Morgunblaðið - 10.01.1997, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 31
»út
imar
sjúks morðingja. Höfuðsyndirnar sjö
sáu_34.000 manns (18,7), sem sýnir
að íslendingar hafa mikinn áhuga á
góðum en líka hrottalegum sakamála-
myndum; Lömbin þagna var í efstu
sætunum fyrir nokkrum árum. Mynd
af allt öðrum toga var í áttunda sæti
en þar fór Eddie Murphy á kostum í
endurgerð Jerry Lewis myndar sem
kallaðist Klikkaði prófessorinn. Hana
sáu 33.913 manns (18,6). Fyrsta
myndin sem gerð var í tölvu eingöngu
hitti einnig í mark hér heima. Hún
hét Leikfangasaga og var frá Disney-
félaginu og hana sáu 32.430 manns
(17,8) en frábær talsetningin hefur
haft sitt að segja fyrir aðsóknina. Og
loks er Jim Carrey með aðra mynd á
topp tíu listanum, Algjöra plágu, sem
27.200 manns sáu (14,9). Samanlagt
voru því seldir tæplega 70 þúsund
miðar á myndir Carreys svo hann er
enn ókrýndur konungur gamanmynd-
anna hér á landi. í ellefta sæti er svo
Arnold Schwarzenegger í „Eraser“ en
Arnold er ekki ókunnugur metsölulist-
anum hér á iandi.
Tvenna hjá Travolta
Þegar litið er yfir aðrar myndir á
listanum vekur athygli að skýstróka-
tryllirinn Stormur eða „Twister"
skyldi ekki ná inn á topp tíu listann
en hún var önnur vinsælasta mynd
sumarsins í Bandaríkjunum. Þá naut
skoska myndin „Trainspotting" um-
talsverðra vinsælda og gleðilegt er
að ein besta og frumlegasta saka-
málamynd ársins, Góðkunn-
ingjar lögreglunnar, náði inn
á listann. Einnig vekur at-
hygli að John Travolta á tvær
myndir á listanum, Brotna
ör og Fyrirbærið.
Alls eru 28 myndir á listan-
um yfir mestsóttu myndir síð-
asta árs sem er svipaður ijöldi
og var í fyrra (27 myndir).
Hann er tekinn saman eftir
upplýsingum frá kvikmynda-
húsunum í Reykjavík og er
aðsóknin sem myndirnar hafa
fengið á landsbyggðinni tekin
með. Á listanum eru allar
myndir sem fengu 15.000
manns í aðsókn eða meira og
eru innifaldar myndir sem
frumsýndar voru í lok árs
1995. Þær eru merktar sér-
staklega.
i myndirn-
ndi 1996
.................. 70.093 manns
........................ 66.600
....................... 50.041
........................41.803
....................... 38.555
....................... 36.961
....................... 34.000
' Professor) ............33.913
....................... 32.430
....................... 27.200
........................27.119
....................... 26.637
....................... 25.248
....................... 24.404
....................... 24.037
....................... 23.788
........................21.427
........................21.305
........................ 20.689
.........................19.729
.........................18.000
.........................17.800
.........................17.182
.........................17.073
.........................16.745
.........................16.364
.........................16.000
lecision) .....................15.578
ie Usual Suspects) .............15.147
Neytendasamtökin vara við samningum um kaup á orlofshlutdeild
Lög til að tryggja rétt
neytenda væntanleg
Tugir manna hafa upp á síðkastið leitað til
Neytendasamtakanna vegna kaupa á svokall-
aðrí orlofshlutdeild sem fyrirtækið GCI íslandi
ehf. hefur hafíð sölu á hér á landi í hótelíbúð-
um á Suður-Spáni. Neytendasamtökin telja
skorta á að fólk fái nægjanlegar upplýsingar
um í hveiju orlofshlutdeildin felst.
MEÐ KAUPUM á orlofs-
hlutdeild eignast fólk
afnotarétt í orlofshús-
næði að lágmarki í eina
viku á ári hveiju en samningarnir
eru oft gerðir til 99 ára og ganga
þeir í erfðir. Orlofshlutdeildinni fylg-
ir oftast skiptiréttur sem felur það í
sér að eigandi hennar getur skipt á
rétti sínum fyrir vikudvöl annars
staðar samkvæmt samningum þar
að lútandi.
