Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ __________________FRÉTTIR_______ Fyrsta tölvuinnbrotið sem upplýst er að fullu hérlendis TVÍTUGUR nemandi í HÍ hefur játað innbrot í tölvukerfí íslenska mennta- netsins í Reykjavík og á Akureyri. Við húsleit á heimili mannsins og notendasvæði hans í HÍ fannst m.a. hugbúnaður sem notaður er við inn- brot í tölvukerfí. Fíll í glervörubúð Ekki er vitað til að markmið með innbrotinu hafí verið annað en að láta reyna á tölvufærnina, sem fær raunar ekki háa einkunn. „Þetta var ekki góður tölvuþijótur, því hann gekk um eins og fíll í glervörubúð og skildi svo nánast eftir skónúmer og kennitölu," sagði Jón Eyfjörð umsjónarmaður íslenska mennta- netsins. Innbrotið átti sér stað 19. nóvem- ber á síðasta ári, en búnaður í kerfí íslenska menntanetsins gaf til kynna að brotist hefði verið inn í það um- ræddan dag. Málið var kært 29. nóvember til RLR. Þegar málið var kannað nánar fundust ákveðnar vísbendingar, sem leiddu til þess að grunur féll á há- skólanemann. Jón sagði að hann hefði komið inn á tiltekna alnetsþjón- ustu undir eigin nafni, en síðan not- að númer annarrar manneskju til að koma sér áfram inn á menntanetið. Með tímasetningum hefði svo verið hægt að leiða mjög sterkar líkur að því hver átti hlut að máli. Ekki hefur áður verið farið fram rannsókn með þessum hætti hérlend- is og því tók hún talsverðan tíma. Maðurinn var svo handtekinn á þriðjudag og gerð húsleit á heimili hans. Þá var lagt hald á tölvubúnað og tölvugögn heima hjá honum, á notendasvæði hans í Háskólanum, á heimasvæði sem hann átti áður hjá Margmiðlun hf. og heimasvæði hans hjá Islenska menntanetinu. Um var að ræða ýmsan hugbúnað sem notað- ur er við innbrot í tölvukerfi, svo sem til að bijóta upp lykilorð, en til að komast inn í kerfi menntanetsins þurfti tölvuþijóturinn m.a. að hafa ákveðin lykilorð á reiðum höndum. Grunur Ieikur á að þessi búnaður hafi fengist á alnetinu, en vitað er að þar gengur slíkur hugbúnaður manna á milli. Tilgangurinn óljós Manninum var sleppt á þriðju- dagskvöld eftir að hafa játað inn- brotið í kerfisstjórn innhringistöðva íslenska menntanetsins. Þaðan hafði tölvuþijóturinn aðgang að öll- um gögnum netsins og notendum þess, auk þess sem innhringistöðv- arnar eru tengdar alnetinu. Að sögn Arnars Jenssonar aðstoð- aryfirlögregluþjóns hjá RLR er mál- ið ekki að fullu upplýst, þrátt fyrir játninguna. Þannig liggi ekki fyrir hvort tilgangur innbrotsins hafí ver- ið annar en sá að reyna að komast sem lengst inn í tölvukerfið. Slíkt væri raunar þekkt markmið alþjóð- legra tölvuþijóta. „í raun má líkja þessu við að maður fari inn í búð og rífi úr hill- um, tilgangurinn er nákvæmlega enginn og hann græddi ekkert á þessu," sagði Jón. Engin löggjöf til Innbrotum og innbrotstilraunum í tölvukerfí hefur fjölgað töluvert undanfarið hér á landi, að sögn Arnars Jenssonar, þótt ekki hafi mörg slík verið kært til lögreglu. Þetta mál er það fyrsta sem upplýs- ist að fullu. Engin sérstök löggjöf hefur verið sett hérlendis um tölvubrot en víða í nágrannalöndum er slík löggjöf til, enda hefur fjölgað þar mjög af- brotum sem framin eru með tölvum og almenn löggjöf nær ekki til. Arn- ar sagði að umrætt mál sé rannsak- að sem meiriháttar eignarspjöll, samkvæmt hegningarlögunum. Að sögn Jóns Eyfjörð felst tjónið sem maðurinn olli á tölvukerfínu aðallega í því að yfírfara þarf og endurnýja tölvuskrár og gögn hjá íslenska menntanetinu og notendum þess. Þessi vinna tekur töluverðan tíma. Þá var einhveijum skrám eytt en til er afrit af þeim. Þá væri ekki vitað hvort maðurinn hefði valdið tjóni á kerfinu áður en komst upp um hann og skilið eftir möguleika á að bijótast slðar inn í kerfið. Jón sagði að öryggismál hefðu verið hert hjá íslenska menntanet- inu I kjölfar þessa máls. Það sama mun vera að segja um fleiri netþjón- ustur hér á landi, að sögn RLR. Morgunblaðið/Þorkell Oryggis- kantur undir Kópa- vogsbrú ÖRYGGISSTEINUM hefur verið komið fyrir undir Kópavogs- brúnni i því skyni að koma í veg fyrir að bílar geti lent á horni brúarstöpuls undir brúnni, en á undanförnum tveimur árum hafa að minnsta kosti tvö alvarleg umferðarslys orðið þegar bílar hafa ekið á horn brúarstöpulsins. Jónas Snæbjörnsson þjá Vega- gerðinni sagði að öryggisstein- unum hefði verið komið upp til bráðabirgða að minnsta kosti, en óráðið væri hvort venjuleg vegpríð yrðu sett upp í stað steinkantsins á þessum stað síðar. Fleiri blandast í smyglmál RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins handtók á þriðjudag karlmann, vegna gruns um innflutning á áfengi í gámum á seinasta ári. Grunur leik- ur á að um einn og jafnvel tvo gáma sé að ræða. Maðurinn var úrskurðaður I gæslu- varðhald í gær, til 12. febrúar næst