Morgunblaðið - 10.01.1997, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 10.01.1997, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðrún Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 3. maí 1915. Hún lést á heimili sinu í Kópavogi 2. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Finn- bogason, lands- bókavörður, f. 6.6. 1873, d. 17.7. 1944, og Laufey Vil- *’ hjálmsdóttir, kenn- ari, f. 18.9. 1879, d. 29.3. 1960. Systkini Guðrúnar: 1) Sig- ríður, f. 17.9. 1916, d. 2.9. 1921. 2) Vilhjálmur Alvar, f. 4.6. 1918, d. 14.12. 1969, verkfræð- ingur, kvæntur Birnu Halldórs- dóttur. 3) Örn, f. 29.11. 1921, d. 3.2. 1987, viðskiptafræðing- ur, kvæntur Þuríði Pálsdóttur. 4) Finnbogi, f.8.1. 1924, lands- bókavörður, kvæntur Kristjönu Láfði sæl á lifsins vegi. Ljúfur Drottinn fylgji þér. Frelsarinn þig faðma megi. v Fögnimi því sem liðið _er. (Ólöf Kristjánsdóttir). Kæra mágkona. Það er komin kveðjustund, minningarnar streyma fram. Ég var barn þegar ég sá þig fyrst. Þú komst með honum stóra bróður mínum, heim í sveitina. Þú varst svo falleg og þið voruð svo geisl- andi og hamingjusöm, að það hrif- ust allir af þér. Síðar, þegar ég var unglingur, þá bjó ég um tíma hjá ykkur á Suðurgötu 22. Það var ógleymanlegt, bæði var móðir þín ~ mjög yndisleg og svo hvernig þú töfraðir fram veisluborð úr venju- legum mat. Þegar frágangur var búinn og þú settist við píanóið og fórst að leika á það, þá gleymdist allt og hugurinn fór á flug, þar lærði ég að meta tónlist, þökk sé þér. AF því að á þroskaskeiði, hefir mikið að segja hvern unglingurinn umgengst, tel ég þann tíma ógleym- anlegan og ljúfan, sem ég dvaldi hjá ykkur. Ástin milli ykkar var þráðurinn í gegnum allt. Þegar þið eignuðust dótturina Valgerði, var mikil gleði og hamingja, sem fylgdi henni alla tíð. Þegar bróðir minn veiktist og dó - A fyrir rúmum tíu árum, stóðstu við hlið hans og studdir. Þá sannaðist það að ástin yfirstígur allt, en nú eruð þið sameinuð á ný. Vil ég þakka öll árin sem ég naut samvist- ar við þig og allt það góða sem þú gafst mér. Allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Elsku Vala, Gústi og fjölskylda. Megi góður Guð vaka yfir ykkur alla tíð. Sigríður. Að lifa lífi mínu sem líkar Drottinn þér og vera í verki þínu, ^ , það veiti náð þín mér. Þá verða blessuð verkin mín ogfylgjamérífriði, ó, faðir heim til þín. (Sr. Bjöm Halldórsson í Laufási) Elskuleg föðursystir mín er látin. Eftir gjöfulan dag lagðist hún fyrir og hvarf friðsæl úr þessum heimi í faðmi dóttur sinnar Valgerðar. Þótt andlát hennar bæri brátt að og kæmi óvænt þá var hún sjálf tilbúin og sátt. Guðrún var elst sex barna Guð- mundar Finnbogasonar, prófessors T* og landsbókavarðar og konu hans Laufeyjar Vilhjálmsdóttur, kenn- ara. Hún ólst upp við mikið ástríki á einstöku menningarheimili. Hún var vel gefin og falleg og mikið yndi foreldra sinna. Snemma fékk hún gælunafnið Unna. Hún var aðeins 13 ára og í fyrsta bekk í _, menntaskóla, þegar hún veiktist af berklum, en þá þegar höfðu foreldr- Helgadóttur (látin). 5) Laufey, f. 20.7. 1925, d. 23.5. 1928. Hinn 29. júní 1946 giftist Guðrún Birni Þorsteinssyni, sagnfræðingi, f. 20.3. 1918, d. 6.10. 1986. Þeirra dóttir er Valgerður Björnsdóttir, kenn- ari, f. 12.2. 