Morgunblaðið - 23.01.1997, Page 19

Morgunblaðið - 23.01.1997, Page 19
Tölvuþjálfun Windows • Word • Excel Yeðjað á Thatcher London. Reuter. WALESBÚI, sem er sannfærður um að einn spádóma Nostradamusar eigi , við endurkomu Marg- aretar Thatcher á svið stjórnmálanna, hlýtur 25.000 pund, um 2,5 milljónir frá BHLaí* veðmöngurum, rætist I '' spádómurinn og Thatcher verði að nýju leiðtogi íhalds- flokksins áður en árið H 2000 gengur í garð. Maðurinn lagði 100 pund, um 10.000 ísl. kr. undir en hlutföllin hjá veðmöngurum eru |j|1. j nú 1 á móti 250. Hann I j erþessfullvissaðspá- I dómur Nostradamus- J ar, um að árið 1999 jgj, j muni „hún, sem var jfe |j útskúfuð, [] snúa aft- JÉLaJ ur“ eigi við Thatcher, PBl sem neyddist til að » fVn láta af formennsku í HjáiÍÉg íhaldsflokknum árið 1990 eftir 15 ár á leið- togastóli og 11 ár sem forsætisráðherra. Sjálf hefur Thatchcr þvertekið fyrir það að hún hyggi á endur- komu í stjórnmálum en hún verð- ur 74 ára árið 1999. Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíðinnil Tölvuskóli íslands Höfðabakka 9 • Sími 5671466 Hart barist á Filippseyjum STJ ÓRNARHERMENN á Filippseyjum drápu 21 ísl- amskan uppreisnarmann í hörðum bardögum á Mind- anao-eyju á þriðjudag, að sögn hersins í gær. Tveir hermenn féllu og um 2.000 óbreyttir borgarar urðu að flýja heimili sín vegna bardaganna í Buldon í Maguindanao-héraði. Elstu stein- áhöld heims VÍSINDAMENN skýrðu frá því í gær að fundist hefðu 2,5 milljóna ára gömul steináhöld við landamæri Eþíópíu og Kenýu og þetta eru talin elstu steináhöldin sem fundist hafa í heiminum. Talið er að þau séu um 200.000 árum eldri en önnur áhöld sem fundist hafa á svæðinu. „Við spáum því að enn eldri smíðisgripir fínnist," sagði einn vísindamannanna, Sileshi Semaw, frá Rutgers- háskóla í New Jersey í Banda- ríkjunum. Melnik segir af sér NÝI fjármálaráðherrann í Lettlandi, Vassilí Melnik, sagði af sér í gær eftir að skipun hans hafði valdið stjórnar- kreppu í landinu. Áður hafði Andris Shkele forsætisráð- herra ákveðið að segja af sér vegna deilu við Guntis Ulman- is forseta, sem hafði hvatt þingið til að hafna Melnik sem fjármálaráðherra vegna ásak- ana um að hann hefði átt að- ild að vafasömum viðskiptum. Þúsundir húsa hrundu TUGIR þúsunda manna neyddust til að flýja heimili sín vegna tveggja landskjálfta sem urðu að minnsta kosti tólf manns að bana í Xinjiang- héraði í norðvesturhluta Kína á þriðjudag. Um 9.500 hús hrundu og rúmlega 20.000 skemmdust í skjálftunum, sem mældust 6,4 og 6,3 stig á Richters-kvarða. Flestir þeirra sem misstu heimili sín hafast við í tjöldum í vetrarkuldanum. KAKTUSAR MIKIÐ ÚRVAL 300 kr. MORGUNBLAÐIÐ_____________________________________________- FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 19 ERLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.