Morgunblaðið - 23.01.1997, Side 33

Morgunblaðið - 23.01.1997, Side 33
AÐSENDAR GREINAR -f 1 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 33 Morgunblaðið, Jón Baldvin og matvælaverðið „ÞARNA sérðu, landbúnaðarvör- urnar eru tvöfalt dýrari hér en í Evrópu," sagði bróðir minn við mig að morgni 7. janúar sl., og benti mér á fyrirsögn Morgunblaðsins á baksíðu: „Matvöruverð hér helmingi hærra“. Síðar um daginn heyrði ég viðtal í útvarpinu við Jón Baldvin Hanni- balsson sem lagði auðheyrilega út af fyrirsögn Morgunblaðsins og skírskotaði til skýrslu nefndar sem forsætisráðherra skipaði að beiðni ASÍ og VSÍ til að kanna fram- færslukostnað heimilanna. Talaði Jón Baldvin eins og áður um land- búnaðarmál, annaðhvort vísvitandi eða ómeðvitað leggjandi út af röng- um samanburðartölum og vitnaði til þess sem hann hefði sagt fýrir nokkrum árum. Svo lengi og svo oft má halda fram röngum málatilbúnaði að það eins og síast inn í þjóðarvitund og er mér nær að halda að svo sé að verða á íslandi í dag. Þess vegna leyfi ég mér að mótmæla þessu og nefni eftirfarandi máli mínu til stuðnings: Matvælaverð á íslandi næstum það sama og á hinum Norðurlöndunum Á baksíðu Morgunblaðsins kem- ur reyndar fram í því sem skrifað var að fyrirsögnin var röng miðað við íslenska málvenju. Átt var við að matvaran væri 50% dýrari en í löndum Evrópusambandsins. En var það rétt? Athugum það. í skýrsl- unni er tekið mið af verðlagi í 15 Þessi samanburður sýn- ir, segir Halldór Gunn- arsson, að matvælaverð á íslandi er næstum það sama og á hinum Norð- urlöndunum. löndum Evrópusambandsins og sett meðaltal verðlags 100. Til viðbótar er sýnt verðlag í fjórum löndum: íslandi, Sviss, Noregi og Póllandi. Það matvöruverð sem Morgunblað- ið taldi fram innihélt einnig drykki og tóbak, sem hækkaði um nokkur prósent meðaltalið. Hefði Morgun- blaðinu, fréttamönnum útvarps og Jóni Baldvin, ekki verið nær að bera saman matvælaverð án drykkjarverðs og tóbaks og bera saman við hin Norðurlöndin. I eftir- farandi frumgögnum skýrsluhöf- unda kemur fram eftirfarandi mat- arverð í þessum löndum. Á íslandi: 136, í Danmörku: 136, í Noregi: 137, í Svíþjóð: 125 og í Finnlandi: 132. Þessi samanburður sýnir að matvælaverð á íslandi er næstum það sama og á Norðurlöndum. Þetta finnst mér að hefði átt að koma sérstaklega til skoðunar og frétta- mats hjá fjölmiðlafólki. Bækur, dagblöð og tímarít 161% hærri hér en í löndum ESB. Vissulega hefði mátt segja frá og skýra þann verðmun sem var mestur í skýrslunni. Hæsta verðið miðað við Island er kostnað- ur bóka, blaða og tímarita eða 261 mið- að við ESB-löndin. Við skulum líta á sama samanburð og áður við hin Norður- löndin. Í Danmörku: 146, í Noregi: 138, í Svíþjóð: 122 og í Finnlandi: 126. Sem- sagt, verðlag á bók- um, dagblöðum og tímaritum er þrefalt og allt upp í sjöfalt hærra á íslandi en á hinum Norðurlöndun- um. Hvers vegna er það ekki fréttaefni blaða og áþreifanlegt baráttumál ASÍ og VSÍ til lækkun- ar á framfærslukostnaði? Útlegging af röngum upplýsingum Jón Baldvin Hannibalsson