Morgunblaðið - 10.01.1997, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR R.
JÓHANNSSON
+ Sigurður Rúd-
olf Jóhannsson
var fæddur i Vest-
mannaeyjum 14.
október 1930. Hann
lést á Landspítalan-
um 2. janúar síðast-
liðinn. Hann var
sonur hjónanna Jó-
hanns Björnsonar
formanns og konu
hans Ingibjargar
__. Þórarinsdóttur.
' Sigurður var yngst-
ur fjögurra systk-
ina. Eldri systkini
hans voru María,
Karl og Þórir, sem nú eru öll
látin. Auk þess átti Sigurður
fóstursystur, Ragnhildi, sem
lifir bróður sinn. Sigurður ólst
upp í Vestmannaeyjum og var
jafnan kenndur við Höfðahús,
en svo nefndist foreldrahús
hans.
Sigurður kvæntist Kristínu
Björgu Pétursdóttur 24. októ-
ber 1954. Hún er dóttir hjón-
anna Ingibjargar Ogmunds-
dóttur og Péturs Laxdal. Sig-
...r i urður og Kristín bjuggu í Vest-
mannaeyjum til ársins 1973 eða
Upphaf þess að við Sigurður
kynntumst og tengdumst má efa-
laust rekja til sólbjartra nátta norð-
ur á Siglfírði um miðja öldina. Síld-
in var líf bæjarins og bræðslulyktin
lá oft eins og þung slæða yfir bæn:
um þegar logn var og blíðviðri. í
þá daga var það ekki kallað meng-
un heldur peningalykt og Siglfirð-
ingar fögnuðu þeim ilmi og söknuðu
hans sárt þegar hann síðar hvarf
'og með honum bjargræðið. Ungur
Vestmanneyjapiltur leitaði í bjarg-
ræðið eins og svo ijöldamargir aðr-
ir en hann fann ekki aðeins sumar-
launin sín við síldarlöndun á Siglu-
fírði, heldur einnig unnustu er síðar
varð eiginkona og lífsförunautur. I
sumarlok fluttist Kristín systir mín
til Vestmannaeyja og þau Sigurður
hófu búskap þar. Eins og gefur að
skilja var ekki mikill eða greiður
samgangur á milli Vestmannaeyja
og Siglufjarðar á þessum árum,
báðir staðirnir samgöngulega mjög
einangraðir. Það leið því nokkur
tími þar til ég kynntist þessum
nýja mági mínum að einhveiju
gagni.
Þegar lyktin hvarf frá Siglufirði
og atvinnan þar með, þá varð að
leita annað eftir atvinnu og lífs-
björg.
I Vestmannaeyjum var næg
vinna og þótt systir mín og mágur
byggju þröngt með nýfæddan son-
inn þá var ég boðinn velkominn til
dvalar og Sigurður tryggði mér
vinnu í Hraðfrystistöðinni þar sem
hann sjálfur vann þá. í nær hálft
ár fórum við saman til vinnu á
fram að gosi, lengst
af á Brimhólabraut
32. Eftir gos bjuggu
þau í Reykjavík.
Börn þeirra eru: 1)
Pétur Laxdal,
kvæntur Helgu
Guðlaugsdóttur,
þau eiga þijú börn,
Kristínu Björgu,
ívar og Lindu. 2)
Ingibjörg, gift
Hjálmari Sveins-
syni og eiga þau
þijú börn, Svein
Inga, Elfu Björk og
Elísu Ösp en fyrir
átti Ingibjörg Sigurð Grétar
Kristjánsson. Fyrir hjónaband
eignaðist Sigurður tvo syni, a)
Magnús, kvæntan Ástu Sig-
tryggsdóttur og eiga þau þrjú
börn, Eirík, Valgeir og Lindu,
og b) Ólaf Oddgeir. í Vest-
mannaeyjum vann Sigurður
lengst í Fiskimjölsverksmiðju
Vestmannaeyja, en í Reykjavík
sem vaktmaður á Landspítalan-
um.
