Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Forkeppni NordSol á næstu grösum Morgunblaðið/Þorkell HALLDÓR Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, segir að NordSol sé stórt tækifæri fyrir unga hljóðfæraleikara. ÍSLENSKA forkeppnin fyrir Tón- listarkeppni Norðurlanda 1997, NordSoí, fer fram í Norræna hús- inu 23. mars næstkomandi og verður þar valinn fulltrúi íslands í úrslitakeppninni sem haldin verður í Þrándheimi dagana 9.-13. júní í sumar. Gjaldgengir í keppnina eru hljóðfæraleikarar fæddir 1. janúar 1972 eða síðar og söngvarar fæddir 1. janúar 1967 eða síðar en umsóknarfrest- ur er til 31. janúar. Norræna tónlistarháskólaráðið hélt NordSol í fyrsta skipti í Reykjavík haustið 1995 en keppn- in er framhald Norræna tvíær- ingsins og Hátíðar ungra nor- rænna tónlistarmanna. Tilgangur hennar er að beina sviðsljósinu að ungum, norrænum einleikur- um og einsöngvurum í keppni, þar sem fimm þátttakendur á Norður- löndum, einn frá hveiju landi, koma fram á tónleikum, í útvarpi og sjónvarpi. í umsókn skal leggja fram út- fyllt umsóknareyðublað ásamt upptöku viðkomandi með leik/söng sínum á hljóðsnældu eða geislaplötu með verkum að eigin vali. Dómnefnd mun síðan velja þrjá umsækjendur til að halda áfram í forkeppnina, þar sem hver þeirra mun efna til um þijátíu mínútna einleiks- eða ein- söngstónleika. Urslitakeppni NordSol 1997 fer að þessu sinni fram í Þrándheimi og verður einn af hápunktum Ól- afsdaga, hátíðahalda vegna þús- und ára afmælis byggðar. Verður keppninni skipt í tvær umferðir: I hinni fyrri kemur tónlistarfólkið annars vegar fram með Sinfóníu- hljómsveit Þrándheims - hljóð- TÖNBÖK- MENNTIR Nótnabækur ÞJÓÐLAGA- ÚTSETNINGAR Jórunn Viðan Þulu- ogkvæðalög. ísalög 1996.49 síður. Verð (leiðb.): 2.200 kr. Sveinbjöm Sveinbjömsson: íslensk þjóðlög íyrir háa rödd / lága rödd. Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson. Formáli og skýringar: Jón Þórarins- son. Isalög 1996.65 síður. Verð (leiðb.): 2.200 kr. SPURNINGUNNI um hversu merk, forn eða frumleg íslenzk þjóðlög eru miðað við þjóðlög ann- arra þjóða hefur ekki verið svarað. Varla einu sinni hver eru óyggj- andi íslenzk þjóðlög. Meðan aðrar vestrænar þjóðir hafa fyrir löngu gert sinni tónfyrnd myndarleg skil, stöndum við frammi fyrir þeirri dapurlegu staðreynd, að ís- lenzk þjóðlagaarfleifð er nánast órannsökuð. Hirðuleysi þessa eylýðveldis um tónmenningarlegt upphaf sitt er með eindæmum. Virðing sú er 1100 ára byggðarafmælisnefnd sýndi þjóðlagasafnaranum Bjarna Þorsteinssyni 1974 með því að endurútgefa hið mikla þrekvirki hans frá 1909 var því miður tempruð þeim aumkunarverða vanmætti, er felst í því að sætta sig við stafrétta ljósprentun á frumriti, sem þrátt fyrir meira eða minna augljósa galla hafði ekki verið endurskoðað í 65 ár - og hefur raunar ekki verið enn! Fræðileg þekking okkar á þjóð- lögunum er enn á frumstigi, og þar með öll von um marktækt mat á gildi þeirra fyrir menningarbú- skap landsins og þjóðarvitund. Meginathygli alþýðu beindist færaleikararnir leika einn þátt úr konsert en söngvararnir syngja um fimmtán mínútna langt verk - og hins vegar á einleiks- eða einsöngstónleikum. Að því búnu heltast þrír þátttakendur úr lest- inni en hinir tveir halda áfram í seinni umferð, þar sem þeir flytja einleiksverk eða syngja einsöng með hljómsveitinni áður en dóm- nefndin gerir endanlega upp hug sinn. Stórt tækifæri Halldór Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, sem ábyrgist framkvæmd NordSol á íslandi, segir að hér sé um stórt tækifæri að ræða enda sé mark- mið keppninnar að hjálpa ungu tónlistarfólki að hasla sér völl sem einleikarar. „Fólk gerir sér ef til lengst af að kveðskap; lagið þótti aðeins miðill textans, ekki meir - og sízt af öllu öfugt. Það hvarflaði þannig sjaldan að góðskáldum þjóðernisvakningar 19. aldar að yrkja við þjóðlög; frekar urðu dönsk og þýzk samtímalög fyrir valinu. Þjóðlögin voru að vísu til staðar, einhvers staðar utarlega í týru lýsislampans, en