Morgunblaðið - 23.01.1997, Page 6

Morgunblaðið - 23.01.1997, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Þorkell ARI Kristinsson, Óskar Jónasson og Hilmar Oddsson hlutu styrki til framleiðslu á kvikmyndum sínum á þessu ári ásamt Agústi Guðmundssyni. Níutíu milljónum úthlutað úr Kvikmy ndasj óði Siðferðilega hliðin á rekstrí spilakassa „Lokum ekki augunum fyrir vandanum“ FR AMKV ÆMDASTJÓRI Rauða kross íslands segir það á vissan hátt óþægilega stöðu að stór hluti af fjáröflun samtakanna byggist á rekstri spilakassa, þegar vitað sé að meðal þeirra sem spila í kössunum sé fólk sem eigi erfitt með að hafa hemil á sér við spilamennskuna. íslenskir söfnunarkassar er sam- eignarfélag í eigu Rauða krossins, Landsbjargar, Slysavamafélags ís- lands og SÁA, sem sér um rekstur á öllum spilakössum þessara sam- taka. Rauði krossinn er langstærsti eigandinn og voru tekjur hans af kössunum á síðasta ári um 450 millj- ónir króna, að sögn Sigrúnar Ama- dóttur, framkvæmdastjóra Rauða krossins, sem jafnframt situr í stjóm íslenskra söfnunarkassa. Auk þeirra rekur Happdrætti Háskóla íslands spilakassa víða um land. Bannað innan 16 ára Sigrún segir að siðferðileg hlið málsins hafi verið rædd innan Rauða krossins og að þar geri menn sér fyllilega grein fyrir vandanum og loki ekki augunum fyrir honum. „Okkar leið hefur verið sú að styrkja starfsemi til þess að meðhöndla spilafíknina og forða fólki frá því að lenda í slíku. Hins vegar höfum við litið þannig á að það sé þó betra að líknarfélög hafi ágóða af svona starfsemi en einkaaðilar. Rauði kross íslands gegnir stóm hlutverki í mannúðar- og neyðarvamamálum, svo og sjúkraflutningum, og leggur metnað sinn í að verja fé sínu vel,“ segjr Sigrún. Hún bendir ennfremur á að fjöldi spilakassa sé takmarkaður á hveij- um stað og að kassar íslenskra söfn- unarkassa séu ekki auglýstir. Mikil áhersla sé lögð á að bömum undir 16 ára aldri sé ekki heimilt að spila í kössunum. „Einnig höfum við feng- ið hingað til lands sérfræðing í með- ferð á spilafíkn og stutt SAA, sem hefur staðið að útgáfu fræðsluefnis um spilafíkn,“ segir Sigrún. FJÓRIR fengu úthlutað styrk úr Kvikmyndasjóði íslands til fram- leiðslu kvikmyndar á þessu ári og þrír fengu vilyrði fyrir styrk á næsta ári við úthlutun úr sjóðn- um i gær. Til f ramleiðslu á þessu ári hlaut myndin Perlurogsvín í leikstjórn Óskars Jónassonar 17,5 milljónir en hún er framleidd af Islensku kvikmyndasamsteyp- unni, myndin Sporlaustí leik- stjórn Hilmars Oddssonar 18 milljónir en hún er framleidd af Tónabíói, myndin Dansinn í leik- stjóm Ágústar Guðmundssonar 24 milljónir en hún er framleidd af ísfilm og myndin Stikkfríí leik- stjórn Ara Kristinssonar en hún er einnig framleidd af íslensku kvikmyndasamsteypunni. Vilyrði fyrir styrk á næsta ári hlutu myndirnar Óskaböm í leik- stjóm og framleiðslu Jóhanns Sig- marssonar (10,3 milljónir), Englar alheimsins í leikstjóm Friðriks Þórs Friðrikssonar en framleidd af íslensku kvikmy ndasamsteyp- unni (26 milljónir) og Myrkra- höfðinginn í leikstjórn Hrafns Gunnlaugssonar en framleidd af ILM (38,7 milljónir). Vilyrði um styrk era veitt til að auðvelda framleiðendum frekari Qármögn- un mynda sinna erlendis, að sögn Þorfinns Ómnarssonar, fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs, en erlendir fjárfestar era tregir til að leggja fé í myndir sem ekki hljóta náð fyrir augum innlendra sjóða og fjárfesta. Tíu milljónir rannu í styrk til handritagerðar. Tíu hlutu styrk upp á 300.000 krónur en síðar á árinu verða sex bestu handritin af þeim valin til að hljóta 600.000 króna aukastyrk og að lokum verða þijú handrit valin af þeim til að hljóta styrk upp á 900.000 krónur. Hinir tíu eru: Anton H. Jónsson fyrir handritið Amma jólasveinn, Baltasar Kormákur og Ingvar Þórðarson fyrir Hamiet 101 en það