Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 27
26 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMKEPPNIOG SÉRFRÆÐIN GAR SAMKEPPNISRÁÐ finnur samningi Tryggingastofnun- ar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur fjölmargt til foráttu: Hann hafi skaðleg áhrif á samkeppni og brjóti gegn ákvæðum samkeppnislaga. Úrskurður ráðsins kemur í kjölfar erindis frá Félagi ungra lækna, sem taldi ákvæði samningsins hindra aðgang nýrra sérfræðinga að samn- ingnum og mismuna þeim freklega. Unglæknar sögðu að samningurinn veitti félögum Læknafélags Reykjavíkur einkarétt á að selja þjónustu sína til Tryggingastofnunar - og styrkti á þann veg markaðsyfirráð þeirra. Samkeppnisráð telur það ekki samrýmast samkeppnis- lögum að byggja synjun um aðgang að samningi Trygg- ingastofnunar um sérfræðilæknishjálp á mati stofnunar- innar á þörf fyrir þjónustu í viðkomandi sérgrein. Ráðið beinir þeim tilmælum til samningsaðila að breyta ákvæðum samningsins í þá veru að einkaréttur Læknafélags Reykja- víkur verði afnuminn. Ráðið telur samninginn og fela í sér ólögmæt verðsamráð - og það brjóti gegn ákvæðum samkeppnislaga að banna félagsmönnum Læknafélagsins að taka að sér læknisstörf fyrir minna endurgjald en gjald- skrá félagsins tíundar. Samkeppnisráð veitir umræddri gjaldskrá og viðkom- andi samningsákvæðum undanþágu á þeim forsendum, að hún sé réttlætanleg þar sem draga myndi úr skilvirkni heilbrigðiskerfisins ef Tryggingastofnun þyrfti að semja við hvern einstakan lækni um þjónustu og verð fyrir hana, svo og að teknu tilliti til ástæðna er varða almannaheill. Ráðið getur þess í úrskurði sínum að gjaldskráin sé há- marksgjaldskrá. Mikilvægt er fyrir skattgreiðendur að fyrra fyrirkomu- lag, sem fól í sér óheft útstreymi fjár úr ríkissjóði fyrir sérfræðikostnað, verði ekki tekið upp aftur. Á hinn bóginn er erfitt að mismuna sérfræðingum að þessu leyti - eða torvelda endurnýjun í sérfræðiþjónustu. Úrskurður sam- keppnisráðs hlýtur að leiða til þess að heilbrigðisyfirvöld og læknar leiti nýrra leiða til þess að ná þessum markmið- um báðum. AÐHALDí ÞÁGU NEYTENDA FLUGLEIÐIR hf. hafa á undanförnum árum, auk þess að vera ráðandi aðili í loftsamgöngum til og frá land- inu, haslað sér völl í ferðaskrifstofurekstri og ráða sí- stækkandi hluta markaðarins í sölu utanlandsferða til íslendinga, jafnt og sölu íslandsferða á erlendum mörkuð- um. Slík staða eins fyrirtækis á innanlandsmarkaði getur haft neikvæð áhrif á samkeppni og hagsmuni neytenda - þótt það sé heldur engan veginn sjálfgefið. Það er með hliðsjón af þessu, sem Samkeppnisstofnun hefur sett níú skilyrði fyrir yfirtöku Flugleiða á Ferðaskrifstofu íslands, en félagið á nú þegar þriðjung í ferðaskrifstofunni og hyggst nýta sér kauprétt að afgangi hlutafjárins. Á meðal skilyrða Samkeppnisstofnunar er að Ferða- skrifstofa íslands verði áfram rekin sem sjálfstætt fyrir- tæki og óháð Flugleiðum, að mikilvægar viðskiptaupplýs- ingar gangi ekki á milli fyrirtækjanna nema keppinautum standi þær einnig til boða og að keppinautum ferðaskrif- stofunnar verði tryggð sambærileg kjör hjá Flugleiðum og hún nýtur. Allt þetta stuðlar að því að viðhalda sam- keppni á