Morgunblaðið - 16.01.1997, Page 55

Morgunblaðið - 16.01.1997, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 55 FRÉTTIR ’ 300 manns á norrænu þingi Lions-félaga I ÞING norrænna Lionsfélaga verð- I ur haldið dagana 16.-18. janúar 1 á Hótel Loftleiðum. Þessi þing eru haldin árlega til skiptis á Norður- löndunum. Þegar hafa 300 manns skráð þátttöku sína, þar af um 200 erlendir gestir. í kvöld, fimmtudag 16. janúar, verður sérstakt kynningarkvöld í Norræna húsinu sem hefst kl. 18. Þingið hefst föstudaginn 17. jan- úar kl. 13 á því að Laufey Jóhanns- dóttir, fjölumdæmisstjóri Lions- hreyfingarinnar á íslandi, en hún er fyrsta konan sem gegnir því embætti í Evrópu, setur þingið sem ber yfírskrisftina: Markaðssetning - konur í Lions. Að þingsetningu lokinni heíjast 5 námstefnur sem þingfulltrúar geta valið um að sitja. Verður fjallað um félaga-, kynn- ingar- og fræðslumál. Efni nám- stefnunnar verður: Markhópar og markaðssetning á Lions. 2 ---------------------------------- Leo-leiðtogar framtíðarinnar. Þema þeirrar námstefnu verður Leo brúar kynslóðabilið. Fjallað verður um uppbyggingu á öflugu Leostarfi og hvaða tilgangi það þjónar fyrir Lions og unga fólkið. Lions-Quest; þema námstefn- unnar verður: Fjölskyldan, skól- inn, samfélagið. Á þessari nám- stefnu verður fjallað um Lions- Quest, vímuvarnir, skólann og fyr- irbyggjandi aðgerðir. Sagt verður frá gangi mála á Norðurlöndum. Alþjóðasamskipti. Sagt verður frá norrænum verkefnum sem unnið er að. Rædd 5 ára áætlun fyrir Eystrarsaltslöndin 1998- 2003. Unglingaskipti. Efni námstefn- unnar verður: Hvernig á að byggja upp unglingabúðir? Rætt verður um unglingabúðir, hvers vegna unglingasamskipti, gagnsemi þeirra og árangur í starfi. Á föstudagskvöldið verður sam- eiginlegur kvöldverður í Hlégarði í Mosfellsbæ og hefst kl. 19. Laugardaginn 18. janúar kl. 11.45 við innganginn að Hótel Loftleiðum mun Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra afhenda sendiherra Rússlands, Jouri A. Rechetov, fullan gám af tækjum til nota á barnaheimilinu í Friazino í Moskvu þar sem dvelja mjög fjöl- fötluð börn. Þetta er samnorrænt hjálparverkefni sem íslenskir Li- onsmenn hafa skipulagt. Heildar- kostnaður er um 5 mkr. Framlag íslensku Lionsfélaganna er um 1.000.000 kr. og auk þess lagði íslenska ríkið til 500.000 kr. Þing norræna samstarfsráðsins NSR stendur yfír allan laugardag- inn. Dagskrá þingsins lýkur með lokahófi á Hótel Loftleiðum á laug- ardagksvöldið kl. 19.30. VÖRUR sem verða á lagerútsölunni voru teknar upp í gær. Ellingsen opnar lagerútsölu ÚTSALA hjá Ellingsen hefst í dag, fimmtudaginn 16. janúar. Að sögn Óttars B. Ellingsen er þessi útsala sú fyrsta með nýju sniði og haldin á lagernum en ekki í versluninni eins og vant er. Þetta er nú gert vegna kvartana frá föstum viðskiptavinum vegna óþæginda sem hlutust af löng- um biðröðum í búðinni á fyrri útsöl- um. Afslátturinn er frá 25-70% og vöruvalið fjölbreytt. Útsöluvörur er hægt að panta í síma og fá sendar hvert á land sem er skó, peysur, skyrtur, boli, sokka, buxur o.m.fl. Útsalan byrjar í dag kl. 9 og verð- ur opin virka daga frá kl. 9-18 og á laugardaginn frá 10-16. Opnunar- tími verslunarinnar verður hins vegar óbreyttur. Virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 9-14. Hafnarfjörður Slökkviliðið að- stoðaði í 213 skipti i Á ÁRINU 1996 urðu 213 útköll hjá | Slökkviliði Hafnarfjarðar. í þessum 213 útköllum var um eld að ræða í 113 tilvikum. í meirihluta þeirra, eða 69 útköllum, var eldur í „rusli, sinu og gróðri“. Árið 1995 voru útköll 258, þar af voru 165 vegna elds. Á síðasta ári var allt liðið kallað út 3 sinnum, aðstoð fengin frá Slökkviliði Reykjavíkur einu sinni, , 29 sinnum