Morgunblaðið - 16.01.1997, Side 38

Morgunblaðið - 16.01.1997, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Ríkisútvarpið og alþjóðlegt tón- listarsamstarf útvarpsstöðva RÍKISÚTV ARPIÐ hefur á undanförnum árum haldið úti skipu- lagðri kynningu á tón- list sem er úr alfara- leið í einhverjum skiln- ingi; tónlist sem al- þjóðleg útgáfufyrir- tækja fúlsa við þar eð annað efni selst betur. Síðustu misseri hefur Ríkisútvarpið til að mynda lagt áherslu á að kynna framandlega tónlist Norður-, Mið- og Suður-Ameríku í þáttaröðinni Americ- ana. Útvarpsþættir þessir, sem urðu rúm- lega fjörutíii talsins, byggðust ýmist á tónleikum, sem hljóðritað- ir voru hér heima, eða voru unnir úr hljóðritum, sem Ríkisútvarpið sótti til útvarpsstöðva, stofnana og einstaklinga vestan hafs. Kynnt ty. var tónlist af öllum toga, allt frá flautuleik indíána í Amazon-frum- skóginum og brasilískum sömbum til kanadískrar raftónlistar. ísMús Þemavinna af þessum toga hef- ur á undanförnum árum verið kynnt í Ríkisútvarpinu undir heit- inu IsMús, sem í fljótu bragði virð- ist sarnruni tveggja íslenskra orða, þ.e. Island og músík. En svo er ekki. Yfirskriftin ísMús er dregin af lokaatkvæðum orðsins „plural- ismus“, og vísar til fjölstranda- hyggjunnar, sem liggur til grund- vallar dagskrárgerð þessari. Vert er að minna á að lög um Ríkisút- varpið gera beinlínis ráð fyrir, að stofnunin vinni skipulega að því víkka sjóndeildarhring hlustenda sinna. Aðföng Ríkisútvarpið hafði samvinnu við fjölda aðila um efnivið í Amer- icana-þættina sem áður er getið. Skal hér sérstaklega nefna til sög- unnar tónskáldið, hljómsveitar- stjórann, útvarpskonuna og tón- menningarfrömuðinn Aliciu Terzian frá Argentínu, varaform- ann alþjóða tónlist- arráðsins, sem benti Ríkisútvarpinu á ýms- ar óvenjulegar leiðir til að nálgast fjöl- skrúðugan tónbálk Suður- og Mið-Amer- íku. í raun veitti Alic- ia Terzian Ríkisút- varpinu aðgang að tónlist sem Evrópubú- ar þekkja vart nema af afspurn. Alicia Terzian hefur einnig ótilkvödd, í krafti þeirrar virðingar sem hún nýtur á alþjóðlegum vett- vangi, ekki síst í Suður- og Mið- Ameríku, beitt sér fyrir því, að útvarpsstöðvar þess heimshluta leiki og kynni íslenska tónlist af geislaplötum. Þannig hefur hún þakkað áhugann sem Ríkisútvarp- ið hefur sýnt tónmenningu Suður- og Mið-Ameríku. Eins hefur Alicia Terzian árum saman verið skel- eggur stuðningsmaður íslenskra tónskálda er Ríkisútvarpið hefur kynnt tónverk þeirra á Tónskálda- þinginu í París. Stuðningur hennar og einlægur áhugi hefur tvímæla- laust leitt til þess að íslensku verk- in hafa verið leikin víðar en ella, íslenskri tónmenningu til fram- dráttar almennt. Sjálf hefur hún í áratugi kynnt íslensk tónskáld í vikulegum útvarpsþáttum sínum í Argentínu. Þetta allt ber að þakka. Lokahnykkurinn á Americana þemavinnunni er að hluta til tón- leikar, sem Ríkisútvarpið efnir til í Háskólabíói næstkomandi fimmtudagskvöld í s.amvinnu við Sinfóníuhljómsveit íslands. Þá verður meðal annars leikið þekkt- Viðamesti liðurinn í þessu samstarfi, segir Guðmundur Emilsson, er norræna útvarpstón- leikaröðin, sem ár