Morgunblaðið - 23.01.1997, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Ekkí gráta,
fóstra mín!
_ GUÐMUNDUR Páll
Ólafsson sem titlar sig
föður og náttúru-
vemdara skrifar mikla
hugvekju til þjóðarinn-
ar í Morgunblaðinu
sunnudaginn 19. jan-
úar sl. og hvetur hana
til að beijast gegn
áformum um virkjun
fallvatna og uppbygg-
ingu orkufreks iðnað-
ar. Hann rekur búsifj-
ar þær sem landið má
þola af hendi Lands-
virkjunar og stóriðju
hvers konar og þykir
sem enginn fái þar
rönd við reist enda
kraftaskáldin dauð og hugsjóna-
bændur horfnir og því fátt til varn-
ar gegn sérstökum áróðursmönn-
um Landsvirkjunar sem yfirgnæfa
andstæðinga sína og rugla fólk í
ríminu með blekkingum og falsrök-
um.
Það er einkenni áróðurs að reynt
er að höfða til tilfinninga fólks
fremur en skynseminnar og grein
Guðmundar Páls er satt að segja
gott dæmi um slíka tilburði. Þá
notar hann ítrekað öfgakenndar
lýsingar á málavöxtum og stað-
lausa stafí um lögleysu, falsrök og
yfírgang Landsvirkjunar. Þetta er
annað stílbragð úr smiðju áróðurs-
manna: að mála andstæðing sinn
svo sterkum litum og ljótum að
þeir sem ekki vita betur skipa sér
strax í flokk gegn varmenninu.
Talsmenn Landsvirkjunar hafa
raunar haldið sig til hlés í fjölmiðl-
um og ekki lagt mikið til málanna
Þorsteinn
Hilmarsson
í umræðum þeim um
virkjunarmál og stór-
iðju sem átt hefur sér
stað að undanförnu og
síst hafa þeir haldið
uppi áróðri. Fyrirtækið
gegnir því hlutverki að
stuðla að aukinni nýt-
ingu vatnsafls og jarð-
varma og vinnur ötul-
lega að því að svo
megi verða. Árangur í
því starfí næst ekki
með því að hugsjóna-
menn á öndverðum
meiði haldi hugvekjur
hver í kapp við annan
eða að kraftaskáld
kveðist á. Umræðan
þarf að vera málefnaleg og rök-
semdir og skynsemi að leiða til
niðurstöðu sem felur í sér málam-
iðlun milli ólíkra sjónarmiða. Sem
betur fer hefur framvinda upp-
byggingar í orkumálum verið far-
sæl til þessa því að ábyrgir aðilar
hafa fjallað um málin æsingalaust.
Siðferðisskyldan
Guðmundi Páli er tíðrætt um
siðferði og segir að siðferðileg
skylda íslendinga felist í því að
skila landi og lofti óspilltu til kom-
andi kynslóða og hann virðist telja
að sú staðreynd geri alla tilburði
við umhverfismat og arðsemisút-
reikninga marklausa þvi að þeir
taki ekki á siðferðilegri hlið mál-
anna. Hann segir það siðferðilega
skyldu okkar að meta heildaráhrif
á landið, þjóðina og ferðaþjónustu
framtíðar ef taka eigi ákvörðun um
virkjanir og stóriðju. Nú er sið-
Það er einkenni
áróðurs, segir Þor-
steinn Hilmarsson, að
reynt er að höfða til til-
finninga fólks fremur
en skynsemi.
fræði flókin fræði sem ég hef raun-
ar lagt mig eftir en þó geri ég mér
ekki alveg grein fyrir hvers vegna
ferðaþjónusta kemur þar sérstak-
lega við sögu í þessu samhengi.
Látum nú vera að siðferðisskyldan
felist m.a. í því að huga að ferða-
þjónustu-en hvílir þá ekki sama
siðferðisskylda á herðum okkar að
huga að uppbyggingu í orkumálum
og stóriðju? Eg mæli eflaust fyrir
munn margra þegar ég segi að ég
vilji að afkomendur mínir fái ríkari
arf en óspillt land og loftið sem við
öndum. Náttúruverndarstefna sem
felst í því að ekkert megi gera
hefur enga þá siðferðilega verð-
leika sem eykur líkur á að kom-
andi kynslóðir vegsami okkur frek-
ar en ef okkur tækist að búa þeim
traustar efnahagsstoðir með vand-
aðri uppbyggingu á innviðum sam-
félagsins. Minnast má þess að
traustur efnahagur er ein forsenda
góðs árangurs í umhverfismálum
eins og dæmin sanna víða um heim.
