Morgunblaðið - 16.01.1997, Side 10

Morgunblaðið - 16.01.1997, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hert eftirlit með innflutningi unninna kjötvara til Danmerkur Hefðbundinn þorramatur ekki á boðstólum þetta árið ALLT bendir til þess að hefðbundinn þorra- matur verði ekki á boðstólum á þorrablótum Íslendingafélaganna í Danmörku þetta árið þar sem dönsk stjórnvöld heimila ekki inn- flutning á kjötvörum til einkanota í stærri sendingum en sem nemur einu kílói til ein- staklinga. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu, er um að ræða hertar reglur og takmarkanir danskra stjórnvalda á innflutningi kjötvara til einkanota í samræmi við reglur Evrópusam- bandsins. Sendiráðið í Kaupmannahöfn hefur ritað íslendingafélögum og námsmannafélögum í Danmörku bréf og greint þeim frá þeim tak- mörkunum sem eru á innflutningi kjötvara til Danmerkur og vandkvæðum sem af því gætu hlotist. Að sögn Róberts Trausta Árnasonar sendiherra hefur hann ritað danska landbún- aðarráðuneytinu bréf þar sem spurst er fyrir um það hvort möguleiki sé á því að veita undanþágu fyrir íslendingafélögin og náms- mannafélögin í Danmörku til að flytja inn þorramat, enda sé hann aðeins til þeirra nota að halda þorrablót en ekki annars brúks. Svar við þessari málaleitan hefur enn ekki borist. „Sendiráðið er að vinna í málinu, en ég vil gera þetta löglega og með vitund og vilja danskra yfirvalda," sagði Róbert Trausti. Róbert Trausti sagði að nokkrir íslendingar hefðu haft samband við sendiráðið í Kaup- mannahöfn fyrir síðustu jól og borið sig illa yfir því að jólamatur frá ættingjum heima á Islandi hefði stoppað í tollinum og þar verið lesin upp reglugerðarákvæðin fyrir viðtakendur. Sömuleiðis hefði verslunarkeðjan Super- Brugsen leitað ásjár hjá sendiráðinu um aðstoð við að flytja inn íslenska unna kjötvöru sem SuperBrugsen hefur hug á að bjóða upp á í verslunum sínum. Þegar forseti Islands var í opinberri heimsókn í Danmörk í nóvember síð- astliðnum var haldin íslensk vörukynning og fékk SuperBrugsen þá ekki að flytja inn hangi- kjöt og fleiri vörur á þeirri forsendu að innflutn- ingur á unninni íslenskri kjötvöru væri ekki heimill samkvæmt dönskum reglugerðará- kvæðum. Skítamórall heldur uppi stuðinu á þorrablótinu Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að ekki verði hægt að bjóða upp á íslenskan þorramat þetta árið mun Islendingafélagið í Óðinsvéum halda þorrahátíð hinn 14. febrúar næstkomandi og verður þar boðið upp á hlaðborð að hætti Dana, en til að blíðka hátíðargesti vegna skortsins á súrsuðum hrútspungum, hákarli og fleira góð- gæti mun hljómsveitin Skítamórall halda uppi stemmningunni að loknu borðhaldi. Strangari framkvæmd í kjölfar stærri sendinga Guðmundur Sigþórsson segir að samkvæmt reglum Evrópusambandsins sé óheimilt að flytja inn meira en eitt kíló af kjöti í sendingu til einkanota, en um slíkan innflutning gilda mun vægari reglur um gjöld og eftirlitsskoðun en um innflutning á meira magni. „Sama vandamál hefur komið upp í Svíþjóð fyrir tvenn síðustu jól, en hins vegar var fund- in bráðabirgðalausn í báðum tilfellunum sem er óviðunandi vegna þess að það er auðvitað ekki hægt að fá um það niðurstöðu á síðustu stundu að jólamatur, sem verið er að senda aðilum úti, fái að koma inn í landið. Það þarf að vera ljóst löngu fyrr hvort þetta er hægt eða ekki. Þeir hafa verið að herða eftirlitið og framkvæmd reglnanna, en jólamatarsend- ingarnar