Morgunblaðið - 16.01.1997, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ,
1
Deildarráðsfundur læknadeildar Háskólans
FRETTIR
Dagsbrún
Ekkert mót-
framboð
ÚTLIT er fyrir að einn listi verði í
kjöri til stjórnar og trúnaðarráðs
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar
í allsheijaratkvæðagreiðslu sem
fram fer í lok mánaðarins.
Að sögn Kristjáns Ámasonar,
sem var í efsta sæti á lista mótfram-
boðs við síðasta stjórnarkjör, munu
þeir sem stóðu að því framboði
ekki gefa kost á sér við væntanlegt
stjórnarkjör.
Tillögur uppstillingamefndar og
trúnaðarráðs um stjórn og aðra
trúnaðarmenn liggja frammi á
skrifstofu félagsins en öðrum tillög-
um ber að skila fyrir kl. 16 föstu-
daginn 16. janúar.
-----♦ ♦ ♦-----
Veikt barn
flutt frá
Grænlandi
VEIKT bam var flutt frá Sjúkra-
húsi Akureyrar í gær á gjörgæslu-
deild Landspítalans, en þangað kom
það frá Grænlandi fyrir tveimur
dögum. Barnið var alvarlega veikt
af heilahimnubólgu og þurfti að
gera skurðaðgerð til að létta þrýst-
ingi af höfði þess.
Samkvæmt upplýsingum frá Atla
Dagbjartssyni, sérfræðingi á barna-
deild, er bamið ekki í lífshættu.
Hann sagði að það kæmi ekki í ljós
fyrr en að nokkrum dögum liðnum
hvort bamið næði fullum bata.
499 einkanúmer afgreidd hjá Bif-
reiðaskoðun Islands hf.
ÁLETRUN á númeraplötum er bæði á íslensku
og erlendum málum.
Vonbrigði með
skáldskaparandann
ALLS hafa 499 bifreiðaeigendur
keypt einkanúmeraplötur á bíla
sína frá því að reglugerð á grund-
velli nýrra umferðarlaga tók gildi
í júní á síðasta ári.
Að sögn Högna Eyjólfssonar,
yfirmanns tölvudeildar hjá Bif-
reiðaskoðun íslands hf., er það
svipaður fjöldi og búist hafði ver-
ið við þegar farið var að afgreiða
númerin. Hann segir algengt að
valin séu mannanöfn og vöru-
merki og að frumleikinn sé ekki
alltaf í fyrirrúmi. „Ég hef orðið
fyrir ákveðnum vonbrigðum með
skáldskaparandann hjá fólki að
þessu leyti. Þó var ég mjög ánægð-
ur með einn sem pantaði um dag-
inn númerið 313, en það er númer-
ið á bílnum hjá Andrési önd,“ seg-
ir Högni.
Sé gluggað í lista Bifreiðaskoð-
unar yfir skráð einkanúmer má til
dæmis sjá starfsheiti eins og PÍP-
ARI, BONDI og MÁLARI, átrúnað-
argoðin ELVIS og JORDÁN og
lýsingarorðið VARKÁR. Einnig
getur þar að líta áletranir á borð
við ÍSLAND, EYJAR, FRÓNIÐ,
HEKLA, MÝVATN og SIGLÓ.
Þeir sem kaupa sér einkanúmer
greiða fyrir það 25.000 krónur
sem renna til Umferðarráðs, auk
venjulegs númeragjalds sem er
3.750 kr. Endumýja þarf leyfið á
átta ára fresti.
Samþykkt að
hleypa níu
nemum áfram
39 læknanemar áfram
Á DEILDARRÁÐSFUNDI
læknadeildar Háskóla íslands í
gær var samþykkt að leggja fram
tillögu til Háskólaráðs um að
hleypa inn níu læknanemum tii
viðbótar í læknadeildina vegna
þeirra mistaka sem urðu á tíma-
vörslu í efnafræðiprófi fyrsta árs
læknanema í desember. Ef tillaga
þessi verður samþykkt í Háskóla-
ráði halda 39 læknanemar nú
áfram á fyrsta ári í læknadeild í
stað 30 eins og regla um fjölda-
takmarkanir segir til um.