varla sem áþreifanleg stærð í vitund fólks, frekar en illnýtanleg landflæmi milli búhéraða, er sum hlutu fyrst heiti á síðustu áratugum, líkt og Tröllaskagi. Ef undan er skilinn doðrantur séra Bjarna, sem varla getur talizt handhægur til almenn- ingsnota í dag, er fátt um sæmi- lega yfirgripsmikil þjóðlagasöfn, og raunar furða, að engum skuli enn hafa dottið í hug að safna ijómanum saman á einum stað, þó ekki væri nema undirleikslaust - segjum 50-60 lög - og gefa út á prenti. Þegar þetta er haft í huga, og það með, að hið löngu ófáanlega 35 laga hefti Engelar Lund og Ferdinands Rauter frá 1960 er e.t.v. stærsta íslenzka þjóðlaga- safnið frá upphafi sem útsett hef- ur verið fyrir eina söngrödd og píanó, þá _er ljóst, að ofangreindar útgáfur ísalaga á útsetningum Jórunnar Viðar og Sveinbjarnar Sveinbjarnarsonar eru kærkomin búbót. „Sveinbirna“ kom síðast út 1949 og er sú útgáfa nú illfáan- leg, en birtist nú aftur í upphaf- vill ekki grein fyrir því hvað þessi keppni er á háu plani en þátttak- endur í úrslitakeppninni eiga að vera vel frambærilegir á alþjóða- vettvangi.“ Kveðst hann vita til þess að vegsemd fimmmenninganna sem tóku þátt í keppninni hér á landi 1995 hafi vaxið í kjölfar hennar og atvinnutækifærum fjölgað. Er skemmst að minnast þess að sigur- vegarinn, finnski píanóleikarinn Henri Sigfridsson, kom fram sem einleikari á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands á síðasta ári. Þá segir Halldór að tónlistar- fólk öðlist ómetanlega reynslu við að taka þátt í keppni sem þess- ari, sjálfstraustið aukist, það kynnist öðru fólki og, kannski umfram allt, skemmti sér kon- unglega. legri mynd auk sérstaks heftis fyrir háa rödd, s.s. sópran og ten- ór. Hin 8 lög úr safni Jórunnar frá 8. áratug (gefín út af ITM) birtast nú í þrisvar sinnum stærri bók, þ.e. 24 lög alls. Er framtakið eflaust ekki sízt sprottið af auk- inni viðfangsefnaþurrð hinna sí- fjölgandi söngnemenda landsins, og vera má, ef áfram heldur sem horfír, að senn taki að grisjast lausblaðafarganið sem söngvarar og undirleikarar hafa til þessa þurft að burðast með úr öllum áttum. Hver er barn síns tíma og um- hverfís. Séra Bjarni hefur orðið uppvís að því að hafa „lagfært“ ýmislegt úr frumheimildum sínum sem honum þótti ósennilegt, frum- stætt eða ómúsíkalskt, sem aldrei yrði hróflað við í dag - þó að honum (og ugglaust flestum ís- lenzkum samtíðarmönnum hans) hafí ekki þótt það nema sjálfsagt. Mozart endurorkestraði Messías Hándels í samræmi við smekk síns tíðaranda, og J.S. Bach hljómsetti módöl endurreisnarsálmalög undir merkjum dúrs og molls. Eins og Jón Þórarinsson bendir á í ágætum skýringum við einstök lög í Svein- bjarnarheftinu, urðu þau og örlög frýgísku og lýdísku þjóðlaganna í meðförum Sveinbjarnar, s.s. að verða knúin inn fyrir kvíar tónalít- etsins. En um leið ber að muna, að vísindaleg þjóðlagasöfnun var þá að slíta barnsskónum, og menn eins og Bartók og Kodály enn Brimog bergvatn Sólarskáldið nírætt GUÐMUNDUR INGI Kristjánsson skáld og bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önund- arfírði varð níræður í gær. í samtali við Morgunblaðið sagði hann að hljóðið væri gott í fólki þennan dag. „Það er gott og fallegt veður enda hefur tíðin verið góð.“ Guðmundur Ingi stundaði nám við al- þýðuskólann á Laug- um og tók próf frá Samvinnuskólanum árið 1932. Hann hef- ur síðan verið bóndi á Kirkjubóli en jafnframt kennari í Mosavalla- skólahverfi. Guðmundur Ingi hefur tekið virkan þátt í stjórnmála- og félags- málastarfi fyrir vestan og sagði hann að það væri gaman að minn- ast þeirra tíma þegar hann var í framboði til Alþingis fyrir Fram- sóknarflokkinn. „Eg fylgist nú ekki mikið með pólitíkinni núna, ekki nema því sem sagt er um hana í útvarpi og sjónvarpi. Mér heyrist þetta vera þokkaleg við- leitni hjá mönnum.