Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
ASTRIÐUR
JÓSEPSDÓTTIR
+ Ástríður Jóseps-
dóttir var fædd
á Signýjarstöðum í
Hálsahreppi 13. maí
1902. Hún lést í
Reykjavík 23. des-
ember siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jósep Gottfreð
Elíesersson bóndi, f.
20. október 1863, d.
í Reykjavík 21. maí
1949, sonur E. Arn-
órssonar bónda í
Melrakkadal, Arn-
órssonar gullsmiðs á
Gauksmýri, og
Ástríður Þorsteins-
dóttir, f. 18. maí 1877 á Húsa-
felli, d. á Akureyri 27. septem-
ber 1961. Bróðir Ástríðar var
Þorsteinn f. 1907, d. 1967 blaða-
maður, rithöfundur og áhuga-
ljósmyndari.
Ástríður Jósepsdóttir giftist
9. september 1931 Hauki Stef-
ánssyni málara, f. á Vopnafirði
3. júní 1901, d. á Akureyri 28.
mars 1953. Börn þeirra voru
Anna Kristín hjúkrunarkona, f.
1933. Börn hennar eru þrjú,
Gunnlaugur Stefán málari í
Bandaríkjunum, f. 1934, Ólafur
Snorri Jóhannes innanhúsarki-
tekt í Reykjavík, f. 1936, synir
Foreldrar Ástríðar voru óvenju-
legt fólk. Þau bjuggu mest af sínum
búskap á Signýjarstöðum í Hálsa-
sveit. Jósep fór ekki almanna götur.
Hann var fluggreindur og hug-
kvæmur fjörmaður og lét sér fátt
fyrir brjósti brenna. Astríður, móðir
hennar, var sérstaklega æðrulaus
og gestrisin, hlynnti að lítilmögnum.
Ekki var auður í búi þeirra hjóna
en þau komust alltaf vel af. Jósep
lét sér fljótt annt um menntun barna
sinna tveggja og fékk sér heimilis-
kennara og lét fleiri börn njóta þess.
Seinna var Ástríður með öðrum
börnum á farskóla í Reykholtsdal.
Síðan lá leiðin á Hvítárbakkaskólann
og þaðan í Kvennaskólann í Reykja-
vík þar sem hún var með Valgerði
Einarsdóttur frá Reykholti, vinkonu
sinni.
Börn Jóseps fengu í arf æðruleysi
og útþrá foreldranna. Þegar Ástríður
hafði lokið Kvennaskólanámi dreif
hún sig til Skotlands til hjúkrun-
arnáms með Valgerði og er það
grunur manna að foreldrarnir hafi
ekki latt hana þó að uppátækið hafi
verið mjög óvenjulegt. Fimmtán ára
gömu! hafði hún búið um svöðusár
nágrannakonu sinnar í Hólakoti þar
eð ekki náðist til læknis og tókst
það ágætlega, sýndi þetta atvik hvað
í henni bjó. Ekki vil ég samt giska
á að þetta hafi beint henni inn á
hjúkrunarbrautina. Námið í Skot-
landi var erfitt og reyndi bæði á
þrek og greind við að komast í gegn-
um það, tungan var framandi fyrir
íslenskar sveitastúlkur. Hughreystu
þær hvor aðra þegar mest blés á
móti og þær sigruðust á öllum örðug-
leikum og komu heim í árslok 1924
útlærðar hjúkrunarkonur. Heima í
sveitinni var eins og sólin væri að
renna upp í fyrsta skipti þegar þær
birtust, logandi af fjöri og mannkær-
leika. Þær heimsóttu sjúka, efndu
til álfabrennu á þrettánda og kann
ég ekki að nefna allt það sem þær
gerðu til að lífga upp í sveitinni.
Ástríður kom að Húsafelli 1. apríl
1925 og þá var mikið um dýrðir.
Ég veit ekki hvort var dansað, en
húsmóðirin tók léttasótt og Ástríður
tók á móti barninu, hafði lært til
þess og iét sér ekki bylt við verða
þó að hún í fyrsta skipti þyrfti að
bera ábyrgðina á fæðingu barns.
Um sumarið fengu þær Valgerður
og Ástríður sér hóp af hestum og
riðu alla leið austur til Mjóafjarðar
til að heimsækja frændfólk Valgerð-
ar. Þegar þær fóru vestur aftur var
farinn Kjalvegur þó að Skagfirðing-
um litist ekkert á að tvær ungar
konur færu suður þessi reginfjöll þar
sem ríða þurfti hættuleg vatnsföll.
