Morgunblaðið - 16.01.1997, Síða 56
>6 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
JVMPO, HVAP, 1 GEFueþ£ezBrr \ TlL /0 SÖLSA WP/e/ í /;-i/ </f 1 TV/ee ST&ek4e seöeuLreNNúx. /USKE/rr ókzp dksþp7Ú TON/t AF BE/N/lke£MJ/1NC>/ Vö&WM/ TJfsaeaeö 1 Foev/TN/NA, ! Túmbó r\\
þ/G VATh)SPÖP&\ / /}LlaN DAG/NH?C_ [■ gir i
oyr.
Grettir
óqjól'tn esu helolur
_ e-hki Caryk undan.
Okqr"
BREF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Um álver á
Grundartanga
Frá Kristjáni Oddssyni:
í GREIN sem aðstoðarforstjóri Col-
umbia Ventures skrifar í Morgun-
blaðið fimmtudaginn 9. janúar sl.
kemur fram að fyrirtæki hans hafi
að markmiði að
starfa í fullri sátt
við umhverfi og
íbúa þess. Nú er
það viðurkennt
af öllum (nema
þá helst af iðn-
aðarráðherra,
sjá grein í Morg-
unblaðinu 8. jan-
úar sl.) sem eitt-
hvert vit hafa í
kollinum, að frá
álveri_ stafar mengun og það ekki
lítil. í tiliögu að starfsleyfi fyrir
hugsanlegt álver C.V., sem það
hyggst byggja á Grundartanga, er
gert ráð fyrir að það blási frá sér
á ári hverju 198 tonnum af flúor
(ógnar dýralífi og jarðvegi), 180
tonnum af „ryki“?, 3.780 tonnum
af brennisteinstvíoxíði (ógnar loft-
hjúp jarðar og veðurfari) og er það
talið ásættanlegt, hvað svo sem það
þýðir.
Nú vill svo til að ég er búsettur
á Neðra-Hálsi í Kjós, sem er í að-
eins 4,5 km fjarlægð frá umræddum
byggingarstað. Á jörðinni er stund-
uð lífræn ræktun sem felur það í
sér að í framleiðslunni eru engin
kemísk áburðarefni eða önnur eitur-
efni notuð. í lífrænni ræktun er
kostnaður vegna umhverfisverndar
staðgreiddur í gegnum vöruverð.
Með neyslu á lífrænum afurðum
felst líka fyrirbyggjandi heilsuvernd
og er hún þá einnig staðgreidd.
Það er því eðlileg krafa að fyrir-
tæki, sem setur sig niður í miðju
landbúnaðarsvæðis, setji sér sömu
markmið og útiloki alla mengun,
og að notendur vörunnar greiði
þann kostnað.
Á fundi sveitarstjómar Kjósar-
hrepps með aðstoðarforstjóra C.V.
kom fram að markmið fyrirtækisins
væri að græða fé. Það er forkastan-
legt og úrelt að láta náttúruna og
velferð þessarar jarðar og jarðarbúa
víkja fyrir slíkum sjónarmiðum.
Benda má á að umhverfi Hvalfjarð-
ar er eina græna svæðið sem eftir
er vestan Heilisheiðar, sem höfuð-
borgarbúar hafa aðgang að og er
inann seilingar frá höfuðborgar-
svæðinu. Að fórna slíku svæði undir
eiturspúandi verksmiðjur er með öllu
óskiljanlegt. Okkar framtíð mun
byggjast á lífrænum landbúnaði og
þjónustu við ferðamenn auk þess
sem allt umhverfi Hvalfjarðar býður
upp á gríðarlega möguleika til úti-
vistar í óspilltri náttúru. (Ath. Nor-
egur á aðeins eftir 10% af óspilltu
landi.) Öllu þessu er stefnt í voða.
Nú veit ég að staðsetning álvers
í Hvalfirði er ekki eingöngu á
ábyrgð forstjórans, þó að hann hafi
að skiljanlegum ástæðum valið
Hvalfjörð öðrum fremur. Þar hlýtur
ábyrgðin að liggja hjá stefnulausum
stjórnvöldum í umhverfismálum og
sveitarstjórnarmönnum norðan
Hvalfjarðar.
Ef forsvarsmenn álversins ætla
ekki að taka þátt í því stórkostlega
umhverfisslysi sem nú vofir yfir
Hvalfirði, þá verðum við að taka
höndum saman og finna því annan
stað. Að öðrum kosti verður leiðin
löng í sættir. Stöðvum því uppbygg-
ingu stóriðjusvæðis í Hvalfirði.
KRISTJÁN ODDSSON,
Neðra-Hálsi, Kjósarhreppi.
Jólabókahuffleið-
ingar frá Osló
Frá Guðbjörgu Grímsdóttur og
Berglindi Viktorsdóttur:
ÞAÐ er alltaf gaman að fá bók í
jólagjöf, ekki síst þegar maður er
erlendis. Við erum tvær vinkonur
sem búum í Osló og eyddum jólunum
hér. Báðar fengum við bækur í jóla-
gjöf. Önnur var svo heppin að fá „Z
ástarsaga" eftir Vigdísi Grímsdóttur
en hin var ekki eins heppin, hún
fékk 101 Reykjavík eftir Hallgrím
Helgason. Af þrjósku einni saman
lásum við alla bókina í þeirri von
að hún myndi batna við lesturinn.
Sú varð ekki raunin. Jólabók Hail-
gríms fjallar um 33 ára gamlan
mann sem stundar bari, er atvinnu-
laus, verðleggur konur eftir útliti og
er mjög upptekinn af tippinu á sér.
Okkur fannst bókin illa skrifuð, höf-
undur talar niðrandi um konur og
býr til nýyrði eftir hentugleikum.
Eftir lestur bókarinnar hugsar mað-
ur með sjálfum sér hvert siðferði
manneskjunnar sé sem skrifar
svona.
Við fundum engan boðskap,
hvergi var að finna virðingu fyrir
nokkurri manneskju (eða dýri) og
eiturlyf og áfengi eru eins sjálfsögð
og að bursta tennurnar. Á þetta að
bera fyndið eða töff?
Rithöfundur getur haft mikil áhrif
og því finnst okkur mikil ábyrgð
fylgja því að skrifa bók. Þá kom upp
í hugann gamla orðatiltækið „Það
er ekki sama hvort það er Jón eða
séra Jón“ og í framhaldi af því kem-
ur spurningin. Hefði sagan verið
gefin út ef einhver annar hefði skrif-
að hana?
Að lokum vonumst við til að Hall-
grímur skrifi betri bók fyrir næstu jól.
GUÐBJÖRG GRÍMSDÓTTIR,
BERGLIND VIKTORSDÓTTIR,
kennarar í Ósló,
Trondheimsveien 162a,
0570 Ósló, Noregi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.