Morgunblaðið - 23.01.1997, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 37
umræðum um menn og málefni
vitnuðu um hófstillingu hennar og
viðleitni hennar til að mæta á yfir-
vegaðan hátt því sem að höndum
bar. Þátttaka hennar í kirkjulífi
spratt af trúarlegri afstöðu hennar
og eflaust var það sú afstaða sem
nú að lokum gaf henni aðdáunar-
verðan styrk í þungum átökum við
illvígan sjúkdóm. i því gaf hún
þeim sem með því fylgdust upp-
byggilegt fordæmi og vitnaði með
áhrifaríkum hætti um gildi þess
að mega heita Guðs barn. Að leið-
arlokum felum við hana líka ótta-
laus í gæslu Guðs og biðjum hann
að leiða og styrkja þau sem nú
syrgja. Eftir eigum við bjarta
minningu um glæsilega mann-
kostamanneskju, minningu sem við
lærum að þakka og meta sem vert
er þegar frá líður. I þessum orðum
skal tjáð kveðja til ykkar ástvina
Aðalheiðar og þökk Arndísar konu
minnar og barna fyrir þær góðu
minningar sem með okkur vakna
við þessi óvæntu tímamót.
Sigurður Sigurðarson,
Skálholti.
„Ég veit, að lausnari minn lifír,
og hann mun síðastur ganga fram
á foldu."
(Jobsbók 19.25)
Þessi orð koma í hugann, þegar
við minnumst Heiðu, eins og hún
var kölluð í vinahópnum. Þegar við
síðast rétt fyrir jólin heyrðum í
henni í síma, var hún fársjúk og
vissi að hún átti ekki langt eftir.
Hún leyndi því ekki að hún var
mjög kvalin, en bætti við: „Það
kemur að því að ég fæ bót meina
rninna." Hún átti bjargfasta trú á
þann Guð sem öllu ræður, og við
sem eftir lifum vitum, að nú hefur
hún verið leyst undan þeim þrautum
sem að lokum yfirbuguðu líkama
hennar, og fær hún nú að líta lausn-
ara sinn.
Við áttum því láni að fagna að
kynnast Heiðu sem unglingar.
Kristileg skólasamtök og KFUM og
K var sá vettvangur sem var stór
hluti af unglingsárum okkar og þar
bast sú vinátta sem haldist hefur
alla tíð síðan. Þar hitti hún manninn
sinn, Valgeir Ástráðsson, og það
verður að segjast að margir höfðu
rennt hýru auga til Heiðu, sem var
óvenjulega glæsileg stúlka, en Val-
geir hreppti hnossið, og hún fékk
draumaprinsinn.
Yfír Heiðu var ákveðin heiðríkja.
Hennar bjarta yfírlit og fallega bros
og stillta framganga var það sem
einkenndi líf hennar. Hún barði
ekki bumbur á torgum, vann verk
sitt af trúmennsku og alúð, heimilið
og bömin voru henni ákaflega mik-
ils virði og hún studdi við bak Val-
geirs í prestsstörfum hans. Heiða
hafði marga góða hæfileika sem
hún fór ekki hátt með, meðal ann-
ars átti hún mjög gott með að tjá
sig, þó hún væri ekki margorð, hún
var vel hagmælt, sem fáir vissu um.
Hún og Valgeir voru höfðingjar
heim að sækja, og nutum við þess
meðan þau voru á Eyrarbakka að
heimsækja þau og dvelja hjá þeim.
Hún gerði hjúkrunarstarfið að ævi-
starfí, sem engum kom á óvart. Þar
hefur hennar ljúflyndi og mannkær-
leikur fengið að njóta sín til hins
ýtrasta.
Eftir að Heiða og Valgeir fluttu
til Reykjavíkur höfum við búið á
sömu slóðum og getað notið þess
að rækta vinasambandið. Tvisvar
nutum við þess að ferðast saman í
útlöndum og eigum við frá þeim
ferðum dýrmætar minningar, sem
við yljum okkur við.
