Morgunblaðið - 16.01.1997, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 47
Margt er óljóst í minningunni frá
vetrinum er ég var sex ára, en það
er alltaf skýrt í mínum huga, að
þá settist ég í skóla ísaks Jónsson-
ar í Grænuborg og þar hófust kynni
okkar Braga.
Haustið 1939, að liðnu besta
sumri þessarar aldar á íslandi, tók
við nám í Austurbæjarskólanum,
og þá skipaðist svo, að við Bragi
lentum í bekk hjá Jónasi Jósteins-
syni, síðar yfírkennara, og urðum
brátt sessunautar og fylgdumst svo
að í námi hlið við hlið næstu tutt-
ugu árin, þar til við lukum báðir
embættisprófi í lögfræði árið 1959.
Öll barnaskólaárin geisaði heims-
styrjöldin síðari og allt þjóðfélagið
tók skyndilega róttækum breyting-
um. Þetta voru spennandi tímar og
eftirminnilegir og mótuðu skarpt
þá sem voru að vaxa úr grasi.
Nú þegar leiðir okkar skilur vil
ég kveðja vin minn og minnast
hans nokkrum orðum, þótt hugur-
inn sé dapur og höndin þung til
skrifta.
Bragi Björnsson skar sig strax
úr sem unglingur. Hann var bráð-
þroska, dökkur yfirlitum, laglegur
og hárprúður, meira en meðalmaður
á hæð, bar sig vel og vakti hvar-
vetna athygli. Hann var glaðsinna
á ytra borði, vinsæll og mannblend-
inn og átti gott með að umgangast
fólk í hvaða umhverfi sem var.
Hafði næmt auga fyrir því skoplega
í tilverunni og sérstæðan húmor,
sem hann brá fyrir sig á góðum
stundum með tilþrifum, einkum á
yngri árum. En hann var í raun
mikill alvörumaður og nokkur ein-
fari. Átti við ýmist andstreymi að
stríða um ævina, flíkaði því ekki
né bar á torg, en tók því, sem að
höndum bar, með karlmennsku og
æðruleysi. Ragnheiður móðir hans
hélt lengst af heimili með Guð-
mundi föður sínum,_ en hún var
ekkja eftir Gunnar Árnason, skip-
stjóra á línuveiðaranum Fróða, sem
lét lífið ásamt bróður sínum og
þremur öðrum skipveijum í árás
þýskrar flugvélar í mars 1941. Var
þetta þeim mæðginum mikið áfall
og þungbær missir, en Bragi hafði
bundist stjúpföður sínum traustum
böndum.
Ragnheiður Guðmundsdóttir var
sérstök sómakona. Tók hún ætíð
vinum Braga opnum örmum á heim-
ili sínu á Leifsgötunni, en þar var
oft fjölmennt á menntaskólaárun-
um. Hún átti við alvarleg veikindi
að stríða seinni hluta ævinnar.
Reyndist Bragi henni einstaklega
góður sonur og vakti yfir velferð
hennar í einu sem öllu.
Fyrir rúmu ári greindist Bragi
með illkynja mein, sem numið var
brott með skurðaðgerð í árslok
1995. Barðist hann hetjulegri bar-
áttu til að ná heilsu á ný allt síðast-
liðið ár og var alltaf tvísýnt um
lyktir. Virtist þó vera að rofa til í
þeim efnum, en þá ber andlát hans
svo brátt að.
Bragi Björnsson var um margt
minnisstæður maður. Hann var af
góðu fólki kominn í báðar ættir.
Hlaut góðar gáfur í vöggugjöf og
ýmsa ágæta hæfileika. Gekk
menntaveginn eins og sagt er, en
mestu menntunina hlaut hann í líf-
inu sjálfur. Hann var áhugasamur
um þjóðmál, víðlesinn á góðar bók-
menntir og hafði yndi af fögrum
listum. Ferðalög voru honum hug-
leikin, hann hafði ferðast um gjör-
vallt landið ýmist á eigin vegum
eða með Ferðafélaginu og Útivist.
Þá var hann mikill áhugamaður um
landgræðslu og skógrækt og sýndi
það rækilega í verki.
Bragi var starfsamur maður alla
tíð og kom mörgu í verk á sinni
ævi. Átti ætíð velgengni að fagna
í starfi og var vel virtur. Hann var
dulur að eðlisfari, skapgerðin var
traust, en helstu einkenni hennar
voru heiðarleiki og hreinskiptni,
skyldurækni og trygglyndi samfara
ríkri réttlætiskennd og samúð með
þeim sem standa höllum fæti. Urðu
þessir eiginleikar honum einkar
notadijúgir í starfí. Hann var eins
og góður lögfræðingur þarf að vera,
vel að sér, glöggur og fljótur að
átta sig á aðalatriðum máls og leit-
andi að réttri lausn að lögum og
réttlátri, en með góðum vilja fer
þetta oftast saman, sem betur fer.
Hans verður sárt saknað.
