Morgunblaðið - 23.01.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.01.1997, Qupperneq 25
r MORGUNBLAÐIÐ______________ AÐSENDAR GREIIMAR FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 25 Kvenréttinda- félag Islands 90ára Til eigenda spariskírteina á innlausn í febrúar ÞANN 27. janúar eru 90 ár frá því að Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Sigríður Hjaltadóttir Jensson boðuðu til fundar á heimili Bríetar í Þingholtsstræti 18 í Reykjavík. Tilgangur fundarins var að ræða stofnun félags sem gengist fyr- ir breytingum til hags- bóta fyrir konur og börn. Félagsstofnunin var samþykkt einum rómi og kosin bráða- birgðastjórn, þar með var Kvenréttindafélag íslands stofnað. Félagið setti sér þegar í upphafi starfsins skýr markmið og voru þau sett fram í lögum félagsins en þar segir m.a. í 2. gr.: a: að starfa að því að konur fái fullt stjórnmálajafnrétti við karl- menn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir. b: að efla þekkingu og glæða áhuga íslenskra kvenna á málefni þessu með fyrirlestrum, blaðagreinum o.fl. c. að efla félagsskap og samvinnu meðai kvenna, með því að stofna sambandsdeildir víðsvegar um land, sem allar vinni að sama markmiði, hlíti sömu lögum og standi í sambandi við aðaldeildina, sem er í Reykjavík. í þessum þrem liðum voru í raun sett fram þau atriði sem líklegust eru til árangurs í starfi félagasam- taka, þ.e. skýr markmið, fræðsla og uppbygging fjöldahreyfingar. Kven- réttindafélag íslands hefur unnið ötullega í anda sinna stefnumála. Kvenréttindafélagið, sem og önn- ur fijáls félagasamtök, gegnir mik- ilsverðu hlutverki í lýðræðislegu þjóðfélagi; þau eru lagalega og skipulagslega óháð ríkisvaldinu, en mörg þeirra reyna að hafa áhrif á opinbera stefnumótun með því að halda fram ákveðnum hugmyndum og vinna að úrbótum á sínu sviði. Lýðræðið er í stöðugri þróun og tek- ur mið af samfélaginu á hveijum tíma, að því þarf að hlúa og tryggja virkni almennings, jafnræði þegn- anna og jöfn áhrif kvenna og karla. Frá stofnun Kvenréttindafélags íslands hefur mikið vatn runnið til sjávar. Það er útilokað fyrir okkur, nútímafólkið, að gera okkur grein fyrir þeim lífskjörum og því réttleysi sem knúði konur til stofnunar bar- áttufélags um mannréttindi kvenna fyrir 90 árum, starfið hefur skilað slíkum árangri. Þó hér verði ekki til- greindir einstakir ár- angursríkir áfangar sem starf_ Kvenréttindafé- lags Islands hefur skilað þá er óhætt að fullyrða að félagið var frum- kvöðull í baráttunni fyrir jafnari stöðu kynjanna og bamavemd. Fyrir rétt liðlega tutt- ugu áram vora fyrst sett almenn lög á íslandi um jafna stöðu karla og kvenna, þar með var mótuð opinber stefna um mörg helstu baráttu- mál Kvenréttindafélags- ins og Jafnréttisráð sett á laggimar. Hlutverk Jafnréttisráðs, auk þess að vinna að því að lögunum sé fram- fylgt, er m.a. að móta stefnu í jafn- réttismálum hér á landi og hafa fram- kvæði að sérstökum tímabundnum aðgerðum sem auka kunna jafnréttið í þjóðfélaginu. Jafnréttisráð er ráð- Lagaleg staða kvenna er góð, segir Elín R. Líndal, en margt er óunnið að jafnstöðu kynjanna í reynd. gefandi fyrir stjómvöld, sinnir fræðslu til félagasamtaka og almenn- ings samhliða rannsóknum á sviði jafnréttismála. Kvenréttindafélag ís- lands hefur frá árinu 1985 átt þess kost að hafa mótandi áhrif á starfið í Jafnréttisráði með fulltrúa þar. Þrátt fyrir að lagaleg og formleg staða kvenna sé góð þá er margt óunnið til að ná fram jafnri stöðu kynjanna. Kvenréttindafélagið er mikilvægur hlekkur í því verkefni, sem fijáls félagasamtök mun það áfram hafa verðugt hlutverk með því að vinna vænlegum hugmyndum brautargengi, efla fræðslu og um- fjöllun um jafnréttismál, veita að- hald og benda á ambögur í mannlíf- inu. Um leið og ég færi Kvenréttinda- félagi íslands heillaóskir á þessum merka áfanga á ég þá ósk að starfið í framtíðinni verði íslensku samfé- lagi heilladijúgt. P.s. Stuðst er við sögu KRFÍ, Veröld sem ég vil, skráða af Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi. Höfundur er form. Jafnréttísráðs. Elín R. Lfndal mm Reidhjölaverslunin ___ ORNINNP' SKEIFUNN111, SÍMI 588-9890 Verð frá 2.931 Hvítir og svartir - stærðir frá 28 - á meðan birgðir endast Þeir framsýnu sem skiptu spariskírteinum sínum 1995 í Einingabréf 10 hafa náð framúrskarandi ávöxtun. 1. feb. 1995 1. jan. 1997 Einingabréf 10 Spariskírteini 1.000.000 1.000.000 1.248.000 1.116.355 Dæmi: Spariskírteini voru innleyst fyrir 1 milljón í febrúar 1995. Fyrir andvirðið voru keypt Einingabréf 10. Um áramótin var fjárhæðin orðin 1.248.000 kr. eða 131.645 kr. meiri en ef fjárfest hefði verið aftur í spariskírteinum. Einingabréf 10 Nafnávöxtun á ársgrundvelli Raunávöxtun á ársgrundvelli Sl. 6 mánuðir 13,7% 12,3% Frá stofnun 1.2.95-1.1.97 13,4% 11,5% Einingabréf 10 Spariskírteini nl ra Q. '3 £ 5 < S 3 -> •3 O. « cn <u ^ .<( tn O ■O OJ ro ra O. _ .-3 ZQ—. U- 5 ^ —< '3 D. *i > C o> <u ié 5 n ra .< O 2 O -> 100% ábyrgð ríkissjóðs Eignarskattsfrj áls Góð vörn gegn gengisfellingu krónunnar Fáanleg fyrir hvaða fjárhæð sem er Fáanleg í áskrift Eitt símtal nægir til þess að kaupa bréfin Innleysanleg án nokkurs fyrirvara og greidd út strax Þeir sein innleysa spariskírteinin sín hjá okkur og skipta þeim í Einingabréf 10, fá í kaupbæti fyrir hverja milljón sem þeir innleysa Einingabréf eða Auðlindarbréf að verðmæti 10.000 kr. Þeir sem ávaxta fé í verðbréfasjóðum njóta góðrar áhættudreifingar og ávöxtunar á einfaldan og öruggan hátt. Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum Kaupþings hf. í síma 515-1500, hjá Kaupþingi Norðurlands hf. og hjá sparisjóðunum. KAUPÞING HF Lvggilt verðbrffafyrirtœki Ármúli 13A, 108 Reykjavík Sími: 515-1500 Fax: 515-1509 i. 97

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.