fóru á sínum tima í gegn af því að þetta voru litlar sendingar til einstaklinga og kannski ekki í miklu magni. Síðan hefur ver- ið tekin upp skipulögð sending á matvælunum hjá Eimskipi og Samskipum og þar með jókst magnið og þá var farið að stemma stigu við þessu og framkvæma þetta strangar,“ sagði Guðmundur. Gjaldheimt- an lögð niður Ríkissjóður innheimtir þinggjöld í Reykjavík Mótmæli við bygg- ingu álvers STJÓRN Búnaðarsambands Kjalar- nesþings hefur lýst yfir fullum stuðn- ingi við hreppsnefnd Kjósarhrepps og aðra íbúa við Hvalfjörð gegn áformum um byggingu álvers á Grundartanga. „Það ætti að vera öllum aðilum ljóst að staðsetning stóriðju í miðju land- búnaðarhéraðs samrýmist ekki þeirri framtíðarsýn forystumanna í land- búnaði um markaðssetningu á hrein- leika og hollustu íslenskra matvæla. Bent skal á að um 15% af dags- neyslu á mjólk á höfuðborgarsvæðinu koma af þessu svæði kringum Hval- fjörð. Vísir að lífrænni ræktun, þjón- ustu við ferðamenn og útivistarfólk er þegar hafinn og er sá vaxtarbrodd- ur sem menn horfa til í náinni fram- tíð. Öllu þessu er stefnt í voða með áformum stjómvalda um mengandi stóriðju á Grundartanga," segir m.a. í yfirlýsingu stjórnarinnar. Kraf ist rannsókna og efnamælinga Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis hefur gert fjölmargar athugasemdir við starfsleyfi fyrir álver á Grundart- anga og á fundum nefndarinnar 10. og 12. janúar voru gerðar nokkrar bókanir vegna málsins. Nefndin gerir m.a. athugasemd við að umhverfísráðherra skuli hafa fellt úr úrskurði skipulagsstjóra ríkis- ins mikilvæga þætti að mati nefndar- innar, er varði starfsleyfið og þess er krafist að umhverfisrannsóknir taki til andrúmslofts, þurrlendis, vatna, strandsvæða og sjávar. Þá er þess krafist að komið verði upp föst- um mælistöðvum á strandlengjunni sunnan Hvalljarðar þar sem stöðugt verði mæidur styrkur brennisteinsdí- oxíðs, flúors og ryks í andrúmslofti. Gefa út rit um fíkniefni FÉLAG íslenskra fíkniefnalög- reglumanna hefur gefið út rit um fíkniefni. Ritið er ætlað kennurum og foreldrum og verður því dreift í skóla og aðrar uppeldisstofnanir. I því er fjallað um öll ólöglegu efnin, áhrif þeirra og birtar myndir af efnunum og áhöldum til neyslu þeirra. Lögreglumenn- irnir Ólafur Guðmundsson, full- trúi í forvarnadeild og Einar Karl Kristjánsson, fulltrúi í fíkniefnadeild, afhentu Birni Bjarnasyni menntamálaráð- herra eintak af ritinu í gær. BORGARRÁÐ hefur samþykkt samkomulag milli ríkissjóðs og borgarsjóðs um að hætta sameig- inlegri innheimtu á opinberum gjöldum í Reykjavík. Samkomu- lagið gerir ráð fyrir að Gjaldheimt- an verði lögð niður frá og með 1. janúar 1998. I samkomulaginu kemur fram að eitt af verkefnum starfshóps, sem fjármálaráðherra skipaði til að vinna að innheimtumálum ríkis- ins á opinberum gjöldum, væri að sameina sem mest innheimtu ríkis- ins í lögsagnarumdæmi Reykjavík- ur í eina stofnun. Skyldi að því stefnt að það yrði eigi síðar en 1. júlí 1998. í vinnu starfshópsins hafi komið fram að ef segja ætti upp samningum um sameiginlega innheimtu í Reykjavík yrði það að gerast með árs fyrirvara. Jafn- framt að ef flytja ætti innheimtu á þinggjöldum frá Gjaldheimtunni til ríkissjóðs væri heppilegast að það yrði gert um áramót. Fram kemur að samkomulagið fæli í sér að aðilar eru sammála um að Gjaldheimtan verði lögð niður 1. janúar 1998. Ríkissjóður myndi frá og með sama tíma taka við innheimtu á þinggjöldum