1951, gift Ágústi Þor- geirssyni, verk- fræðingi, f. 8.2. 1947. Þeirra börn eru: Kristbjörg, f. 22.6. 1971, unnusti Hafsteinn Þór Pétursson, f. 3.3. 1971, barn þeirra er Laufey Lilja, f. 7.4. 1996; Björn, f. 9.5. 1974; og Guðrún Þorgerður, f. 11.10. 1977. Útför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. ar hennar misst tvær ungar dætur sínar og gerðu allt sem þau gátu til að hún fengi bata. Hún dvaldi um hríð að Vífilsstöðum en lengst af á Sölleröd berklahæli í Dan- mörku. Eftir langvarandi og alvar- leg veikindi sem ung stúlka, náði hún sér vel og bjó við jjóða heilsu það sem eftir var ævi. Aður en hún gifti sig vann hún lengst af sem ritari í franska sendiráðinu í Reykjavík. Hinn 29. júní 1946 giftist hún Birni Þorsteinssyni, sagnfræðingi og prófessor við Háskóla íslands, þremur dögum áður en ég fæddist og gleymdu þau aldrei afmæli mínu. Þau bjuggu á Suðurgötu 22 ásamt ömmu minni og móður hennar Laufeyju. Ég og foreldrar mínir bjuggum í kjallaranum. Þegar ég var fjögurra ára gömul fór móðir, Þuríður Pálsdóttir, mín í söngnám til Ítalíu, en ég var í gæslu hjá Unnu frænku, ömmu og föður min- um Erni Guðmundssyni. Það er mikil birta yfir þeim tíma. Mér finnst eins og alltaf hafi verið sól og sumar. Það var líka fallegur garður í kringum húsið okkar í Suðurgötu. Unna frænka í sumar- kjólnum og hvítum skóm, svo ung, falleg, létt á fæti og dugleg. Alltaf að bera kræsingar út í garð, upp í hvamm, niður í hvamm, upp á Bolla- staðahæð eins og þetta hét. Hún hélt í raun og veru stórt heimili á Suðurgötu ásamt ömmu þannig að amma gat líka sinnt sínum félags- málum og störfum. Það var mikill gestagangur í kringum ömmu í sambandi við fjölskyldu og störf hennar við Lestrarfélag kvenna í Reykjavík, fyrirtækið „Islensk ull“ og uppbyggingu Hallveigarstaða. Þá gengu fullorðnar konur í íslensk- um búningi og eru þær mér sérstak- lega minnisstæðar. Það komu allir við í Suðurgötu. Systkini Unnu og fjölskyldur bjuggu líka öll einhvern- tíma á Suðurgötu 22. Tíðarandinn var annar, fólk hafði tíma til að tala saman og drekka te eða kaffi. Það var yndislegt að alast upp í þessu andrúmslofti. Ég man vel eftir því þegar Unna og Björn eignuðust Völu, það var eins og ég hefði eignast systur. Unna og Björn voru samrýnd hjón og Vala var þeirra gleðigjafi og augasteinn. Þau fluttu úr Suður- götu, eftir að amma dó árið 1960, keyptu sér hús í Hafnarfirði og áttu þar fallegt heimili. Unna helg- aði þeim líf sitt, hún var Birni frá- bær eiginkona, fór með honum í námsferðir, ferðalög og einnig áttu þau skógræktarland í hrauninu við Krísuvíkurveg, sem þau ræktuðu og var oft gaman að fá að fara með þeim þangað. Seinna fluttust þau í Kópavoginn og þar bjó Vala hjá þeim í kjallaranum eftir að hún giftist Ágústi Þorgeirssyni, verk- fræðingi og þar eignuðust þau Kristbjörgu, Bjössa og Guðrúnu Þorgerði. Þá voru Unna og Björn full af fjöri og nutu þess að vera amma og afi. Einnig fylgdust þau með mínum börnum og heimsóttum við þau oft í Hjallabrekku. Unna var sérstaklega gáfuð kona, las mikið, kunni mörg tungu- mál og þýddi margar bækur. Hún spilaði á píanó, pijónaði, bakaði og var alltaf að gera eitthvað skemmti- legt og lifandi. Það sem ég dáðist þó mest að, var hvað allt var í röð og reglu hjá henni og tandurhreint og hvað hún var rösk, glöð og