var aukalið (lítið útkall, i ein vakt), kallað út en 20 útköll af { þeim voru vegna bráðaflutninga með sjúkrabifreiðum. Stórtjón varð 15. maí er Glugga- og hurðasmiðja Sig- urðar Bjarnasonar, Dalshrauni 17, Hafnarfírði, brann til kaldra kola. Brunavarna- og þjónustusvæði Slökkviliðs Hafnarfjarðar er auk Hafnarfjarðar, Garðabær og Bessa- staðahreppur. Á svæðu þessu voru samkvæmt tölum Hagstofu íslands þann 1. desember sl. 27.053 íbúar. Slökkviliðið sinnir sjúkra- og neyðarflutningum fyrir sama svæði og fóru sjúkraflutningabifreiðar i 1.490 flutninga á nýliðnu ári, þar af voru 424 bráðaflutningar vegna slysa og annarra áfalla. Sjúkra- flutningar urðu hins vegar 1.639 árið 1995 en þar af voru 394 slysa- og bráðaflutningar. Hlutfall bráða- flutninga er alltaf að aukast eða úr 209 árið 1986 í 424 nú á síðast- liðnu ár, segir í fréttatilkynningu. Ráðgjöf o g fyrirlestur J um heilbrigði ÍRSKI læknirinn Donn Brennan verður í Reykjavík og á Akureyri 17.-23. febrúar til að halda nám- skeið í ayurveda- fræðum um heil- brigði og veita áhugasömum einkaráðgjöf. Brennan kemur til landsins á vegum íslenska íhugunar- félagsins. - Ayurveda-fræð- in eru elstu fræði mannsins um heil- brigði og hafa vakið athygli vest- rænna lækna á undanförnum árum, segir í fréttatilkynningu. Lögð er áhersla á leiðir til þess að fyrir- byggja ójafnvægi hugar og líkama með einföldum ráðum sem taka I mið af líkamsgerð hvers og eins. Þetta er gert meðal annars með * sérstakri púlsgreiningu sem veitir upplýsingar um ástand líkamans. Ráð ayurveda eru af ýmsum toga, til dæmis rétt mataræði, jurtalyf og hugleiðsla. Lýst eftir bílum og vitnum ( BIFREIÐINNI NX-269, sem er Mercedes Benz árgerð 1991, steingrá að lit, var stolið frá Bílasöl- unni Bliki, Skeifunni 8, síðastliðinn laugardag. Þá var bifreiðinni í-5378 stolið frá stæði við Iðnskólann í Reykja- vík fyrir skömmu, en hún er af gerðinni Toyota Tercel árgerð 1980, blá að lit. Þeir sem hafa orðið bif- reiðanna varir eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna það til lög- reglu. Lögreglan óskar einnig eftir vitn- um að árekstri sem varð á mótum Bústaðavegar og Grensásvegar þriðjudaginn 7. janúar, um klukkan 11.50. Ford Sierra bifreið var ekið austur Bústaðaveg og beygt til vinstri áleiðis norður Grensásveg, en Peugeot var í sömu andrá ekið inn á gatnamótin vestur Bústaða- veg, og rákust bílarnir saman. Ekki eru sérstök beygjuljós á gatnamót- unum. Stofnfundur Heilsufrelsis i kvöld UNDIRBÚNINGSNEFND Heilsu- frelsis boðar til stofnfundar sam- takanna á Hótel Borg, Kristalsal, fimmtudaginn 16. janúar kl. 20.30. Þar verða tilgangur og markmið samtakanna kynnt. Áhersla er lögð á rétt almennings til að kjósa sjálft sína læknismeð- ferð en láta heilsu sína ekki eftir ákvörðun stjórnvalda eingöngu. Allt áhugafólk er velkomið. Málshefjendur verða Kolbrún Björnsdóttir, Úlfur Ragnarsson, Einar Þorsteinn Ásgeirsson og Örn Svavarsson. Fundarstjóri er Guðný Guðmundsdóttir. Fijálsar umræður verða á eftir. MIKE Chu, nýr eigandi Kínamúrsins. Eigendaskipti á Kínamúrnum EIGENDASKIPTI hafa orðið á veit- ingastaðnum Kínamúrnum við Hlemm. Hinir nýju eigendur heita Mike Chu og Pang. Mike Chu er fæddur í Sjanghæ og bjó í Hong Kong áður en hann fluttist til íslands. Hann hefur búið hér á landi í 24 ár og starfað á austurlenskum veitingastað í Reykjavík undanfarin 10 ár. Pang hefur getið sér orð sem matreiðslu- maður á kinverskum veitingastað. Hann er frá Peking en hefur búið á íslandi í sjö ár. Nýir eigendur Kínamúrsins hyggjast leggja aðaláherslu á hollan og góðan kínverskan mat, „alvöru Kínamat", eins og þeir orða það, og góða þjónustu. Kínamúrinn er fremur lítill og notalegur staður, tekur 30 manns í sæti og vel stað- settur við Hlemm með næg bíla- stæði í grenndinni. Kínamúrinn verður opnaður hinn 15. janúar kl. 17 og verður síðan opinn frá kl. 11.30-22.30 virka daga en til kl. 23.30 um helgar. Nám í höfuð- beina- og spjaldhryggs- jöfnun SKRÁNING er hafin á námskeið í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, „Cranio-Sacral Balancing", og verður fyrsta stig námskeiðsins haldið 14.