Morgunblaðið - 16.01.1997, Page 14

Morgunblaðið - 16.01.1997, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tónleikar til styrktar Ólafi Helga Gíslasyni í Glerárkirkju Bæjarstjóri um ábyrgð vegria HM ’95 Hlaupum ekki frá ábyrgðinni JAKOB Björnsson bæjarstjóri á Akureyri sagði á fundi bæjarstjórn- ar í vikunni að verið væri að skoða ýmsa þætti ábyrgðarveitingar bæj- arins til Halldórs Jóhannssonar vegna aðgöngumiðasölu á heims- meistaramótið í handknattleik sem fram fór í maí árið 1995. Akur- eyrarbær veitti einkaleyfishafa að- göngumiðasölunnar 20 milljóna króna ábyrgð. Fram kom í máli bæjarstjóra að HSÍ teldi að skilyrði ábyrgðar- greiðslusamnings um greiðslu ábyrgðarinnar væri nú uppfyllt eft- ir að bú Halldórs var tekið til gjald- þrotaskipta. Ymis atriði varðandi framkvæmd mótsins hafi orðið með öðrum hætti en upphaflega var gert ráð fyrir og hafi bæjarlög- manni verið falið að kanna til hlítar þá þætti málsins og fleiri atriði varðandi samninginn. „Akureyrarbær hleypur ekki frá ábyrgð sinni í þessu máli frekar en öðrum, en það er full ástæða til að skoða málið gaumgæfilega," sagði Jakob, en bæjarlögmaður mun eiga fund með forsvarsmönnum HSÍ inn- an tíðar. Kvað Jakob vonir standa til að staða mála skýrðist eftir fund- inn. Sameining sveitarfélaga við Eyjafjörð skemmd í nýrum og varð að fara reglulega í nýrnavél. Árið 1983 fékk hann nýra í Danmörku og náði þeirri heilsu að geta unnið að búskap með foreldrum sínum að Brúnum næstu árin. Fyrir þremur árum fór ígrædda nýrað að gefa sig og verður hann nú að fara reglu- lega í nýrnavél. Á síðasta ári þurfti að taka af honum báða fæturna vegna dreps og skömmu seinna einnig fingur. Hann dvelur nú á Landspítalanum og er byrjaður að standa í gervifætur. Hefur Ólafur tekið veikindum sínum með jafnað- argeði og stefnir að því að komast í endurhæfingu að Reykjalundi og í framhaldi þess er það ósk hans að komast í þjónustuíbúð fyrir fatl- aða í Reykjavík. Allir seldir miðar á tónleikana eru jafnframt happdrættismiðar, en meðal vinninga er flugfar fyrir tvo með FN til Reykjavíkur, trérista eftir Þorgerði Sigurðardóttur og ostakarfa frá Osta- og smjörsölunni. Miðaverð á tónleikana er 1.300 krónur. Fyrir þá sem vilja styðja við bakið á Ólafi en komast ekki á tónleikana er tekið á móti framlög- um á reikning nr. 5000 í Sparisjóði Suður-Þingeyinga og nr. 8500 í Búnaðarbankanum á Akureyri. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu IWor^nnhlatiib -kjarni málsins! Akureyrarbær hafi frumkvæði að fundi GÍSLI Bragi Hjartarson bæjarfull- trúi Alþýðuflokks telur að Akur- eyrarbær eigi að hafa frumkvæði að því að sveitarfélög í Eyjafirði hugi af alvöru að sameiningu. Gísli Bragi sagði á fundi bæjar- stjórnar að sér virtist sem sveitar- stjórnarmenn hefðu aðra sýn en áður varðandi sameiningu, þeir væru jákvæðari nú. „Það er allt annar tónn í mönnum núna en var,“ sagði hann. Nefndi hann að sveitar- félög á svæðinu hefðu með sér margvíslegt samstarf og Akur- eyrarbær veitti nágrannasveitarfé- lögum sínum þjónustu af ýmsu tagi. „Akureyringar hafa viljandi haldið sig til hlés í þessu máli, en nú held ég að tími sé kominn til að þeir taki af skarið og hafi frumkvæði að viðræðum." 20 þúsund íbúar? Fimmtánþúsundasti Akureyring- urinn var heiðraður á dögunum og sagði Gísli Bragi af því tilefni að hann vonaðist til að innan tíðar yrði sveitarfélagið með um 20 þús- und íbúa - það væri vel hægt ef rétt væri á spilunum haldið. „Það eru stjómvöld sem ráða byggðaþróun og mér sýnist sem byggja eigi upp einhvers staðar annars staðar en við Eyjafjörð," sagði Gísli Bragi. „Við höfum verið í varnarstöðu hér varðandi íbúaþró- un, þó svo að atvinna og góð þjón- usta sé fyrir hendi.