Morgunblaðið - 16.01.1997, Side 18
GRAFÍSKA SMIÐJAN 1997
18 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
IMEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
NÝTT KORTATÍMABIL
Ungnautahakk
Ferskur ófrosinn kjúklingur,
heill........................
Fersk kjúklingalæri,
rauðvínslegin ófrosin........
Fersk kjúklingalæri
og leggir, ófrosin...........
Nautagúllas, pottréttur.
Svínagúllas, pottréttur
Ysuréttir (roðflett ýsuflök í sósu) 5 teg.
- Korrý-,mexíkósk-,sinneps-,hvítlauks- og rækjusóso
Pítubrauð, gróf og fín.
Pagen bruður, grófar og fínar
- Kaupir 3 pk. og færð glæsilegt bruSubox frítt með!...
18/
149,
174nmh yuvtmeU ít wnii fapUt fíiy!
ICIBERG - TÓMATAR
ISLENSKAR A6ÚRKUR
Melroses Heath
& Heather koffínfrítt heilsute, 8 teg....
115,-
Súrir hrútspungar - Eistnavefjur - Sviðasulta ný og súr
- Bringukollar - Lundabaggar - Svínasulta ný og súr -
Blóðmör nýr og súr - Lifrarpylsa ný og súr - Húkarl - Svið
383,-
383,-
2.499,rs
49,-
Kaupgarður
■ / iwi.innn
Þorrabakki súr, 350 gr.....
Þorrabakki ósúr, 350 gr...
Harðfiskur.j
Víking léttöl 0,51
Þönglabakka 1 • 109 Reykjavík • Sími 557 3900 • Fax 567 0048
Heitur matur í hádeginu og á kvöldin alla virka daga
15-40%
aísláttur
SVERRIR Halldórsson matreiðslumeistari Fossnestis, Sigurður
Ragnarsson rekstrarstjóri og Guðmunda S. Davíðsdóttir starfs-
maður í grillinu.
Nýjar tegundir ham-
borgara í Fossnesti
TVÆR nýjar gerðir hamborgara
eru framleiddar og seldar í Foss-
nesti á Selfossi. Um er að ræða
örbjlgjuborgara og fiskborgara.
Orbylgjuborgarinn fer í gegn-
um sérstakt framleiðsluferli og
er seldur tilbúinn í örbylgjuofn- .
inn í tveimur gerðum, annars
vegar með grænmeti og sósu og
hins vegar með osti, sósu og
grænmeti. Hann er seldur fros-
inn eða ófrosinn og það tekur
um mínútu að hita hann í ofni.
Fiskborgarinn er nýjung
Það er Sverrir Halldórsson
matreiðslumeistari í Fossnesti
sem hefur annast framleiðslu og
tilbúning hamborgaranna. Hann
fór þess á leit við fiskvinnslufyr-
irtækið Islenskt sjávarsilfur i Þor-
lákshöfn að framleiða hamborg-
ara úr ýsu. Fyrirtækið þróaði
borgara þar sem ýsuhakkk er
pressað, raspað og fryst strax á
eftir. Þetta gerir borgarann
lausan við öll bindiefni. Fiskborg-
arinn kemur frystur í Fossnesti
þar sem Sverrir og hans fólk
steikja hann og afgreiða til mat-
argesta í grillinu. Viðtökur hafa
verið góðar og fólk haft á orði
að sögn Sverris að fiskbragðið
lýóti sín vel í borgaranum.
Auk hinna venjulegu ham-
borgara sem eru á markaðnum
hefur Sverrir á boðstólum steik-
borgara að amerískri fyrirmynd.
í hann er notað kindakjöt úr
lærvöðva sem barið er í þunna
100 gramma steik sem steikt er
og sett í hamborgarabrauð með
sósu og grænmeti.
