Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 29
is íslands, segir kjaramálin í sjálfheldu og í næstu viku muni reyna á fyrír alvöru
Morgunblaðið/Þorkell
. fæstir tilefni til bjartsýni. Mér finnst reyndar með ólíkindum ef Vinnuveitendasambandið mætir til leiks
eytt viðhorf þegar sáttasemjari tekur þráðinn upp á ný,“ segir Grétar Þorsteinsson.
IFNIR í ÁTÖK
ÓBREYTTU
Launþegafélögin innan ASÍ hafa enn ekki
fengið neinar efnislegar viðræður um kröfu-
gerð við viðsemjendur sína, segir Grétar
------------------^-------------
Þorsteinsson, forseti ASI, í viðtali við Qmar
Friðriksson. Grétar segir að kjaramálin séu
í sjálfheldu og ef ekki verði breyting á afstöðu
viðsemjenda stefni í átök á vinnumarkaði.
20 til 30 vinnustaðasamninga í dag.
Flest stærri félög hafa gert vinnu-
staðasamninga bæði formlega og
óformlega. Hins vegar hafa meðal-
stórir og smærri vinnustaðir legið
utangarðs. Þetta hefur verið unnið
þannig að verkalýðsfélögin og at-
vinnurekendur hafa komið að þessu
í mörgum tilfellum. Við viljum líka
sjá þetta gert með markvissari hætti
á sviðum þar sem vinnustaðasamn-
ingar hafa ekki verið gerðir, vegna
þess að menn hafa verið að ná ár-
angri með þessari aðferð. Við leggj-
um áherslu á að ef næst samkomulag
um aðkomuna að vinnustaðasamn-
ingum þurfi menn að vanda sig, því
ef þetta á að gagnast okkur í framtíð-
inni, þarf starfsfólk fyrirtækjanna
að hafa trú á því að vinnustaðasamn-
ingar skili árangri. Til að taka af
allan vafa þá erum við með það í
huga að gerður verði almennur kjara-
samningur eins og verið hefur en í
framhaldi af því, og þar sem færi
eru á, fari menn í gerð vinnustaða-
samninga," segir Grétar.
Aðspurður segir Grétar að hug-
myndir þær sem samtök vinnuveit-
enda lögðu fram í seinustu viku til
móts við sjónarmið verkalýðshreyf-
ingarinnar um takmarkaða mögu-
leika starfsfólks til að knýja á um
samninga, hafi ekki verið tekið af
mikilli alvöru. „Eins og þetta útspil
er lagt upp þá nægði tæpast samn-
ingstíminn til að samningsaðilar
gætu haft formleg afskipti af mál-
inu. Það kann að vera að menn geti
nálgast en eins og þetta er lagt upp
þarna þá færir það okkur ekkert nær
samkomulagi," segir hann.
- Miklar deilur urðu um endur-
skoðun launanefndar í nóvember
1995. Mun verkalýðshreyfingin nú
gera ákveðna kröfu um opnunar-
ákvæði í væntanlegum samningum
og um verðtryggingu launa?
„Það er alveg ljóst að ekki er
hljómgrunnur fyrir því innan Alþýðu-
sambandsins að gengið verði frá kja-
rasamningum með öðrum hætti en
að tryggja betur en við höfum gert
að undanfömu að markmið samning-
anna um jöfnun launa verði ekki
brotin niður. Þá er ég til dæmis að
tala um einhverskonar opnunará-
kvæði eða tryggingarákvæði. Mönn-
um eru í fersku minni launabreyting-
amar sem urðu t.d. hjá hópi embætt-
ismanna, þingmanna og ráðherra
haustið 1995 upp á tugi þúsunda og
sitt hvað fleira sem hefur gerst á
síðasta samningstímabili.“
Samningsaðila að meta
hvenær er fullreynt
- Eftir að kjaradeilunni hefur ver-
ið vísað til ríkissáttasemjara er ekki
heimilt að boða vinnustöðvun fyrr
en Ijóst er að viðræður um framlagð-
ar kröfur hafa reynst ár-
angurslausar þrátt fyrir
milligöngu sáttasemjara.
Hvenær er fullreynt?
„Það er alltaf matsatriði.
Við lítum hins vegar svo á
að það sé okkar að meta
hvenær við teljum að full-
reynt sé hjá sáttasemjara hvort
mögulegt er að ná saman eða ekki,“
segir Grétar.
- Samningsgerðin hefur aðallega
verið á hendi landssambandanna^ en
einnig einstakra stéttarfélaga. Attu
von á að viðræðurnar verði smám
saman sveigðar inn í einn sameigin-
legan farveg?
