Morgunblaðið - 16.01.1997, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Könnun á viðhorfum erlendra ferðamanna til Reykiavikur
Almenn
ánægja með
þjónustuna
Könnun meðal erlendra gesta í Reykjavík
Af hverju er sérstakur áhugi á að dvelja í Reykjavík? Fjöldi Hlutfall
Kynnast höfuðborginni 285 38,6
Ráðstefna, viðskiptaerindi, vinna 75 10,0
Miðpunktur fyrir dagsferðir 74 10,0
Afþreying og/eða menning 55 7,4
Vil skoða allt landið 49 6,6
Góður upphafspunktur fyrir ferð um landið 42 5,7
Annað 160 21,7
Samtals 740 100,0
Af hverju er ekki sérstakur áhugi á að dvelja í Reykjavík?
Áhugi á að skoða náttúruna
Áhugi á að skoða landið
Er í skipulagðri hópferð
Annað, eða engin ástæða
Samtals
Hótel
Gistiheimili
Tjaldstæði Is 110,3%
Svara ekki □ 2,8%
Mjög ánægð(ur)
Frekar
Hlutlaus
Frekar óánægð(ur) □ 2,0%
Mjög óánægð(ur) |] 0,8%
Fjöldi
193
166
30
151
540
Hlutfall
35.7
30.7
5,6
28,0
100,0
46,2%
40,7%
Hvar er gist
meðan dvalið
er í Reykjavík?
(%af 1.378)
44,6%
38,5%
14,0%
Hversu
ánægð(ur) eða
óánægð(ur) ertu
með aðstöðuna
á gististaðnum?
Fótgangandi
í strætó
í langferðabíl
í leigubíl
í Bílaleigubíl
í einkabíl
Á reiðhjóli
Annað
og þá, í hvers konar verslun?
Matvöruverslun I.' fBlf.LÁÚj
Minjagripaverslun ú .V‘M
Bókaverslun |
Annað I . Vr1 21,0%
»!■—71.1%
Hvernig ferðast
þú helst um
Reykjavík?
(Flestir ferðast á
fleiri en einn máta)
(af 1.378) höfðu
verslað í Reykjavík,
ajjasaa 68,8%
W8& 56,9%
146,9%
Heimild: Atvinnu- og ferða-
málastofa Reykjavíkurborgar
ERLENDIR ferðamenn eru al-
mennt ánægðir með þá þjónustu
sem í boði er í Reykjavík og þrátt
fyrir að dvalartími erlendra gesta
á íslandi hafi að meðaltali styst
hefur höfuðborgin haldið sínum
hlut. Þetta eru m.a. niðurstöður
viðhorfskönnunar meðal erlendra
ferðamanna sem gerð var á vegum
atvinnu- og ferðmálastofu Reykja-
víkurborgar sumarið 1996.
í könnuninni kemur líka fram að
hinn dæmigerði erlendi ferðamaður
í Reykjavík kemur frá norðurhluta
Evrópu. Hann er um fertugt og er
sérfræðingur, kennari eða í þjón-
ustu hins opinbera. Laun hans eru
um eða yfir meðallagi og hann er
í sinni fyrstu í heimsókn á íslandi.
Umsjón könnunarinnar var í
höndum nemenda á lokaári í sálar-
fræði við Háskóla íslands. Úrtakið
var 2.000 manns en spumingalist-
um var dreift til erlendra gesta á
20 gististöðum í borginni. Svör bár-
ust frá 1.378 eða 68,4% úrtaksins.
Margir versla í
matvöruverslunum
Undirbúningur könnunarinnar
hefur staðið í um tvö ár en hún er
liður i stefnumótun Reykjavíkur-
borgar í ferðamálum. „Tilgangur-
inn er að safna upplýsingum sem
nýta má til að bæta aðstöðu ferða-
manna og vinna að markvissari
markaðssetningu," sagði Anna
Margrét Guðjónsdóttir, ferðamála-
fulltrúi Reykjavíkurborgar. Hún
sagði ennfremur að undir lok mán-
aðarins væri fyrirhugað að efna til
borgarafundar þar sem fólki gæfist
kostur á að koma hugmyndum sín-
um um ferðaþjónustu á framfæri."
Að meðaltali dvelja erlendir gest-
ir fjórar nætur í Reykjavík en með-
aldvalartími þeirra á íslandi hefur
styst úr hálfum mánuði í 11 daga,
að sögn Önnu Margrétar.
Könnunin leiddi m.a. í ljós að
yfir 80% erlendra ferðamanna eru
ánægðir með gististaði borgarinnar
og þá þjónustu sem þar er veitt.