handrit er byggt á skáldsögu Hallgríms Helgasonar 101 Reykjavík, Hilmar Oddsson og Ólafur Rögnvaldsson fyrir Undir vængjum valkyrjunnar, Hrönn Kristinsdóttir fyrir Besti dagurinn, Jóakim Hlynur Reynis- son fyrir I álögum, Júlíus Sigur- jónsson fyrir Ljótur leikur, Kjól og Anderson fyrir Ylrún, Mikael Torfason fyrir Svartir sauðir, Ragnar Bragason fyrir Fíaskó og Sigurður Snæberg Jónsson fyrir Helgarfrí. Úthlutunarfé hefur aldrei verið meira en nú í sögu sjóðsins, eða 90 milljónir, en framlag til kvik- myndasjóðs hækkaði um 25 millj- ónir króna við afgreiðslu fjárlaga fyrir jólin og hefur stjórn sjóðsins ákveðið að láta hækkunina renna óskipta til kvikmyndagerðar. Styrkir Kvikmyndasjóðs nema að meðaltali um 25% af heildarfram- leiðslukostnaði myndanna sem fengu úthlutun að þessu sinni. Álit Hollustuverndar á mengun frá Járn- blendiverksmiðju Starfsleyfi ekki brotið á liðnu ári HOLLUSTUVERND ríkisins telur að starfsleyfl Jámblendiverksmiðjunnar hafi ekki verið brotið jafnvel þótt reyklosun frá verksmiðjunni vegna bilana eða útsláttar í reykhreinsivirkj- um hafl verið óvenju tíð á árinu 1996. Hollustuvemd kemst að þessari niðurstöðu í áliti sem umhverflsráðu- neytið fól stofnuninni að gera vegna mótmæla íbúa Kjósarhrepps við mengun frá verksmiðjunni. í álitinu segir að óvenju tíðar reyk- losanir hafi valdið aukningu á sýni- legri mengun frá verksmiðjunni en þar væri um að ræða tyk sem ekki væri eitrað og teldist ekki skaðlegt heilsu manna. Af þeim sökum telur stofnunin að ekki hafl verið talin ástæða til að grípa til sérstakra að- gerða á árinu. Að mati Hollustuvemdar gefa mælingar sem gerðar hafa verið á ástandi umhverfís í nágrenni verk- smiðjunnar ekki tilefni til að hafa áhyggjur af mengun svæðisins. Á hinn bóginn þurfí að skoða niðurstöð- ur af þungmálmamengun í mosa bet- ur. Viðræður um endurskoðun í fréttatilkynningu frá umhverf- isráðuneyti segir að í gildandi meng- unarvamareglugerð sé kveðið á um að í starfsleyfi skuli vera ýmis ákvæði sem ekki em tilgreind í núverandi starfsleyfi verksmiðjunnar. Viðræður séu þess vegna hafnar við eigendur hennar um endurskoðun leyflsins. -----♦ ♦ ♦---- Kópavogur Vatnsleki í íbúðarhúsi SLÖKKVILIÐ Reylqavíkur var kallað , út í gærkvöldi vegna leka frá þvotta- vél á þriðju hæð íbúðarhúss í Kópa- vogi. Slökkviliðsmenn fjarlægðu það vatn sem þeir gátu með svokölluðum vatnssugum, en íbúðin var öll undir- lögð. Talið er að tjónið sé upp á nokk- ur hundruð þúsund krónur. Deilan um ákvæðisvinnu rafiðnaðarmanna í verksmiðju SR-mjöls í Helguvík oleyst Talið ólíklegt að gagn- tilboði verði tekið DEILAN um kjör rafíðnaðarmanna sem vinna við byggingu verksmiðju SR-mjöls í Helguvík var óleyst í gær. Forysta Rafíðnaðarsambands Islands gerði rafverktökum tilboð í gærmorgun sem rafverktakar svöruðu með gagntilboði. Rafíðn- aðarmenn höfðu ekki svarað því endanlega í gær en heimildir frá báðum aðilum töldu líklegast að því yrði hafnað. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafíðnaðarsambands ís- lands, segir að komi ekki fram leið- réttingar við næstu útborgun, sem er á morgun, þannig að starfs- mennimir fái greitt fyrir ákvæðis- vinnu í stað tímavinnu, muni RÍS grípa til frekari aðgerða. Það byggist á landslögum þar sem um sé að ræða vangreidd laun sam- kvæmt kjarasamningi og slíkar kröfur sé heimilt að innheimta. Guðmundur fór í Helguvík í gærmorgun og átti þar fund með félagsmönnum sínum og vinnuveit- endum þeirra. 