„Það liggur ekkert fyrir um það í
dag. Ég ætla engu að spá um hvað
kann að gerast í því ferli sem fram-
undan er en það hafa engar ákvarð-
anir verið teknar um það.“
Ósveigianleiki
vinnulöggjafarinnar
Grétar segir að hlutverk stjórn-
valda og þó einkum ríkisstjórnarinn-
ar í kjaramálunum sé mjög mikil-
vægt. Viðhorfin til samstarfs við rík-
isstjómina einkennist hins vegar af
tortryggni og ákveðnum trúnaðar-
bresti. „Það voru mjög grimmar deil-
ur á fyrrihluta seinasta árs vegna
breytinga á vinnulöggjöfinni, þár sem
ekki var tekið tillit til verkalýðshreyf-
ingarinnar, þrátt fyrir að nánast öll
samtök launafólks væru andvíg laga-
setningunni var hún knúin fram. Ef
til verkfalla kemur fara menn að sjá
stærstu galla þessara breytinga á
vinnulöggjöfinni, sem snýr að boðun
og framkvæmd verkfaíls. Þar er
fyrst að nefna að sveigjanleikinn
sem var í gömlu löggjöfinni var
langtum meiri en nú er, en við teljum
að hann hafi ekki bara gagnast
verkalýðshreyfingunni hejdur sam-
félaginu öllu mjög vel. Áður gátu
félögin aflað sér heimildar til verk-
fallsboðunar til að ýta frekar við
framvindu mála og síðan höfðu trún-
aðarráðin valdið. Þegar að því kom
hugsanlega að fresta boðaðri vinnu-
stöðvun var það oftast við aðstæður
þar sem menn voru komnir mjög
langt Lsamningsgerðinni. Ef séð var
fram á að samkomulag gæti náðst
tóku trúnaðarráðin óhikað þá
ákvörðun að fresta vinnustöðvun.
Ef farið verður út í atkvæðagreiðslu
núna i félögunum um vinnustöðvun
geng ég út frá því að meirihluti
yrði því fylgjandi að boða verkfall.
Hins vegar hvarflar ekki að mér að
samninganefndirnar létu sér koma
til hugar að fresta vinnustöðvun
nema þær væru nánast með samn-
inginn í höfn. Löggjöfm heimilar að
vísu frestun aðgerða en ef við ætlum
að taka ákvörðun upp á okkar ein-
dæmi þurfum við að gera það þrem-
ur sólarhringum áður en vinnustöðv-
un á að koma til framkvæmda. Hins
vegar er þetta yfirleitt ekki orðið
álitamál fyrr en alveg undir það síð-
asta, jafnvel á síðustu klukkutímun-
um fyrir boðun vinnustöðvunar. Það
er afskaplega sérkennilegt að binda
þetta í lög.“
ASÍ-félagar fái
réttindamunmn bættan
Breyting sú sem gerð var fyrir
áramótin á lífeyrisréttindum opin-
berra starfsmanna er verkalýðsfélög-
um á almenna markaðinum þymir í
augum og þau hafa litið svo á að
samkomulagið, sem gert var, veiti
opinberum starfsmönnum aukin líf-
eyrisréttindi umfram launþega á al-
mennum vinnumarkaði. í máli Grét-
ars kemur fram að ASÍ hafí litið svo
á að með setningu laganna væru
stjómvöld að leggja línur varðandi
lífeyrisréttindi til framtíðar. Hann
bendir á að til margra ára hafí verið
í gangi viðræður um lífeyrismál, sem
stjórnvöld hafa átt hlut að og vitnar
einnig í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar, þar sem sett er fram það
markmið að gera lífeyrisrétt laun-
þega sambærilegan.
„Það veldur okkur sérstaklega
vonbrigðum að þessi breyting skyldi
ekki ná til þeirra félaga Alþýðusam-
bandsins sem starfa hjá ríkinu. Auk
þess teljum við að tryggja þurfi þenn-
an rétt á almenna markaðinum. Við
beinum þessu að stjórn-
völdum því þau hafa mótað
nýja stefnu í lífeyrismálum
og verða að axla ábyrgð á
henni. Því teljum við að
það sé viðfangsefni stjórn-
valda að brúa þetta bil,“
segir Grétar.
— Hvernig ættu þaú að gera það?
„í almenna lífeyriskerfínu er líf-
eyrisframlag atvinnurekanda 6% en
eftir lagabreytinguna er framlag rík-
isins til að byija með 11,5%. Þarna
er því um 5,5 prósentustiga mun að
ræða og við teljum að það sé við-
fangsefni stjórnvalda að brúa þetta
bil. Það hefur ekki verið útfært en
stærðin er þekkt.“
- Er þá ekki lögð áhersla á hærri
iðgjöld afhálfu atvinnurekenda í við-
ræðum ykkar við vinnuveitendur?