ferðamarkaðnum og þar með að vernd hagsmuna nejúenda. Aðferð Samkeppnisstofnunar til að hafa eftirlit með því að skilyrðin séu haldin er athyglisverð; það er í raun falið keppinautum Ferðaskrifstofu Islands að kvarta, njóti þeir ekki sömu kjara hjá Flugleiðum og ferðaskrifstofan. Ætla má að þeir, sem starfa á þessum markaði, hafi að jafnaði betri upplýsingar um það, sem þar fer fram, en starfsmenn Samkeppnisstofnunar. Að því leyti er þetta skynsamleg stefna. Hins vegar er sá annmarki á þessari aðferð, að hinar sjálfstæðu ferðaskrifstofur eiga svo mik- ið undir góðum samskiptum við Flugleiðir að ekki er víst að forsvarsmenn þeirra treysti sér til að kæra fyrirtækið fyrir Samkeppnisstofnun - svo sterk er staða Flugleiða orðin. DANSKI VINNUMARKAÐURINN Samið um lág- marks trygg’ingu í fyrstu vinnu- staðasamningum SAMTÖK málmiðnaðarmanna í Danmörku reka tvo skóla fyrir trúnaðarmenn. Skólann í Jorlunde við Slangerup sækja árlega um 10 þúsund trúnaðarmenn. Trúnaðarmenn gegna algjöru lykilhlutverki á danska vinnumarkaðinum. Danir verja miklum tíma og fjármunum til að mennta trúnaðarmenn til starfa. Trúnaðarmenn eiga víðtækan rétt til að fá upplýsingar um rekstur fyrirtækis síns og þessar upplýsingar eiga stóran þátt í því að byggja upp traust * milli samningsaðila. Egill Olafsson fjallar um trúnaðarmenn og lausn ágreinings um vinnu- staðasamninga í þessari annarri grein sinni af þremur um danskan vinnumarkað, en hann heimsótti m.a. skóla fyrir trúnaðarmenn. TRÚNAÐARMAÐURINN er lykilmaður í þessu kerfi okkar og hann er sífellt að taka að sér fleiri verk- efni. Hann sér ekki aðeins um samningamál fyrir hönd starfs- manna. Hann er mikilvægur aðili varðandi vinnuvernd og öryggis- mál, menntamál og fleiri mál,“ seg- ir Verner Elgaard, aðalritari CO- Industri. Það er ekki ofsagt að öflugt trún- aðarmannakerfi sé lykillinn að því hve vel Dönum hefur gengið að skipuleggja vinnumarkað sinn og hve vel þetta skipulag gengur upp. Áherslan sem Danir leggja á öflugt trúnaðarmannakerfi sést kannski best á því að þeir treysta sér ekki til að breyta úr taxtalaunakerfi í kerfi lágmarkslauna og vinnustaða- samninga fyrr en búið er að mennta trúnaðarmenn og kenna þeim að semja við fyrirtækin. Miðað er við -að uppbygging trúnaðarmanna- kerfis taki tvö ár. Tpkur tíma að breyta um launakerfi „Að sjálfsögðu breyta menn ekki um launakerfi á einni nóttu. Vanda- málið er að í kerfi taxta- launa er það ekki trúnað- armaðurinn sem semur fyrir hönd starfsmanna heldur verkalýðsfélagið. Hann hefur því hvorki þá reynslu né þekkingu sem þarf að vera fyrir hendi til að hann geti tekið þetta hlutverk að sér. í þeim tilvikum þegar samið hef- ur verið um að breyta samningum úr taxtalaunakerfi yfir í vinnu- staðasamninga hefur yfírleitt verið farin sú leið að setja í aðalkjara- samning ákvæði sem tryggja starfsmönnum lágmarkslauna- hækkun óháða niðurstöðu vinnu- staðasamninga. Trúnaðarmenn og stjórnendur fyrirtækja eru fijálsir að því að semja inni í fyrirtækjun- um, en starfsmönnum er tryggð tágmarkshækkun, sem er t.d. 1,80 krónur á tímann. Eftir að þessu Fyrst er reynt að leysa ágreining án þátttöku stéttarfélags tveggja ára samningstímabili er