Sverrir lætur vel af aðsókninni
í grillið í Fossnesti það sem af
er vetri og segir umtalsverða
aukningu milli ára. í grillinu er
algengur heimilismatur á boð-
stólum frá hádegi auk þess sem
fólk getur pantað af matseðli
ýmsa rétti, skyndirétti og steik-
ur. Sverrir og hans fólk ætlar
að hafa sama háttinn á yfir þorr-
ann og bjóða upp á þorrahlað-
borð og þorrakabarettdisk. Þá
er smurbrauðsþjónusta Fossnest-
is vaxandi en um 18.600 snittur
voru seldar þaðan á síðasta ári.
Auk þessa annast Sverrir og hans
fólk veislur í veislusölum Inghóls
á efri hæð Fossnestis ásamt því
að taka að sér veislur úti í bæ.
JANÚARTILBOÐ
Lesendur spyrja
Of mikið salt
í íslenskum
brauðum
LESANDI hafði samband og
kvartaði undan saltnotkun bak-
ara. Lesandinn sem er kona
sagðist hafa bakað brauð um
árabil en þurft undanfarið að
kaupa brauðin og fundist þau
brimsölt. Hún vildi gjarnan fá
upplýsingar um bakarí sem
bjóða saltfrí brauð og einnig
hvort mikil saltnotkun í bakstri
sé ekki óholl.
Þriðji hver með of háan
blóðþrýsting
Svar: Laufey Steingríms-
dóttir forstöðumaður Manneld-
isráðs segir að of mikil salt-
neysla sé ekki holl, fyrst og
fremst vegna áhrifa salts á
blóðþrýsting. „Um þriðji hver
íslendingur er kominn með of
háan blóðþrýsting um sextugt
og er ástæðan öðru fremur of
mikil saltneysla frá unga aldri.“
Laufey segir að salt sé sett
í flest tilbúin matvæli og brauð
séu þar engin undantekning.
„Smekkur fólks á salt er hins-
vegar mjög einstaklingsbund-
inn, það sem einum finnst hæfi-
legt er að annars dómi brim-
salt. Því skiptir miklu máli að
á boðstólum séu matvæli með
mismiklu salti þannig að þeir
sem vilja minna salt geti fund-
ið eitthvað við sitt hæfi. Þótt
brauð teljist ekki lengur til sölt-
ustu matvæla sem við borðum,
skiptir saltmagn þeirra veru-
legu máli fyrir heildarneysluna
einfaldlega vegna þess að flest-
ir borða brauð á hveijum ein-
asta degi.“
Unnar kjötvörur mikið
saltaðar
Laufey telur því mjög brýnt
að brauð séu almennt hóflega
söltuð og jafnframt að hægt
sé að nálgast brauð án salts
fyrir þá sem svo kjósa. „Rétt
er að benda á að unnar kjötvör-
ur, tilbúnir réttir og flestar
súpur hafa yfirleitt að geyma
nokkuð mikið salt og sama má
segja um margar tegundir af
tilbúnu morgunkorni. Flestir fá
daglega um 10-12 grömm af
salti úr fæðunni en að mati
Manneldisráðs er æskií legt að
neylsan fari niður fyrir átta
grömm, jafnvel enn neðar fyrir
þá sem eru með of háan blóð-
þrýsting. Til að ná því marki
er nauðsynlegt að matvæla-
framleiðendur komi til móts við
þessi markmið og hafi salt-
minni vörur á boðstólum."
Minnkið natríumneysluna
Matarsalt heitir natríum-
klóríð á máli efnafræðinnar og
Laufey segir að það sé natríum-
hlutinn sem hefur áhrif á blóð-
þrýstinginn. Hún segir að til
sé salt með minna magni af
matríum og með því að nota
slíkt salt við matargerð heima
er hægt að minnka natríum-
neysluna. Mestu máli segir hún
að sé þó að nota salt í hófi.
Ekki vitum við á neytenda-
síðunni um bakara sem bjóða
saltfrí brauð en biðjum þá bak-
ara sem þetta lesa og eru með
slík brauð á boðstólum að hafa
samband við okkur.