“ Fyrsta bók Guðmundar Inga kom út árið 1938. „Ég hafði verið að lesa upp ljóðin mín í héraðinu um nokkurt skeið og hafði fengið góðar undirtektir,“ sagði Guð- mundur Ingi. „Svo fóru menn að biðja mig um að gefa þetta út og það varð að ráði. Síðan leið ekki á löngu þar til ég var kominn inn á fjárlög sem skáld og þar hef ég verið síðan. Ber að þakka það mjög.“ ekki komnir fram á sjónarsviðið. Sveinbirni verður því margt fyrir- gefið, þó að „salon“-blærinn sem er yfir mörgum þjóðlagaútsetning- um hans þyki nú svolítið úr sér genginn og jafnvel broslegur á köflum. Er hætt við, að meðvitað- ur nútímaflytjandi seilist þar frek- ar eftir andblæ aldamótanna og alþjóðlegum rómantískum stíl ís- lenzks tónskálds í Edinborg, frem- ur en eftir þjóðlegum uppruna, auk þess sem þjóðerni margra laga er umdeilanlegt og eitt (skv. Jóni) að líkindum frumsamið af Svein- birni sjálfum, nefnilega perlan Sofðu unga ástin mín. Öllu ferskar blæs af útsetning- um Jórunnar Viðar. Tilfínning hennar fyrir íslenzkum sérkennum í þulu- og kvæðalögunum er aug- ljóslega næmari en Sveinbjarnar. Það má kannski færa til marks um aukna þjóðarvitund á þeirri hálfu öld sem á milli er liðin, að hér verður ólíkt minna vart við tilhneigingu til að gera forna bændatónmennt „húshæfa" út frá forsendum klassískrar heims- menningar. Forneskjulegar kirkju- tóntegundir og hvasst óreglulegt hryntak fá hjá Jórunni að koma til dyra eins og þau eru klædd, og aukreitis skraut er hvergi að fínna. Öðru nær. Útsetningar Jór- unnar eru stúdía í galdri innblásins einfaldleika. Hrynþungar sem brim - en um leið tærar sem ís- lenzkt bergvatn. Uppsetning og frágangur eru að venju undantekningarlítið til fyrirmyndar. Ef nefna ætti eitt- hvað athugavert, væri það í mesta lagi smáatriði eins og fullþunn taktstrik, eða þá bindibogaendar sem stefna á innhverfa tónhaus- vanga í stað úthverfra, eins og hefð segir til um. Ríkarður Ö. Pálsson Sól hefur komið fyrir í öllum titlum bóka Guðmundar Inga en þær heita Sólstafir (1938), Sólbráð (1945), Sóldögg (1958), Sólborgir (1963), Sólfar (1981) og heildarsafn ljóða hans, Sóldagar (1993). „Ég var að lesa kvæðin mín í Súðavík og þar var Rósa Blöndal á meðal hlustenda. Eftir lesturinn kom hún til mín og sagði að það væri mikil sól í ljóðun- um mínum. Þetta var áður en ég gaf út aðra bók mína en síðan hef ég haft orðið sól í öllum titlum bóka minna. Annars má heita að ég sé hætt- ur að yrkja. Það er að minnsta kosti orðið ansi stirt um það og hefur verið síðustu misseri.“ Guðmundur Ingi segist hafa fylgst sæmilega með skáldskap yngri manna. „Fijálsa formið heill- aði mig aldrei sérstaklega. Skáld- skapurinn nú til dags er misjafn eins og hann hefur alltaf verið.“ Til þín, Guðmund- ur Ing'i, 90ára VINIR og velunnarar Guð- mundar Inga Kristjánssonar gangast fyrir menningarhátíð honum til heiðurs á laugar- daginn klukkan 16 að Núpi í Dýrafirði. Dagskráin hefst á því að Guðmundur Steinar Björg- mundsson flytur afmælis- barninu kveðju sveitunga hans, síðan taka við veislu- stjórar sem verða Valdemar Gíslason og Rósa B. Þor- steinsdóttir. Kristján Bersi Ólafsson, Hafnarfírði, flytur Guðmundi Inga ávarp, tvær ungar stúlk- ur frá Isafirði syngja tvö lög við ljóð hans, Sunnukórinn á ísafírði syngur þijú lög, Sveinbjörn Jónsson frá Súg- andafirði og dætur hans Jóna og Berglind flytja tvö lög eft- ir Sveinbjörn, við ljóð Guð- mundar Inga og Jónas Tóm- asson tónskáld á ísafirði flyt- ur frumort stef. Ari Teitsson formaður Búnaðarsamtaka íslands flytur ávarp, kvartett- ar frá Súgundafirði og ísafírði syngja nokkur lög, Guðmundur Grétar formaður Búnaðarsambands Vest- fjarða flytur kveðju og Ey- steinn Gíslason, Skáleyjum, og Birkir Friðbertsson , Súg- andafirði, flytja Guðmundi Inga ljóð. Leikfélag Flateyrar leikles nokkur ljóð Guðmundar Inga. Feðgamir Brynjólfur Árna- son og Árni Brynjólfsson flytja gamlan þorrabrag eftir afmælisbarnið og Jón Jens Kristjánsson flytur Ijóð. Síðast ætla sveitungar Guðmundar Inga Kristjáns- sonar að syngja ljóðið Önund- arfjörður við lag Brynjólfs Árnasonar. Á eftir verður boðið upp á kaffi. Guðmundur Ingi Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.