Heiða er farin frá okkur. Við sem
eftir stöndum erum hnípin, og skilj-
um ekki hvers vegna allir sem elsk-
uðu hana fengu ekki að njóta nær-
veru hennar og mannkosta lengur.
Við sendum okkar einlægustu sam-
úðarkveðjur til Valgeirs, barna,
tengdabarna, barnabama og allra
sem þótti vænt um hana og biðjum
algóðan Guð að styrkja ykkur í
sorginni.
Inga Þóra Geirlaugsdóttir og
Jón Dalbú Hróbjartsson,
Gautaborg.
DANÍEL
GÍSLASON
+ Daníel Franklín Gíslason
fæddist í Reykjavík 25.
aprU 1909. Hann lést á Land-
spítalanum hinn 5. janúar og
fór útför hans fram frá Nes-
kirkju 14. janúar.
Nú erum við gamlir skátar að
kveðja foringja okkar, Daníel
Gíslason. Hann var sá foringi sem
stóð í fararbroddi í skátastarfí
drengja um áratuga skeið fyrir
stríð og í byijun þess. Allir þekktu
Danda í Geysi, en þar starfaði
hann um langt árabil við miklar
vinsældir. Dandi var búinn að vera
lengi í fremstu sveit skáta í
Reykjavík, m.a. félagsforingi þeg-
ar ég gerðist skáti 1936 og strax
sem unglingur fannst mér ég eiga
Danda sem vin og foringja, enda
segir í gamalli revíuvísu: „Hann
Dandi í Geysi, sitt höfuð reisir og
horfír yfír stóra drengjahópinn
sinn.“
Hann var óþreytandi að vinna
að öllum málum sem upp komu
og þurfti að leysa. Húsnæðismál,
foringjaþjálfun og annað sem
þurfti að vera fyrir hendi til að
skátastarf gæti þróast. Hann var
um langt skeið einn af aðalforingj-
um Væringja, sem sr. Friðrik
stofnaði 1913, sem 25 árum síðar
var sameinað Ömum. Þá gerðist
Daníel einn af aðalforingjum nýs
Skátafélags Reykjavíkur. Haldið
var upp á afmæli Væringja með
glæsilegu skátamóti á Þingvöllum
með meiri þátttöku en áður þekkt-
ist. Að sjálfsögðu var Daníel einn
af aðalmönnum þar. Sama sumar-
ið kom Baden Powel og kona hans
ásamt fylgdarliði með skemmti-
ferðaskipinu Orduna.
í byijun stríðsins voru þeir Jón
Oddgeir í því að skipuleggja starf
aðstoðar- og hjálparsveita vegna
hættu á stríðsátökum yfir borg-
inni. Hvar sem Daníel kom að
verki fór allt vel fram og hann var
líka mjög virkur með okkur yngri
skátum í skátastarfinu. Ég minn-
ist margra funda heima hjá Danda
á Vesturgötu 57, þar sem skipu-
lagðar voru útilegur og ýmislegt
skátastarf. Það var grínast með
að Dandi væri trúlofaður skáta-
hreyfíngunni og annað kæmist
ekki að.
Á stríðsárunum flutti hann
vegna starfs síns til Ameríku og
það leiddi til kynna þeirra Guð-
bjargar Elínar, sem varð kona
hans og farsælla hjónaband þekkt-
ist varla og jafn farsælt og „trúlof-
unin“ við skátastarfíð. Það er bjart
yfír minningunni undir stjórn
Danda í Geysi. Nú er hann „farinn
heim“, eins og við skátar köllum
það. Við þökkum það mikla starf,
sem hann vann fyrir okkur, sem
þá vorum ungir skátar og eigum
forustu hans svo mikið að þakka.
Ættingjum færum við samúðar-
kveðjur.
Páll Gislason fv. skátahöfðingi.