Guðmundur hefur þess vegna
rétt fyrir sér í því að meta þurfi
heildaráhrif þess sem við tökum
okkur fyrir hendur á land og þjóð.
Ekki er óeðlilegt að ætla sér að
byggja upp og nýta þær auðlindir
sem við eigum svo að hagur og
farsæld íslendinga vaxi. Nýting
vatnsafls og jarðvarma í því skyni
er ekki siðlaus ef vel er að verki
staðið. Vandséð er hvernig vanda
á til verka í ákvörðunum er áhrif
hafa á náttúru landsins ef nota á
brjóstvitið og tilfinningarnar en
rannsóknir og útreikningar eru
taldir marklausir.
Lón og flón
Sú mynd sem Guðmundur Páll
bregður upp af virkjun vatnsafls
og náttúruvernd þætti sennilega
léleg að gæðum ef hún væri ljós-
mynd - alltof miklir kontrastar!
Hann segir að Landsvirkjun og allt
sem henni fylgir sé mesta ógn við
náttúru íslands sem upphugsuð
hefur verið. Hvernig skal svara
slíkri fullyrðingu? Rafmagn er ein
meginundirstaða samfélagsins og
notkun þess einhver skaðminnsta
og gagnlegasta nýting tæknikunn-
áttu mannanna sem um getur.
Vatnsaflið er hreinlegasta stórtæka
aðferð til að framleiða rafmagn
sem þekkist og byggist þar að auki
á því að nýta náttúruöflin, rennsli
vatnsins, þannig að það er auðlind
sem ekki eyðist þótt af sé tekið.
Vissulega veldur virkjun vatnsafls
röskun og fórna þarf landi undir
lón, stöðvarhús og línur. Þótt allar
helstu jökulár landsins yrðu virk-
jaðar nemur það land sem fer und-
ir vatn og mannvirki innan við ein-
um hundraðasta af flatarmáli ís-
lands, en það kallar Guðmundur
Páll að sökkva hálendinu.
Álitamálin eru mörg þegar
ákveða skal hvar og hvernig eigi
að virkja. Það verður að komast
að niðurstöðu um hvað er ásættan-
legt og hvað ekki eftir þeim form-
legu leiðum sem landslög kveða á
um og þau gefa almenningi færi á
að láta í ljós sín sjónarmið. Guð-
mundur Páll kvartar yfír að fólki
séu ekki kynntir framtíðarmögu-
leikar í virkjunarmálum. Fyrir þá
sem það vilja vita er vandalítið að
nálgast slíkar upplýsingar og þeim
hafa verið gerð skil í fjölmiðlum
og á kynningarfundum víða um
land. Þá má benda á útgefna
skýrslu iðnaðarráðuneytisins frá
1994 „Innlendar orkulindir til
vinnslu raforku" sem hefur að
geyma yfírlit yfír helstu virkjunar-
kosti um land allt og auðvelt er
að nálgast.
Landsvirkjun og starfsmenn
hennar leggja metnað sinn í að
viðhafa vönduð vinnubrögð við
rannsóknir og undirbúning virkjana
og leitað er leiða til þess að nýta
vatnsaflið með sem minnstri röskun
á náttúrunni. Einn megingalli á
umræðu um málefni hálendisins er
að þeir sem gæta annarra hags-
muna en Landsvirkjun, t.d. hags-
muna náttúruverndar og ferða-
mennsku, hafa að mínu mati því
miður ekki náð eins langt í rann-
sóknum og stefnumörkun á sínu
sviði eins og Landsvirkjun hefur á
sínu. Þetta kemur Landsvirkjun
síst til góða enda hefur fyrirtækið
bætt þar úr með því að standa fyr-
ir margvíslegum umhverfisrann-
sóknum sem andmælendur virkjun-
aráforma hafa nýtt sem grundvöll
til að byggja málflutning sinn á.
Stór hluti þeirra rannsókna á jarð-
fræði, gróðurfari og dýralífi á há-
lendinu sem fram hafa farið hefur
verið kostaður af Landsvirkjun. Því
fer Ijarri að Landsvirkjun valsi um
hálendið og segi: „Hér og hér lón
- þið flón“ eins og Guðmundur
Páll lýsir því.