Útför Sigurðar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
morgnana, unnum saman allan
daginn og fórum síðan saman heim
á kvöldin og eyddum saman kvöld-
inu. Við kynntumst mjög náið þessa
mánuði og þau kynni voru góð.
Sigurður var vinamargur og vin-
sæll. Hann hafði sérstaklega létta
lund og naut sín vel glaður í góðra
hópi. Hann var tilfinningaríkur og
hrifnæmur og þoldi illa ef hallað
var á það sem honum var kært en
það var margt og flest tengdist það
Vestmannaeyjum. Hvergi leit hann
fegurri fjöll né fegurri dal en heima
og ekkert félag var betra eða átti
betra skilið en íþróttafélagið Týr -
alveg sama hvernig því gekk. Feg-
urstu lögin voru lög Oddgeirs og
mesta hátíð á íslandi var Þjóðhátíð
í Eyjum. Sigurður var einlægur
sósíalisti og verkalýðssinni og
margar snerrurnar átti hann ef
honum fannst hallað ómaklega á
sósíalista - og væri hallað á sósíal-
ista þá fannst honum það ætíð
ómaklegt.
Eftir þessa fyrstu hálfs árs dvöl
mína búandi hjá þeim hjónum, þá
kom ég oft út til Eyja, sem gestur,
með konu minni og fjölskyldu. Þær
voru margar Þjóðhátíðirnar sem við
áttum í tjaldi með Sigurði og Krist-
ínu. Andrúmsloftið á Þjóðhátíð í þá
daga var nær ólýsanlegt. Allir voru
velkomnir alls staðar. Matur var á
allra borðum fyrir gesti og gang-
andi. Ef einhver heyrði söng og
langaði að taka þátt í gleðinni þá
var bara að ganga inn. Ekkert tjald
var svo lítið að ekki væri rúm fyrir
einn í viðbót!
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SÍMON S. MARIONSSON,
áður til heimilis
á Álfaskeiði 43,
Hafnarfirði,
sem andaðist 26. desember sl., hefur verið jarðsunginn í kyrrþey
að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ásthiidur Simonardóttir,
Ásthildur Ágústsdóttir.
Lokað
Lokað verður til 14.00 í dag vegna jarðarfarar
GUÐRUNAR JONSDÓTTUR.
Iðunn ehf., tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi.
Þjóðhátíðardaga naut Sigurður
glaðværðar sinnar, hrifnæmi, vin-
sælda og sönggleði til fullnustu og
við hin, sem vorum með honum,
nutum þess einnig.
Þrátt fyrir léttleika og glaðværð
átti Sigurður við veikindi að stríða
nær allt sitt líf. Hann átti við höfuð-
mein að stríða frá því í æsku, sem
orsakaði það að stundum missti
hann tengsl við umhverfið í nokkrar
sekúndur í senn. Alla ævi varð hann
því að vera á sterkum lyfjum, sem
setti mark á lífsþrek hans þegar
aldur færðist yfir. Aldrei lét hann
þó sjúkdóminn buga glaðværðina
eða félagatengslin.
Eins og hjá svo mörgum Vest-
mannaeyingum urðu straumhvörf í
lífi Sigurðar og Kristínar við eldgos-
ið í Vestmannaeyjum 1973. Þá
fluttu þau til Reykjavíkur og hafa
verið búsett hér síðan.
Fyrir röskum áratug keyptu þau
sér land austur við Apavatn. Þegar
ég leit landið fyrst sá ég aðeins
þýfða fúamýri. vaxna sinu, á algjör-
um berangri. Á þessum bletti hafa
þau Sigurður og Kristín dvalið öll
sumur síðan og í dag dettur engum,
sem lítur landið, í hug fúamýri eða
berangur. Ótrúleg gróðurvin hefur
litið dagsins ljós þarna við vatnið
og þar er risið myndarlegt hús með
nafni æskuheimilisins; Höfðahús.