stundvís. Henni þótti gaman að vera með fólki og ekkert afmæli í fjölskyldunni var haldið án hennar. Hún hélt áfram að vera sú sem hélt fjölskyldunni saman. Hún var mjög frændrækin og það var sér- staklega gaman að koma í afmælin hennar og hitta allar frænkurnar. Elsku Unna mín, mikið sakna ég þín. Ég finn það núna hvernig þú hefur fylgt mér í gegnum lífið. Líf- ið er tómlegra án þín. Mig langaði svo að heimsækja þig á nýja árinu. Mér þótti svo vænt um þig og fann alltaf hvað þér þótti vænt um mig. Þakka þér fyrir það. Elsku Vala mín, Guð varðveiti þig og styrki. Þú sérð á bak yndis- legri móður, þú varst henni líka einstök dóttir, sem hún dáði og elsk- aði. Einnig sendi ég Ágústi, Krist- björgu, Bjössa og Guðrúnu Þorgerði samúðarkveðjur og elsku Finnboga, sem sér á eftir sinni stóru systur. Svo fari þeir í friði, er frá oss skiljast hér, og hjá því dimma hliði, sem holdið inn um fer, skal frelsis engill friður oss flytja huggun þá, að Drottins dýrð vor bíður, éf Drottin trúum á. (Sr. Bjðm Halld. í Laufási) Kristín Arnardóttir. Það er athyglisvert hvað aldur getur verið afstæður. Þegar komið er á miðjan aldur skynjar maður ekki lengur þá órafjarlægð í aldri, gagnvart þeim sem eru eldri eða yngri, sem maður upplifði oft á yngri árum. Tíðarandinn í dag á líklega einnig sinn þátt í því að skil milli kynslóða eru ekki eins skörp nú og áður. Ef fólk heldur allgóðri heilsu og reisn fram á efri ár verður aldurinn í sjálfu sér auka- atriði og maður gleymir því að kall- ið getur komið hvenær sem er. Þannig var því einmitt farið með Guðrúnu Guðmundsdóttur föður- systur mína, sem lést á heimili sínu 81 árs að aldri 2. janúar sl. Unna frænka eins og hún var jafnan kölluð í minni fjölskyldu var hjá okkur eina kvöldstund nú um jólin eftir að hafa sjálf staðið fyrir kaffiboði fyrr um daginn. Þó Unna væri ekki alveg eins skrafhreifin eða frá á fæti og þegar best lét var ekki að merkja neitt fararsnið á henni héðan úr þessum heimi. Við nutum samverunnar við hana og minnumst stundarinnar nú með þakklæti. Frænkuheitið var næstum óað- skiljanlegt við Unnu enda var frænkuhlutverk hennar æði stórt. Hún var mjög trygglynd og átti mikilvægan þátt í að treysta ættar- tengslin í föðurfjölskyldu minni. Eru mér afmæli hennar gegnum árin minnisstæð ekki síst fyrir það að í þeim hittist ávallt fríður hópur af frænkum, konum sömu kynslóð- ar og Unna auk annarra vina og vandamanna. Fannst mér eftirsókn- arvert og mjög gaman að koma í afmæli hennar og hitta allt þetta ágæta fólk og viðhalda þannig kynnum við það og fjölskyldur þeirra. Unna var einnig minnug á afmæli annarra og viljug að vitja afmælisbarna. Unna frænka ólst upp á menn- ingarheimili en foreldrar hennar voru báðir atkvæðamiklir einstakl- ingar á sinni tíð, þau Laufey Vil- hjálmsdóttir, kennari og ötull tals- maður fyrir málefnum kvenna og Guðmundur Finnbogason prófessor og síðar landsbókavörður. Hún var ein af sex börnum þeirra. Átti Unna þrjá yngri bræður, þá Vilhjálm Alvar, Örn og Finnboga og tvær systur, þær Sigríði og Laufeyju en þær dóu báðar á unga aldri. Er Finnbogi nú einn eftir á lífi af þeim systkinum. Var alla tíð mjög kært með Unnu og bræðrunum. Minnist ég þess frá barnæsku hvað faðir minn mat Unnu systur sína mikils. Unna var glaðlynd, greind og