einnig
á hæsta plani og heimildarvinn-
an að baki sögunni gerð af sam-
viskusemi og alúð. Kvikmyndin,
sem bæði skelfir áhorfandann
og heillar hann, fær bestu mögu-
legu einkunn sem prófnefndin
getur veitt.“
„Ég bjóst alls ekki við þessu,“
segir Margrét Rún. „Ég vissi að
vísu að einkunn mín í samskipta-
fræði hlyti að vera ágæt, því ég
hafði skilað þar inn ritgerðum
sem ég lagði töluverða vinnu í,
annars vegar um stöðu óháðra
kvikmynda- og sjónvarpsfram-
leiðenda í flestum löndum Evr-
ópu síðastliðin tíu ár og hins
vegar um nýtt kvikmyndamál
eða elektrónískt myndmál."
Margrét Rún kveðst á hinn
bóginn hafa kviðið einkunninni
úr leikstjóradeildinni, þar sem
hún hafi heyrt um fjölda nem-
enda sem hefðu fengið heldur
„kvikindislegar umsagnir", svo
sem að þeir hefðu enga leik-
stjórahæfileika og ættu frekar
að klippa myndir. „Ég vissi að
ég yrði ofsalega reið, ef eitt-
hvað sem mér þætti móðgandi
stæði í skírteininu, og var því
ekkert að flýta mér að sækja
það. Auðvitað er þessi umsögn
mikilvæg, því hún er eins og
stimpill sem fylgir manni alla
ævi. Ég var því búin að semja
um það við manninn minn, að
þegar ég loksins sækti það
myndi hann lesa það fyrst yfir
til að segja mér hvort ég ætti
yfir höfuð að lesa það og hversu
reið hann héldi að ég myndi
verða.“
SÝNING á úrvali úr flóru íslensks
listhandverks eftir 24 listamenn
verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur
í dag, föstudag, kl. 16. Sýningin
er samstarf Handverks, reynslu-
verkefnis á vegum forsætisráðu-
neytis, og Happdrættis SÍBS til
kynningar á íslensku listverki. Sýn-
ingin mun standa yfír til 14. jan-
úar. Guðni Franzson klarinettuleik-
ari spilar við opnunina.
Skartgripir, klæði, leikföng,
húsmyndir og hattar eru meðal
þess sem til sýnis verður. Sýningar-
gripirnir eru unnir úr leir, leðri, ull
og silki, gulli og kopar, gleri og
SVAVA Björnsdóttir myndhöggv-
ari opnar sýningu í Nýlistasafninu,
Vatnsstíg 3b, laugardaginn 11.
janúar kl. 16.
í texta sem Halldór Björn Run-
ólfsson skrifar með sýningunni
segir: „Þótt höggmyndir Svövu
Björnsdóttur virðast næsta aug-
ljósar í öllum sínum formræna ein-
faldleik búa þr yfir mun meiri
flækjum en títt er um jafn sam-
hverf og kerfisbundin listaverk.
Það er ekki erfitt að koma auga á
ýmsar módernískar forsendur
þeirra svo sem einhliða val á efni-
viði, sífellda endurtekningu staðl-
aðra grunneininga og augljósa
tré. Munirnir á sýningunni eru vald-
ir af Handverki og eru á vinninga-
skrá Happdrættis SÍBS 1997.
Starfsemi Handverks flutti í byrj-
un árs að Amtmannsstíg 1 og þar
verður skrifstofa sem veitir þeim
þjónustu sem hafa eða vilja hafa
handverk að atvinnu. Veitt er ráð-
gjöf um markaðssetningu, sölumál,
hönnun, námsleiðir í handverki og
fleira. Handverk gefur út frétta-
blað, skipuleggur sýningar á hand-
verki og nytjalist og vinnur að
ýumsum sérverkefnum í þágu ís-
lensks handverks. Eitt slíkt er sam-
starfið við Happdrætti SÍBS.
formgerð. Inntak þeirra býr samt
yfir margslunginni merkir.gu, ekki
síst vegna staðsetningar verkanna
á mörkum tveggja ólíkra strauma,
formrænna og hugrænna. Notkun
Svövu á pappa er vissulega mód-
ernisk vegna þess að pappír sem
efni í þrívíða list á sér litla sem
enga sögu. Hins vegar má lesa
ómæld söguleg áhrif úr mótun
hennar á pappanum og litunum
sem hún blandar við massann. Þar
koma ekki síður í ljós tengsl verka
hennar við málaralist fyrri tíðar
en höggmyndlist okkar tíma.“
Sýningin er opin daglega frá kl.
14-18 og lýkur 26. janúar.
Svava Björnsdóttir
í Nýlistasafninu
Sófasett
leðulíki 3+2
Áður
69.300
Sömu tilboð á geisladiskum einnig í báðum verslunum okkar.
Tónaflóð T ^■íHI riötubúðin Tónaflóð
Bíldshöfða 18 1 CJllCvIlCJLr Laugavegi 20
S:567 - 1830 S:552 - 0í81
Vinyl Lp plötur
Hundruðir titla á 200 kr. stk.
Kassettur
Mikið úrval frá 99 kr.
starúm
11 cm þykkri dýnu.
íður 8.998
4#998 stgr.
„„jtsófasctt + borð
Verð frá 19.99S stgr.
Kjarakaup ehf Faxateni 10, sími 568 4910.
Visa og Euro raðgreiðslur
hefst í dag kl. 10:00 í Framtíðarmarkaðnum Faxafeni 10
(þar sem Kjarakaup og Heildsölulagerinn eru til húsa.)
Versluninn Tónaflóð hefur um tveggja ára skeið boðið ánægðum viðskiptavinum sfnum
upp á tónlist af ýmsu tagi á verði sem þekktist ekki áður (undir 500 kr.)
Nú bjóðum við enn betur !
Geisladiskar jD% afisláttur af jólatónlist (af okkar lága verði.)
20% afsláttur af öllum öðrum
geisladiskum (af okkar lága verði.)
Christmas with
Nat and Dean
Nat King Cole
The Christmas Album
Venjulegt verð 999 kr.
Verð nú 498 kr.
Ýmsir
ísiensk poppsaga 1972 - 1977
Ýmslr
Lordagsbal
Ýmsir 2cd
Now 35
Rlchard Clayderman
The Collection
Jólatré og
jólavörur
Nú á 80%
Boxrðm
90x200 * n 990
Verð áðurl 2.990
HÚ B.99B stgr.