Morgunblaðið - 10.01.1997, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Aðdróttanir og nöldur
Ara Skúlasonar
7. JANÚAR sl. birtist í Morgun-
blaðinu, undir flokknum aðsendar
greinar, ritsmíð Ara Skúlasonar sem
er það hlaðin rangtúlkunum og hálf-
sannleik að ekki verður komist hjá
að svara, þótt það sé skoðun undir-
ritaðs að svo margt tengi saman
félaga Alþýðusambands íslands og
Bændasamtaka íslands að ritdeilur
þar í milli séu ekki eftirsóknarverðar.
Hagræðing í landbúnaði
í upphafi nefnir Ari að mikill
árangur hafi náðst í hagræðingu
landbúnaðarmála eftir samstarf
ASÍ, bændaforystunnar og fleiri á
árunum eftir 1990 og verðlag hafi
jafnvel lækkað á sumum landbún-
aðarvörum. Á hitt minnist Ari ekki
að fækkun framleiðenda, sem hag-
ræðingin átti að byggja á, gekk
ekki eftir m.a. vegna þess að þeir
sem þó vildu hætta búskap fengu
ekki önnur störf í vaxandi atvinnu-
leysi og því byggðist „hagræðingin"
einkum á launalækkun hjá fram-
leiðendum. í fjölmiðlaumfjöllun frá
Búnaðarþingi 1995 („hallarbylting-
arþingi") má finna fyrirsagnir eins
og „Bændur eru á heljarþröm"
„Mörg bú á barmi gjaldþrots", enda
kom í ljós að í kosningum til Alþing-
is vorið 1995 að flestir stjórnmála-
flokkar höfðu á sinni stefnuskrá að
bæta kjör bænda og því raunar
sjálfgefið að í stefnuyfirlýsingu
næstu ríkisstjórnar, hvernig sem
hún hefði verið skipuð, kæmu
ákvæði um endurskoðun búvöru-
samnings frá 1991, sem og varð.
Hitt er rangt sem Ari heldur fram
í greininni og hefur raunar oft
skrökvað að sínum
umbjóðendum að
bændaforystan hafi
hafnað því að ASÍ
kæmi að endurskoðun
sauðfjárhluta búvöru-
samnings haustið
1995. Sannleikur máls-
ins er að aðilar vinnu-
markaðar, þar á meðal
ASÍ héidu í september
1995 nokkra fundi með
fulltrúum bænda og
ríkisvalds um breyting-
ar á samningnum og
lögðu þar fram tvíblöð-
ung með yfirskriftinni:
Endurskoðun búvöru-
samnings um sauðfjár-
rækt. / Frumhugmyndir fulltrúa
aðila vinnumarkaðar í 7 manna
nefnd 25.9. 1995.
Hugmyndirnar eru í 11 liðum og
er 1. liður svohljóðandi: „Stuðning-
ur við framleiðslu verði strax færð-
ur til samræmis við neyslu innan-
lands að teknu tilliti til lækkunar á
birgðum. Greiðslumark verði ákveð-
ið skv. þessu 6.000 tonn fyrir verð-
lagsárið 1996 - 1997“.
Eftir að þessar afstaða varðandi
frekari lækkun á ríkisútgjöldum og
tekjum bænda lá fyrir, áttu bændur
og ríkisvaldið tvo kosti, gera samn-
ing sem að einhveiju leyti uppfyllti
sárustu þarfir sauðfjárbænda og
jafnframt markmið ríkisstjórnar
eða að gera samning á grundvelli
hugmynda aðila vinnumarkaðar,
hagfræðingur ASI þekkir það vel
til kjarabaráttu að hann veit að slík-
ur samningur um kjaraskerðingu
hefði verið kolfelldur í
atkvæðagreiðslu meðal
þeirra fulltrúa bænda
sem um hann hefðu
greitt atkvæði.
Störf ASÍ í
opinberum
nefndum
í bréfi sem landbún-
aðarráðherra sendi út
23. sept.sl. segir orð-
rétt: „Samstaða hefur
orðið milli aðila að sjö
manna nefnd um
áframhaldandi starf og
starfsvettvang nefnd-
arinnar við stefnu-
mörkun í málefnum
landbúnaðarins. Verkefni nefndar-
innar verður samkvæmt því eftir-
farandi:
1. Athugun á rekstrarskilyrðum
landbúnaðarins hérlendis í saman-
burði við nágrannalöndin.