Þær önsuðu því ekkert og héldu sína
hans eru þrír, og
Ástríður Guðrún
hárgreiðslukona og
húsfreyja í Banda-
ríkjunum, f. 1940,
börn hennar voru
þijú.
Ástríður Jóseps-
dóttir nam á Hvítár-
bakkaskóla 1916-
1917, í Kvennaskó-
lanum í Reykjavík
1917-1918. Hún
lauk hjúkrunarná-
mi við Southern
General Hosp. Gow-
an, Glasgow, í okt.
1924 og framhalds-
námi í Winnepeg 1925 og 1927.
Hún stundaði hjúkrunarstörf í
Winnipeg, Los Angeles og New
York 1926-1932, á Akureyri
1954-1956, í Seattle, Bandaríkj-
unum, 1956-1959, Akureyri
1960-1963, Seattle 1963-1965 og
síðan á Reykjalundi til starfs-
loka 1972.
Útför Ástríðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30. Kveðju-
athöfn um Ástríði verður í Akur-
eyrarkirkju 13. janúar og hefst
klukkan 13.30. Jarðsett verður í
Akureyrarkirkjugarði.
leið og öll ferðin á Mjóafjörð gekk
klakklaust, nema helst að einn hest-
urinn fékk hrossasótt á Vopnafírði
og Ástríður þurfti að vekja upp lækni
til að fá hjá honum glaubiersalt.
Nú héldu þær Valgerður og
Ástríður til Vesturheims til fram-
haldsnáms og vinnu. Valgerður kom
aftur árið 1930, staðfesti ráð sitt
og gerðist bóndakona, Ástríður
kynntist mannsefni sínu í Ameríku
og komu þau heim árið 1932 og
settust að á Akureyri. Maður hennar
var Haukur Stefánsson, málari, list-
fengur ágætismaður. Börn þeirra
urðu fjögur. Hjá þeim ríkti gestrisni
og þar var líka rúm fyrir námsmenn
og fleiri sem þurftu á manngæsku
og húsaskjóli að halda. Haukur fékk
ekki að njóta langlífis, hann andað-
ist rúmlega fimmtugur.
Ástríður lét ekki lönd og höf binda
sig. Eldri dóttir hennar hafði haldið
til náms í hjúkrun í Winnipeg og
þegar Haukur var dáinn tók hún sig
upp með börnunum og flutti vestur
um haf og settist að á vesturströnd
Bandaríkjanna nálægt Seattle. Þar
vann hún við hjúkrun í nokkur ár
en hélt svo heim á leið. Aftur fór
hún til dvalar í Ameríku en {sland
dró hana alltaf til sín. Hún hjúkraði
á Akureyri en síðast á Reykjalundi
í mörg ár þangað til hún lét af störf-
um sökum aldurs. Þijú börn hennar
urðu um kyrrt í Bandaríkjunum en
annar sonur hennar flutti heim.
Ekki fékk Ástríður að sitja á friðar-
stóli í ellinni. Tvö af hörnum hennar
létust eftir erfíð veikindi en þau áttu
bæði heima nálægt Seattle. Hún fór
til þeirra beggja að vera við dánar-
beðinn, í seinna sinnið var hún orðin
níræð og sjón farin að daprast en
það aftraði henni ekki að ferðast
yfir hálfan hnöttinn til að horfast í
augu við sorgina. í því veikinda-
kasti sem leiddi hana til dauða kom
nokkur bati. Hún hóf baráttuna af
fullum krafti við lömun og veikindi
og gekk bara vel. Hún náði því að
senda vinum sínum jólagjafír og
kveðjur áður en hún kvaddi þennan
heim á Þorláksmessu.
Þegar foreldrar Ástríðar áttu gull-
brúðkaup hélt hún þeim veislu á
Húsafelli þar sem þau áttu þá heima
með styrk bróður síns, Þorsteins, og
buðu þau öllum bændum og bónda-
konum og fleirum í þremur sóknum
og þá var mikil gleði með borðhaldi
og kaffidrykkju og lauk með dansi.
Þegar hún varð áttræð bauð hún
120 manns til veislu. Hún lét það
vitnast að sig langaði til Kína og
hefði ekki efni á að fara en ef menn
ætluðu gefa sér eitthvað mættu þeir
leggja eitthvað fram til fararinnar.
Henni áskotnaðist nóg til að fara
og lét verða af því þegar hún var
82 ára gömul.
