Morgunblaðið - 23.01.1997, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 43
BREF TIL BLAÐSINS
Stóriðja og ferða-
þjónusta eiga
ekki samleið
Einar Torfi
Finnsson
Frá Einari Torfa Finnssyni:
Fyrstu kynni flestra útlendinga,
af höfuðborgarsvaeðinu er ein af
stærri byggingum íslands, sem sé
Álverið. Fyrsta spurningin sem
kemur upp í
huga margra
þeirra er: „Já, er
þá ál í jörðu á
Islandi?" Og
þegar maður út-
skýrir að hráefn-
ið sé innflutt, að
einfaldlega sé
verið að nýta
ódýra raforku
koma oft spurningar um hvernig
raforkunnar er aflað, hvort ekki
fýlgi mengun sem ekki eigi heima
í annars hreinu landi. Þessir er-
lendu gestir okkar halda nefnilega
oft að hér sé hreint land, algerlega
án mengunar og umhverfisvanda-
mála. Það fyrsta sem þeir hins
vegar sjá er orkufrek stóriðja og
ekki bætir málmbræðslan hinum
megin við veginn, útsýnið. Þeir
hugga sig þá við það að orkufram-
leiðslan mengi ekki umhverfið. Við
sem byggjum landið vitum þó að
hún er ekki án fórna á landsins
gæðum.
Uppistöðulón eru tiltölulega
grunn á Islandi.
ísland er þannig mótað að á
þeim svæðum þar sem vatnsöflun
til virkjana er auðveldust, er lands-
lag tiltölulega flatt og lítið um
djúpa dali. Uppistöðulón virkjana
verða þannig mörg hver, ákaflega
grunn (oft innan við 10 m meðal-
dýpt) og því þarf að kaffæra til-
tölulega mikið land fýrir tiltölulega
lítinn vatnsforða. Þannig verður
t.d. væntanlegt Hágöngulón ákaf-
lega yfirborðsmikið miðað við
dýpt. Einmitt á þessu svæði hefur
undirritaður, eins og fleiri leið-
sögumenn, ferðast um með er-
lenda ferðamenn sem sækjast eft-
ir algerum óbyggðum. Einnig hafa
margir íslendingar á leið í Vonar-
skarð farið um svæðið auk jeppa-
og vélsleðamanna á vetrum. Rök
Jakobs Björnssonar í Morgunblað-
inu föstudaginn 17. janúar, um
að uppistöðulón virkjana taki svo
lítið af heildaryfirborði hálendisins
hljóma í mínum eyrum hjákátleg.
Uppistöðulónin lenda oft inni á
þekktum ferðamannaleiðum og
útlitsskemmdir, vegagerð, stíflu-
garðar og annað hefur áhrif á
svæði langt umfram það sem yfir-
borð þessara mannvirkja segir til
um. Hér er því um hreina blekk-
ingu að ræða af hálfu Jakobs
Björnssonar.
Stóriðja grefur undan
ferðamannaþjónustu.
Það fer ekki vel saman að reka
orkufrekan stóriðnað og byggja
upp ímynd ómengaðrar paradísar
ferðamanna.
Nú viljum við enn bæta um
betur. Bráðlega komast ferða-
mennirnir varla út úr Reykjavík
aftur áður en við þeim blasa hlið
við hlið, járnblendiverksmiðja og
álver. Og það við einn af fallegri
fjörðum landsins. Ráðamenn þjóð-
arinnar virðast ekki skilja að sú
stóriðju- og orkuvinnslupólitík sem
rekin er í landinu í dag, grefur
undan einni mikilvægustu at-
vinnugrein landsmanna, ferða-
þjónustunni. Það sem þó er verra,
er að sumir af forráðamönnum
ferðaþjónustunnar, skilja það ekki
heldur og sýna litla samstöðu með
örvæningarfullum íbúum við Hval-
§örð. Þetta verður að breytast, ef
við viljum viðhalda þeim orðstír
sem þó fer af landinu í dag. Stór-
iðja og ferðaþjónusta fara ekki
saman. Útflutningur á raforku um
sæstreng og ferðaþjónusta fara
ekki saman vegna þess að með
þeim framkvæmdum sem stóriðju
og aukinni orkuvinnslu eru samf-
ara, völdum við landinu varanleg-
um útlitslýtum sem illa verða
bætt. Við skemmum þá ímynd sem
við erum að selja og verðum kjána-
leg í augum þeirra sem hingað
sækja í óspjallaða náttúru sem
löngu er horfin í heimalandi þeirra.
