Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 31 LISTIR Sauðkindin sýnir „A svið!“ LEIKFÉLAG Menntaskólans í Kópa- vogi sem nýlega fékk nafnið Sauð- kindin sýnir í Félagsheimili Kópa- vogs leikritið „Á svið!“ eftir Rick Abbot í þýðingu Guðjóns Ólafsson- ar. Leikstjóri er Stefán Sturla. I kynningu segir: „Á svið!“ er hálfgerður farsi um lítið leikfélag sem er að reyna að setja á svið háal- varlegt sakamálaverk. Það gengur ekki sem best því höfundur verksins er alltaf að breyta handritinu alveg fram að frumsýningu. Fyrri hlutinn er æfing á þessu hræðilega verki og seinni hlutinn er frumsýning þar sem allt sem mögulega getur klikk- að, klikkar“. „Á svið!“ er þriðja viðfangsefni leikfélags Menntaskólans í Kópavogi eftir tíu ára hlé. Árið 1994 var leik- ritið „Allt í misgripum" eftir Shake- speare sett upp og fyrir ári varð „Börn mánans“ eftir Michael Weller fyrir valinu. Gamanleikurinn verður frum- sýndur föstudaginn 17. janúar kl. 20 og verða sýningar sex talsins. Miðaverk er 400 kr. fyrir félaga nemendafélaga og 600 kr. fyrir sýn- ingargesti utan nemendafélaga. Næstu sýningar verða 18., 19., 22., 23. og 24. janúar. Vignir Rafn Valþórsson og Lárus Axel Sigurjónsson í hlutverkum sinum „Á sviði“. I skólanum er vont að vera KVIKMYNDIR Stjörnubíó RUGLUKOLLAR HIGH SCHOOL HIGH ★ ★ Leikstjóri Hart Bochner. Handrits- höfundar David Zucker, Robert Lo- Cash, Pat og Gil Netter. Aðalleikend- ur Jon Lovitz, Tia Carrere, Louise Fletcher, Mekhi Phifer. 86 mín. Bandarísk. TriStar. 1996. RICHARD Clark (Jon Lovitz) er kennari sem vill sýna hvað í sér býr og hættir störfum við skólann hans pabba en tekur þess í stað við starfi í Marion Barry High. Sú stofnun er illræmd vítishola í fátækrahverfi borgarinnar. Kennaraliðið heldur slappt, þó ívið skárra en nemendurn- ir sem hafa engan áhuga fyrir nám- inu og eru flestir upprennandi glæpaspírur. Þá kemur Clark til sög- unnar og tekur til sinna ráða. Enginn annar en David Zucke er einn handritshöfunda þessarar ruglukollagamanmyndar, á sínum tíma var David ásamt Jerry bróður sínum, meistari í slíkum samsetningi (Airplane, Naked Gun, o.m.fl.) Hlut- irnir hafa ekki gengið jafn vel fyrir sig þegar David hefur einn verið potturinn og pannan, engu að síður má hafa dágóða skemmtun af Ruglukollum ef fólk gefur sig aula- fyndninni á vald og slekkur á heila- starfseminni. Búningar og sviðs- myndir eru margar hveijar hnyttnar og falla í kramið. Skólinn allur hinn óvistlegasti og nemendur flestir af því tagi sem maður hræðist eftir sólsetur. Við skulum vona, banda- rískra nemenda og kennaranna vegna, að Ruglukollar dragi ekki upp dæmigerða mynd af slíkri stofnun. Aula- og gálgahúmor Zucker- bræðra svífur yfir menntasetrinu og er skástur þegar kvikmyndagerðar- mennirnir gera grín að ofurdrama- tískum en heilalausum skólamynd- um sem taka sig alvarlega, síðasta dæmið Dangerous Minds. Jon Lovitz leikur aðalhlutverkið, einfalda val- mennið Clark sem boðar nýjar línur í kennslu olnbogabarna og óknytta- lýðs. Kemst ekkert of vel frá því, vantar útgeislunina og svipbrigðin sem prýða karla einsog Leslie Niels- en og Mel Brooks. Rykið hefur verið dustað af Bond-stúlkunni Tiu Cerr- ere og sjálfri Ratched (Louise Fletc- her) úr Gaukshreiðrínu. Þær hafa báðar haft lítið umleikis í gegnum árin og tæpast verða Ruglukollar til að breyta þar einhveiju um. Sæbjörn Valdimarsson f. y* UTSALA - UTSALA Jakkar frá kr. 5.000 Kjólar frá kr. 5.000 Blússur frá kr. 2.800 Peysur frá kr. 1.800 Buxur frá kr. 2.800 Nýtt kortatímabil marion Opið á laugardögum frá kl. 10-16. V i 4eykjavíkurvegi 64 ■ Hafnarfirði • Sími 565 114 ) Kanaríveisla 8. apríl - 28 nætur með Sigurði Guðmundssyni frá kr. 51.732 Nú þegar hafa yfir eitt hundrað manns bókað í hina vinsælu vorferð Heimsferða til Kanaríeyja sem hefst þann 8. apríl. Við höfum nú fengið viðbótargistingu á okkar vinsælustu gististöðum, Lenamar, Australia og Paraiso Maspalomas í þessa einstöku ferð. Hér nýtur þú hins besta á Kanaríeyjum og flýgur þangað í beinu flugi Heimsferða. Sigurður Guðmundsson býður HeimsferðafarþegUm spennandi dagskrá í sólinni, leikfimi og kvöldvökur sem gera ferðina ógleymanlega. ?Pril 28* a9ar Verð kr. 51.732 M.v. hjón með 2 börn, Australia, 28 nætur, 8. apríl. Verð kr. 65 ■ "f 60 M.v. 2 í íbúð, Australia, 28 nætur, 8. apríl. -■tirwm Eitt vinsælasta hótelið - Lenamar Bókaðu strax - síðustu sætin HEIMSFERÐIR Sieurður Guðmundsson bj^ður spennandi dagskrá Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600 V/SA fKtrgtinMaMb Blab allra landsmanna! kvduMóu M KOPAVOGS# Snælandsskóli - 200 Kópavogur TUNGUMALANAMSKEIÐ Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum. ENSKA - DANSKA - NORSKA - SÆNSKA - FRANSKA - ÍTALSKA - SPÆNSKA - ÞÝSKA - KATALÓNSKA - * ISLENSKA fyrir títlendinga og fjöldi annarra námskeiða. Innritun í símum: 564 1527, 564 1507 og 554 4391 kl. 17.00-21.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.