Morgunblaðið - 16.01.1997, Page 31

Morgunblaðið - 16.01.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 31 LISTIR Sauðkindin sýnir „A svið!“ LEIKFÉLAG Menntaskólans í Kópa- vogi sem nýlega fékk nafnið Sauð- kindin sýnir í Félagsheimili Kópa- vogs leikritið „Á svið!“ eftir Rick Abbot í þýðingu Guðjóns Ólafsson- ar. Leikstjóri er Stefán Sturla. I kynningu segir: „Á svið!“ er hálfgerður farsi um lítið leikfélag sem er að reyna að setja á svið háal- varlegt sakamálaverk. Það gengur ekki sem best því höfundur verksins er alltaf að breyta handritinu alveg fram að frumsýningu. Fyrri hlutinn er æfing á þessu hræðilega verki og seinni hlutinn er frumsýning þar sem allt sem mögulega getur klikk- að, klikkar“. „Á svið!“ er þriðja viðfangsefni leikfélags Menntaskólans í Kópavogi eftir tíu ára hlé. Árið 1994 var leik- ritið „Allt í misgripum" eftir Shake- speare sett upp og fyrir ári varð „Börn mánans“ eftir Michael Weller fyrir valinu. Gamanleikurinn verður frum- sýndur föstudaginn 17. janúar kl. 20 og verða sýningar sex talsins. Miðaverk er 400 kr. fyrir félaga nemendafélaga og 600 kr. fyrir sýn- ingargesti utan nemendafélaga. Næstu sýningar verða 18., 19., 22., 23. og 24. janúar. Vignir Rafn Valþórsson og Lárus Axel Sigurjónsson í hlutverkum sinum „Á sviði“. I skólanum er vont að vera KVIKMYNDIR Stjörnubíó RUGLUKOLLAR HIGH SCHOOL HIGH ★ ★ Leikstjóri Hart Bochner. Handrits- höfundar David Zucker, Robert Lo- Cash, Pat og Gil Netter. Aðalleikend- ur Jon Lovitz, Tia Carrere, Louise Fletcher, Mekhi Phifer. 86 mín. Bandarísk. TriStar. 1996. RICHARD Clark (Jon Lovitz) er kennari sem vill sýna hvað í sér býr og hættir störfum við skólann hans pabba en tekur þess í stað við starfi í Marion Barry High. Sú stofnun er illræmd vítishola í fátækrahverfi borgarinnar. Kennaraliðið heldur slappt, þó ívið skárra en nemendurn- ir sem hafa engan áhuga fyrir nám- inu og eru flestir upprennandi glæpaspírur. Þá kemur Clark til sög- unnar og tekur til sinna ráða. Enginn annar en David Zucke er einn handritshöfunda þessarar ruglukollagamanmyndar, á sínum tíma var David ásamt Jerry bróður sínum, meistari í slíkum samsetningi (Airplane, Naked Gun, o.m.fl.) Hlut- irnir hafa ekki gengið jafn vel fyrir sig þegar David hefur einn verið potturinn og pannan, engu að síður má hafa dágóða skemmtun af Ruglukollum ef fólk gefur sig aula- fyndninni á vald og slekkur á heila- starfseminni. Búningar og sviðs- myndir eru margar hveijar hnyttnar og falla í kramið. Skólinn allur hinn óvistlegasti og nemendur flestir af því tagi sem maður hræðist eftir sólsetur. Við skulum vona, banda- rískra nemenda og kennaranna vegna, að Ruglukollar dragi ekki upp dæmigerða mynd af slíkri stofnun. Aula- og gálgahúmor Zucker- bræðra svífur yfir menntasetrinu og er skástur þegar kvikmyndagerðar- mennirnir gera grín að ofurdrama- tískum en heilalausum skólamynd- um sem taka sig alvarlega, síðasta dæmið Dangerous Minds. Jon Lovitz leikur aðalhlutverkið, einfalda val- mennið Clark sem boðar nýjar línur í kennslu olnbogabarna og óknytta- lýðs. Kemst ekkert of vel frá því, vantar útgeislunina og svipbrigðin sem prýða karla einsog Leslie Niels- en og Mel Brooks. Rykið hefur verið dustað af Bond-stúlkunni Tiu Cerr- ere og sjálfri Ratched (Louise Fletc- her) úr Gaukshreiðrínu. Þær hafa báðar haft lítið umleikis í gegnum árin og tæpast verða Ruglukollar til að breyta þar einhveiju um. Sæbjörn Valdimarsson f. y* UTSALA - UTSALA Jakkar frá kr. 5.000 Kjólar frá kr. 5.000 Blússur frá kr. 2.800 Peysur frá kr. 1.800 Buxur frá kr. 2.800 Nýtt kortatímabil marion Opið á laugardögum frá kl. 10-16. V i 4eykjavíkurvegi 64 ■ Hafnarfirði • Sími 565 114 ) Kanaríveisla 8. apríl - 28 nætur með Sigurði Guðmundssyni frá kr. 51.732 Nú þegar hafa yfir eitt hundrað manns bókað í hina vinsælu vorferð Heimsferða til Kanaríeyja sem hefst þann 8. apríl. Við höfum nú fengið viðbótargistingu á okkar vinsælustu gististöðum, Lenamar, Australia og Paraiso Maspalomas í þessa einstöku ferð. Hér nýtur þú hins besta á Kanaríeyjum og flýgur þangað í beinu flugi Heimsferða. Sigurður Guðmundsson býður HeimsferðafarþegUm spennandi dagskrá í sólinni, leikfimi og kvöldvökur sem gera ferðina ógleymanlega. ?Pril 28* a9ar Verð kr. 51.732 M.v. hjón með 2 börn, Australia, 28 nætur, 8. apríl. Verð kr. 65 ■ "f 60 M.v. 2 í íbúð, Australia, 28 nætur, 8. apríl. -■tirwm Eitt vinsælasta hótelið - Lenamar Bókaðu strax - síðustu sætin HEIMSFERÐIR Sieurður Guðmundsson bj^ður spennandi dagskrá Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600 V/SA fKtrgtinMaMb Blab allra landsmanna! kvduMóu M KOPAVOGS# Snælandsskóli - 200 Kópavogur TUNGUMALANAMSKEIÐ Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum. ENSKA - DANSKA - NORSKA - SÆNSKA - FRANSKA - ÍTALSKA - SPÆNSKA - ÞÝSKA - KATALÓNSKA - * ISLENSKA fyrir títlendinga og fjöldi annarra námskeiða. Innritun í símum: 564 1527, 564 1507 og 554 4391 kl. 17.00-21.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.