MARIA
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ María F. Kristjánsdóttir
fæddist í Bakkaseli í
Langadal í Nauteyrarhreppi í
Norður-ísafjarðarsýslu 14.
júní 1926. Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 11. janúar
síðastliðinn og fór útför henn-
ar fram frá Fossvogskirkju 17.
janúar.
Ég ætla að rita nokkrar línur í
minningu um hina miklu og góðu
konu, Maríu Kristjánsdóttur. Mar-
ía hans Lalla eins og hún var allt-
af kölluð af okkur systkinunum á
Hólabraut 16 á Skagaströnd og
eins eftir að fjölskyldan fluttist
suður á Hraunstíg 12. Einstaklega
fallegu augun hennar Maju okkar
eru nú slokknuð, hún er sem sagt
dáin. Ég veit að við hittumst öll
JIIIIIIIIIII.
H
'1
Erfidrykkjur
P E R L A N
Slmi 562 0200
llIIIIIIIIlf
aftur hjá afa og ömmu og fleiri
skyldmennum sem eru farin yfír
móðuna miklu. Dauðinn er sjaldan
langt frá okkur maanfólkinu, bæði
í fréttum og blöðum. Eitthvað sem
allir vilja verða, en enginn vill
vera, er að verða gamall. Ég fyll-
ist söknuði og tárin streyma fram
í augun. Ég þakka þér fyrir alla
alúðina og elskuna í minn garð í
tímans rás og vona að ef fram-
haldslíf er til muni þér ætíð vegna
sem best á þeim slóðum.
Birgi, Ingibjörgu, Lárusi
frænda og þeim Finni og Hafliða
mínum sendi ég einlægar samúð-
arkveðjur.
Smári Jón.
tokuhuh) o™ UD (jo um
íWIDMeUÍ
4IÖT-EL m(i
Miiíimmi • cíít
Upplýsingar í s: 551 1247
JÓSAFAT
HINRIKSSON
+ Jósafat Hinriksson fæddist
í Reykjavík 21. júní 1924.
Hann lést á heimili sínu 7. jan-
úar síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Bústaðakirkju
14. janúar.
Æskuvinur minn og jafnaldri,
Jósafat Hinriksson, lést á heimili
sínu 7. janúar sl. Við Jósafat fædd-
umst á sömu mínútunni, kl. 11.30
fyrir hádegi hinn 21. júní 1924,
hann í Reykjavík en ég á Norðfírði.
Ég vil minnast þessa stórmenn-
is, sem Jósafat var, með nokkrum
fátæklegum orðum. Foreldrar
hans voru heiðursfólkið Hinrik
Hjaltason járnsmiður og eiginkona
hans Karitas Halldórsdóttir. Þau
fluttust austur á Norðfjörð þegar
Jósafat var tveggja ára og þar
ólst hann upp. Hann var alla tíð
mikill Norðfírðingur.
Jósafat var alla tíð mjög iðju-
samur frá því að ég man eftir.
Hann var ekki hár í loftinu er
hann sást betja jám á steðja í eld-
smiðju föður síns. Þess í milli vann
hann sér inn vasapeninga, m.a. á
fískreitum föðurafa míns Konráðs
Hjálmarssonar, kaupmanns og
stórútgerðarmanns, sem hann hélt
mikið upp á. Sjóminja- og smiðju-
munasafn Jósafats sem hann
stofnaði 1983 ber best vitni um
það.
Þar eð ég fór alfarinn frá Norð-
fírði 1941, hittumst við æskufélag-
arnir ekki fyrr en í Reykjavík þeg-
ar éggerðist endurskoðandi í fyrir-
tæki hans, J. Hinriksson. Ifyrir-
tækið átti eftir að bera hróður
hans til áttatíu landa fyrir hina
sérstaklega vel hönnuðu POLY-
ICE-toghlera og blakkir er urðu
heimsfræg fyrir gæði.
Ævisögu Jósafats, frá því að
ég fór frá Norðfírði og þangað til
hann hóf rekstur sinn í Reykjavík,
hafa verið gerð svo góð skil í minn-
ingargreinum um hann að ég tel
ekki þörf á því að endurtaka hana
hér.
