Morgunblaðið - 10.01.1997, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 29
AÐSENDAR GREIIMAR
Kaupmáttur budd-
unnar, 8% hækkun?
SIÐUSTU vikur hafa
launþegar fengið þær
fréttir að kaupmáttur
þeirra hafi aukist um
samtals 8-9% á síðustu
tveim árum. Vinnuveit-
endasambandið hefur
m.a. haldið þessu á lofti
í samningaviðræðum en
á sama tíma þvertaka
þeir fyrir að ræða kröfu
um 4-5% kaupmátt-
araukningu á ári, þó
þriggja ára samningur
sé í boði. Það eru alls
ekki allir launamenn
sem merkja það í budd-
unni, að þar sé meira
til innkaupa eða afborg-
ana lána, hvað þá heldur að peninga-
seðlar hlaðist upp til að kaupa
skattaafslátt eða leggja fyrir í sparn-
að. Þeir sem fengið hafa 6-8% kaup-
hækkun á síðustu tveimur árum
fínna ekki þennan kaupmáttarauka
hjá sér og spyija Þjóðhagsstofnun
og valdhafa, hvert fór kaupmáttar-
aukinn?
Ha, hvaða kaupmáttur?
Og það stendur ekki á svarinu,
jú, jú sjáðu til ágæti launamaður,
kaupið hækkaði um 7% að meðaltali
vegna kjarasamninganna í febrúar
1995 og auk þess hafa laun hækkað
vegna starfsaldurs og svo er þarna
launaskrið fyrir utan samninga.
Samtals hækkuðu launin um rúm
10% að meðaltali á tæpum tveim
árum. Og gættu að því að tugþús-
unda króna hækkun á mánaðartekj-
um alþingismanna, ráðherra, emb-
ættismanna o.fl. er ekki
inni í þessu meðaltali.
Þetta er bara meðaltal-
ið hjá ykkur í félögun-
um innan ASÍ. Þegar
meðallaunin ykkar
hækka um 10% og
verðbólgan er um 4%
og að samið var um
sitthvað fleira hefur
kaupmátturinn aukist
um 8-9% síðustu tvö
árin.
Já, en launin mín
hækkuðu bara tvisvar
á tveimur árum, segir
launamaðurinn, fyrst
um 2.700 kr. og svo
um 3% fyrir ári og svo
hækkaði líka desemberuppbótin. Ég
fann kaupmáttarauka þegar samn-
ingar náðust um að fella niður skatta
á lífeyrisíðgjaldi en það náði nú ekki
neinum 8 eða 9 prósentum. Nú er
ég svipað settur og fyrir tveimur
árum, næ ekki endum saman fyrir
greiðslum af húnæðisláninu og ekki
endast launin betur fyrir hita, raf-
magni og matarinnkaupum.
Já, en kæri vinur, þú verður að
átta þig á því að eyðslan hefur auk-
ist í þjóðfélaginu og þú ert einn af
þeim sem kaupa meira en áður,
kannski hefur þú endurnýjað brauð-
ristina og látið gera við sjónvarpið
og svo taka krakkarnir meira til sín
þegar þau eldast og fara í skóla.
Hagtölurnar sýna að kaupmátturinn
hefur aukist um 8% og hana nú.
Samningar framundan
Og launamaðurinn segir, jæja ég
skil þetta ekki alveg með kaupmátt-
araukann en það eru að koma samn-
ingar og nú hlýt ég að fá kauphækk-
un svo góðærið skili sér í mína
buddu.
Já, já, segja Vinnuveitendasam-
bandið og fjármálaráðherra. Við
höfum prýðisgóða áætlun um það.
Við hækkum launin um 2,5-3% á
þessu ári og þá er ekki víst að verð-
bólgan verði meira en 2% svo þú
Þó laun hækki um 5%
í 2,5% verðbólgu, segir
•• ___
Orn Friðriksson,
lækkar kaupmáttur
meðallauna vegna
skattanna.
færð varanlegar kjarabætur. For-
sætisráðherra og utanríkisráðherra
bæta við og segja já og svo lækkum
við skattana sem við hækkuðum
fyrir áramótin og hin áramótin svo
það verður betri tíð og blóm í þínum
haga. Og taktu nú ekki mark á
verkalýðsfélögunum sem heimta
meiri launahækkanir og kaupmátt-
artryggingu, það verður allt sett út
í verðlagið og hærri skatta svo þér
er nær að fara að okkar ráðum.
Já, en bíðum nú við, hugsar launa-
maðurinn, minnugur þess að hann
saknar enn 8% kaupmáttaraukning-
ar síðustu tveggja ára, hvernig skil-
Örn
Friðriksson
ar þetta sér í budduna mína? Ætli
það sé ekki best að ég reikni sjálfur.