Ástríður var í senn hrífandi per-
sónuleiki og feikileg hetja. Það er
gott að hafa kynnst annarri eins
konu. Blessuð veri minning hennar.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Hún Ásta, fóstra mín í fjögur ár
er borin til grafar í dag.
Móðir fjögurra barna gekk hún mér
strax í móður stað. Óharðnaður
unglingurinn kom langt að og var
heldur umkomulítill, en móðurum-
hyggja Ástu breytti fljótt öllu, og
alúðarinnar sem hún lagði í uppeldi
barna sinna, fékk aðkomupilturinn
INGIBJORG K.
MAGNÚSDÓTTIR
+ Ingibjörg Katr-
ín Magnúsdóttir
fæddist í Reykavík
16. september 1911.
Hún lést á Hrafn-
istu 6. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Sigurdís Ólafsdótt-
ir liúsmóðir, f. 1879,
d. 1963, og Magnús
Hróbjartsson
verkamaður, f.
1872, d. 1918.
Systkini _ hennar
voru: Ólafur, f.
1910, d. 1964, Ás-
laug, f. 1913, Sig-
rún, f. 1917. Fósturforeldrar
Ingibjargar frá sjö ára aldri
voru móðurbróðir henanr Júl-
íus Ólafsson vélstjóri, f. 1891,
d. 1983, og kona hans Elínborg
Kristjánsdóttir húsmóðir, f.
1887, d. 1965. Fóstursystkini
Ingibjargar voru: Kristján, f.
1918, d. 1974, Loftur, f. 1919,
d. 1974. Sigrún, f. 1924.
Hinn 5. september 1936 giftist
Ingibjörg eftirlifandi eigin-
manni sínum, Valdimar Hann-
essyni málarameistara, f. 22.
júlí 1906. Foreldrar hans voru
Jónína Þórðardóttir húsmóðir,
f. 1877, d. 1928, og Hannes Þórð-
arson verslunarmaður, f. 1872,
d. 1947. Synir Ingibjargar og
Valdimars eru: 1) Hannes hafn-
arstjóri, f. 4. maí 1940, maki
María Þorgeirsdótt-
ir félagsráðgjafi, f.
29. júlí 1940. 2) Júl-
íus ráðgjafi, f. 22.
júní 1943, fyrrver-
andi maki Anna
Soffía Sverrisdóttir
sjúkraliði, f. 21.
september 1943.
Börn þeirra: Ragn-
heiður, f. 1965, maki
Pétur Ólafsson, f.
1963. Sonur þeirra:
Ólafur Aron, f.
1995. Sverrir Heið-
ar, f. 1967, maki
Emma Heiðrún
Birgisdóttir, f. 1968.
Börn þeirra: Álfheiður, f. 1989,
Birgir Þór, f. 1993. 3) Garðar
ríkisskattstjóri, f. 19. ágúst
1945, maki Brynhildur Brynj-
ólfsdóttir deildarstjóri, f. 24.
nóvember 1944. Börn þeirra:
Ingibjörg, f. 1967, maki Davíð
Normann, f. 1967. Synir þeirra:
Arnór, f. 1988, Garðar, f. 1992.
Brynjólfur, f. 1971, Valdimar,
f. 1984. 4) Þórður forstöðumað-
ur, f. 17. maí 1950, maki Þóra
Sigurbjörnsdóttir bókasafns-
fræðingur, f. 23. mars 1953.
Börn þeirra: Björn Þór Sig-
björnsson, f. 1972, maki Ástríð-
ur Þórðardóttir, f. 1967, Katrín,
f. 1976, María, f. 1982.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 35
að njóta öll námsárin fjögur sem
væri hann hennar eigið barn.
Ásta var annáluð dugnaðarkona,
stjórnsamur skörungur, full lífsorku
sem geislaði frá henni og örvaði
aðra til dáða. Kröftuga kjarnafæðið
sem hún, hjúkrunarkonan, reiddi
fram og sá um að við börnin neyttum
af, mátti merkja á útliti okkar, kaf-
rjóð í kinnum, með ægishjálm í aug-
um og miklir fjörkálfar.