lokið verða trúnaðarmenn að semja sjálfír," segir Dines Schmidt Niel- sen, yfirhagfræðingur sambands málmiðnaðarmanna í Danmörku. Öflugt menntakerfi Trúnaðarmaðurinn er sá aðili sem fer með samningsumboð fyrir hönd starfsmanna í vinnustaðasamning- um. Á stærri vinnustöðum eru margir trúnaðarmenn starfandi þar eð hver og einn er fulltrúi fyrir tiltek- inn starfshóp og í sumum tilvikum er kosinn aðaltrúnaðarmaður. í að- alkjarasamningi Dansk-Industri og CO-Industri eru ítarleg ákvæði um störf trúnaðarmanna, hlutverk, kosningu, réttindi og fleira. Trúnað- armaður á samkvæmt samningum að fá þann tíma sem hann þarf til að sinna trúnaðarmannsstörfum og á stærri vinnustöðum eru þau oft einu störf trúnaðarmanns. Danska verkalýðshreyfíngin leggur mikla áherslu á að mennta trúnaðarmenn sína og ver til þess miklum íjármunum. Samband málmiðnaðarmanna rekur t.d. tvo skóla fyrir trúnaðarmenn. Annar þeirra er í Jorlunde við Slangerup skammt utan við Kaup- mannahöfn. Hann sækja u.þ.b. 10 þúsund trúnað- armenn á ári hveiju. Við skólann starfa sjö kenn- arar í fullu starfi, auk annars starfsliðs. Kai Bloch, kennari við skól- ann, segir að í honum sé lögð áhersla á að þjálfa trúnaðar- menn til að semja við vinnuveitend- ur. Þeir fái fræðslu um þær reglur sem gilda á vinnumarkaði. Einnig séu þeim kennd nokkur grundvall- aratriði í hagfræði og hvernig eigi að lesa út úr reikningum fyrirtækja svo dæmi sé tekið. Námið í Jerlunde er byggt upp á sex grunnnámskeiðum sem ætl- ast er til að allir trúnaðarmenn taki. Hvert þeirra stendur í eina viku. Bloch segir að mörg stéttarfélög setji það sem skilyrði fyrir því að trúnaðarmaður megi gegna starfi Morgunblaðið/Egill KAI Bloch, kennari við trúnaðarmannaskólann í Jorlunde, segir að meðal þess sem sé kennt í skólanum séu nokkur grunnatriði í hagfræði og hvernig eigi að lesa úr reikningum fyrirtælga. Ætlast er til að hver trúnaðarmaður sæki að lágmarki sex nám- skeið en hvert þeirra stendur í eina viku. KIM Laustsen og Bent Hansen trúnaðarmenn segjast ekki telja að staða þeirra sé veik í viðræðum við vinnuveitendur um gerð vinnustaðasamninga þó að stéttarfélag þeirra eigi ekki beina að- ild að viðræðunum. Þeir segjast hafa náið samráð við stéttarfélag sitt og þau komi að viðræðum ef ekki náist samkomulag. Samningaferillinn í Danmörku komi upp ágreiningur um gerð vinnustaðasamnings f AÐALKJARASAMNINGUR ..jih j ....... : VINNUSTAÐASAMNINGUR 9 Stjórnandi Trúnaðarmaður fyrirtækis ef ekki semst, þá... f.h. starfsmanna Samtök ^ ^ Samtök atvinnurekenda ef ekki semst, þá... launafólks Forysta samtaka Forysta samtaka atvinnurekenda ef ekki semst, þá... launafólks Forysta samtaka g I Forysta samtaka atvinnurekenda , ,,. , ^ launafólks i----------- ef ekki semst, þa... ------ I------------------1 /jár GERÐARDOMUR sínu að hann taki þess námskeið. í kjarasamningum er tekið fram að nýir trúnaðarmenn eigi rétt á að fara á námskeið svo fljótt sem auðið er. Til viðbótar eru kennd í Jörlunde námskeið um öryggismál og vinnuumhverfí, um virkni og afköst á vinnustað, um félagsleg réttindi starfsmanna og fleira. Skólinn í Jorlunde er kostaður af stéttarfélögunum og sjóði danska alþýðusambandsins, en