Morgunblaðið - 10.01.1997, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
Til ritstjóra Morgunblaðsins
Frá Jónasi H. Haralz:
í TILEFNI af Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins þann 5. þ.m. vill
undirritaður koma á framfæri
nokkrum ábendingum til
glöggvunar þeim málefnum sjáv-
arútvegsins, sem þar eru tekin til
umijöllunar.
í upphafi síðastliðins áratugar
var svo komið, að fiskistofnar hér
við land voru í bráðri hættu vegna
offjölgunar fiskiskipa og ofveiði,
er henni fylgdi. Um leið hafði hag-
kvæmni fiskveiða stórlega minnk-
að. Við þessu var brugðist með
róttækri breytingu, _ þegar aflak-
vótum var komið á. Árangur þeirr-
ar breytingar hefur verið mikill, í
sannleika sagt ótrúlega mikill.
Fiskistofnar eru ekki lengur í
hættu, þótt þörf sé mikillar aðgát-
ar, og veiðar eru orðnar hagkvæm-
ar á nýjan leik, þótt enn sé eftir
meiru að sækjast í þeim efnum.
Stór og öflug útgerðarfyrirtæki
hafa orðið til í fyrsta sinn frá því
snemma á þessari öld, jafnhliða
því sem minni sérhæfð fyrirtæki
hafa sprottið úr grasi. Ekki hafa
komið fram tillögur um annars
konar stjórnun fiskveiða, sem líkur
eru á að gætu náð svipuðum ár-
angri, né heldur hafa slíkar leiðir
verið farnar í öðrum löndum.
Morgunblaðið telur, að sú skipt-
ing arðs, sem af þessum stjórn-
unaraðferðum leiðir, fullnægi ekki
eðlilegum réttlætiskröfum. Við
þetta er tvennt að athuga. í fyrsta
lagi verður nýtt fyrirkomulag,
hvað svo sem það kann að vera,
að geta skilað svipuðum árangri
og hið núverandi varðandi verndun
fiskistofna og hagkvæmni rekstr-
ar. Ef það tekst ekki, verður auk-
ið réttlæti í skiptingu arðs til lí-
tilla hagsbóta. I öðru lagi er það
misskilningur að telja að núver-
andi fyrirkomulag taki ekki tillit
til réttlætissjónarmiða. Það er
þvert á móti byggt á þeim sjón-
armiðum, að ekki sé rétt að skerða
bótalaust skilyrði manna til þeirrar
atvinnu, sem þeir hafa áður stund-
að, og að rétt sé að menn njóti
ávaxta þess erfiðis, sem þeir leggja
þar til að bæta atvinnurekstur
sinn. Sé talið að önnur réttlætis-
sjónarmið eigi að koma til sögunn-
ar, verður varla undan því vikist
að leita leiða, er geri þau samrým-
anleg þessum fyrri sjónarmiðum,
sem raunar eru grundvallaratriði
þjóðskipulags á íslandi.
Af því sem hér að framan hefur
verið sagt mætti ljóst vera að
umræðan um málefni sjávarút-
vegsins ætti ekki að snúast um
róttækar breytingar. Við búum við
fyrirkomulag, sem hefur reynst
árangursríkt og heilladijúgt. Það
getur efalaust tekið endurbótum.
En þær endurbætur mega ekki
raska þeim grundvallaratriðum
sem árangur núverandi fyrirkomu-
lags byggist á, eigi þær að leiða
til aukinnar hagkvæmni og meira
réttlætis. Það er umræða um slík-
ar lagfæringar sem þörf er á, og
sem Morgunblaðið ætti að stuðla
að.
Reykjavík, 6. janúar 1997,
JÓNAS H. HARALZ,
fv. bankastjóri.
Leiðrétting frá Textavarpinu
Frá Agvsti Tómassyni:
HAUKUR Vilhjálmsson, stunda-
kennari við Háskóla íslands, og
Kristinn Jón Bjarnason skrifa opið
bréf til útvarpsráðs í Morgunbiað-
ið í fyrradag, 8. janúar.
í bréfinu er farið rangt með
kostnaðartölu sem nauðsynlegt er
að leiðrétta strax. Þar segir að
Sjónvarpið hafi fjárfest fyrir 30-40
milljónir króna í viðbótartækja-
búnaði við Textavarpið svo unnt
væri að texta fyrir heyrnarlausa.