Afgreitt í dag
Að sögn Einars Stefánssonar,
forseta læknadeildar, verður til-
laga þessi borin upp til samþykkt-
ar á auka Háskólaráðsfundi sem
haldinn verður í dag, fimmtudag,
kl. 13. „Ég vonast náttúrulega til
að Háskólaráð fallist á þessa til-
lögu, annars myndi ég ekki bera
hana upp,“ sagði hann í gær, en
samkvæmt öðrum heimildum
Morgunblaðsins er talið líklegt að
tillagan nái fram að ganga.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson,
formaður Stúdentaráðs Háskólá
íslands, segist fagna þessaii
niðurstöðu deildarráðs lækna-
deildar. „Niðurstaðan tryggir að
þeir stúdentar sem ekki fengu
lengri tíma í efnafræðiprófinu
þurfi ekki að líða fyrir mistökin
sem urðu við prófvörsluna. Ég
óska nemendunum níu til ham-
ingju, þeir eiga þetta skilið," seg-
ir hann.
Ánægð með niðurstöðuna
Einn þessara níu nemenda seip
hér um ræðir er stúlka sem vanl -
aði aðeins 0,09 stig upp á meða -
einkunn sína til að vera með þeiib
þijátíu efstu á prófinu. Hún var
að þreyta prófið í fyrsta sinn, eh
var ekki í þeim hópi sem fékk
lengri tíma á efnafræðiprófinu og
hefði að sögn verið tilbúin til að
fara í hart hefði niðurstaða deila-
arráðs ekki verið henni að skapi-
„Ég er að vonum mjög ánægð og
býst við að mæta í kennslutíma
sem fyrst,“ sagði hún í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Tillaga um að mótmæla hvalveiðum
lögð fram í Ferðamálaráði
Áhrif hvalveiða á
ferðaþjónustu könnuð
DRÖG að tillögu um að mótmæla
því að hvalveiðar verði hafnar að
nýju voru lögð fram á fundi Ferða-
málaráðs íslands á mánudag. Af-
greiðslu tillögunnar var frestað
fram til næsta fundar Ferðamála-
ráðs, sem haldinn verður 10.
febrúar næstkomandi.
„Tillagan gekk út á það að það
bæri að fara varlega í ákvarðana-
töku um að hefja hvalveiðar,
a.m.k. áður en búið væri að kanna
til hlítar þau áhrif sem það gæti
haft fýrir ferðaþjónustuna, sem
er nú orðinn næststærsti gjald-
eyrisaflandi atvinnuvegur þjóðar-
innar,“ sagði Birgir Þorgilsson,
formaður Ferðamálaráðs, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Hann sagði umræðu um tillög-
una hafa verið málefnalega og að
eðlilega hefðu komið fram skoðan-
ir og rök bæði með og á móti. Þó
væri hans tilfinning sú að það
væru frekar fleiri á þeirri skoðun
að ekki bæri að hefja hvalveiðar.
Ástæða þess að afgreiðslu til-
lögunnar var frestað var sú að
margir fulltrúanna á fundinum
voru að sjá hana í fyrsta sinn á
mánudaginn og höfðu því ekki náð
að kynna sér hana nægilega vel.
„Fulltrúamir munu nú kynna sér
afstöðu sinna umbjóðenda heima í
héraði og annarra hagsmunaaðila
og koma með mótaða afstöðu til
fundarins 10. febrúar. Við munum
einnig leita álits þeirra sem standa
fyrir skrifstofum Ferðamálaráðs
erlendis, í Frankfurt og New York,
og biðja þá að kynna sér sjónar-
mið þeirra aðila sem helst stunda
íslandsferðir beggja vegna hafs-
ins,“ sagði Birgir.
Eyrarbakki
Kaffi Lefolii verður
opið lengur á kvöldin
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef-
ur fellt úr gildi ákvörðun sýslu-
mannsins í Árnessýslu um styttri
opnunartíma veitingahússins
Kaffí Lefolii á Eyrarbakka.