skemmtileg kona. Var hún bók- hneigð og þrátt fyrir mikil veikindi á sínum yngri árum, hennar eigin- legu skólaárum, sem hún fór að miklu leyti á mis við, var hún fjöl- fróð og náði einstaklega góðum tökum á tungumálum og bjó að því alla tíð. Hefur hún þýtt fjölmargar erlendar bækur á íslensku, ekki síst bamabækur. Gilti einu hvort um var að ræða ritverk á dönsku, ensku, þýsku eða frönsku. Öll þessi mál lágu vel fyrir henni. Tónlistin var Unnu líka í blóð borin og spil- aði hún mjög vel á píanó. Hin síð- ustu ár var hún eftirsótt til að spila við ýmis tækifæri fyrir samferðar- fólk sitt í húsinu þar sem hún bjó. Og í starfi sínu með Sjúkravinum Rauða krossins léttu þær Guðrún Sæmundsen vinkona hennar undir með vistmönnum á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð við helgistund á hverjum fimmtudegi þar sem Unna lék á píanóið. Árið 1946 giftist Unna Birni Þorsteinssyni, sagnfræðingi og síð- ar prófessor við Háskóla Islands. Björn var ákaflega eftirminnileg og litrík persóna og voru þau hjón góð heim að sækja hvort sem var í Suðurgötu 22 í Reykjavík, en þar héldu þau heimili með Laufeyju ömmu á meðan hennar naut við og nokkru lengur, í Fögrukinn í Hafn- arfirði eða Hjallabrekku í Kópa- vogi. Var heimili þeirra mjög hlý- legt og einnig sérstakt að því leyti að það prýddu margar grænlenskar gersemar, sem Birni áskotnuðust í ferðum sínum til Grænlands. Voru þau Unna og Björn mjög samhent og reyndist Unna Birni mikil stoð og stytta í fræðistörfum hans. Bæði unnu þau garðrækt og skógrækt. Var garðurinn meira verk Unnu og var tekið til þess hve fallegur og vel hirtur hann var ávallt en skógræktin í Straumsvík- urhrauni var hins vegar meira á hendi Björns. Með mikilli þraut- seigju Björns og þátttöku Völu dótt- ur þeirra og fjölskyldu hennar við skógræktina er þar nú sannkallaður sælureitur í skógivöxnu hrauninu. Björn lést árið 1986 eftir erfið veik- indi og var mikil eftirsjá að honum. Fluttist Unna þá skömmu síðar í íbúð sína að Kópavogsbraut og fór vel um hana þar í návist góðra granna. Valgerður einkabarn Unnu og Björns og fjölskylda hennar var þeim mikilj gleðigjafi. Eiga Val- gerður og Ágúst Þorgeirsson, mað- ur hennar, þijú börn, Kristbjörgu, Björn og Guðrúnu Þorgerði og á síðastliðnu ári fæddist Kristbjörgu og Hafsteini Péturssyni sambýlis- manni hennar stúlka, Laufey Lilja. Var samband þeirra allra við Unnu mjög náið og naut hún þess að vera samvistum við þau. Unna var mjög félagslynd. Var hún frá fornu fari í saumaklúbbi með vinkonum sínum. Hefur sá hópur hist reglulega allt til þessa dags. Þá var hún 1 mörg síðastliðin ár einnig I lesklúbbi með öðrum kunningjakonum, sem komu saman að jafnaði mánaðarlega til að ræða efni og inntak bóka, sem þær höfðu verið að lesa. Samskipti Unnu við tengdafólk sitt voru mikil og góð alla tíð. Þá var mjög kært með Unnu og Birnu móður minni og mágkonu hennar og veit ég að hún mun sárt sakna frænku eins og svo margir aðrir. Þegar litið er yfir farinn veg með Unnu frænku er margs að minnast en um fram allt sitja eftir ljúfar endurminningar um hlýja, skemmtilega og sérstaklega kæra frænku, sem auðvelt var að þykja vænt um. Megi Unna hvíla í friði. Sigríður Vilhjálmsdóttir. Elsku amma mín. Á stundum sem þessari er margt sem sækir á hugann, minningarnar