hvert hefur að geyma eina tónleika frá hverju landi. asta tónverk Aliciu Terzian, fiðlu- konsertinn í d-moll. Ofangreind þakkarorð eru sögð af því tilefni. Samstarf ríkisútvarpsstöðva Norðurlanda og landanna við Eystrasalt En tónleikarnir á fimmtudaginn eru sérstakir að öðru leyti. Þeir eru einnig liður í umfangsmiklu samstarfi ríkisútvarpsstöðva Norðurlandanna og landanna við Eystrasalt; samstarfi sem felst meðal annars í dagskrárskiptum á ýmsum sviðum tónlistar. Hér á landi eru til að mynda framundan útsendingar á hljóðritum frá Ung Nordisk Musikfest, sem haldin var í Kaupmannahöfn nú í haust, sem og hljóðritum frá norrænni kam- mermúsíkkeppni, sem útvarps- stöðvarnar stóðu fyrir í Kaup- mannahöfn fyrir skömmu og tveir íslenskir kammerhópar tóku þátt í fyrir hönd Ríkisútvarpsins. Að auki skiptast löndin átta á tónlist- arannálum. í allt eru þetta um 50 klukkustundir af útvarpsefni. Viðamesti liðurinn í þessu sam- starfi er norræna útvarpstónleika- röðin, sem ár hvert hefur að geyma eina tónleika frá hverju landi. Að ráðast á Guðmundur Emilsson FÓTHVÍLA Efþú vilt láta þér liða virkilega vel. EG Skrifstofubúnaður m Ámula 20. 108 Rvik. Sími 533 5900 llillll-, Verslunar- menn! sjálfvirk skráning Límmiðaprentari RAFHONNUN VBH §{■ Ármúla 17 - Sími 588 3600 Fax 588 3611 - vbh@centrum.is UNDANFARIN misseri og ekki síst . síðustu vikur hafa ýmsir einstaklingar og fjölmiðlar, með DV í broddi fylking- ar, farið herför gegn verksmiðju járn- blendifélagsins að Grundartanga fyrir eitthvað, sem ætla mætti skv. skrifum og fréttaflutningi, að sé eiturlofthernaður verksmiðjunnar gagnvart umhverfi hennar. Allt er þetta liður í síðbúnum við- brögðum við iðnaðar- uppbyggingu á Grundartanga og þeim mun furðulegra, sem þessi uppbygging er búin að vera á stefnuskránni nær tvo áratugi. Það sést þessum krossförum yfir, að mistúlkanir, rangfærslur og lygar, hrína ekki á verksmiðjum, stálgrindarhúsum, vélum og bún- aði, en koma illa við fólk, sem vinn- ur með þennan búnað. Það leggur sig fram um að láta tæknibúnað- inn vinna sín verk eins vel og lengi og kostur er. Svo ryðjast menn fram í fjölmiðlum og væna það um illvirki og lögbrot. Þessum starfsmönnum hefur lengst af starfstíma verksmiðjunnar tekist að halda reykhreinsivirkjum henn- ar gangandi allan sólarhringinn, allt árið, að frátöldum samtals nokkrum klukkutímum flest árin upp í nokkra daga. Síðasta ár var gangtími reykhreinsivirkja 99,3% af rekstrartíma ofns 1 og 99,0% af ofni 2. Því til frádráttar má reikna tíma þegar reykhreinsun var ekki að fullu virk en um tveir þriðju hlutar reyks hreinsaðir, þetta var í 0,7% af rekstrartíma ofns 1 og 1,6% af rekstrar- tíma ofns 2. Allur út- blástur af þessu tagi er þess eðlis, að við hann verður ekki ráð- ið. Ástæða þess, að hvergi þykir vert að tvöfalda búnaðinn, svo að þetta gerist ekki, er að það væri óskaplega dýrt og efnið, sem sleppur út er allt óskaðlegt, - sýnilegt ryk, en meinlaust. Þar á ofan sendir verk- smiðjan 30-35 sinnum á sólar- hring upp í loftið strók af hreinni vatnsgufu, sem eflaust einhver ruglar saman við útblástursryk. Síst er að undra, að