Sýslumaður hafði úrskurðað að
Þóri Erlingssyni, eiganda staðar-
ins, væri óheimilt að hafa opið
lengur en til kl. 22 á kvöldin virka
daga og til kl. 23:30 um helgar,
en samkvæmt úrskurði ráðuneyt-
isins var þessi ákvörðun hans
ekki í samræmi við lög og verður
veitingahúsið því hér eftir opið til
kl. 23:30 á virkum dögum og til
kl. 2 eftir miðnætti um helgar líkt
og áður var.
Þórir sagðist fagna þessari nið-
urstöðu. Hún væri í samræmi við
það sem hann hefði vonast eftir.
Hann sagðist hafa trú á að íbúar
á Eyrarbakka fögnuðu henni
einnig enda hefðu þeir lýst al-
mennri óánægju með ákvörðun
sýslumanns á sínum tíma.
Morgunblaðið/Golli
ÞÓRIR Einarsson ríkissáttasemjari ræðir við forystumenn Dagsbrúnar og
Framsóknar á samningafundi í Karphúsinu.
Dagsbrún og Framsókn vísa kjaradeilu sinni til sáttasemjara
Nefndir undirbúa af-
greiðslu verkfallsboðunar
VERKALYÐSFELOGIN Dagsbrún
og Framsókn hafa sett á taggirnar
tvær sameiginlegar nefndir til að
vinna að undirbúningi ákvarðana og
atkvæðagreiðslna um boðun vinnu-
stöðvunar ef viðræðutilraunir um
gerð kjarasamninga reynast árang-
urslausar.
Halldór Bjömsson, formaður
Dagsbrúnar, segist vera þeirrar
skoðunar að ef til átaka kemur á
vinnumarkaði muni þau hefjast í
næsta mánuði.
Ekki miklar líkur á
samkomulagi
Samninganefndir Dagsbrúnar og
Framsóknar vísuðu á fundi hjá
ríkissáttasemjara í gærmorgun
kjaradeilu sinni við vinnuveitendur
á almenna vinnumarkaðinum til
sáttasemjara en hins vegar var
ákveðið að bíða um sinn með að
visa viðræðum við samninganefnd
sveitarfélaga til sáttasemjara.
„Mér sýnist ekki miklar líkur á
að menn nái saman miðað við það
bil sem er á milli aðila í dag. Hvorug-
ur aðilinn virðist tilbúinn að spila
út öðru en þegar hefur komið fram,“
sagði Halldór Björnsson.
Dagsbrún og Framsókn hafa kos-
ið sérstaka kjömefnd félaganna sem
á að annast undirbúning og af-
greiðslu ef ákveðið verður að bera
tillögu um verkfallsboðun undir at-
kvæði í félögunum en skv. þeim
breytingum sem gerðar voru á lög-
um um stéttarfélög og vinnudeilur
í fyrra, dugar ekki lengur að kalla
saman félagsfund til boðunar verk-
falls, heldur þarf að viðhafa almenna
atkvæðagreiðslu um tillögu um boð-
un vinnustöðvunar.
„Okkur fannst eðlilegt að setja á
laggirnar sameiginlega nefnd til að
vega og meta þessa hluti svo menn
yrðu alveg klárir á því hvernig ætti
að standa að þessu. Auk þess settum
við á fót verkfallsnefnd sem á að
leggja línurnar um hvernig menn sjá
þessi átök fyrir sér ef til þeirra kem'
ur,“ sagði Halldór.
Meta stöðuna um mánaðamót
Halldór sagði að ríkissáttasemjar’
réði nú ferðinni í viðræðunum. Hins
vegar hefði komið skýrt fram á fund'
inum 5 gær að verkalýðsfélögin vildu
ekki draga viðræðurnar á langinn
heldur ætluðu menn að skoða stöð-
una um næstu mánaðamót.
Gert ráð fyrir að næsti samninga'
fundur félaganna með viðsemjend'
um verði haldinn hjá ríkissáttasemj'
ara í næstu viku.
Verkamannasambandið, Röntg'
entæknafélagið og Múrarasamband
íslands vísuðu kjaraviðræðum þeirra
við viðsemjendur sína einnig ld
sáttasemjara í gær.