Já, margar minningar ryðjast fram
á sviðið, til að mynda fall kommans
í blautt íhaldslakkið á eldhúsgólfínu
á Holtagötu 1, og þá óvænta gesti
bar að garði, á svipstundu bar Ásta
fram veislumat, hún bara snart borð-
ið með töfrasprota sínum, nú, og
lagni hennar við að virkja ungt fólk
sem kom í skyndiheimsókn, átti leið
um á vordegi, jú, innan stundar höfðu
nokkrir glaðir garðyrkjumenn snyrt
túnblettinn, plægt kálgarðinn og sáð
fræi undir stjóm Ástu. Já, hún fóstra
mín var engri lík.
Margt í tilverunni er okkur hulið,
en eitt er víst, að ef réttlætið nær
fram að ganga og sköpunarverkið
er samt við sig, þurfum við sem eft-
ir sitjum og sjáum með söknuði á
bak ástvina okkar, ekki að bera
kvíðboga fyrir þeirra nýju vist. í
biðstofu nýs lífs, en það tel ég næstu
vist vera, ríkir náttúruleg þögn, sál-
ir ná áttum, undirbúa sig fyrir end-
urholdgunina.
Samúðarkveðjur færi ég öllum
niðjum Ástríðar Jósepsdóttur.
Matthías Ólafsson.
Ég man þann dag þegar ég hóf
störf á Reykjalundi í ágúst 1969 og
var boðin velkomin af þeim þremur
hjúkrunarkonum sem þar unnu þá,
að ein þeirra sagði og brosti glettnis-
lega brosinu sem einkenndi hana
Ástríði Jósepsdóttur: „Við hittumst
fljótlega í slæpu.“ Auðvitað skildi
ég ekki hvað hún átti við en komst
fljótlega að því að „slæpan" hennar
Ástu var það að setjast niður við
kaffisopa í góðra vina hópi þegar
tími vannst til frá annríki dagsins
og rabba saman.
Ásta var einstök kona, alltaf hlý,
alltaf í góðu skapi, tilbúin að deila
gleði og sorg með sjúklingum sínum
og ég veit að hún var trúnaðarvinur
margra þeirra.
Á þessum árum var starfsfólk
Reykjalundar mun færra en nú og
þótti sjálfsagt að ýmsum störfum
sem í dag eru á hendi annarra heil-
brigðisstétta væri sinnt af hjúkrun-
arfræðingum. Oft á tíðum var því
mikið að gera og vaktirnar langar
en Ásta, sem þó var nokkuð komin
á aldur, lét það ekki á sig fá. Ótrú-
lega ung í anda og létt á fæti sagði
hún við okkur yngri ef við kvörtuðum
undan vinnuálaginu: „Blessaðar
stelpur, sólin skín og lífið er dásam-
legt.“ Það var það svo sannarlega í
návist Ástu.
Ég þakka Ástu fyrir kynni okkar
og samstarfið á Reykjalundi í átta
ár. Það var svo sannarlega mann-
bætandi að vinna með slíkri konu.
Ég vona að við Ásta getum tekið
góða „slæpu" saman þegar við hitt-
umst næst.
María Guðmundsdóttir.
Ástríður Jósepsdóttir er látin.
Lokið er langri og viðburðaríkri
ævi. Hún var fædd á Signýjarstöðum
í Hálsahreppi. Kvistur af hinni
þróttmiklu Húsafellsætt, afkomenda
séra Snorra hins sterka og fjölfróða.
Ung lærði Ásta hjúkrun í Skot-
landi, ásamt Valgerði Einarsdóttur
frá Reykholti. Þetta var á árunum
1920-1924. 1925 komu þær stöllur
til baka, fengu þær þá hesta hjá
sínu fólki og gerðu ferð sína frá
Reykholti um Holtavörðuheiði norð-
ur um land og austur allar götur
austur í Mjóafjörð að Brekku til
frændfólks Valgerðar. Þaðan til
baka um Norðurland og suður Kjöl
og Þingvelli í Borgarfjörð aftur. Það
gefur augaleið, að stúlkum sem
leggja slíka leið að baki á hestum á
þessum tíma er ekki í ætt skotið.
Næstu fimm ár til 1930 störfuðu
þær Ásta og Valgerður við hjúkrun
í Winnipeg og Los Angeles og víð-
ar. Er þær komu heim skildu leiðir
þeirra um sinn, þar sem báðar gift-
ust, Valgerður Stefáni Olafssyni í
Kalmanstungu, en Ásta Hauki Stef-
ánssyni frá Möðrudal á Fjöllum og
Rjúpufelli í Vopnafirði. Þau Ásta og
Haukur bjuggu á Akureyri uns
Haukur lést 28. mars 1953. Nokkru
seinna flutti Ásta á ný til Ameríku
og stundaði hjúkrun í Seattle í nokk-
ur ár, en seinni áratugi ævi sinnar
var hún mest hér á landi.