fólkið, sem fyrir slíkri árás verður sé sárreitt og vill helst efna til málaferla fyr- ir meiðyrði og miska, enda full ástæða til. Sá, sem þetta skrifar gerði ær- lega tilraun til að efna til málefna- legrar umræðu við nágranna verk- smiðjunnar um umhverfísmál hennar fyrir einhverjum misser- um. ítarlegt umburðarbréf var sent á öll heimili í nágrenni verk- smiðjunnar og á öll byggð ból, sem vitað var um í sjónlínu frá henni. í bréfinu var gerð grein fyrir stað- Jón Sigurðsson Tónlistarráðunautar útvarpsstöðv- anna skipuleggja tónleikaröðina á árlegum fundum sínum. I því starfi er eitt og annað haft að leiðar- ljósi. Að minnsta kosti eitt tónverk hverra tónleika skal eiga rætur í norrænni tónlistarhefð, vera nor- rænt eða vera eftir tónskáld frá viðkomandi landi. Á tónleikunum á fimmtudagskvöld verður til dæmis frumflutt verk Þorkels Sig- urbjömssonar, Gylfaginning, fyrir sópran og hljómsveit. Eins er leit- ast við að prýða tónleikaröðina með tónverkum sem eru úr alfara- leið, eins og það var orðað hér að ofan; með ferskum verkum og óvenjulegum. Verkin sem flutt verða á fimmtudagskvöld eru öll af þeim toga. Ballettsvíta Albertos Ginasteras, Estancia, er tii dæmis á verkefnaskrá flestra sinfóníu- hljómsveita Mið- og Suður-Amer- íku, en heyrist sjaldan í öðrum heimsálfum. Sama á við um verk Aliciu Terzian, sem hefur unnið sér fastan sess í suður-amerískum tónbókmenntum. Verk Respighis hefur aldrei verið flutt á íslandi áður. Tónleikaröð með alþjóðlegu yfirbragði Til marks um fjölbreytni tón- leikaraðar norrænu útvarpsstöðv- anna í ár, skulu hér talin upp tón- skáldin sem við sögu koma: Þau eru: Peteris Plakidis, Wolfgang Rihm, Igor Stravinsky, Rolf Wall- in, Steve Reich, Poul Ruders, Vy- tautas Barkauskas, Aleksandr Skriabin, Jouni Kaipainen, Francis Poulenc, Þorkell Sigurbjörnsson, Richard Wagner, Johan Ham- merth, Gustav Mahler, Ludwig van Beethoven, Alicia Terzian, Franz Schubert, Johannes Fredrik Fröhlich, Ottorino Respighi, Chri- fólk Þessi gerð sannaði rit- ara þessarar greinar, segir Jón Sigurðsson, að Kjósverjar kærðu sig ekki um málefnalega umræðu um þessi efni, heldur hávaða og fjöl- miðlafár. reyndum um útblástur verksmiðj- unnar og skýrt tekið fram, að í þeim útblæstri séu engin efni, sem eru skaðleg í þeim styrk, sem þau koma frá verksmiðjunni, hvorki þeim hluta hans, sem orðið getur sýnilegur, né hinum, sem er ósýni- legur. Viðbrögð við þessu bréfi voru alls engin. Fyrir milligöngu góðra vina fréttist af einni konu í Kjósinni, sem þótti bréfið upplýs- andi og hið besta framtak. Frá öðrum heyrðist ekkert. í tengslum við nýtt álver á Grundartanga og raunar alllöngu eftir að því hafði verið valinn stað- ur, hófust svo nornaveiðarnar með blaðaskrifum dr. Arnórs Hanni- balssonar prófessors. Að óreyndu hefði mátt ætla, að hann fjallaði um málið af fræði- mannsnákvæmni, en því fór ijarri. Af skrifunum mátti ráða, að hann vissi staðreyndir málsins að því er járnblendiverksmiðjuna varðaði, stopher Rouse, Sergei Rachman- inov, Per-Henrik Nordgren, Erkki- Sven Tuiir og Alberto Ginastera. Sannarlega glæst lið ólíkra skáld- bræðra. Einleikarar, einsöngvarar