„Nei. Það er ekki lögð áhersla á
það. Við endurnýjuðum samning um
lífeyrismál við viðsemjendur okkar
fyrir rösku ári og þá fór fram mikil
umræða um lífeyrismálin innan
verkalýðshreyfmgarinnar. Þar voru
ekki uppi áherslur um að hækka ið-
gjaldið. Innan okkar raða hefur meg-
in áherslan verið að auka kaupmátt-
inn,“ segir Grétar.
Frysting persónuafsláttar
ekki gott innlegg
Fleiri mál brenna á stjórnvöldum
í tengslum við gerð kjarasamningar
að sögn Grétars. í nóvember 1995
gaf ríkisstjórnin yfirlýsingu um að
leitað yrði leiða til að koma í veg
fyrir að verðlagsbreytingar á ýmsum
búvörum röskuðu verðlagsforsendum
samninga. Grétar segir að þetta mál
sé enn ófrágengið. Hann minnir einn-
ig á að við seinustu fjárlagaaf-
greiðslu var persónuafsláttur frystur,
ásamt bótagreiðslum lífeyrisþega,
öryrkja og atvinnulausra. „Það er
ekki mjög heppilegt innlegg í stöðu
mála á þessu augnabliki. Einnig ligg-
ur það fyrir að Alþýðusambandið
hefur til margra ára gagnrýnt vax-
andi gjaldtöku í heilbrigðis-. og
menntakerfínu," segir hann. ASI
hefur gert kröfu um að jaðarskattar
verði lækkaðir en um þær er verið
að Qalla í svokallaðri jaðarskatta-
nefnd, en í henni sitja fuiltrúar stjórn-
valda og aðila vinnumarkaðarins.
„Það hefur verið uppi mjög hörð
gagnrýni í verkalýðshreyfíngunni á
jaðarskattana og hefur verið litið svo
á að miklu skipti að þeir verði lækk-
aðir. Því hefur verið lýst yfir marg-
sinnis af stjórnvöldum að það verði
gert. Ég ætla ekkert að fullyrða um
hver niðurstaða nefndarinnar verður
en hún kemur væntanlega í ljós 'á
allra næstu vikum.
Að undanfömu hefur einnig verið
bent á annað mikilvægt mál, sem
menn hafa ekki leitt hugann að áður
en hefur nokkra sérstöðu. Því er
haldið fram að greiðslur vegna tóm-
stundaiðkunar barna og unglinga
hafi hækkað mjög mikið á síðustu
árum. Ef það er rétt er það auðvitað
þáttur sem skiptir miklu máli fyrir
framfærslu ungs fólks með börn, þar
sem framfærsluþunginn er hvað
mestur. Það þarf að líta á þetta og
það er nauðsynlegt að ganga eftir
skýringum á þessum hækkunum,"
segir Grétar.
Ekki fengist efnislegar
viðræður um kröfugerð
- Ertu bjartsýnn á að það fínnist
einhveijar leiðir til að koma viðræð-
unum í gang?
„Eins og staðan er í dag telja
fæstir tilefni til bjartsýni. Mér fínnst
reyndar með ólíkindum ef Vinnuveit-
endasambandið mætir til leiks með
óbreytt viðhorf þegar sáttasemjari
tekur þráðinn upp á ný. Þá horfír í
óefni. Vinnuveitendasambandið held-
ur því fram að verkalýðsfélögin innan
Alþýðusambandsins séu að stefna í
vinnudeilur. Ég segi þvert á móti að
það eru Vinnuveitendasambandið og
stjórnvöld, ef þau fara ekki að taka
til hendinni í málum sem að þeim
snúa, sem eru að stefna hér í átök.
Það hafa ekki enn fengist neinar
efnislegar viðræður við okkar helstu
viðsemjendur um kröfugerð. Tíminn
styttist óðfluga."
- Margir spytja einfaldlega sem
svo þessa dagana: Hvenær skella
verkföll á?
„Ég ætla ekki að fullyrða um það
en ef ekki verður farið að miða veru-
lega á fyrstu tveimur vikum eftir
að viðræður fara af stað hjá sátta-
semjara, þá óttast ég um framhaldið
og þá er verið að stefna málum í
farveg, sem erfitt verður að komast
úr. Kannski er það óhjákvæmilegt
ef það er staðfastur ásetningur við-
semjenda okkar að spila engu fleira
út og vera ekki til viðræðna um
nokkurn skapaðan hlut umfram ein-
hver 2% eða 3% í kauphækkun, þá
er auðvitað verið að stefna þráðbeint
í átök, sem viðsemjendur okkar ber,a
•fyrst og síðast ábyrgð á.“
Hlutverk
ríkisstjórnar-
innar er mjög
mikilvægt