GCI íslandi ehf. er hluti af GCI
International sem rekur skrifstofur
í Tævan, Hong Kong, Singapúr, á
Spáni og íslandi. Fjöldi fólks hér á
landi hefur verið boðaður á ferða-
kynningu hjá fyrirtækinu, en fólki
er boðin aðild að félagsskap sem
kallast „Sunset Beach Club“ og
kaupir viðkomandi rétt til að dvelja
árlega á hóteli við Benalmadena
strönd um lengri eða skemmri tíma.
Þeir sem gera kaupsamning við GCI
öðlast með því rétt til að skipta um
dvalarstað í gegnum fyrirtækið RCI
sem býður dvöl á um 3.000 stöðum
í 80 löndum. RCI var stofnað 1974
og er það fyrirtæki frumkvöðull að
sölu orlofshlutdeilda. Það er nú með
68 skrifstofur í 33 löndum og hjá
því starfa 4.200 manns, en um þrjár
milljónir manna í um 175 löndum
eru í dag eigendur orlofshlutdeilda.
Að sögn Olafar Norðdal, lögfræð-
ings hjá samgönguráðuneytinu, er
GCI Islandi ehf. með svokallað
B-leyfi til reksturs ferðaskrifstofu,
en slíkt leyfi á við um ferðaskipu-
leggjendur sem ekki annast almenna
farmiðasölu né umboðssölu og er
tryggingarfjárhæðin fyrir slíkt leyfi
ein milljón króna. Olöf
segir að það hefði verið
túlkunaratriði að GCI ís-
landi ehf. þyrfti leyfi af
þessu tagi.
„Sumir telja reyndar að
þeir hefðu kannski ekki þurft ferða-
skrifstofuleyfi, en það var í rauninni
öruggara fyrir þá að hafa þetta því
þeir eru að útvega gistingu, en að
öðru leyti fellur þetta ekki undir
neina ferðaþjónustu,“ segir Ólöf.
Ágeng sölustarfsemi
Jón Magnússon, varaformaður
Neytendasamtakanna, segir orlofs-
hlutdeildir af þessu tagi vera mjög
vondan fjárfestingarkost fyrir neyt-
endur og því vari samtökin við þess-
um viðskiptum. Hins vegar fari GCI
íslandi ehf. alfarið eftir íslenskum
lögum við sölu orlofshlutdeildanna,
en lögin hér á landi séu hins vegar
mun ófullkomnari en lög um neyt-
endavernd í öðrum löndum. Þá séu
þau ekki í samræmi við tilskipun
Evrópuþingsins frá 1994 um við-
skipti af þessu tagi, en breyta þarf
íslenskum lögum í samræmi við hana
fyrir lok apríl næstkomandi.
„í dag er ferðamálastarfseminni
háttað með þeim hætti að þeir sem
skipuleggja svokallaðar alferðir gera
það með því að setja saman fleira
en eitt atriði. Algengast er að sett
sé saman ferð og gisting og það
selt sem einn pakki. Ef þú ætlar í
dag að kaupa þér ferð til vinsælla
ferðamannastaða í gegnum ferða-
skrifstofu þá kaupir þú það á lægra
verði en ef þú ætlar að kaupa ferð
og gististað þar fyrir utan sem þú
kemur tii með að eiga með því að
eiga það sem kallað er orlofshlut-
deild, en það er möguleiki til notkun-
ar á ákveðnu húsnæði í takmarkaðan
tíma á ári. Fólk er að fjár-
festa þarna fyrir 300-500
þúsund krónur eftir atvik-
um og þessum peningum
er meira eða minna á glæ
kastað að mínu vití, eins
og málum er háttað í dag. Það kann
að vera að þetta breytist í framtíð-
inni, en eins og staðan er í dag þá
er þetta svona,“ segir Jón.
Hann segir að yfirleitt gleymist
að gera fólki nægjanlega góða grein
fyrir því að þegar það sé búið að
inna af hendi greiðslu fyrir orlofs-
hlutdeildina þá sé það ekki búið með
fjárfestingar sínar. Það tæki til við-
bótar að sér ákveðna prósentutölu
af útgjöldum við stjórnun, viðhald
og fleira á gististaðnum.