reyndi á frægum fundum með endemum fyrir nokkrum árum að sannfæra bændur um að Alþýðuflokkurinn væri að berjast fyrir bændur og töfralausn hans væri innganga ís- lands í Evrópusambandið, þar sem íslenskir bændur myndu þá njóta niðurgreiðslna eins og í Evrópu, sem væri jafnvel meiri en hér og neytendur myndu þá njóta niður- greiddra landbúnaðarvara í stór- lækkuðu verði. Það er rétt, niður- greiðslur hjá ESB taka mið af legu landa, þannig að norðlæg lönd njóta meiri niður- greiðslu á landbún- aðarframleiðslu en suðlæg. Niðurgreiðsl- urnar eru einnig öðru- vísi greiddar. Þær eru ekki framleiðslu- tengdar, heldur frem- ur greiddar til að koma í veg fyrir fram- leiðslu. Beingreiðslur til bænda, sem sumir al- þingismenn og fjöl- miðlar í útleggingum aftur og aftur hafa reynt að gera tor- tryggilegar, eru ekk- ert annað en niður- greiðsla á matvælaverði sem er nálgun við niðurgreiðslur ESB mið- að við það sem áður var hér á landi, þegar heildsöluverð var niðurgreitt í prósentum til heildverslunar, en bændur nutu þess aðeins að hluta i framleiðsluverði. Það er nóg að svara margfram- settum málatilbúningi Jóns Bald- vins með hans eigin rökum og segja við hann: Lestu frumgögn skýrsl- unnar sem þú varst að leggja út frá. Hvað er matarverðið í Dan- mörku, ESB-landi til svo margra ára? Að lokum örfá orð til þeirra mörgu sem leggja út frá röngum upplýsingum. Islenskir bændur eru að ganga í gegnum miklu meiri kreppu en aðrar starfsstéttir þessa lands. Þeir hafa gert það fram til þessa Halldór Gunnarsson án þess að hefja kröfuspjöld á loft, eða koma keyrandi á dráttarvélum til þéttbýlisstaða, eins og bændur gera erlendis til áréttingar launa- kröfum, stöðva umferð eða henda niður afurðum. Krafan um að fá að lifa af í landinu er réttmæt. Að lifa við sambærilegar aðstæður og bændur í næsta nágrenni og þurfa ekki að keppa við niður- greidda landbúnaðarframleiðslu án tolla eða fá annars sambærilega niðurgreiðslu hér og greitt er er- lendis. Með búvörusamningi 1991 í sauðfjárrækt og fleiri aðhaldsað- gerðum árlega síðan hefur ríkis- sjóður lækkað niðurgreiðslur sínar á matvöruverði og greiðslur til bænda um rúmlega fjóra milljarða króna og þrátt fyrir það hafa bændur lækkað matvælaverðið og á síðasta ári selt á sína ábyrgð allar umframbirgðir dilkakjöts. Bændur reyna eins hratt og þeir geta að aðlaga sig óskum neytenda um ferskt kjöt á markaði árið um kring og að ná niður matvæla- verði, þannig að það sé sem næst meðalmatvælaverði á Norðurlönd- um. Ef ríkisstjórn íslands verður knúin í samningaviðræðum ASÍ og VSÍ til að bijóta niður nauðsynlega tollvernd þá hrynur grundvöllur bænda til að eiga möguleika á að lifa af við landbúnaðarframleiðslu. Þá fyrst heíjast fólksflutningarnir frá sveit til þéttbýlis. Og hvað tek- ur þar við? Bændur reyna þá lík- lega að ganga inn í ASÍ og þiggja molana af borði þeirra í formi at- vinnuleysisbóta. Framkvæmda- stjóri ÁSÍ fær þá verðugra við- fangsefni, en hann virðist nú hafa. Hagfræði hans þarf auðsjáanlega nýjar grunntölur til að leggja út frá eða útlegging