Að leiðarlokum vil égþakka þess-
um elsta og besta vini mínum sam-
fylgdina í hartnær sextíu ár og vin-
áttu hans og trygglyndi, sem aldrei
brást né nokkurn skugga bar á.
Ég bið honum blessunar á Guðs
vegum.
Ástvinum hans ber ég mínar
fyllstu samúðarkveðjur.
Ólafur Stefán Sigurðsson.
í dag kveðjum við Braga Björns-
son. Hann andaðistþegarysjólanna
er að baki og nýtt ár að byija með
sínum fyrirheitum og vonum. Dag-
inn er farið að lengja og morgun-
birtan að skila sér inn í hjarta okk-
ar, sem þráum hlýju og sól. En þá
slokknar á lífskertinu hans.
Bragi minn, mér finnst ég hafa
misst tryggan vin, sem alltaf var
sannur. í lífi okkar á Hraunbraut-
inni verður tómarúm. Engar heim-
sóknir þínar og Gunnars. í eldhús-
inu mínu er sætið þitt autt og
skemmtilegar frásagnir þínar og
hlátur munu ekki heyrast framar.
Kæri vinur, ég bið góðan Guð
að taka þér hlýjum höndum. Elsku
Gunnar og aðrir ástvinir. Innilegar
samúðarkveðjur.
María.
Andlát Braga Björnssonar færir
mig í huganum aftur í gömlu
Reykjavík, jafnvel niður á Lækjar-
torg þar sem við Bragi slitum barns-
skónum í bróðerni þótt aldursmunur
væri fímmtán ár. í bróðerni segi
ég, því hann varð fyrsta barn í fjöl-
skyldurvú eftir að við systkinin
komumst á legg og bættist því
þankastrikalaust við hópinn. Föður-
ætt Braga og móðurætt rákust
saman upp í Mosfellsdal, en árið
sem Dalvíkurskjálftinn fældi hest-
ana fyrir okkur og hvolfdi niður
sandinum sem við urðum svo að
sækja aftur niður á Ása, var pabbi
að hrista sveitamanninn upp í sjálf-
um sér með draumnum um stórbú
að Minna-Mosfelli. Skólapilturinn
Björn Guðfinnsson, síðar magister
með meiru í íslenskum fræðum, var
þarna að púla á bretti við að byggja
hlöðu og haughús því í hugljóman
mun pabbi hafa séð búskapinn vaxa
þegar fram liðu stundir. Draumum
pabba sleppi ég, en staðreyndir
vaka í honum Braga því pabbi átti
eftir að verða afi hans með hjálp
eins af steypuþrælunum á brettinu,
en Bragi, sonur Björns og Rögnu
systur minnar, fæddist sem tengi-
liður fjölskyldnanna. Þegar Bragi
var skírður vissi ég samt ekki hvaða
nafn síra Bjarni hafði gefið honum
fyrr en Lási kokkur, sem vann hjá
okkur á Heklunni, sagði mér í
óspurðum fréttum að barnið héti
alveg eins og skipið, hann héti
Braði, alveg eins og Braði.
Bragi fékk gott uppeldi og tók
því vel, hvers manns hugljúfi. Þetta
var skýr drengur og skemmtilegur.
Hann fór í sveit á sumrin eins og
venja var á þeim tíma og vitnaði
hann oft í veru sína hjá Guðrúnu
og Eyjólfi í Laxnesi. Hann tók fljótt
ástfóstri við Mosfellsdalinn. Þegar
tímar liðu og hann hafði náð emb-
ættisprófi tók alvaran við og var
ekki annað að finna en hann nyti
sín við það lífsins vekefni sem hann
valdi sér til framfærslu sinnar og
sinna. Hann eignaðist sex börn
með tveimur konum, tveimur
ágætis konum, sex yndisleg börn,
sem spjarað hafa sig hvert á sína
vísu. Áð vísu var yngsti drengurinn
fatlaður, andlega fatlaður, en um-
hyggja fyrir þessum dreng vakti í
Braga þann kærleika sem er öllum
mannkostum ofar og sem í huga
mínum geymir myndina af Braga
og Gunnari litla syni hans sem
tákn fullkomins náungakærleika.
Svo flókin er náttúran að varla
er hægt að ætlast til að maður
bregðist rétt við öllum þeim ábend-
ingum sem hún gaukar að manni.
Sumir gera þetta og komast upp
með það, aðrir gera hitt og fallera.
Margur hefur fallerað á flöskunni.
Við Bragi vorum meðal þeirra. En
náttúran vill okkur vel og þegar
hætta steðjar að aðvarar hún okk-
ur með sínu rauða ljósi, þ.e.a.s.
timburmönnunum. Á miðjum aldri
reyndi Bragi að sniðganga þessa
aðvörun með því að grípa til lög-
legra lyfja lækniskúnstarinnar,
sannfærður um að þannig gæti
hann sniðgengið lögmálið. En auð-
vitað tapaði hann þeim leik með
áratuga erfiðleikum í baráttunni
við sjálfan sig. En hann komst
samt út úr vítarhringnum um síðir
með breyttu hugarfari og ferskri
lífsstefnu.