Týndur kaupmáttarauki
Nú, nú, þá er að lesa sig í gegn-
um launaseðla frá síðasta ári. Með
15 tímum í yfirvinnu á viku voru
mánaðarlaunin að meðaltali 155
þúsund krónur, það fóru 4% í lífeyr-
isiðgjald og 1.800 kr. á mánuði til
stéttarfélagsins. Skattkortið hennar
Gunnu var nýtt að fullu (80%) og
svo komu barnabætur og barna-
bótaauki fyrir strákinn og stelpuna
og vaxtabætur út af 4 milljón króna
húsbréfinu og þá voru til ráðstöfun-
ar að meðaltali 152.166 kr. á mán-
uði.
Þessir ágætu herrar bjóða mér
nú skattalækkun út á skattahækk-
un fyrri ára. Ég tek því með hæfi-
legri varúð en reikna þó með að
skattahækkuninni sem Alþingi
ákvað fyrir áramótin verði allri skil-
að til baka í kjarasamningum þann-
ig að gagnvart sköttum, barna- og
vaxtabótum verði kerfið óbreytt.
Þá er það launahækkunin,
2,5-3% segja þeir og 2% verðbólga.
Ætli mér sé ekki óhætt að vera
bjartsýnn og reikna með því að
verkalýðshreyfingin geti kreist út
5% launahækkun í áföngum og að
verðbólgan verði ekki nema 2,5% á
árinu. Og þá er að reikna út kaup-
máttaraukann í buddunni.
Launin hækka um 5% og fara
upp í 162.750, en bíðum nú við, þá
lækka vaxtabætur og barnabóta-
auki og skatturinn tekur sitt af
launahækkuninni. Ráðstöfunartekj-
urnar hækka þá aðeins úr 152.166
í 155.221 kr. á mánuði. í budduna
bætast þá 3.055 krónur sem er 2%
hækkun ráðstöfunartekna. Jæja þó
það, dugar kannski fyrir vaxta-
hækkun á húsláninu, eða hvað?
Æ, nei, það má ekki gleyma verð-
bólgunni, ef krónunum í buddunni
fjölgar um 2% í 2,5% verðbólgu þá
er kaupmáttur ráðstöfunartekna
rokinn út í veður og vind og ég
stend lakar á eftir.
Nonni frændi og
framkvæmdastjórinn
Hvernig ætli kaupmáttardæmið
líti út hjá Nonna frænda, sem hefur
að öllu leyti sömu aðstæður nema
að heildarlaunin hans eru talsvert
lægri eða 110.000 kr. á mánuði?
Með öllum bótum eru ráðstöfunar-
tekjurnar hjá honum 134.428 kr. og
eftir 5% kauphækkun hafa þær
hækkað um 2.168 kr. eða um 1,6%.
Ekki verður hann betur staddur með
kaupmáttinn í 2,5% verðbólgu, það
verður ennþá stærri mínus í budd-
unni hans. Hjá Sigga nágranna mín-
um sem er ógiftur, barnlaus og fær
engar vaxtabætur og hefur 65.000
á mánuði hækka ráðstöfunartekjur
um 1.811 kr. og hann rétt hangir í
því að halda óbreyttum kaupmætti
í 2,5% verðbólgu af því að launin
hans eru svo lág.
En hvað með Frissa fram-
kvæmdastjóra sem hefur 400.000
kr. á mánuði (sérstökum þarfa-
greiðslum er sleppt), hann hefur að
öðru leyti sömu aðstæður og Nonni.
Fyrir launahækkun hefur hann
271.032 kr. til ráðstöfunar á mán-
uði. Það bætast um 11.000 krónur
í budduna hans á mánuði hveijum
sem er rúmlega 4% hækkun ráðstöf-
unartekna. Þar sem launin hans
Frissa eru vel yfir fátæktarmörkum
getur hann ráðstafað tekjuaukanum
til að fjárfesta í hlutabréfum sem
bæði færa honum arð og auk þess
40.000 kr. í skattaafslátt. Loks
fannst einn réttlátur sem fær kaup-
máttarauka í veskið sitt.
Og okkar ágæti launamaður sem
saknar góðærisins sér nú að auðvit-
að hafa einhveijir fengið góðan
kaupmáttarauka síðustu ár. Gallinn
er bara sá að launin hans eru vitlaus-
um megin við strikið. Ríkið inn-
heimtir nefnilega um 60% af kaup-
hækkuninni sem hann og Nonni fá
en aðeins 45% af kauphækkuninni
hans Frissa.
Höfundur er formaður Félags
járniðnaðarmanna.
Hvað er félagsráðgjöf?
MARKMIÐ þessarar greinar er
að glöggva með lesendum hvað fé-
lagsráðgjöf er á tiltölulega einfald-
an hátt. Ekki verður fjallað um
sögu greinarinnar heldur miklu
fremur stöðu hennar í nútímasam-
félagi eins og hún birtist almenn-
ingi.
Félagsráðgjöf er nám á háskóla-
stigi og starfsheitið er lögverndað
þ.e.a.s. enginn má kalla sig félags-
ráðgjafa nema sá einn sem hefur
öðlast leyfí til þess. Heilbrigðisráðu-
neytið veitir leyfið. Félagsráðgjafar
starfa við ýmsar stofnanir í samfé-
laginu þar sem fólk ferðast og rek-
ur erindi sín. Starfsvettvangurinn
er stór og ekki unnt að fjalla um
einstaka geira hans í stuttri blaða-
grein.