-20. mars næstkomandi, en áætlað er að náminu, sem er í þremur stigum, ljúki á þessu ári eða í byijun ársins 1998. í fréttatilkynningu kemur fram að höfuðbeina- og spjaldhryggs- jöfnun nemi og losi um spennu og höft í beinakerfi líkamans sem umlykur miðtaugakerfið og hjálpi þannig líkamanum að starfa eðli- lega. Aðferðin eigi rætur að rekja í beinafræði en hafi öðlast nýtt og aukið gildi innan hefðbundinnar læknisfræði siðustu ár, m.a. við endurhæfingu ýmiskonar og með- ferð þroskavandamála, ekki síst hjá börnum. Námskeið í þessari með- ferð hafa áður verið haldin hér á landi og í fyrra stofnuðu 25 manns sem lokið hafa 3. stigi með réttindi til þess að stunda þessa meðferð fagfélagið Atlas. Fyrsta stig námskeiðsins er 55 tímar og er engin skylda til að taka öll þijú stigin nema viðkomandi vilji stunda meðferðina sjálfstætt. Aðal- kennari verður sem áður Svarupo H. Pfaff, en hún er þýskur heila- praktiker sem stundað hefur höfuð- beina- og spjaldhryggsjöfnun í tæp- an áratug og kennir hún vítt og breitt um Evrópu. Skráningu á námskeiðið annast Gunnar Gunnarsson sálfræðingur sem veitir allar nánari upplýsingar. Tölvudagar í Háskólabíói TÖLVUDAGAR íslenskra náms- manna verða haldnir 8. febrúar nk. í Háskólabíói. Húsið opnar kl. 10 þar sem námsmenn geta kynnt sér tilboð tölvufyrirtækja. Forseti ís- lands, herra Ólafur Ragnar Gríms- son, opnar TÍN ’97 við hátíðlega athöfn kl. 13 og að því loknu hefst röð fyrirlestra í sal 2. Kl. 13.15-14: Teymi hf. Nettöl- van og framtíð hennar. Kl. 14.15-15: OZ hf. Þriðja víddin í tölvuheiminum. Kl. 15.15-16: Hall- grímur Thorsteinsson. Margmiðlun. Aðstandendur TÍN ’97 eru Stúd- entaráð Háskóla Islands, Bandalag íslenskra sérskólanema, Félag framhaldsskóianema og Iðnnema- sambandið. Tilgangurinn með deg- inum og sýningunni er að gefa námsmönnum tækifæri á að kynn- ast því hvað er í boði á tölvumark- aðnum og í annað stað að eignast tölvu, fylgi- og hugbúnað á hag- stæðu verði. í tilefni TÍN ’97 mun sérstöku riti verða dreift með Stúdentablað- inu sem sent verður öllum náms- mönnum, 16 ára og eldri, alls um 30.000 manns. í ritinu verða viðtöl við Vilhjálm Þorsteinsson í íslenskri forritaþróun og Ólaf Jóhann Ólafs- son, rithöfund. Auk þess verða ýmsir fróðleiksmolar úr tölvuheim- inum og tilboð fýrirtækjanna kynnt. Komið verður upp heimasíðu TÍN ’97. Slóðin er www.hi.is/pub/tolvu- dagar. Heimasíðan verður opnuð 1. febrúar og þar er hægt að nálg- ast allar upplýsingar um Tölvudag- ana. Námskeið 1 Háteigskirkju Á NÁMSKEIÐINU Lifandi steinum sem haldið er í Safnaðarheimili Háteigskirkju er tekist á við tilvist- arspurningar: Hvað er nútímamað- ur í samfélagi kristinnar trúar? Hver eru hin kristnu lífsviðhorf i heimi samtíðar? Námskeiðið bygg- ist mjög á framlagi þátttakenda og nærist á gagnkvæmri uppörvun og samfélagi, segir í fréttatilkynningu. Leiðbeinendur eru Jóhanna Björnsdóttir og Tómas Sveinsson. Námskeiðsgjald er 1500 kr. Nám- skeiðið sem er öllum opið er á mánu- dögum frá kl. 20-22 og hefst 22. janúar. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn RANGT var farið með föðurnafn Björns Guðjónssonar, bónda og húsasmíðameistara, í afmælistil- kynningu í blaðinu í gær og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á því. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.