Máttur Landsvirkjunar sem staf-
ar af því að hún veldur hlutverki
sínu svo vel sem raun ber vitni og
hefur fjármuni til að fylgja málum
sínum eftir með þessum vandaða
hætti kallar því miður stundum á
andstöðu sem sprottin er af ótta
við hið óþekkta. Betra er að vera
á móti virkjunaráformunum en að
hætta á að fóma einhveiju sem
ekki er vitað hvað er. Skyldi það
vera að hugsjónabóndinn Guð-
mundur Páll falli í þá gryfju?
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Landsvirkjunar, faðir og
náttúruverndari.
Vaxtarbroddur í
atvinnumálum
Nokkur orð um álver á Grundartanga
Að undanfömu hefur verið mikið
rætt og ritað í fjölmiðlum um bygg-
ingu fyrirhugaðs álvers á Grundar-
tanga. Mig langar í fáum orðum
að greina frá skoðun minni á mál-
inu og draga jafnframt fram örfáar
staðreyndir um málið.
Störfum hefur stöðugt fækkað
hér á svæðinu sunnan Skarðsheiðar
á undanfömum tveimur áratugum.
Hefðbundinn landbúnaður hefur
dregist mjög mikið saman á þessu
tímabili. Hefðbundinni landbúnað-
arvömframleiðslu hefur verið hætt
á 12 jörðum af 24 í Hvalfjarðar-
strandarhreppi. Á árunum þegar
ríkið stóð í uppkaupum á fram-
leiðslurétti í sauðfjárafurðum vora
um 30% af rétti svæðisins seld.
Svipuð þróun hefur átt sér stað
• varðandi mjólkurframleiðslu. Jörð-
um, þar sem mjólk er framleidd,
hefur fækkað mikið í hreppunum
fjóram sunnan Skarðsheiðar, en þó
misjafnlega mikið. Þess má geta
að á síðasta ári var mjólkufram-
leiðslu hætt á þremur jörðum á
svæðinu hér norðan og sunnan
Hvalfjarðar, sem varð meðal annars
til þess að ráðist var í róttækar
breytingar á mjólkurflutningum af
svæðinu til að ná fram meiri hag-
ræðingu og hagkvæmni í flutning-
um. Mörg störf töpuðust þegar
hvalveiðum var hætt og það kom
tilfinnanlega niður á svæðinu öllu.
Jafnframt hefur dregið mjög úr
umsvifum Olíufélags-
ins hf. í Hvalfirði og
þar hafa einnig tapast
störf. Þar að auki má
ljóst vera að með til-
komu Hvalfjarðar-
ganga munu á annan
tug starfa tapast í veit-
ingastöðum á Hval-
fjarðarströnd. Tilraun-
ir hafa verið gerðar hér
til að skapa atvinnu,
en árangur ekki alltaf
orðið sem erfiði og
kostnaður. Sem dæmi
um það er nærtækast
að nefna fiskeldisstöð
sem reist var á Hval-
fjarðarströnd. Margir
bændur og aðrir íbúar í Hvalfjarðar-
strandarhreppi lögðu í hana tölu-
vert fé sem allt tapaðist í gjald-
þroti stöðvarinnar. Þetta lýsir dap-
urlegri þróun, sem ekkert lát virðist
á, en mér fínnst nauðsynlegt að
þetta komi fram þegar við reynum
að gera okkur grein fyrir atvinnu-
ástandi svæðisins í heild.
Þessi þróun og nauðsyn þess að
vaxtarbroddur sé í atvinnumálum á
svæðinu varð til þess að forráða-
menn sveitarfélaganna á svæðinu
hér sunnan Skarðsheiðar tóku því
með jákvæðu hugarfari þegar farið
var að ræða hugmynd um byggingu
álvers á Grundartanga. Ég held
hins vegar að aðdragandinn að
þeirri umræðu sé
lengri en svo að þetta
sé eitthvað sem eigi að
koma á óvart núna.
Þess má minnast að á
tímabilinu frá 1988 til
1994 var unnið svæðis-
skipulag fyrir sveitar-
félögin sunnan Skarðs-
heiðar; Hvalfjarðar-
strandarhrepp, Skil-
mannahrepp, Innri-
Akraneshrepp, Leirár-
og Melahrepp og Akra-
nes. I svæðisskipulag-
inu er svæðið við
Grundartanga skipu-
lagt sem iðnaðarsvæði.
Þetta iðnaðarsvæði,
sem í skipulagsvinnunni var ætlað
fyrir stóriðju, var stækkað út fyrir
það svæði, sem ríkið keypti á sínum
tíma úr jörðinni Klafastöðum þar
sem verksmiðja íslenska Járn-
blendifélagsins hf. stendur nú.