hans að ná til afleiðingarinnar sem gæti orðið. Höfundur er sóknarprestur og bóndi í Holti undir EyjafjöIIum. * Tilt 9 joðsdagar! Glös - Matarstell 20 - 50% afsláttur iittala rpl Laugavegi24. riNiANn l\Ul vl sími 562 4525 Maharishi Mahesh Yogi INNHVERF ÍHUGUN Kynningarfyrirlestur um Innhverfa íhugun (TM- hugleiðslu) verður haldinn í kvöld, fimmtudag, kl. 20:30 að Suðuriandsbraut 6 (sal Ökuskól- ans). Aðgangur ókeypis. Uppl. í síma 551 6662 eða 588 8455. ÍSLENSKA ÍHUGUNARFÉLAGIÐ Sérðu stundum lítinn tilgang í lífi þínu? Vissir þú að sálarrannsóknir undanfarin 150 ár hafa sýnt hverjum sem heyra vill að bæði er, að yfirgnæfandi líkur benda til iífs eftir dauðann, og það sem meira er, að það bíður flestra mjög fallegt líf í ótrúlega merkilegum heimi, sem er reyndar ekki svo fjarri okkur þegar öllu er á botninn hvolft? Og vissir þú að nú gefst þér sem öllum sem áhuga hafa á, að setjast í afar skemmtilegan skóla eitt kvöld í viku, eða eitt laugardagssíðdegi í viku fyrir hófleg skólagjöld, þar sem reynt er á sem víðsýnastan hátt að gefa nemendum sem besta yfirsýn yfir hverjar séu raunverulegar niðurstöður þessara handanheimafræða? Hringdu ogfáftu allar nánari upplýsingar um langmerkilegasta skólann sem í boifi er i dag. Svarað í sítna Sálarrannsóknarskólans alla daga vikunnar kL 14 til 19. Kynningarfundir eru í skólanum i kvöld kL 20.30 og á laugardaginn kL 14. Allir velkomnir. ASálarrannsóknarskólinn - „skemmtilegasti skólinn f bænum" - Vegmúla 2, símar 561 9015 og 588 6050. Nú er hafin framleiðsla á lífrænni mjólkurvöru, segja má að með því sé að nokkru leyti snúið aftur til búskaparhátta sem tíðkuðust fyrr á tímum þó tækni nútímans sé nýtt. Vistvæn sjónarmið eru höfð að leiðarljósi og þess gætt að sem minnst röskun verði á náttúrulegu umhverfi. Lífrænn landbúnaður og vinnsla eru háð ákveðnum reglum, eftirliti og vottun auk þess sem ströng gæðastjórnun miðar að því að varan sé ávallt í hæsta gæðaflokki. Meginatriði lífræns landbúnaðar eru að: • Viðhalda og auka frjósemi jarðvegsins • Nota lífrænar varnir gegn illgresi og skordýrum • Efla náttúrulegt mótstöðuafl dýra gegn sjúkdómum • Nota skiptiræktun og lífrænan áburð • Tryggja velferð dýra, veita þeim nægilegt húsrými og ráðrúm til eðlislægrar hegðunar, hreyfingar og fóðrunar Skilyrði við vinnslu á lífrænni mjólkurvöru eru að: • Vinnslan sé vottuð af viðurkenndri vottunarstofu • Vinnsla hennar sé aðskilin frá annarri framleiðslu Mjólkurbú Flóamanna hefur fengið vottun Túns ehf. til framleiðslu á Lífrænni ab-mjólk og er þannig fyrst mjólkurbúa til að hefja framleiðslu á lífrænni mjólkurvöru fyrir almennan markað. Enn sem komið er hafa aðeins örfáir bændur fengið vottun til | framleiðslu á lífrænni mjólk og því verður til að byrja með aðeins framleitt takmarkað magn af Lífrænni ab-mjólk. Eftirspurn ræður miklu um hvernig þessi nýsköpun í s matvælaframleiðslu þróast, en hjá nágrannaþjóðum okkar hafa þessir framleiðsluhættir rutt sér æ meira til rúms á undanförnum árum. §

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.