Fyrir nokkrum árum varð Sig-
urður að gangast undir hjartaupp-
skurð. Eftir þá aðgerð náði hann
aldrei fullri heilsu á ný. Þrekið
minnkaði frá ári til árs og fyrir
tveimur árum varð hann að hætta
að vinna. Þótt augljóst sé hvert
stefnir kemur andlát vinar alltaf
sem högg. Nú þegar Sigurður er
allur er notalegt að ylja sér við
arin minninganna. Allar góðu
stundirnar, sem við áttum saman,
lifa og munu lifa á meðan einhver
man þær. Gróðurreitur austur við
Apavatn mun um ókomin ár vitna
um þá sem gróðursettu og hlúðu
að veikum græðlingum og gerðu
þá að styrkum stofnum. Ár hvert
mun hann grænka til heiðurs minn-
ingu Sigurðar Jóhannssonar, sem
ásamt konu sinni og bömum gaf
honum líf. Systur minni börnum og
barnabörnum votta ég mína dýpstu
samúð.
Siguijón Pétursson.
Elsku afi. Það er svo margt sem
mig langar til að segja þér, það er
svo margt sem reikar um hugann
á stundu sem þessari. Þegar pabbi
hringdi, morguninn sem þú kvadd-
ir, vissi ég strax að þú værir far-
inn. Ég skynjaði návist þína svo
sterkt og ég veit að þú verður áfram
hjá okkur og verndar okkur öll og
það hjálpar okkur mikið. Ein af
mínum fyrstu minningum er ein-
mitt um þig, „komdu nú Kristín
mín, núna skulum við syngja sam-
an“. Þú kenndir mér svo ótal margt,
s,s. að dansa, syngja og síðast en
ekki síst á lífið sjálft. Þú hafðir líka
alltaf svo mikinn áhuga á öllu því
sem ég tók mér fyrir hendur og
hvattir mig óspart áfram. Það hefur
alltaf yljað mér um hjartarætur
meira en orð fá lýst. Það var sama
hvort „litla Kristín" spilaði á tón-
leikum, lék i leikriti eða sparkaði
bolta, alltaf komstu og heiðraðir
mig með nærveru þinni. Þú hefur
veitt mér meiri stryk og innblástur
en þig grunar og allt sem þú kennd-
ir mér og sagðir er vel geymt í
hjarta mínu.
Ég brosi i gegnum tárin, þegar
ég hugsa um allar ferðirnar í Höfða-
húsið. Þá var grillað, farið í sigling-
ar og auðvitað reytt svolítið af arfa.
Já elsku afi, gróður og garðar áttu
hug þinn allan og hvergi naustu
þín betur en einmitt í garðinum við
Höfðahúsið, með hausinn á kafi í
mold og drullu, og eitt skal ég segja
þér, að loforðið sem ég gaf þér um
Höfðahúsið mun ég efna, sama
hvað ég þarf að leggja á mig til
þess, og ef þaj) dugar ekki þá legg
ég bara meira á mig en það.
Þegar Lindu litlu var sagt að afi
væri dáinn, spurði hún að bragði
„og hvenær kemur hann þá aftur?“
Það sama hugsaði ég fyrst eftir að
ég vissi að þú værir farinn, það er
svo óraunverulegt að fá aldrei að
heyra sönginn þinn eða hláturinn
aftur. Það er svo skrítið að hugsa
til þess að næst þegar „litla Krist-
ín“ stendur á stórum tímamótum,
eins og að útskrifast úr Háskólan-
um, að þá komist þú ekki til að
fagna með mér. En ég veit að þú
verður þar nálægt eins og alltaf.
Ég veit líka, að þú hafði áhyggjur
af því að Linda litla myndi ekki
muna eftir honum afa sínum, þú
sagðir mér það þegar þú komst í
vetur og gafst henni mynd af þér.
Ég lofa því að hún mun aldrei
gleyma þér, ég ábyrgist það, enda
er svo margt sem segja þarf, þegar
þú ert annars vegar. Ég mun líka
miðla til hennar öllu því sem þú
kenndir mér. Þessum síðustu jólum
mun ég aldrei gleyma. Ég þakka
Guði fyrir að hafa fengið að eyða
þeim með þér. Á aðfangadagskvöld
baðstu mig og Sigga frænda, að
vera ömmu til halds og trausts þeg-
ar þú værir farinn, það munum við
gera eftir fremsta megni og eins og
þú veist verður Siggi hjá ömmu í
vetur á meðan hann klárar skólann.