vinnuveit- endur eru skuldbundnir til að greiða í hann. Réttur trúnaðarmanns til upplýsinga Samkvæmt aðalkjarasamningi á trúnaðarmaður rétt á að fá upplýs- ingar um efnahag fyrirtækisins og um áform varðandi starfsmanna- hald, en fyrirtækið er skuldbundið að tilkynna trúnaðarmanni um upp- sagnir starfsfólks. Samkvæmt samningnum eiga trúnaðarmenn rétt á fundi með stjórnendum fyrir- tækja sex sinnum á ári þar sem upplýsingar af þessum toga eru veittar. Verner Elgaard, aðalritari CO- Industri, segir þennan rétt til upp- lýsinga afar mikilvægan. Það sé forsenda þess að trúnaðarmenn geti náð árangri í viðræðum við stjórnendur fyrirtækja að þeir hafí upplýsingar um afkomu þeirra og áform í rekstrinum. Bent Hansen og Kim Laustsen, sem eru trúnaðarmenn og voru við nám í skóla járniðnaðarmanna í Jorlunde þegar Morgunblaðið skoð- aði skólann, segja að það sé nokkuð mismunandi frá einum vinnustað til annars hversu upplýsinga- streymið milli trúnaðarmanna og fyrirtækja er mikið. Víða sé samið um þetta í vinnustaðasamningum. Þeir sögðust báðir vinna í fyrirtækj- um sem gæfu starfsmönnum ítar- legar upplýsingar um alla þætti reksturins og afkomu. Hansen vinnur í fyrirtæki sem samið hefur við starfsmenn um launakerfi sem kallað er launakerfi tíunda áratugarins. Samkvæmt samningnum eiga trúnaðarmenn rétt á upplýsingum um alla þætti framleiðslunnar. Hversu mikið er framleitt í einstökum deildum, hver eru hráefniskaup, hvaða verð fæst fyrir framleiðsluna og fleira. Hann á einnig rétt á upplýsingum um afkomu fyrirtækisins. Fyrirtækið má t.d. ekki birta neinar tölur um afkomu þess nema hafa áður kynnt þær fyrir trúnaðarmönnum. Sam- kvæmt þessu kerfí eru einnig haldn- ir mánaðarlegir fundir með starfs- fólki þar sem m.a. upplýsingar af þessum toga eru ræddar. Hansen og Laustsen sögðu að gott upplýsingaflæði frá fyrirtækj- um til trúnaðarmanna hefði marga kosti. Þetta væri mikilvægur þáttur í að byggja upp traust milii stjórn- enda fyrirtækja og trúnaðarmanna. Trúnaðarmenn gerðu sér betur grein fyrir hvað væri mögulegt og ekki mögulegt að gera í kjarasamn- ingum. Styrkur trúnaðarmanna Það fer ekkert á milli mála að trúnaðarmannakerfí dönsku verka- lýðshreyfingarinnar er afar sterkt. Miklum fjármunum er varið í að mennta trúnaðarmenn og styrkja stöðu þeirra gagnvart viðsemjend- um sínum. Trúnaðarmannakerfíð er einnig mikilvægur þáttur í upp- byggingu verkalýðshreyfíngarinn- ar. Stéttarfélögin sækja forystu- menn sína í hóp þeirra sem hafa orðið trúnaðarmenn og hlotið til þess menntun og þjálfun. Aðspurður viðurkennir Schmidt Nielsen þó að almennt megi segja að trúnaðarmannakerfi ófaglærðra starfsmanna sé ekki eins sterkt og trúnaðarmannakerfí faglærðra starfsmanna. „Eins og gefur að skilja er auðveldara að búa til góð- an trúnaðarmann ef hann hefur góða grunnmenntun eða ef hann hefur lokið iðn- eða framhalds- skólanámi. En ég get þó fullyrt að meðal ófaglærðra eru margir mjög öflugir trúnaðarmenn. Margir hafa lokið framhaldsnámi og dæmi eru um að þeir hafí einnig stundað nám í háskóla." Rétt er að leggja áherslu á að danskur vinnumarkaður er fjöl- breyttur. Hans Skov Christensen, framkvæmdastjóri Dansk Industri, segir að í