komandi. Hörður Jóhannesson yfir- lögregluþjónn hjá RLR segir að í tengslum við rannsókn á miklu mágni áfengis sem verið hefur I gangi að undanfömu, hafí RLR fengið upplýs- ingar sem leiddu til handtöku manns- ins. Hann segir ekki staðfest að tengsl séu á milli þessa smygls og gámanna tveggja frá seinasta ári, sem Ijóst er að innihéldu smyglað áfengi og hafa verið til rannsóknar frá því skömmu eftir áramót. Bankaeftirlit Seðlabanka íslands Ásakanir á SPRON eiga ekki við rök að styðjast Morgunblaðið/Kristinn * Ysunetin um borð BANKAEFTIRLIT Seðlabanka Ís- lands telur að ásakanir Ástþórs Magnússonar á hendur Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis vegna meintrar „mismununar, trúnaðar- brests, ósanninda og tilraunar til mannorðsskerðingar“ eigi ekki við rök að styðjast. Alþjóðastofnunin Friður 2000 kærði SPRON til bankaeftirlitsins 27. desember síðastliðinn og vom viðskipti hreyfingarinnar og Ást- þórs Magnússonar við Sparisjóðinn rakin í bréfínu og þess krafíst að bankaeftirlitið ávítti SPRON fyrir óeðlilega viðskiptahætti, „auk þess sem bankaeftirlitið gefí tafarlaust út opinbera yfirlýsingu sem hreinsi nafn Ástþórs Magnússonar af þeim rógburði að nafn hans sé að fínna á vanskilaskrá bankanna“. í svarbréfí bankaeftirlitsins til Ástþórs, dagsettu 21. janúar, kem- ur m.a. fram að bankaeftirlitið hafí kynnt sér erindi hans og svör Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis, og það sé mat bankaeftirlitsins að svör MEÐ blaðinu I dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað frá BYKO. sparisjóðsins séu fullnægjandi og gefí ekki tilefni til að ætla að starfs- hættir hans hafi verið óeðlilegir eða feli í sér mismunun, trúnaðarbrest, ósannindi eða tilraun til mannorðs- skerðingar gagnvart Ástþóri. Því telji bankaeftirlitið að ásakanir hans á hendur sparisjóðnum eigi ekki við rök að styðjast. í bréfí bankaeftirlitsins segir að það telji ámælisvert að settar séu fram opinberlega órökstuddar full- yrðingar um starfsemi og veika fjárhagsstöðu nafngreindra Iána- stofnana. „í fjölmiðlum, og í dreifi- bréfi undirrituðu af yður, var því ítrekað haldið fram að fjárhags- staða Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis væri það veik að hann riðaði til falls. Eiginfjárstaða sparisjóðsins var 11,4% í árslok 1995 en lágmark samkvæmt_ lögum er 8%,“ segir í bréfinu til Ástþórs og tekur banka- eftirlitið fram að það telji ekki til- efni til frekari aðgerða af sinni hálfu vegna erindis hans. ÞRÍR þingmenn Kvennalista hafa lagt fram fmmvarp til breytingar á stjórnskipunarlögum á þá leið að tryggð verði sameign íslensku þjóð- arinnar á nytjastofnum í hafí. Einn- ig er lagt til að kveðið verði á um að nýting auðlindanna skuli vera sjálfbær og til hagsbóta fyrir þjóð- arheildina. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að það sé nánast sam- hljóða stjórnarfrumvarpi Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks frá síðasta kjörtímabili og því megi Vegna brælunnar undanfarið hafa sjómenn í Reykjavíkurhöfn tekið í land þorskanetin og róa búast við sátt um efni frumvarps- ins._ „í Iögum um stjórn fiskveiða er tekið fram að fiskistofnamir séu sameign þjóðarinnar, en með þessu frumvarpi til stjórnskipunarlaga er verið að tryggja stjómskipunarlega stöðu þess ákvæðis, ekki síst vegna þess lagafrumvarps sem nú liggur fyrir þinginu um að heimilda veð í aflahlutdeild,“ segir Guðný Guð- björnsdóttir, einn flutningsmanna, ásamt Kristínu Ástgeirsdóttur og Kristínu Halldórsdóttur. þess í stað á ýsuslóð 15 mínútna stím eða svo frá höfn. Jóhann Sigurðsson var að undirbúa róð- í greinargerð með fmmvarpinu segir að með sjálfbærri nýtingu sé átt við það að hún mæti þörfum núlifandi kynslóðar án þess að skerða möguleika kynslóða framtíð- arinnar til sambærilegrar nýtingar. Flutningsmenn vísa til mikils brottkasts físks og segja j)að geta ógnað sjálfbærri nýtingu. I greinar- gerðinni segir einnig að ákvæði um að nýtingin skuli vera til hagsbóta fyrir þjóðarheildina sé sett fram í ljósi þess að heilu byggðarlögin geti misst Iífsviðurværi sitt við kaup ur með því að skipta um net, taka þorskanet í land og setja ýsunet um borð. og sölu einstaklinga á aflahlutdeild- um. Við umræður á þingi í gær spurði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, hvort skilja mætti afstöðu Kvenna- listans svo að ekki ætti að treysta einstaklingum til að stunda útgerð, heldur koma á fót ríkisútgerðum. Guðný Guðbjömsdóttir svaraði því til að su nýting sem nú væri á auðlindinni væri ekki til hagsbóta fyrir þjóðarheildina, en það væri ekki stefna Kvennalistans að taka upp ríkisútgerðir. Stjórnarskrárfrumvarp Kvennalista um nytjastofna í hafi Sjálfbær nýting á sameign þjóðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.