Elsku afi, takk fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig og okkur öll,
og að lokum þakka ég Guði fyrir
að hann Siggi í Höfðahúsi var afi
minn.
Þín að eilífu
Kristín Björg Pétursdóttir
yngri.
Að heilsa ókunnugum, sem á
vegi manns verður með einu hand-
taki innsiglar ekki framhald langrar
vináttu í ólgusjó mannlífsins.
Þetta er okkur hjónum efst í
huga, þegar svo sviplega hverfur
frá okkur hugljúfur nágranni úr
höfuðborginni og spurði okkur,
hvort við vissum um nokkurn land-
skika hér til sölu undir sumarbú-
stað. Við höfðum sjálf verið þar
niðurkomin í fimm ár í níu fermetra
bárujárnsskúr, sem var okkur sum-
arhöll í svokölluðu Vatnsholtslandi,
með Mosfell fyrir augum, að
ógleymdu Apavatni, spegilslétt
þessa stundina.
Við gáfum honum og þeim sem
með honum voru allar mögulegar
upplýsingar og sögðum frá reynslu
sem við höfðum af þessum landsins
gæðum, að þurrir blettir væru frek-
ar fáir, en að öðru ieyti var nóg
af freðmýrunum, sem betur hentaði
vaðstígvélum. Undir lokin vísuðum
við til landeigandans, sem ætti í
fórum sínum loftmynd af dýrðinni,
sem þau sæju nú með eigin augum,
þúfa við þúfu, sem kostar átak að
breyta til batnaðar; þetta væri
berjalaust land, ef börn vildu tína
upp í sig. En mér var sagt við út-
borgun, að Apavatn væri ekki ama-
legt, nógur fiskur í allar máltíðir,
ekki bara urriði og bleikja, heldur
þar að auki væri sá lottóvinningur
fyrir hendi að fá einn og einn lax
til tilbreytingar, því það væri sann-
að mál, að þessi konungur veiðifiska
hefði orðið eitthvað áttavilltur,
hvernig sem það gat gerst, og fá
því þessar „smuguveiðar" í kaup-
bæti.
Þar sem kynni mín af Sigurði
Jóhannssyni voru nær öll í léttari
kantinum, vona ég að mér verði
fyrirgefið það sem sækir á hugann
þegar ég kveð hann hinstu kveðju,
því ferðir okkar hvors til annars
voru ekki langur gangur, þar sem
landskikar okkar lágu hlið við hlið,
en fórum færri heimsóknir í aðra
bústaði, þótt vegalengdir væru ekki
til að aftra því.
Við urðum fljótt samstiga að
gefa ekkert eftir í veiðiskapnum og
fórum undantekningarlaust einir á
vatnið þótt fjöldi bústaða hafi sett
svip sinn í kringum okkur. Til að
byija með rerum við eins og forfeð-
ur okkar gerðu mann fram af
manni. En svo þurftu erfiðir sjúk-
dómar að hrella okkar, svo við sáum
þann kost vænstan að söðla um til
að iétta okkur erfíðið og keyptum
því litla utanborðsmótora, sem vafði
nokkuð upp á sig, því bændaútgerð-
inni á bökkum Ápavatns var ekki
hlátur í huga vegna þess arna. En
náðarsamlega fengum við þó und-
anþágu, eftir útskýringar á sjúk-
dómum okkar og læknisvottorð upp
á það gætum við afhent með hraði.
Sá öryggisventill var okkur skjöld-
ur, því eins og hendi sé veifað breyt-
ist spegilslétt vatnið í þungar öldur
og rok í fangið til lands.
Hin fyrstu sumur var meiri kvóta
að fá, en hefur farið mikið minnk-
andi, þótt allar mögulegar platgræj-
ur færu útbyrðis til að lokka þessa
nytsömu sakleysingja á beituna.