30-40%? Hann segir að rafverktökum hafi þar verið „gerð grein fyrir hvemig hægt yrði að leysa deiluna á fljótlegan hátt“, sem að sögn hans er hægt með því, að í stað þess að verkið verði mælt upp formlega verði byggt á ákveðinni áætlun um hver niðurstaða mæl- ingar muni vera. Slík áætlun yrði háð óvissu um ýmsa þætti verksins en Guðmund- ur hafði í samtali við Morgunblað- ið á þriðjudag áætlað að með tilliti til ýmissa þeirra óvissuþátta sem einkenna verk sem unnin em í ákvæðisvinnu, að þama væri hugs- anlega um að ræða 30-40% launa- auka fyrir þá rafiðnaðarmenn sem eiga í hlut. „Þeir hafa talið sig vera að vinna í uppmælingu og hafa unnið í takt við það,“ segir hann. Guðmundur sagði að verkið hefði ekki verið mælt upp og því væri ekki hægt að fullyrða hveiju munaði á launum rafvirkjanna sem í hlut eiga. „Ef verkið hefur ekki gengið vel gæti þess vegna verið um núllkröfu að ræða. Akvæðis- vinna þarf ekki að þýða að það sé myljandi hagnaður. Þetta er „prinsipp“-mál.“ Guðmundur sagði að fleiri mál af sama toga væra í undirbúningi og nefndi að meðal þess sem rafvirkjum svíði sé að í Helguvík era aðrir í „botnlausri uppmælingu”, t.d. trésmiðir og pípulagningarmenn. Keyrt niður í lægstu taxta Hann sagði að þrátt fyrir ákvæði kjarasamnings í grein 1.1 um ákvæðisvinnugrundvöll um að ákvæðisvinna skuli unnin við öll rafvirkjastörf í nýbyggingum gætu menn samið um frávik frá ákvæðisvinnu ef sátt væri um ann- að fyrirkomulag. „Ef menn era sáttir við það gerum við ekkert í þeim máium en þama voru laun keyrð niður á lægstu taxta og neit- að að láta vinna í ákvæðisvinnu og þá er ekkert annað að gera en kreíjast þess að menn standi við gerða samninga." Um það hvers vegna þessi krafa kæmi fram svo seint en vinna hófst í Helguvík í ágúst segir Guðmund- ur að vinna við raflagnir hafi fyrst hafist af krafti í desember. „Þá verður ljóst að fyrirtækin ætla ekki að fara eftir þessu samkomu- lagi og það hófst stapp á vinnu- staðnum, sem hefur verið stigvax- andi síðustu þrjár vikur." Um tengingu málsins við við- ræður um vinnustaðasamninga sagði hann að slíkir samningar byggðust á því að með hagræðingu og aukinni framleiðni yrði hægt að greiða umfram taxta. Þetta mál væri grundvallaratriði í því sam- bandi. „Ef þeir telja sjg geta farið fram hjá þessu samkomulagi þá er ekki ástæða til að ræða frekar vinnustaðasamninga. Á þeim for- sendum slitum við viðraeðum við VSÍ um gerð vinnustaðasamn- inga.“ Mismunandi áætlun boðin Að sögn Sigurðar Ingvarssonar, eins þeirra þriggja rafverktaka sem vinna verkið fyrir SR-mjöl, fólst gagntilboð rafverktakanna frá í gær í því að greidd yrði ákveð- in áætlun af verkinu. Því tilboði hafði ekki verið svarað í gær- kvöldi. Ekki fengust upplýsingar um hve míkið bar á milli tilboða RÍS og gagntilboðs rafverktak- anna en viðmælendur beggja vegna borðsins töldu í gærkvöldi ósennilegt að gagntilboðinu yrði tekið. í samtali í fyrradag um deiluna almennt kvaðst Sigurður Ingvars- son undrandi á þessu máli og þess- ari deilu. Hann sagði að hjá sínu fyrirtæki og öðrum verktökum sem ynnu í Helguvík hefði ekki verið unnið samkvæmt ákvæðisvinnu- samningi síðan við byggingu flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir ára- tug- „Það stendur í samningnum að það eigi að vinna í ákvæðisvinnu „að öllu jöfnu“ en það eru búin að vera í gangi mörg stórverkefni fyrir loðnuiðnaðinn undanfarið. Ég S hef ekki heyrt að eitt einasta af þeim hafl verið mælt upp.“ Áróðursstríð Sigurður sagðist ekki sjá betur en verið væri að nota fyrirtæki sitt og aðra aðila málsins sem leik- soppa í áróðursstríði vegna kjara- samninga. „Við erum notaðir vegna þess að nú er tími kjara- samninga. Það er látið líta út eins . og menn hafi ekki fengið umsamið kaup en það er ekki rétt. Við höf- um borgað það sem samið var um.“ Hann sagði að verkið hefði ekki verið tilbúið í uppmælingu fyrr en nýlega og kvaðst efíns um að ákvæðisvinna mundi skila raf- virkjum miklum ávinningi. „Mér fínnst fáránlegt hvemir J þetta mál ber að. Núna í byrjun janúar hellist þetta yfir og við eram búnir að vera að vinna þama í 1 fimm mánuði, síðan í águst.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.