Bændur ráða víða litlu,
segir Ari Teitsson, um
rekstur afurðastöðva.
2. Athugun á verðlagningu bú-
vara og samkeppnislöggjöf með
hliðsjón af hliðstæðum í nágranna-
löndum okkar.
3. Innflutningsvernd fyrir land-
búnaðarvörur.
4. Hagræðing við framleiðslu og
vinnslu landbúnaðarvara.
5. Smásöluverslun og verðlags-
löggjöf um viðskipti með búvörur.
Ari Teitsson
Verzlunarskóli íslands
Starfsnám
Lærið hjá þeim sem þekkja þarfir
viðskiptalífsins
Bókhalds- og tölvunám
Kennslugreinar:
Almenn tölvunotkun - stýrikerfið WINDOWS 95
Töflureiknirinn EXCEL
Gagnagrunnurinn ACCESS
Ritvinnslukerfið WORD for Windows 7.0
Bókfærsla
Tölvubókhald (Opus-Alt)
208 kennslustundir. Verð kr. 51.800.
Kennsla hefst 15. janúar og náminu lýkur með prófum
í maí.
VR og mörg önnur stéttarfélög og starfsmenntasjóðir
styrkja þátttöku félagsmanna sinna.
Innritað verður á skrifstofu Verzlunarskóla íslands,
Ofanleiti 1, 8.-13. janúar 1997 kl. 08.30 -18.00.
Ákveðið er að nefndin móti um-
fjöllun þessara málaflokka og ann-
arra, sem tengjast stefnumörkun
að mati nefndarinnar." Er það ekki
vísvitandi blekking hjá Ara Skúla-
syni að halda því fram að opinbert
starf að þessum málum hafi ekki
verið farið að snúast um annað en
sjálfvirkan framreikning á verði?
Lá ekki eitthvað annað að baki hjá
þeim sem ákváðu að ASÍ hætti
starfi í sjö manna nefnd?
Ari telur það móðgun við 70
manna sambandsstjórn ASÍ að
halda því fram að hagfræðiforystan
hafi tekið ákvörðun um að hætta
þátttöku í opinberu starfi, hann
nefnir hins vegar ekki að aðeins
rúmlega 20 af nefndum 70 greiddu
atkvæði með því.
Tregða varðandi hagræðingu
í afurðastöðvum
Ari gefur í skyn að bændaforyst-
an sýni mikla tregðu varðandi hag-
ræðingu í afurðastöðvum. Nú veit
hann vel að forystumenn mjólkur-
framleiðenda í Borgarfirði knúðu
fram þá hagræðingu í mjólkur-
vinnslu, sem þar hefur orðið, í
óþökk þeirra sem aðra hagsmuni
sáu í rekstri Mjólkursamlagsins í
Borgarnesi. Ari veit líka að bændur
ráða víða litlu um rekstur afurða-
stöðva og þrengstu byggðarsjón-
armið, m.a. þeirra sem atvinnu hafa
af viðkomandi rekstri, ráða oft
mestu um afstöðu til hagræðingar
og fækkun afurðastöðvanna.
Framtíð áburðarframleiðslu
Ari reynir að gera afstöðu for-
ystumanna bænda til reksturs
áburðarverksmiðju hérlendis tor-
tryggilega. Nú kann að vera að
hann lesi aðeins sum Morgunblöð
og önnur ekki, en hafi hann lesið
Morgunblaðið 31. des. sl. veit hann
að þar skrifaði sá er þetta ritar
eftirfarandi:
„Nýting atvinnutækifæra getur
einnig verið að viðhalda því sem
fyrir er. Umræða um að selja, jafn-
vel til niðurrifs, áburðarverksmiðju
sem framleiðir áburð með end-
urnýjanlegum aðföngum, á sam-
keppnishæfu verði, verksmiðju sem
veitir 100 manns vinnu og góð
laun, virðist nokkuð á skjön við
ný viðhorf til lands og lýðs“. Hvort
þetta telst „sérhagsmunapot
bændaforystunnar" verður hver að
dæma fyrir sig.
Að lokum
Á 48. flokksþingi Alþýðuflokks-
ins á liðnu hausti lagði Grétar Þor-
steinsson, forseti ASÍ, áherslu á
uppbyggingu samfélags jöfnuðar
og jafnréttis. Þar eiga Alþýðusam-
bandið og Bændasamtökin samleið.