En enginn má sköpum renna.
Hann veiktist af krabbameini í
maga. Eftir að hafa með hjálp vís-
inda og hæfni lækna unnið svo á
þessum erfiða sjúkdómi að hann var
farinn að sækja Sundhöllina í von
um endurnýjaða krafta, og líka far-
inn aftur að sinna starfi sínu í bank-
anum, sem hann í langvarandi veik-
indum taldi sig hafa kvatt fyrir
fullt og allt, þá féll hann snögglega
frá, í einrúmi heima í sínu rúmi.
Ég kveð nú frænda minn sann-
færður um að hann kom ekki til
einskis inn í tilveruna þótt ekki
væri nema fyrir lystigarðinn sem
hann af lífi og sál ræktaði upp í
jaðri Móatúnsins að Minna-Mos-
felli, því svo sannfærður var hann
um kynngikraft gróskunnar að
ekki sviki hann ef honum væri
sinnt.
Steinar Guðmundsson.
í dag er kvaddur Bragi Björns-
son lögfræðingur. Er mér til efs
að honum hefði líkað það allskostar
að vinir hans settust niður til að
skrifa lofpistla um hann látinn, en
ég vil með nokkrum orðum minn-
ast góðs vinar sem ég tel lán að
hafa kynnst og starfað með í nær
þijátíu ár.
Bragi var fæddur í Reykjavík
og ólst þar upp á miklum breytinga-
tímum í íslensku þjóðlífi. Hann
upplifði erfiðleika millistríðsár-
anna, hernámsárin og uppgangs-
tíma eftirstríðsáranna. Á skólaár-
unum vann hann á sumrin hin
ýmsu störf til sjávar og sveita eins
og títt var um námsmenn á þeim
árum. Eftir embættispróf í lög-
fræði frá Háskóla íslands starfaði
hann í nokkur ár í Vestmannaeyj-
um sem lögmaður og starfsmaður
Útvegsbanka íslands. Hann réðist
síðan til Landsbanka íslands,
Reykjavík, sem lögfræðingur bank-
ans og starfaði þar til æviloka.
Bragi var mörgum kostum búinn,
skarpgreindur, fastur fyrir og fylg-
inn sér. Hann var hrókur alls fagn-
aðar hvar sem hann kom enda
gæddur ríkri kímnigáfu, og gat sagt
sögu þannig að hún varð því magn-
aðri sem hann sagði hana oftar.
Var sjaldan logn í kringum hann.
Áhugamál hans voru mörg.
Hann hafði unun af ferðalögum og
hafði farið víða bæði utanlands og
innan. Hann ferðaðist um landið
þvert og endilangt og kunni góð
skil á staðháttum og sögu landsins
og átti einkar auðvelt með að
tengja þetta saman í fræðandi frá-
sögn.
Hann unni tónlist og góðum bók-
um. Hann sagði oft að góð bók
væri verulega góð ef hún væri um
leið fræðandi. Ekki má gleyma
áhuga hans á garð- og skógrækt.
Hann kom sér upp sælureit í Mos-
fellsdal. Þangað leitaði hann í frí-
stundum sínum og undi sér vel við
útiveru og skógræktarstörf. Hann
hafði af miklum dugnaði gróður-
sett þar ótrúlegan fjölda tijá-
plantna á nokkrum hekturum
lands.
í störfum sínum var hann far-
sæll og naut þar kunnáttu sinnar
í lögum og góðrar greindar. Var
gott að leita til hans í vanda og
var hann ávallt úrræðagóður og
fljótur að skilja hismið frá kjarnan-
um. Verður hans sárt saknað á
vinnustað.
Með þessum orðum kveð ég góð-
an vin og við hjónin sendum börn-
um hans og aðstandendum innileg-
ar samúðarkveðjur.
Reinhold Kristjánsson.
Tunqumálanám
á vorönn ’97
Enska
Celene Olgeirsson
Peter Chadwick
Robert S. Robertson Celene
Peter Robert
Spænska
Carmen Ortuno
Elisabeth Saguar
Hilda Torres Carmen Elisabeth Hilda
.firamka
Ann Siguijónsson
Ingunn Garðarsdóttir ^nn
Þýska
Bernd Hammerschmidt
Reiner Santura
Italska - Qríska
Paolo Turchi
Kínverska
Guan Dong Qing
Sænska
Qing
Adolf H. Petersen
Danska
Adolf
Námskeið
fyrir börn
oq fullorðna
Kvöldnámskeið
Nám fyrir
byrjonduroq
lenqra komna
Magdalena Ólafsdóttir
Finnska
Daqnámskeið
Tuomas Járvelá
✓
Islenska
fyrir útlendinga
Inga Karlsdóttir
Norska
Lars Indresand
Japanska
Tomoko Giamo
Mímir • Tómstundaskólinn
• lykill tiú leik og starfi •
Sími: 588 72 22