Nýstofnuð samtök um náttúru og
umhverfisvernd sem (þegar þetta
er skrifað) ekki hafa en hlotið
nafn, verða að taka ákveðna af-
stöðu gegn framkvæmdum eins
og álverinu í Hvalfirði og styðja
við bakið á íbúum svæðisins sem
hafna mengandi stóriðju. Hlutverk
samtakanna hlýtur m.a. að verða
að upplýsa fólk um framkvæmdir
sem þessar, hvetja almenning til
þess að leggja fram athugasemdir
og mótmæli áður en auglýstur
frestur til slíks rennur út þannig
að fólk vakni ekki við vondan
draum eftir að skipulag hefur ver-
ið samþykkt. Það sorglega er að
fæstir þeirra sem eru andsnúnir
álverinu í Hvalfirði áttuðu sig á
að mótmæla þegar á skipulags-
stigi. Nú hafa heimamenn brugð-
ist hart við, við hin sem eigum
hagsmuna að gæta, megum ekki
láta okkar eftir liggja.
EINAR TORFI FINNSSON,
leiðsögumaður og rekur litla
ferðaskrifstofu.
UTSALA - UTSALA
Mikiö úrval af:
Jökkum á kr. 5.000. Pilsum á kr. 1.500.
Buxum á kr. 2.800. Blússum á kr. 1.500.
Pilsum á kr. 2.800. Peysum á kr. 1.800.
Dragtir, kápur, úlpur,
blússur og peysur.
Opið á laugardögum frá 10-16
mraarion
Reykjavíkurvegi 64 ■ Hafnarfirði • Sími 565 1147
MORGUN
BLAÐSINS
Sunnudaginn 2. febrúar nk. gefur Morgunblaðið út hinn árlega blaðauka,
Fjármál fjölskyldunnar. Blaðaukinn mun væntanlega nýtast lesendum vel við gerð
skattframtalsins, en frestur til að skila framtalinu rennur út mánudaginn 10. febrúar nk.
Blaðaukinn fjallar um flest það sem viðkemur sköttum og fjármálum heimilanna.
Meðal efnis:
■ Breytingar á skattareglum.
Hvaða áhrif hafa þær?
■ Skattaafsláttur
■ Endurgreiðsla skatta
■ Leiðbeiningar varðandi
skattframtalsgerð
■ Breytingar á
lífeyrissjóðakerfinu
■ Greiðsluþjónusta bankanna
■ Fjárfestingaleiðir
almennings
■ Viðtöl o.fl.
Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar
í síma 569-1171 eða með símbréfi 569-1110.
Skilafrestur auglýsingapantana
er til kl. 12.00 máníidaginn 27. janúar.
- kjarni niálsins!
kvöldMóu m
KOPAVOGS ^7
Snælandsskóli - 200 Kópavogur
TUNGUMALANAMSKEIÐ
Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum.
ENSKA - DANSKA - NORSKA - SÆNSKA - FRANSKA
- ÍTALSKA - SPÆNSKA - ÞÝSKA - KATALÓNSKA -
*
ISLENSKA fýrir útlendinga
og fjöldi annarra námskeiða.
Innritun í símum:
564 1527, 564 1507 og 554 4391 kl. 17.00-21.00.