í Reykjavík. Á árinu 1997 munu samningsaðilar ganga frá samn- ingi sín á milli um þau atriði sem tengjast niðurlagningu Gjald- heimtunnar svo sem ráðstöfun á húsnæði og öðrum búnaði, lífeyris- réttindum starfsmanna, innheimtu fasteignagjalda o.fl. Bifreiða- * skoðun Is- lands skipt í tvennt RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að skipta Bifreiða- skoðun Islands í tvö_ fyrirtæki, það er Bifreiðaskoðun íslands hf. og Skráningarstofuna hf. og jafnframt að selja helmings hlut ríkisins í Bif- reiðaskoðun. Ríkið mun áfram eiga helming í Skráningarstofunni hf., að sögn Þórhalls Ólafssonar, aðstoð- armanns dómsmálaráðherra. Hreinn Loftsson, hæstaréttarlög- maðui' og formaður einkavæðingar- nefndar, segir að hlutui' ríkisins í Bifreiðaskoðun verði varla seldur fyrr en eftir mitt ár. „Nú er verið að ganga frá endanlegri skiptingu fyrirtækisins. Hluthafafundur verð- ur haldinn um mánaðamót og í kjöl- far hans hefst undirbúningur að söl- unni væntanlega," segir Hreinn. Jafnframt segist hann búast við að hlutabréfin verði boðin út til almenn- ings. Hreinn segir ekki hægj, að áætla hversu mikið fáist fyrir hlut ríkisins. „Væntanlega verður gerð úttekt á fyrirtækinu eftir skiptinguna og unnið að tillögugerð um söluferilinn að því loknu. Sala ætti því að geta hafist seinni hluta ársins." -----» ■».♦ Snj óbrettaþj ófar handsamaðir Lögreglan lok- aði flóttaleiðum SNJÓBRETTI var stolið í Bláfjöllum í fyrradag en fyrir snarræði eigend- ans og lögreglunnar í Hafnarfírði náðust þjófamir eftir skamma stund. í bíl þjófanna fundust jafnframt tvö snjóbretti sem stolið var um síðustu helgi. Eigandi brettisins hafði skilið það eftir um stund við skálann í Bláfjöllum. Þegar hann kom aftur ásamt félaga sínum til að vitja um það var það horfið. Þeir hlupu þá strax að bílastæðunum. Fólk sem þar var statt sagði þeim að tveir strákar með snjóbretti hefðu fyrir skömmu farið í ofboði í hvítan fólksbíl og keyrt af stað. Eigandinn hafði samband við starfsfólk í Blá- fjöllum sem hringdi á lögregluna í Hafnarfirði og Reykjavík. Lögreg- an lokaði strax flóttaleiðum þjóf- anna og greip þá skömmu síðar. Að sögn Einars Bjarnasonar, starfsmanns í Bláfjöllum, er þar alltaf öðru hveiju stolið snjóbrett- um, en þetta er í fyrsta sinn sem þjófarnir nást. Hann segir að brett- in kosti 20-60 þúsund krónur og missir þeirra sé því tilfinnanlegur. ----------» ♦ ♦ Handteknir vegna innbrota á Akureyri Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri handtók mann í fyrrakvöld og þrjá menn til viðbótar í gær í tengslum við nokkur innbrotsmál í bænum. I gær var maðurinn sem handtekinn var í fyrrakvöld úr- skurðaður í gæsluvarðhald til laugardags og þá hefur einn þre- menningana viðurkennt aðild að sex innbrotum. Rannsókn málsins tengist m.a. innbrotum í Ding Dong, veitinga- staðinn Við Pollinn, Trygging- amiðstöðina, Trésmíðaverkstæði Iðju, vinnuskúra hjá SJS-verktök- um og skrifstofuhúsnæði Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga í Kjarna- skógi. Að sögn Daníels Snorrason- ar, lögreglufulltrúa, leikur grunur á að fleiri innbrot tengist málinu, sem enn er í rannsókn. VESTURBÆR 5 millj. Byggingarsjóður ríkisins Glæsileg 3ja-4ra herb. endaíbúð á 2. hæö í nýlegu húsi við Bárugranda. Parket. Suðurvalir. Útsýni. Bílskýli. Áhv. 5 millj. Byggingarsjóður ríkisins (40 ára). Ákv. sala. Fasteignasalan Framtíðin, sími 511 3030.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.