En svo gerðist eitt sinn hið
skemmtilegasta. Það var rykkt
kröftuglega í bæði færin okkar, og
það var ekki að sökum að spyija;
þvílikur stærðar silungur kom hátt
upp úr vatnsborðinu og í látunum
flæktust færin okkar saman, en
hann skyldi ekki sleppa úr greipum
útgerðar Sigurðar og Kristins. Oft-
ar en einu sinni misstum við minni
fisk af færunum, svo okkur lá við
gráti einsog „sægreifunum" úti í
hafsauga.
Eftir að hafa klófest tröllið og
rotað, jafnvel rotað aftur til örygg-
is eftir að hann var dauður og það
var engin spurning, að þetta væri
lax. Við höfðum að vísu ekki nóga
skilgreiningu á stórsilungi og laxi,
því laxveiðar úr ám landsins voru
engar frá okkar hendi, svo var
kaupmættinum fyrir að þakka.
Til að taka allan vafa frá okkur,
komum við á leiðinni heim til bú-
staðar, sem í bjó fróðleiksmaður
um alla lífkeðjuna og börðum þar
dyra. Húsbóndinn opnaði fagur-
brúnn á sundskýlu og augun í hon-
um víkkuðu til allra átta þegar
hann leit veiðina. Við drógum ekki
við okkur að kreíjast svara: Er þetta
ekki ósvikinn lax? Komið inn fyrir
svo ég geti gefið ykkur kaffi, á
meðan ég fletti fiskabókinni, þó ég
eigi ekki að þurfa þess. Svo opnaði
hann kjaftinn á veiðinni og fór eins
og myndhöggvari höndum yfír lista-
verk. Eftir útreikning á lengd,
þyngd og höfði skepnunnar kom
úrskurðurinn, þetta er ekki lax, en
stærsti silungur, sem ég hef séð á
minni lífsfæddri ævi. Verið yfir
ykkur hamingjusamir þegar þið
skolið honum niður. Við kvöddum
með viðeigandi brosi til dómarans.
Eftir alla veiðitúrana vorum við
Sigurður heitinn sammála um að
greinarmunur væri á bleikju og
urriða. Urriðinn var frekar latur á
spriklið, þegar dregið var að bátn-
um, en þeim mun meiri hamagang-
ur hjá bleikjunni; líkt og kvenna-
hreyfíngar haga sér. Sigurður var
einstaklega hláturmildur svo augun
tindruðu, þegar mér datt í hug ein-
hver vitleysan, sérstaklega viðkom-
andi kátu kvenfólki.
Ekki verður svo minnst Sigurðár
að láta hjá líða hvað honum var
hlýtt til stærri sem smærri dýrateg-
unda sem hann kom auga á í kring-
um sig. Hann bókstaflega talaði til
þeirra og skipti engu máli hvort það
var hestur, ungar í hreiðri eða haga-
mús, sem kom mörgum til að stappa
niður fæti. Hann gaf henni máltíð
úr lófa sínum, ef hann gat gómað
hana. Þannig var innrætið til mál-
leysingjanna.
Sigurður heitinn og eftirlifandi
kona hans, Kristín Pétursdóttir,
áttu það hvort með öðru að vera
samhent hjón í sinni lífsbaráttu. Þau
drógu ekki af sér að breyta þúfna-
geri kringum bústaðinn, með hand-
afl eitt að vopni, í grænar flatir og
tijágróður sem teygði fíjótt úr sér,
svo manni finnst vera nokkuð sann-
færandi mælikvarði í þeim upp-
vexti, hvað hratt líður okkar tími,
sem erum komin af léttasta skeiði.
Ég veit fyrir víst, að Sigurður
hefði ekki kært sig um einhver
mærðarskrif. En okkur hjónum er
harmur í huga, þegar við kveðjum
það handtak, er heilsaði okkur ljúfl-
ingurinn Sigurður Jóhannsson. Hafi
hann þökk fyrir allt og allt.
Svo margt hefur orðið á annan veg
en ætlað var, hvort mundi nokkur
sem hér á leið um leita það uppi
sem lífið af hendingu dæmdi á okkur.
(Matthías Johannessen)
Við hjónin vottum eiginkonu
hans og ættingjum samúð og óskum
þeim blessunar.
Kristinn Gísli Magnússon.