og hljómsveitarstjórar eru úr röð- um alþjóðlegra tónlistarmanna. Norrænu tónleikaröðinni verður væntanlega útvarpað í helgardag- skrá rásar 1 í sumar. Evrópusamband útvarpsstöðva Auk tónlistarsamstarfsins við útvarpsstöðvar á Norðurlöndum er Ríkisútvarpið aðili að Evrópu- sambandi útvarpsstöðva - EBU. Hér er eins farið að; tónlistarráðu- nautar útvarpsstöðvanna hittast einu sinni á ári, skipta með sér verkum og skipuleggja fjölda tón- leikaraða, annast undirbúning þeirra og framkvæmd. Hlustendur Ríkisútvarpsins hafa þannig greið- an aðgang að fremstu tónlistar- mönnum álfunnar í viku hverri, jafnt í tónleikasölum, djassklúbb- um, sem óperuhúsum. Þessar dag- skrár EBU eru margar hverjar sendar út beint, til dæmis óperurn- ar á laugardagskvöldum. Ríkisútvarpið reynir að láta ekki sitt eftir liggja í þessu samstarfi. í vetur leggur það til tvenna tón- leika sem sendir eru beint um gjör- valla Evrópu. Þeir fyrri eru að baki, en þá lék djass-sextett Sig- urðar Flosasonar fyrir áheyrendur rúmlega 20 útvarpsstöðva megin- landsins. Framundan eru tónleikar í tónleikaröð sem EBU helgar trú- arlegri tónlist, og söngmessum sérstaklega. Þá syngur Kór Lang- holtskirkju Petite Messe Solenelle eftir G. Rossini í beinni útsendingu um gjörvalla Evrópu. Að auki verður útvarpsstöðvum EBU boð- inn aðgangur að tilteknum nýjum hljóðritum í safni Ríkisútvarpsins. í sem fæstum orðum: Ríkisút- varpið hefur á undanförnum árum fært út kvíarnar og er nú orðið fullgildur þátttakandi í tónlistar- samstarfi útvarpsstöðva um víða veröld. Höfundur er tólistarráðunautur Ríkisú tvarpsins. en þar afflutti hann margt og ló frá víða, eins og þar stendur. Síðar komu til sögunnar aðrir spámenn, þar á meðal sveitarstjóri í Kjós, sem hélt sveitarfund. Þar kusu Kjósveijar að hallmæla okk- ur járnblendifélagsmönnum á bak fremur en fást við staðreyndir málsins, sem við höfðum lagt þeim til. Þessi gerð sannaði ritara þess- arar greinar, að Kjósveijar kærðu sig ekki um málefnalega umræðu um þessi efni, heldur hávaða og fjölmiðlafár. Hefst þá þáttur DV í málinu. Bóndinn á Hálsi í Kjós átti viðtal við blaðamann DV og sagði honum uppspunasögu af því tagi, sem ætti heima í sögum vell- ygna Bjarna. Hann þóttist heyra á morgnana um 8 kílómetra veg, þegar starfsmenn járnblendifé- lagsins skrúfuðu fyrir útblástur- inn, sem þeir hefðu hleypt út í skjóli nætur. Af þvílíkri heyrn hefur ekki spurst síðan Heimdallur var upp á sitt besta. Sagan er góð sem sú lygisaga, sem hún er, en blaðamaður DV var nógu mikið barn til að birta hana sem frétt. Það tekur þó út yfir, þegar rit- stjóri DV gerði þessa lygisögu að uppistöðu og ívafi leiðara síns í blaðinu næsta dag. Málefnaleg umræða á æðilangt í land í þessu þjóðfélagi, þegar áhrifamiklir þátttakendur í henni hegða sér þannig, - og vandséð, hvað þeim gengur til. Til málefna- legrar umræðu um þessi efni eru járnblendifélagsmenn alltaf reiðu- búnir við hvem sem er. En þeir verða þá að vera tilbúnir til að taka mark á staðreyndum. Höfundur er framkvæmdastjóri Islenska járnblendifélagsins hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.