sumum fyrirtækjum eða starfsgreinum komi trúnaðarmaður lítið að samningum um kaup og kjör. Þar séu samningar gerðir með beinum viðræðum milli starfsmanns og vinnuveitandans. Hann bendir á að í kjarasamning- um séu ákvæði sem tryggi rétt stéttarfélaga til að hafa afskipti af fyrirtækjum ef greidd meðallaun þar séu ekki í neinum tengslum við greidd meðallaun í viðkomandi starfsgrein. Stéttarfélögin geti þá óskað eftir skýringum og síðan sé reynt að finna lausn ef skýringar eru ekki taldar fullnægjandi. í stöðugu sambandi við stéttarfélagið Hansen segist ekki telja stöðu sína veika í samningaviðræðum við vinnuveitanda sinn. Sú menntun sem hann hafi aflað sér í skóla málmiðnaðarmanna sé mikilvæg og án hennar geti hann ekki mætt vinnuveitandanum á jafnréttis- grundvelli. Aðspurður kveðst hann ekki líta svo á að staða starfs- manna sé veikari vegna þess að stéttarfélagið komi ekki að yiðræð- um með beinum hætti. „Ég er í stöðugu sambandi við stéttarfélagið mitt þegar ég á í viðræðum við vinnuveitanda minn eða ef ég er óviss um einhver atriði á vinnustað. Undantekningalaust veitir félagið mér allan þann stuðning sem ég óska eftir. Mér finnst því staða mín eða þeirra starfsmanna sem ég er umbjóðandi fyrir ekki vera veik.“ Bæði Skov Christensen og Schmidt Nielsen segja að einn af stærstu kostum danska launa- kerfisins sé að það sé sveigjanlegt. Hansen og Laustsen voru spurðir um þetta atriði og hvort þeir væru fúsir til að fallast á launalækkun ef illa gengi hjá þeirra vinnuveit- endum. Þeir sögðu að þeir yrðu mjög tregir til að fallast á launa- lækkun, en þeir myndu væntanlega fallast á að ræða breytingar á vinnufyrirkomulagi ef það mætti verða til þess að auðvelda fyrirtæk- inu að vinna sig út úr vandanum. Það skipti einnig máli hvort erfið- leikar fyrirtækisins væru stjórnend- um fyrirtækisins að kenna eða hvort sökin lægi að einhveiju leyti hjá starfsmönnunum. Hansen og Laustsen segjast ekki vilja breyta skipulagi danska vinnu- markaðarins og telja kerfið í öllum aðalatriðum gott. Niels Overgaard, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Dansk Industri, telur _einnig að kerfið sé gott, en hann segir það þó vandamál hvað trúnaðarmenn í einstökum fyrirtækjum hafí ólíkar áherslur í viðræðum við vinnuveit- endur. Hann segir að það yrði ótví- ræð framför ef meira væri um að starfsmenn tilnefndu aðaltrúnaðar- mann og hann semdi við fyrirtækið fyrir hönd þeirra allra. Samtök atvinnurekenda og stéttarfélaga ræða saman Samtök atvinnurekenda og verkalýðshreyfingin hafa komið sér saman um vinnubrögð ef upp kem- ur ágreiningur á vinnustað. Ágrein- ingurinn getur bæði tengst deilu um kjarasamning milli starfsmanna og stjórnenda fýrirtækis og einnig um ýmis önnur mál sem tengjast launakjörum beint eða óbeint. Ef stjórnanda fyrirtækis og trúnaðar- manni tekst ekki að leysa ágreining sín á milli geta þeir óskað eftir aðstoð samtaka sinna.' Ekki er til- tekið í kjarasamningi hvað langur tími þarf að líða þar til stéttarfélag og samtök atvinnurekanda mega koma að deilunni. Þar segir einung- is að trúnaðarmaður og fyrirtæki skulu leysa misklíð „eins fljótt og auðið er“. Náist ekki samkomulag getur trúnaðarmaður