Þá kom í ljós að 60% þeirra hafa
ekki síður áhuga að dvelja í höfuð-
staðnum en að skoða náttúru lands-
ins. „Sérstaklega eru það Frakkar
og Bandaríkjamenn sem hafa
áhuga á Reykjavík en jafnframt
kom fram mikill áhugi hjá fólki sem
komið er yfir miðjan aldur.“
Aðstandendum könnunarinnar
kom á óvart að 69% ferðamanna
sem á annað borð gera innkaup í
Reykjavík, versla í matvöruverslun-
um. „Það er athyglisvert þar sem
mikill meirihluti þeirra gistir á hót-
elum og gistiheimilum," segir Anna
Margrét. Alls eru 88% þeirra sem
versla, mjög eða frekar ánægðir
með þjónustuna í reykvískum versl-
unum.
Þegar spurt var um verðlag tóku
um 60% afstöðu og meirihluti þeirra
virtist vera sáttur við verðlagið,
m.a. á matvörum og gistingu.
Að sögn Önnu Margrétar ber að
taka niðurstöðum um eyðslu ferða-
manna með fyrirvara þar sem svar-
hlutfall var einungis 43%. Þegar
spurt var um heildareyðslu á ís-
landi kom í ljós að um 40% er-
lendra gesta áætla að um 20% af
eyðslunni fari fram í Reykjavík.
Þriðjungur fer á söfn
Vægi skipulagðra hópferða hefur
minnkað umtalsvert sl. ár að mati
Önnu Margrétar, en könnunin leiddi
í ljós að um 60% ferðamanna í sum-
arleyfi á íslandi, ferðast á eigin
vegum.
Verulegur áhugi kom fram meðal
ferðalanga á listum og menningu
en rúmlega þriðjungur gesta fór á
söfn og var Þjóðminjasafnið vinsæl-
ast. Meirihluti ferðamanna kýs að
fara fótgangandi um borgina en
um 40% ferðast með SVR.
Um 33% svarenda fengu upplýs-
ingar um ísland sem ferðamanna-
land hjá vinum og kunningum en
2,5% ferðamanna nálguðust upplýs-
ingar í gegnum alnetið, þar af um
17% Bandaríkjamanna.
Viðræður
við Atlants-
álhópinn
STJÓRNENDUR Landsvirkjunar og
Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneyt-
isins eiga í dag fund í New York
með forystumönnum Atlantsáls-
hópsins, sem hafa haft uppi áform
um að reisa álver á Keilisnesi. Búist
er við að á fundinum skýrist hvort
viðræður verða teknar upp að nýju
um byggingu álvers á Keilisnesi, en
þeim var frestað árið 1991.
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði
að á fundinum myndu stjórnendur
Landsvirkjunar kynna fyrir við-
semjendum sínum stöðu raforku-
mála á íslandi og möguleika fyrir-
tækisins til að útvega stórum orku-
kaupendum raforku í framtíðinni. Á
vegum Atlansálshópsins hefði verið
unnið nýtt frummat á hagkvæmi
þess að reisa álver á Keilisnesi og
sagði Þorsteinn að það yrði kynnt
á fundinum. í framhaldi af því
myndi skýrast hvort viðræðum yrði
haldið áfram og þá með hvaða
hætti.
-----»,,+ »---
Kappsigling
til Islands
í SUMAR er von á 50 skútum í al-
þjóðlegri kappsiglingu frá Englandi
til íslands og eru skúturnar væntan-
legar til Reykjavíkur 17. júní. Verður
það í fyrsta sinn sem slík keppni fer
fram en ákveðið hefur verið að hún
verði endurtekin annað hvert ár.
Að sögn Ágústs Ágústssonar
markaðsstjóra Reykjavíkurhafnar, er
það siglingaklúbburinn Royal West-
ern Yaeht Club of England, sem
skipuleggur siglinguna í samstarfí
við siglingaklúbbinn Brokey. Þegar
hafa um 111 skútur tilkynnt þátttöku
en hámarksfjöldi þátttakenda er 50.
Tveir verða um borð í skútunum sem
eru 35-45 fet að stærð.
Sjóleiðin frá Plymouth til Reykja-
víkur er 1.170 mflur og er gert ráð
fyrir að siglingin taki um tíu daga.
Ákveðið hefur verið að efna til golf-
móts fyrir þátttakendur á golfvellin-
um á Seltjarnarnesi.
Formaður AS A segir viðræður um samninga
í loðnuverksmiðjum ganga of hægt
Breytist vinnubrögð
ekki skellur á verkfall
Morgunblaðið/Garðar Pálsson
VON er á skemmtiferðaskipinu Queen Elizabeth II til Reykjavík-
ur i júlí í sumar en skipið hafði stutta viðkomu í Reykjavíkur-
höfn síðastliðið sumar.
Von á 70 þúsund tonna
skemmtiferðaskipi
SIGURÐUR Ingvarsson, formaður
Aiþýðusambands Austurlands, segir
að breytist vinnubrögð atvinnurek-
enda í samningamálum ekki komi til
verkfalls í loðnuverksmiðjum á Aust-
urlandi. Hann segist hafa orðið fyrir
vonbrigðum með viðbrögð vinnuveit-
enda á samningafundi í gær.