Orðatiltækið „sjaldan fellur epl-
ið langt frá eikinni" á vel við um
Jósafat því Hinrik faðir hans var
sérstaklega laghentur og duglegur
maður. Þar sem eldsmiðja Hinriks
var ekki langt frá húsi móðurafa
míns, Stefánshúsi, varð ekki hjá
því komist að ég og önnur börn
fengjum leyfí til að standa í dyra-
gættinni og fylgjast með hand-
brögðum meistarans. Starf Hin-
riks var okkur börnunum fram-
andi, a.m.k. mér.
Ekki má nú gleyma að minnast
Karitasar móður Jósafats, sem var
hin mesta gæðakona og dugnaðar-
forkur.
Foreldrar Jósafats voru afar
kristrækin og bar æskuheimili
hans vitni um það. Ég hefí verið
beðinn að skila kveðju frá frú
Helgu von Sehlen í Rendsburg í
Þýskalandi. Hún heimsótti hið
merka safn Jósafats í húsakynnum^
verksmiðju J. Hinrikssonar og
fannst mikið til þess koma. Eink-
um þótti henni merkilegt að sjá
myndir af hinum mætu mönnum
fyrri daga sem tóku við af Dönum
og skópu atvinnuvegi þjóðarinnar
er þá voru, skip og tæki frá þeirri
tíð og allt annað sem safnið hafði
að geyma.
Frú von Sehlen var mjög snort-
in af þeim hlýhug er þeir bræður,
Jósafat og Jens, sýndu henni, en
Jens var þá starfsmaður safnsins.
Þegar ég sagði henni frá andláti
Jósafats var hún mjög hrygg því
hana hafði alltaf langað til að hitta
þá bræður aftur á safninu til þes^
að skoða það enn betur. Hún bað
mig að skila innilegum samúðar-
kveðjum til allrar Qölskyldunnar.
Okkar góða fóstuijörð má ekki
við því að missa athafnamenn á
borð við Jósafat Hinriksson, en
þeim lögmálum lífsins að kynslóð-
ir koma og fara verður einfaldlega
ekki breytt þrátt fyrir öll vísindin
sem jafnvel vilja ganga í berhögg
við sjálft sköpunarverk hins al-
máttuga Guðs.
Far þú vel, góði vinur, og hafði^,
góða heimkomu. Þú munt aldrei
renna mér úr minni, allt frá því
að við vorum leikfélagar heima á
Norðfirði. Ég veit að þú hefur
fengið góðar móttökur handan
móðunnar miklu og megi Guð
geyma þig um alla eilífð.
Að lokum vil ég votta Ólöfu
Þórönnu, eftirlifandi eiginkonu
Jósafats, mína dýpstu samúð,
hennar hlutur í velgengni eigin-
mannsins mun aldrei gleymast.
Hér sannast það sem sagt hefur
verið og alkunnugt er, að baki
hvers stórmennis stendur að jafn-
aði góð kona.
Sonum Jósafats og dóttur, sem
nú axla lífsstarf föðurins, og öðr^
um vandamönnum sendi ég einnig
innilegar samúðarkveðjur.
Konráð Óskar Sævaldsson.
t
Móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
RÁÐHILDUR ÁRNADÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
Kumbaravogi,
Stokkseyri,
sem andaðist 14. janúar sl. verður jarð-
sungin frá Fossvogskapellu, föstudag-
inn 24. janúar kl. 13.30.
Gísli Már Gíslason, Sigrún Valbergsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð vegna andláts
KARÓLÍNU GUÐNÝJAR
INGÓLFSDÓTTUR,
Kaplaskjólsvegi 55,
Reykjavfk.
Steingrfmur Sigvaldason,
Björn Steingrímsson.
+
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
AÐALBJARGAR SKÚLADÓTTUR,
Karfavogi 42,
Reykjavik.
Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kristinn Guðbergsson,
Einar Gunnarsson, Elín S. Sörladóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.