Skipulagða iðnaðarsvæðið nær
núna yfír svæði sem er í tveimur
hreppum, Hvalfjarðarstrandar-
hreppi og Skilmannahreppi. Strax
meðan á skipulagsvinnunni stóð
kom upp hugmynd um stóriðju á
svæðinu. Forráðamenn allra sveit-
arfélaganna sunnan Skarðsheiðar,
þar á meðal Akraness, rituðu sam-
eiginlegt bréf dagsett í maí 1990
til þáverandi iðnaðarráðherra, þar
sem iðnaðarsvæði á Grundartanga
Valgarðsson
var boðið til nota fyrir álver sem
svonefndur Atlantsálhópur hugðist
reisa hér á landi. Hugmyndir um
meiri stóriðju á svæðinu hafa því
verið til umræðu í mörg ár.
í Ijósi alls þessa var það mat
sveitarstjóma Hvalfjarðarstrandar-
hrepps og Skilmannahrepps að mik-
ill fengur væri fyrir atvinnulíf svæð-
isins að fá hingað álver Columbia
Ventures Company og hafa sveitar-
stjórnirnar unnið samhentar að því
að sem best mætti takast til með
undirbúning, byggingu og rekstur.
Sveitarstjórnirnar hafa í viðræðum
sínum við fulltrúa ríkisvaldsins lagt
þunga áherslu á að hvergi verði
slakað á kröfum um að besti meng-
unarvarnabúnaður verði notaður í
verksmiðjuna og að ströngustu
staðlar verði notaðir varðandi
Forráðamenn sveitar-
félaga sunnan Skarðs-
heiðar tóku því með
jákvæðu hugarfari, seg-
ir Jón Valgarðsson,
þegar hugmyndin um
álver á Grundartanga
kom til umræðu.
mengunarmörk. Jafnframt að
mengunareftirlit verði sem víðtæk-
ast og nái yfir stórt svæði, verði
vel skipulagt, mælingar reglulegar
og tíðar og að hlutaðeigandi aðilum
verði ávallt sent afrit af niðurstöð-
um.
Allar upplýsingar um þessi fyrir-
tæki hafa legið opnar öllum þeim
sem hafa viljað kynna sér málið
nánar, mikil umræða hefur verið í
blöðum og öðrum fjölmiðlum í lang-
an tíma, auk þess sem sérstakur
kynningarfundur fór fram á niður-
stöðum umhverfismats vegna fyrir-
hugaðs álvers í nóvember 1995 og
íbúum þar gefínn kostur á að koma
með fýrirspumir til fulltrúa Hönn-
unar hf., sem vann umhverfísmatið,
Hollustuvemdar ríkisins, Skipulags
ríkisins, iðnaðarráðuneytisins,
Landsvirkjunar, sveitarstjórnanna
og fleiri aðila sem málið varðar.
Þegar allt þetta er virt tel ég að
sveitarstjórnirnar hafi reynt að
standa vel að málum.
Æskilegra hefði verið að fá hing-
að annars konar starfsemi en ál-
bræðslu, en eins og dæmin sanna
er ekki um það að ræða að við
getum valið úr tegundum atvinnu-
fyrirtækja. Því er það skoðun mín
að við eigum að taka við þessu ál-
veri, en halda jafnframt vöku okkar
um að vel verði staðið að byggingu
þess og rekstri.
Ég vil biðja fólk um að láta ekki
deigan síga við uppbyggingu á öðr-
um atvinnurekstri því álver er ekki
það eina sem unnið hefur verið að
í atvinnumálum hér á svæðinu.
Okkur ber auðvitað að minnast
þess sem vel hefur tekist til með.
Sem dæmi má nefna að skipulagðar
hafa verið og leigðar út lóðir undir
sumarbústaði á sex jörðum hér í
Hvalfjarðarstrandarhreppi og hafa
tekjur af því komið að nokkru í
stað tekna af hefðbundnum land-
búnaði. Ferðaþjónusta hefur einnig
aukist og hvort tveggja, ferðaþjón-
usta og uppbygging sumarbústaða-
svæða, hefur borið góðan árangur.
Sú uppbygging hefur farið fram
þrátt fyrir að stóriðja hafi verið
rekin á Grundartanga í tæp 20 ár
og ekki hef ég heyrt að stóriðjan
hafi að nokkru leyti staðið í vegi
fyrir þeirri uppbyggingu.
Höfundur cr bóndi á
Eystra-Miðfelli ogoddviti
Hvalfjarðarstrandarhrepps.
I
I
>
)
i
i
!
i