Stéttarfélögin sem fara með samn-
ingsumboð fyrir starfsmenn loðnu-
verksmiðja SR-mjöls hf. og loðnu-
verksmiðjanna á Neskaupstað, Eski-
firði, Hornafirði og Vopnafirði ræddu
við vinnuveitendur hjá ríkissátta-
semjara í gær og var það fyrsti samn-
ingafundur sem haldinn er í kjara-
deilunni frá því í lok nóvember.
„Ég varð fyrir vonbrigðum með
fundinn. Það kom í ljós að Vinnuveit-
endasambandið er ekki undirbúið í
málinu. Það er búið að hafa kröfur
frá okkur til umfjöllunar í u.þ.b. tvo
mánuði. Núna óska þeir eftir um-
hugsunarfresti og segjast þurfa
lengri tíma til að móta sínar kröf-
ur,“ sagði Sigurður.
Næsti fundur eftir viku
Ágreiningur var milli samnings-
aðila um tímasetningu á næsta fundi.
Stéttarfélögin óskuðu eftir fundi í
þessari viku, en vinnuveitendur sögð-
ust þurfa meira en eina viku til að
skoða kröfur og koma með viðbrögð
við þeim. Niðurstaða sáttasemjara
var að boða næsta fund eftir viku.
Sigurður sagðist hafa gert sér vonir
um að unnið yrði í málinu af krafti
eftir að málinu var vísað til sátta-
semjara. Hann sagðist ekki þora að
fullyrða að vinnuveitendur væru vís-
vitandi að tefja viðræður.
„Ef svo er þá eru vinnuveitendur
að leika sér að eldi, svo ég vísi til
ummæla framkvæmdastjóra VSÍ. Ef
samningamenn VSÍ snúa sér ekki
af krafti að því að leysa málið eru
þeir að kalla verkföll yfir sína menn
sem reka loðnuverksmiðjur. Ef at-
vinnurekendasamtökin breyta ekki
vinnubrögðunum í samningaviðræð-
um þá eru þeir að kalla yfir sig verk-
föll,“ sagði Sigurður og bætti við að
stéttarfélögin ætluðust til þess að
niðurstaða yrði fengin í viðræðum
innan skamms tíma.
Sigurður sagði að aðalkrafa stétt-
arfélaganna væri að það yrði bætt
við einum vakthópi í loðnuverksmiðj-
um þannig að þeir verði þrír og að
þessi breyting leiddi ekki til tekjur-
ýmunar hjá starfsmönnum. Vinnutí-
matilskipun ESB gerði það að verk-
um að nauðsynlegt væri að breyta
vinnufyrirkomulagi i loðnubræðslum.
Vinnutímatilskipunin hefur
áhrif á viðræður
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, vísaði því á bug
að vinnuveitendur kæmu illa und-
irbúnir til þessarra viðræðna. Það
hefði verið mikil óvissa um vinnu í
loðnuverksmiðjunum vegna vinnutí-
matilskipúnar Evrópusambandins.
Samningar milli VSÍ og ASÍ hefðu
ekki tekist um framkvæmd tilskipun-
arinnar fyrr en um áramót og enn
hefðu ekki náðst samningar milli
verkalýðshreyfingarinnar og Vinnu-
málasambandsins um málið. Það
hefði því ekki verið hægt að hefja
vinnu við gerð nýs kjarasamnings
fyrr en nú. Þrátt fyrir þennan þrönga
tímaramma hefðu VSI og Vinnu-
málasambandið lýst því yfir að þau
myndu svara öllu kröfum stéttar-
féíaganna á næsta fundi eftir viku.
Þórarinn sagði það fráleitt að vinnu-
veitendur væru að tefja viðræður.
í SUMAR er von á nýju skemmti-
ferðaskipi, Enchantment of the Sea,
til landsins. Skipið tekur milli 2.300-
2.400 farþega og kemur við í Reykja-
vík á leið sinni til Bandaríkjanna.
Það er væntanlegt í september en í
júlí er von á Queen Elizabeth II hing-
að öðru sinni.
Að sögn Ágústs Ágústssonar,
markaðsstjóra Reykjavíkurhafnar, er
von á svipuðum fjölda skemmtiferða-
skipa til landsins í sumar og var
síðastliðið sumar. Þegar er búið að
skrá um 50 skipakomur en endanleg-
ur fjöldi mun ekki liggja fyrir fyrr
en eftir páska.
Stærsta skipið sem von er á til
landsins er nýja skipið, Enchantment
of the Sea, en það er um 70 þús.
tonn að stærð og tekur milli 2.300-
2.400 farþega. Skipið er bandarískt
og verður hleypt af stokkunum í vor
eða sumar. Ferðin til íslands með
viðkomu í Reykjavík og á Akureyri
er með fyrstu ferðum skipsins en
héðan heldur það til heimahafnar í
Bandaríkjunum.
Ágúst sagðist reikna með að fleiri
farþegar kæmu til iandsins með
skemmtiferðaskipum í sumar en
síðastliðið sumar. „Skipin eru að
stækka þannig að þótt skipakomur séu
álíka margar má búast við að farþeg-
ar verði 22-23 þúsund," sagði hann.