Morgunblaðið - 23.01.1997, Side 23

Morgunblaðið - 23.01.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 23 HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ pasta Döbætiefni ^hjartað 'mm Tónlist að hætti Rudolfs Steiners nudd jóga hómópatar grasalækningar heilsufæði SHUE BAKER er enskur tónlistar- maður sem heldur tónleika á Sóloni Islandusi í kvöld. Baker hefur sér- hæft sig í að leika fyrir fötluð böm og starfar í anda hugmyndafræði austurríska dulspekingsins Rudolfs Steiners. Steiner setti fram ákveðnar hugmyndir um uppeldisfræði sem svokaílaðir Steiner-skólar eða Wald- orf-skólar starfa eftir. í Steiner-skól- um er meðal annars leitast við að þroska tilfinningalíf og sjálfstraust nemenda með listsköpun þar sem áhersla er lögð á hugmyndaauðgi. Hér á landi hefur meðal annars verið starfað eftir þessum aðferðum á Sói- heimum í Grímsnesi og Sólstöðum í Reykjavík. Baker hefur fengist við það að spila fyrir fotluð böm í um þijátíu ár. „Ég leik á hljóðfæri sem líkist mjög hörpu í útliti en er skyldara líru en þessi hljóðfæri töldu menn að hefðu lækningamátt til foma. Hljóðfærið var þróað af Steiner-skólunum fyrr á öldinni. Það hefur fimmtíu strengi og er hægt að spila alls konar tónlist á það, bæði Bach, Bartok og Bítlana. Ég leik hins vegar aðallega skoska þjóðlagatónlist sem ég kynntist þegar ég komst fyrst í kynni við þetta hljóð- færi í Skotlandi. Ég leik líka eigin tónlist sem ijallar um umhverfið og lög sem ég hef samið við skoska ljóð- list.“ Baker leikur á tvenns konar lírur, stóra og litla sem kölluð er bamalír- an. Einnig leikur hann á koparflautu sem hefur mjög sérstakan hljóm og tólf strengja gítar. „Tónlistin sem ég leik er ætlað að hafa róandi áhrif en hún er byggð á hugmyndafræði Ru- Sjálfstætt fólkí Banda- Meira en 200 Iieilsvititlar I í Eymimdsson rílqunum SKÁLDSAGAN Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness kemur út í lok þessa mánaðar hjá Vintage-bókaforlaginu sem er hluti af Random House-útgáfu- samsteypunni. Vaka-Helgafell sem fer með útgáfurétt á verk- um Halldórs gekk á liðnu ári frá samningum um útgáfuna, en þess má geta að bókin var gefin út vestra af sömu samsteypu árið 1946 ogseldist þá i hálfri milljón eintaka á um það bil hálfum mánuði. Engin bók Halldórs Laxness hefur frá þeim tíma komið út hjá stóru bókafor- lagi i Bandaríkj- unum. A bókarkápu get- ur að líta umsagnir nokkurra bók- menntamanna um Sjálfstætt fólk. Þar er vitnað í inngang Brad Leithousers að sögunni, en hann hefur verið óþreytandi við að vekja at- hygli Bandaríkjamanna á þess- ari bók. Hann skrifar: „Til eru góðar bækur og til eru stór- kostlegar bækur og kannski er til bók sem er ennþá meira: hún er bók manns eigin lífs... Sú bók sem ég met mest eftir núlifandi rithöfund er Sjálf- stætt fólk.“ Bandaríska útgáfan er 506 blaðsíður að lengd með inn- gangi. Kápumynd bókarinnar MÁLVERK Louisu Matthíasdóttur á kápu bókarinnar. Halldór Laxness er eftir Louisu matthíasdóttur. Sjálfstætt fólk hef- ur nú komið út á 23 tungumálum í 54 útgáfum á löngu árabili. Vintage- forlagið gefur bók- ina út í þýðingu J.A. Thompsons, en hann var enskur háskólamaður sem kenndi við Háskóla íslands. Kvöldvaka í tilefni útgáfunnar Norræna félagið heldur hátíðarkvöldvöku í til- efni af að 50 ár eru liðin síðan Sjálfstætt fólk kom fyrst úr á ensku og rétt 40 ár eru síðan Halldór Laxness fékk Nóbels- verðlaunin. Eins er þess minnst að Louisa Matthíasdóttir held- ur upp á stórafmæli sama dag, 20. febrúar, en hún lánaði málverk eftir sig til mynd- skreytingar á kápu ensku út- gáfunnar. Fyrirlesari verður Brad Leithauser. Móttaka verður eftir fyrirlesturinn og bókin til sölu. gleði Emmanúel nýöld dauðinn Heilsufræði Tao golf götiguleiðir reykingar grænmeti Morgunblaðið/Ásdís SHUE Baker með líruna sem hann kallar svo og mun leika á á Sóloni íslandusi í kvöld. dolfs Steiners. Ég hef leikið fyrir böm mjög illa á sig komin sem hafa róast við hana. Einnig hef ég gert nokkuð af því að leika fyrir heilbrigt fólk eins og ég mun gera í kvöld og undantekningalaust hefur fólk heill- ast af þessum væru tónum. Það mætti lýsa þessari tónlist sem hæg- látri og opinni; ég reyni ekki að spila eins margar nótur og ég get á mín- útu heldur hangi svolítið á tónunum, opna þá.“ Baker hefur dvalið hér á landi um skeið og leikið í íslenskum Steiner- skólum. Tónleikamir á Sóloni ísland- usi í kvöld hefjasl kl. 20.30. Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í námi? v/'' Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? sf Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju? Ef svar þitt er jákvætt skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestrarnámskeið. Skráning er í síma jö>4-2100 Næstu dagar verða heilsudagar í verslunum Eymundsson. Verslanirnar eru fullar af bókum og tímaritum á góðu verði sem tengjast heilsunni á einn eða annan hátt. Nú er rétti timinn til að hrista af sér slenið og byrja nýtt og betra líf. jS Eymundsson V STOFNSETT 1872 Kringlunni: 533 1130 Austurstræti: 511 1130 nálastungur ► orka styrkur vígsla ljösið . steiuar í virkni | miðlar o | streita o < slen 1 náttúrulækningar og allt hitt...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.