um þig GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR koma upp á yfirborðið, allt frá bam- æsku minni. Það var margt sem ég lærði af þér og þú kenndir mér. Það varst þú sem kenndir mér að hjóla þegar ég var hjá þér og Bjössa afa í Hjallabrekkunni, og ég mun aldrei gleyma því hve heitt þú unn- ir blómunum þínum í garðinum þar, þú kenndir mér nöfn þeirra. Þú varst góður píanóleikari og þú sagðir mér frá því nú á gamlársdag hvað það gæfí þér mikið að geta leikið fyrir vini þína í blokkinni við ýmis tækifæri. Fyrstu tvo veturna sem ég lærði á píanó æfði ég mig í Hjallabrekkunni og hún var ótrú- leg sú þolinmæði sem þú sýndir glamri mínu. Minningarnar um þig eru margar og þeim verður aldrei komið öllum fyrir hér. Ég veit að þú ert komin í góðar hendur, afar mínir hafa tekið vel á móti þér, og ég er þakk- lát Guði fyrir að hafa leyft þér að fara án langvarandi veikinda og þjáninga. Mig langar til að senda þér þessa bæn því þú kenndir mér hana þeg- ar ég var lítil og ég veit að hún var í miklu uppáhaldi hjá þér. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Ég mun alla tíð minnast þín. Góða nótt. Þín nafna Guðrún Þorgerður. Elsku amma. Nú ertu allt í einu farin. Án nokkurs fyrirvara ertu horfin og eftir standa minningarnar sem eru ófáar. Fyrstu ár ævi minnar bjuggum við í kjallaranum hjá þér og afa í Hjallabrekku og vorum við systkin- in nánast öllum stundum uppi hjá ykkur. Það var alltaf svo notalegt hjá ykkur, allskonar framandlegir hlutir, forvitnilegar bækur, yndis- legur garður og að sjálfsögðu píanó- ið. Margar voru þær stundirnar sem þú sast og spilaðir fyrir okkur, og oftar en ekki sungum við með há- stöfum. Á þessari stundu er ég afar þakk- lát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, fyrir allt sem þú kenndir mér. Ég er glöð að þú fékkst að kynnast Laufeyju Lilju, fyrsta langömmubarninu þínu, en fyrst og fremst er ég þakklát fyrir að þú þurftir ekki að þjást. Elsku amma mín, þú verður ávallt í hjarta mínu. Kristbjörg. Nú hefur elsku frænka okkar - sem við kölluðum oft „aðalfrænku" - lokið lífsgöngu sinni hér á jörð eftir farsæla ævi. Hún fékk að kveðja á hljóðlátan hátt á heimili sínu í örmum einkadóttur sinnar, Valgerðar, á Ijóssins hátíð og inn í birtu nýárssólar. Undanfarna daga hafði hún notið hátíðarinnar umvaf- in sínum nánustu. Hún fæddist á stórbýlinu Rauð- ará og átti þaðan sínar fyrstu bern- skuminningar. Síðan fluttist hún með fjölskyldu sinni á Klapparstíg og þaðan að Suðurgötu 22. Þaðan eigum við svo margar bjartar end- urminningar frá þessu glæsilega heimili, sem var ætíð opið öllu frændfólkinu á hátíðarstundum sem endranær. Við munum öll björtu jólaljósin og skreytingarnar sem Laufey frænka gerði af sköpunar- gleði og frumleika og á veggi barna- herbergjanna hafði hún málað ís- lensku, góðu gildu heilræðin, t.d.: Vertu í tungunni trúr, tryggur og hreinn í lund. Á heimilinu ríkti sannkallaður menningarblær. Þangað komu ís- lenskir og erlendir fræði- og andans menn og í slíku andrúmslofti ólust systkinin upp og báru það með sér út í líf og starf. Á sumrin var oft gestkvæmt í stóra garðinum og þess notið að sitja úti í „Hvammi" °g þiggja góðgerðir. Svona var þetta frá barnæsku hennar og eins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.