Ásta hélt sér betur en almennt
er, hélt góðri heilsu fram yfir ní-
rætt. Var hún bæði fjölfróð og gest-
risin og ávallt ánægja að hitta hana
jafnt í hennar heimaranni sem hér
eða á Húsafelli. Við hér í Kalmans-
tungu minnumst Ástu með mikilli
hlýju og óskum öllum afkomendum
hennar heilla og gæfu.
Bryndís og Kalman,
Kalmanstungu.
Elsku amma í Heiðó, eins og við
kölluðum þig. Nú ert þú farin til
hinstu hvílu. Þegar sú staðreynd
blasir við hrannast upp hlýjar minn-
ingar um þig og allt það sem þú
varst okkur. Þau voru ófá skiptin
sem við komum til ykkar afa í
Heiðargerði 66, í fallega húsið ykk-
ar og alltaf var nú skemmtilegast
að fá að gista. Þar var margt spenn-
andi fyrir lítið fólk. Stór spegill á
ganginum sem keppt var um að
komast að. Það var hlaupið hringinn
um eldhús og stofu, farið upp stig-
ann upp á háaloft, í geymsluna.
Niður í kjallarann og út í garð.
Garðurinn var leiksvæði og verk-
færakofinn var sem stærðar hús
fyrir okkur krökkunum. Brasið í
kartöflugarðinum, já og svo góð-
gerðirnar þegar hlé var gert á leik.
Þeir voru ófáir litlu brauðdiskarnir
sem þú réttir litlum höndum, búin
að skera allt niður í teninga og
hvergi var kakóið betra.
Svo þegar við fórum með þér í
vinnuna, að þrífa í skólanum. Sér-
staklega var gaman að fá að sópa
smá spæni með litlum kústi þegar
þú varst að ræsta smíðastofuna.
Ekki flýttum við fyrir en þolinmæði
þín var einstök gagnvart okkur
krökkunum.
Nú eru jólin rétt um garð gengin
og eru því jólaboðin í Heiðargerðinu
sérstaklega minnisstæð. Hangikjöt-
ið, jólabragurinn, randabrauðið og
jólaballið í stofunni þar sem tréð
var dregið fram á gólf og allir gengu
hringinn og sungu, þá var nú gam-
an.
Elsku amma Ingibjörg, þó að við
hittumst ekki aftur í þessu lífí ert
þú með okkur, glaðleg og hlý í
minningunni. Þú gafst okkur systk-
inunum ást og hlýju sem við búum
að um alla tíð og um þig, elsku
amma, eigum við yndislegar minn-
ingar. Elsku afi, guð styrki þig í
sorg þinni því missirinn er mikill.
Ragnheiður Júlíusdóttir
og Sverrir Heiðar Júlíusson.
Kakó og teningaskorið brauð
með osti. Ylvolgur drykkurinn lag-
aður með þar til gerðum aðferðum
og brauðið skorið eftir kúnstarinnar
reglum. Alltaf sama bragðið, sami
hitinn, sama stærðin. Það var ná-
kvæmnisfólk sem bjóð í Heiðargerð-
inu, fólk sem kunni að metta litla
maga og gleðja lítil hjörtu.
Amma mín Ingibjörg hafði gott
lag á okkur krökkunum, umgekkst
okkur sem jafningja og hlaut
ómælda virðingu fyrir. Hún sagði
okkur sögur og sýndi okkur heim-
inn, sinn heim, gömlu Reykjavík.
Borgin fékk á sig ævintýraljóma í
göngutúrunum með ömmu, dulúð
liðinna ára yfirtók spennu nútím-
ans. Hún var stolt af fólkinu sínu
og fylgdist vel með því sem við
börnin vorum að fást við, sýndi
áhuga og hvatningu. Hún var góður
vinur og átti gott með að hafa ofan
af fyrir okkur ef svo bar undir.
Amma mín Ingibjörg var falleg
og alltaf vel til höfð, hún átti fal-
legt heimili og fallegar hugsanir.
Henni leið vel í góðra vina hópi og
hafði gaman af boðum og veislum.
„í húsi föður míns eru margrar vist-
arverur,“ sagði Kristur. Amma mín
Ingibjörg sest í Gyllta salinn og
drekkur te úr fína stellinu.
Björn Þór.