Þessi upphæð er mjög fjarri sanni.
Kostnaðurinn var um það bil 1,3
milljónir króna árið 1994.
Óðrum athugasemdum í bréfinu
er ekki mitt að svara fyrir, út-
varpsráð mun eflaust gera það.
Eg get hins vegar ekki látið hjá
líða að benda á hversu vel þjón-
usta Textavarps Sjónvarpsins er
sniðin að þörfum heyrnarlausra,
þótt almennir fréttatímar og inn-
lent efni sé þar ekki textað nema
við sérstök tækifæri. í Textavarp-
inu geta heyrnarlausir, eins og
reyndar allir aðrir, gengið að nýj-
ustu fréttum frá fréttastofum Rík-
isútvarpsins frá morgni til kvölds,
alla vikuna, alla daga ársins.
Auk almennra frétta er að finna
í Textavarpinu veðurfréttir
(endurnýjaðar 5 sinnum á sólar-
hring), íþróttafréttir og íþróttaúr-
slit, staðan í helstu leikjum er
færð inn jafnóðum frá marki til
marks og því má segja að bein
útsending sé frá þeim.
Til viðbótar þessu eru í Texta-
varpinu fjölmargar þjónustusíður
með upplýsingum um færð á veg-
um, flugumferð og fleira. Þessi
þjónusta nýtist heyrnarlausum
sérstaklega, því upplýsingunum
er annars miðlað um almenna
símakerfið. Að lokum má minna á
að Félag heyrnarlausra hefur sér
að kostnaðarlausu aðgang að 20
síðum í Textavarpinu.
Markviss notkun heyrnarlausra
á Textavarpinu, eins og það er
rekið nú, ætti því að geta verið
þeim gott vopn í baráttunni við
þá einangrun og öryggisleysi sem
þið minnist á í upphafi greinar
ykkar.
í von um gott samstarf við Fé-
lag heyrnarlausra, hér eftir sem
hingað til. Virðingarfyllst,
ÁGÚST TÓMASSON,
forstöðumaður Textavarps Sjónvarpsins.
PCIlímogfuguefni
m
__ r.i
■nawrirtuiiJ-iu
1VI 1 KTa&HMI
i f-n i M
±t
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 567 4844
WICANDERS
GUMMIKORK | WICANDERS
í metravís
• Besta undirlagið fyrir trégólf
og linoleum er hljóðdrepandi,
eykur teygjanleika gólfsins.
• Stenst hjólastólaprófanir.
• Fyrir þreytta fætur.
GUMMIKORK róar gólfin niður!
ÞÞ
&co
Þ. ÞORGRIMSSON &CO
ÁRMÚLA29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK
SÍMI553 8640 568 6100
FITUBRENNS±UNAMSKEIÐ
HEFJAST14. JANÚAR!
AEROBIC OG FITUBRENNSLA
AÐHALD * VIGTUN * MATARÆÐI * FITUMÆLING
LOKAÐIR TÍMAR FYRIR FÓLK SEM VILL
MISSA 15 KG EÐA MEIRA
LEIÐBEINENDUR: DAGMAR OG ÁSDÍS.
YOGAFLÆÐl/FUN FIT YOGA
LEIÐBEINANDI: STEINI
SKOKK-KLÚBBUR GYM 80
LEIÐBEINANDI: FRÍÐA RÚN
JEET KUNE DO
LEIÐBEINANDI: JlMMY
AIKIDO
LEIÐBEINANDI: HRÓAR
GYM -
virkar!
GYM 80, SUÐURLANDSBRAUT 6, (BAKHÚS), SlMI 588 8383
Nú adeins:
Nú aðeins:
m
Nú aðeins:
Holtagörðum
v/Holtaveg
104 Reykjavík
Skeífunni 13
108 Reykjavík
568 7499
Norðurtanga 3
600 Akureyri
462 6662
Reykjavíkurvegi 72
220 Hafnarfjörður
565 5560
IjfffiiuJM'ílJuppíli
Áður 990,-Æk .
Marsar geralr
|jú aðeins áj^ «Fl/2
virði
(ekki barnasloppar)
Aour allt að 2.500,