Jafnframt má ljóst vera að annað
vakir fyrir Ara Skúlasyni. Málflutn-
ingur hans síðustu mánuði virðist
allur til þess gerður að skapa úlfúð
og tortryggni milli verkafólks og
bænda með það að leiðarljósi að
knýja síðan á um minnkandi toll-
vernd landbúnaðar og vaxandi inn-
flutning landbúnaðarvara, með
þeim afleiðingum sem því fylgja í
atvinnulífinu.
Höfundur er formaður
Bændasamtaka Islands.
ATVR og einka-
reksturinn
ÞANN 18. desember
sl. birti Morgunblaðið
smágrein eftir mig um
ÁTVR og einkarekstur.
Kjami máls míns var að
ÁTVR hefði dugað
10,5% meðalálag á
kostnaðarverð til að
flytja inn áfengi og
dreifa því um land alit á
jafnaðarverði og til eðli-
legrar arðgreiðslu til
eiganda. Einkarekin
verslun þyrfti hins vegar
álag er næmi 40-60% á
kostnaðarverð.
Tveir gæslumenn
hagsmuna hafa risið upp
til andmæla. Annar
þeirra, aðstoðarframkvæmdastjóri
Verslunarráðs, telur sig ekki vita
hvað almennt er átt við með kostn-
aðarverði vöru og hinn, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samtaka iðnað-
arins, virðist af skrifum sínum hafa
Ég bið lesendur að
geyma þetta greinar-
korn, segir Höskuldur
Jónsson, til samanburð-
ar við það sem hávaða-
menn eiga vafalaust eft-
ir að láta frá sér fara.
nokkra þekkingu á hænsnarækt,
en þekkir mun minna til þeirra
reglna sem gilda um innheimtu
opinberra gjalda af áfengi.
Allir innflytjendur og íslenskir
framleiðendur áfengis greiða gjald
af áfengi. Ég get ekki ímyndað mér
að umbjóðendur aðstoðarfram-
kvæmdastjóranna kunni þeim þökk
fyrir að telja áfengis-
gjald til ríkissjóðs og
skilagjald af umbúð-
um til Endurvinnsl-
unnar sem álagningu
heildsala og framleið-
enda. Þessi gjöld eru
heldur ekki _ hluti
álagningar ÁTVR.
Engu að síður eru
þau hluti þess kostn-
aðarverðs, sem
ÁTVR þarf að greiða
fyrir vöru, en kostn-
aðarverð ÁTVR er
talið virði vörunnar
við dyr birgðastöðvar
á Stuðlahálsi 2,
Reykjavík.
Það er ástæðulaust að lengja
þessa umræðu mikið. Álagningar-
reglur ÁTVR eru opinberar. Hver
sem vill getur reiknað út kostnaðar-
verð vöru ÁTVR út frá útsöluverði
hennar. Ég sýni hér útdrátt úr
þremur vörureikningum. Einn er frá
íslenskum ölframleiðanda, annar
frá íslenskum framleiðanda sterkra
drykkja og sá þriðji frá íslenskum
áfengisheildsala: (Sjá töflu).
Meðalálagning á allt áfengi er
10,5% og mun duga svo framarlega
sem markaðshlutdeild ÁTVR skerð-
ist ekki verulega.
Skrifum um mál þetta er lokið
af minni hálfu. Ég bendi lesendum
á að geyma þetta greinarkorn til
samanburðar við það sem hávaða-
mennirnir eiga vafalaust eftir að
láta frá sér fara. Ég mun birta
skrá yfir þær breytingar sem orðið
hafa á kostnaðarverði áfengis frá
því áfengisheildsalar tóku til starfa,
haldi stórkaupmenn áfram fullyrð-
ingum um að kostnaðarverð áfeng-
is til ÁTVR hafi ekki hækkað með
tilkomu nýrra milliliða.
Höfundur er forstjóri Á TVR.
Höskuldur
Jónsson
Vöruheiti Tuborg Gran ICY vodka Beronia G.R.82
25 1 kútur lítri 750 ml
Verð kútur 6.476 kr. fl. 3.058,00 kr. fl. 1.501 kr.
Skilagjald fl. 7,35 kr.
Samtals 6.476 kr. 3.065,35 kr. 1.501 kr.
Smásöluv. ÁTVR 7.340 kr. 3.280,00 kr. 1.720 kr.
Álagning 13,3% 7% 14,6%