„Reynslan er sú að þessi fjárfesting
skilar fólki aldrei neinum fjármunum
eða rentum til baka og reynslan er
líka sú að fólk stendur uppi með þess-
ar eignir sem óseljanlegar. Þá er sölu-
starfsemin í kringum orlofshlutdeild-
ina mjög ágeng gagnvart hugsanleg-
um kaupanda, hvort sem það er hér
í Evrópu eða Bandaríkjunum. Það er
hringt í fólk og því sagt að það hafi
unnið eitthvað í happdrætti og því
er sagt að verið sé að selja fasteign-
ir, en það er rangt þar sem einungis
er verið að selja einhvern nýtingar-
hluta. Fólki er svo boðið á kynningar-
fund og þar er það sett undir háþrýst-
ing,“ segir Jón
Ekki í samræmi
við lágmarksreglur
Hann segir að vegna þess hve um
lítt fýsilegan fjárfestingarkost sé að
ræða hafi Evrópuþingið og Evrópur-
áðið gefið út sérstaka tilskipun í
október 1994 um verndun kaupenda
vegna tiltekinna þátta í samningum
um kaup á réttindum til að nýta fast-
eignir á skiptileigugrunni,
en aðildarríkin þurfa að
hafa sett í lög sín ákvæði
í samræmi við tilskipunina
fyrir lok apríl næstkomandi
og enn hafi það ekki verið
gert hér á landi. Hann segir augljóst
að eigendum GCI íslandi ehf. sé þetta
ijóst og svo virðist sem þeir hafi
hafið starfsemi hér með skilmálum
sem séu ekki í samræmi við þær
lágmarksreglur sem gerðar séu kröf-
ur um í tilskipuninni.
„I sjálfu sér geta neytendasamtök
ekki haft neitt við því að segja þótt
fólk geri vitlausa samninga og nýti
fjármuni sýna óskynsamlega. Neyt-
endasamtökin og neytendahug-
myndafræðin eru hins vegar til þess
að benda neytendum á að hlutir séu
ekki skynsamlegir," segir Jón. _„í
gögnum sem ég hef séð frá GCI ís-
landi eru ekki gefnir upp hlutir sem
kveðið er á um í tilskipun Evrópu-
ráðsins að eigi að gefa upp, en ÖCI
íslandi er aðili sem fer eftir ísiensk-
um lögum sem eru miklu ófullkomn-
ari hvað snertir neytendavernd held-
ur en lög flestra nágrannalanda okk-
ar og á þeim grunni geta menn starf-
að. Það er einmitt það sem er svo
gremjulegt.“
Fyrst og fremst ákvæði
um neytendavernd
Tryggvi Axelsson, iögfræðingur
hjá viðskiptaráðuneytinu, segir að
drög að lagafrumvarpi um viðskipti
með orlofshlutdeildir, sem byggist á
ofangreindri tilskipun, liggi nú fyrir,
en þau hafi undanfarið verið í sam-
ráði milli ráðuneyta og því samráði
ljúki væntanlega innan skamms.
„Þetta frumvarp er samið á grund-
velli þessarar ESB-tilskipunar, sem
skylt er að verði innleidd eða um-
hverft í réttarskipan allra aðildarríkj-
anna fyrir 29. apríl 1997. Þá eiga
öll EES-ríkin að hafa sett þessa til-
skipun í sín lög, en lögin munu gilda
um þessa samninga um orlofshlut-
deildir," segir Tryggvi.
Hann segir að með lögunum verði
fyrst og fremst sett ákvæði um neyt-
endavernd varðandi viðskipti með or-
lofshlutdeildir. Samningarnir verða
að vera á tungumáli kaupandans og
í þeim verði ítarlegar reglur um þær
upplýsingar sem neytandinn eigi að
fá í samningi um orlofshlutdeildir,
t.d. um skilyrði varðandi nýtingu við-
komandi fasteignar, þá þjónustu sem
viðkomandi hafi aðgang að
og hvort honum sé skylt
að inna af hendi einhveijar
aðrar greiðslur en fyrir
kaupin á orlofshlutdeild-
inni.
Þá eigi í samningnum að vera
ákvæði um riftun sem fari eftir al-
mennum samningalögum og í lögun-
um verður ákvæði um að samningar
um kaup á orlofshlutdeildum taki
aldrei gildi fyrr en 10 dögum eftir
undirritun. Þannig fái fólk ákveðinn
umþóttunartíma og geti það sagt
samningnum upp innan hans. Þessi
10 daga réttur getur síðan fram-
lengst í þrjá mánuði ef seljandi or-
lofshlutdeildanna hefur ekki uppfyllt
þá upplýsingaskyldu sem lögin koma
til með að kveða á um.
Gert ráð
fyrir umþótt-
unartíma
Fara alfarið
eftir íslensk-
um lögum