“ Sigfríður Þorsteinsdóttir, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokks sagði að rætt hefði verið um á héraðsnefnd- arfundi á dögunum að Akureyrar- bær beitti sér fyrir fundi um sam- einingu sveitarfélaga á Eyjafjarðar- svæðinu. „Það er annað hljóð í fólki nú en var, sveitarfélögin á svæðinu hafa þegar með sér ijölmörg sam- starfsverkefni og mönnum finnst ekki ástæða til að fjölga þeim, held- ur ganga hreint fram og vinna að sameiningu sveitarfélaganna." Sölumaður Haftækni hf., Akureyri, óskar að ráða til starfa drífandi og framsækinn sölumann, sem á auðvelt með að starfa sjálf- stætt. Starfssvið: • Sala á siglinga- og fiskileitartækjum, Apple Macintosh tölvum og tölvubúnaði. Hæfniskröfur: • Tæknimenntun. • Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu á sviði siglinga- og fiskileitartækja og góða þekkingu á stýrikerfi Apple Macintosh tölva. Þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Skriflegar umsóknir skulu berast okkur fyrir 24. janúar 1997. Með umsóknir verður fariö sem trúnaðarmál. HAFTÆKNI HF., Hvannavöllum 14b, 600 Akureyri. Morgunblaðið/Kristján Nonni með hvítan kraga SNJÓKORN falla á allt og alla, segir í einhverju jólalaganna og það eru greinlega ekki ýkjur. Styttan af Jóni Sveinssyni, Nonna, sem stendur við Nonna- hús í Aðalstræti á Akureyri er þar ekki undanskilin. Nonni er þessa dagana með hvítan kraga og hatt og verður sennilega eitt- hvað áfram því gert er ráð fyrir áframhaldandi snjókomu norð- anlands og hita um frostmark. Morgunblaðið/Kristján Snjómokst- urinn hafinn NOKKUR snjókoma var norð- anlands í byrjun vikunnar og því þurfti að ræsa tæki til að lireinsa götur á Akureyri. Gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun að um 15 milljónir króna fari í snjómokst- ur og hálkuvarnir á þessu ári. Á síðasta ári fóru 12,5 milljónir í þessi verkefni sem er rúmlega helmingi minna en árið þar á undan þegar upphæðin var um 28 milljónir. TÓNLEIKAR til styrktar Ólafi Helga Gíslasyni að Brúnum í Aðal- dal verða haldnir í Glerárkirkju næstkomandi laugardag, 18. jan- úar, og hefjast þeir kl. 15. Fjölmargir koma fram á þessum tónleikum; Tjarnarkvartettinn, Álftagerðisbræður, nýstofnaður karlakór, Karlakór Eyjafjarðar, blandaður kór úr Suður-Þingeyjar- sýslu, Sálubót, Þráinn Karlsson les upp og Jóhann Már Jóhannsson og Örn Birgisson syngja ein- og tví- söng. Séra Pétur Þórarinsson ávarpar samkomuna, en kynnir verður Atli Guðlaugsson skólastjóri. Tekur veikindunum með jafnaðargeði Ólafur Helgi Gíslason er tæplega fertugur, hann greindist ungur með AUGLÝSING um umferð á Akureyri Samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og að fenginni tillögu bæjarstjórnar Akureyrar eru hér með settar eftirfarandi reglur um umferð á Akureyri: Hafnarstræti noróan Kaupvangsstrætis og suðurhluti Ráðhústorgs verða vistgata og gilda því ákvæði 7. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 um alla umferð í götunni. Einstefnuakstur er heimilaður um Hafnarstræti til norðurs frá Kaupvangsstræti að Ráðhústorgi og þaðan austur Ráðhústorg, sunnan torgsins, að Skipagötu. Umferð norðan og vestan Ráðhústorgs er einungis heimil fötluðum svo og vegna vörulosunar og skal aðkoma vera frá Skipagötu og brottakstur um Brekkugötu. Þrjú bifreiðastæði verða framan við Hafnarstræti 99-101 og verða tvö þeirra merkt fyrir fatlaða en eitt fyrir gesti heilsu- gæslustöðvar og önnur þrjú verða framan við Hafnarstræti 107 og verða tvö merkt fyrir fatlaða en eitt almennt með 10 mínútna hámarksstöðutíma. Ákvörðun þessi er tímabundin og gildir frá 15. janúar 1997 til 30. maí 1997. Akureyri, 3. janúar 1997. Sýslumaðurinn á Akureyri. Björn Jósef Arnviðarson. Aukin ökuréttindi Námskeið til auklnna ökuréttinda hefst í byrjun febrúar. Upplýsingar í símunr. 462 1141 og 892 0228, Hreiðar Gislason. 462 2350 og 852 9166, Kristinn Jónsson. Ath.:Væntanleg er breyting á reglugerð varðandi ökuréttindi. Ökuskólinn á Akureyri sf. Missti báða fæt- ur á síðasta ári i i í i I l I : 5 t i I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.