Breytt samfélag
Samfélagið hefur tekið miklum
breytingum á síðustu áratugum.
Hlutverkin sem fjölskyldan sinnti
áður hafa mörg hver flust til stofn-
ana. Fagmenn hafa tekið við hlut-
verkunum í stað fjölskyldumeðlima.
Þetta þýðir að fjölskylda í samfé-
lagi nútímans þarf að kljást við
margar ólíkar stofnanir sem hefur
Félagsráðgjafar veita
ráðgjöf, segja Guðrún
H. Sederholm, Ella
Kristín Karlsdótir
og Áslaug Olafsdótir,
í félagslegum og
persónulegum málum.
þau áhrif að lífið verður flókið og
illskiljanlegt fyrir einstaklingana.
Foreldrahlutverkið er dæmi um
slíkt. Uppeldi fer að miklu leyti fram
utan fjölskyldunnar, í skólum, fé-
lagsmiðstöðvum, í félagahópnum
og í gegnum fjölmiðla svo eitthvað
sé nefnt. Aldraðir eru oft fjarri
kjarnafjölskyldunni og bilið á milli
ungra og aldinna breitt.
Lögráða einstaklingur þarf að
fást við margar ólíkar aðstæður.
Hann er bam foreldra sinna, náms-
maður, starfsmaður, leigjandi, hús-
eigandi, sjúklingur og svo mætti
lengi telja. Það eru margir þræðir
sem toga í einstaklinginn og enn
fleiri sem toga í fjölskylduna alla.
Eins og sjá má á síðum dagblað-
anna og í fréttum útvarps og sjón-
varps þá eru vandamálin mörg sem
tengjast þessum aðstæðum. Samfé-
lagið leitar skýringa á því sem úr-
skeiðis fer og þá er oft litið til fjöl-
skyldunnar og henni kennt um
hvernig komið er fyrir einstaklingn-
um og fjölskyldan verður syndasel-
ur.
Hlutverk félagsráðgjafans er að
aðstoða fjölskylduna við að greiða
úr þráðunum, veita upplýsingar um
þau réttindi sem meðlimir hennar
hafa, styðja hana í erfiðleikum, út-
skýra flækjurnar sem vefjast fyrir
henni og tryggja að þörfum hennar
og einstaklingann sé mætt af sam-
félaginu á hinum ýmsu sviðum.
Aðferðir félagsráðgjafar
Heildarsýn er sú aðferðafræði
sem félagsráðgjafar nýta sér til
þess að sinna fyrrgreindum verkum.
Félagsráðgjafinn kynnir sér allar
aðstæður, einstaklingsins eða Qöl-
skyldunnar sem til hans leitar, þær
sem hann hefur aðgang að. Hann
skoðar einstaklinginn í ljósi þeirra
ólíku aðstæðna sem hann stendur
í hveiju sinni eins og fyrr er frá
greint. Félagsráðgjafinn reynir að
skilja samhengi aðstæðnanna og
þau áhrif sem það hefur á einstakl-
inginn. Til þess notar hann fræði-
legar kenningar og reynslu í starfi.
Hann býr sér til mynd af veruleika
einstaklingsins, tengslum hans við
aðra einstaklinga, stofnanir og
stöðu hans í samfélaginu. Myndina
reynir hann að hafa sem gleggsta
og ítarlegasta og tryggir með við-
tölum við einstaklinginn að myndin
sé honum kunnugleg. Með því
tryggir hann sér heildarsýn á að-
stæður einstaklingsins eins og
framast er hægt.
Algengasta vinnulag í félags-
ráðgjöf er viðtöl. Hópstarf er einnig
notað. Vinnulagið er breytilegt eftir
eðli mála og gerð stofnana.
Rannsóknir er mikilvægur þáttur
í félagsráðgjöf og nauðsynlegur til
þess að varpa ljósi á aðstæður og
til þess að þróa nýtanlegar vinnuað-
ferðir.
Heildarsýn í féiagsráðgjöf varpar
ljósi á sameiginlega hagsmuni og
stöðu einstaklinga og fjölskyldna
og nýtist sem baráttuaðferð fyrir
bættum kjörum.
í stuttu máli sagt: Félagsráðgjafi
veitir ráðgjöf í félagslegum og per-
sónulegum málum einstaklinga.
Hann vinnur út frá heildarsýn.
Hann kynnir sér aðstæður og þarf-
ir skjólstæðings og beitir faglegri
þekkingu til þess að veita honum
stuðning og meðferð. Félagsráð-
gjafi fæst einnig við mótun og ný-
sköpun félagslegra úrræða. Heild-
arsýnin er sú aðferðafræði sem ein-
kennir vinnubrögð félagsráðgjafans
og leggur þannig grunn að sam-
skiptum hans við stofnanir og ein-
staklinga sem tengjast málum
skjólstæðingsins.
Höfundar eru starfandi
félagsráðgjafar.