óskað eftir því að fulltrúi stéttarfélags hans komi að viðræðum með beinum hætti. En um leið kemur fulltrúi samtaka vinnuveitenda að deilunni. Viðræð- urnar færast þar með á annað stig þar sem báðir deiluaðilar styðjast við fulltrúa sinna hagsmunasam- taka. „Af okkar hálfu er það algjört grundvallaratriði, sem við fylgjum fast eftir, að rekstur fyrirtækjanna sé sjálfstæður og það sem þar ger- ist sé mál stjórnenda fyrirtækjanna og starfsmanna. Trúnaðarmenn eru fulltrúar starfsmanna og gegna afar mikilvægu hlutverki, en stéttarfélög- in eða samtök vinnuveit- enda mega ekki hafa bein afskipti af því sem gerist í fyrirtækjunum. En ef það kemur upp ágreining- ur í fyrirtækjum milli stjórnenda og trúnaðarmanna, sem þeim tekst ekki að leysa, þá koma fulltrúar stéttarfélaganna og sam- taka vinnuveitenda að deilunni og leysa hana í samræmi við kerfi sem við höfum komið okkur saman um varðandi lausn ágreiningsmála. Við sættum okkur ekki við að fulltrúi stéttarfélaganna fari inn á vinnu- staðinn nema að fulltrúi samtaka atvinnurekenda sé þar einnig til staðar," segir Skov Christensen. Viðmælendur Morgunblaðsins af hálfu verkalýðshreyfingarinnar sögðu að enginn ágreiningur væri um þetta fyrirkomulag við vinnu- veitendur. Þeir tækju ekki beinan þátt í viðræðum nema fulltrúi sam- taka vinnuveitenda kæmi einnig að viðræðum. Þegar ekki tekst að leysa deilu innan fyrirtækis óska deiluaðilar skriflega eftir aðstoð sinna sam- taka. Jafnframt gera deiluaðilar skriflega grein fyrir um hvað er deilt og skilgreina vandann. Þeir sem koma að viðræðum fyrir hönd samtaka atvinnurekenda og launa- manna eru í kjarasamningum kall- aðir „sáttafulltrúar“. Ef deilan varðar aðeins eitt stéttarfélag kem- ur fulltrúi þess trúnaðarmanni til aðstoðar, en ef deilan varðar fleiri stéttarfélög kemur fulltrúi frá landssambandi að samningaborð- inu. Ef þeim tekst ekki að leysa deiluna færist hún á annað stig. Þá koma forystumenn samtaka at- vinnurekenda og stéttarfélaganna að deilunni og hún færist í meira mæli úr fyrirtækinu yfír í höfuð- stöðvar samtaka hagsmunasamtak- anna. Viðkomandi fyrirtæki og trúnaðarmaður taka eftir sem áður þátt í viðræðum. Ef viðræður á þessu stigi leiða ekki til niðurstöðu getur málið farið fyrir gerðardóm. Ríkissáttasemjari kemur aldrei að lausn deilu um vinnustaðasamning. Samið um hagræðingu Vinnustaðasamningar geta verið mjög ólíkir frá einu fyrirtæki til annars. Enda er eitt af markmiðum þeirra að laga samninga að ólíkum aðstæðum. Algengt er að stjórnend- ur fyrirtækja bjóði starfsmönnum upp á þann kost að breyta vinnu- fyrirkomulagi, t.d. vinnutíma eða taka upp einhvers konar vinnu- hvetjandi launakerfí. Trúnaðar- menn hafa að jafnaði náið samráð við stéttarfélög og landssamtök þeirra þegar slík breyting er gerð. Samningar um breytt vinnufyrir- komulag byggjast jafnan á forsend- um um hagræðingu, aukinni fram- leiðslu og fleiri þáttum. Ef þessar forsendur reynast ekki réttar hafa fyrirtækið eða starfsmenn rétt á að krefjast endurskoðunar að til- teknum reynslutíma liðnum. Starfs- menn geta þá krafist stærri hlutar ef hagræðingin af breytingunni reynist meiri en ráð var fyrir gert og fyrirtækið getur krafist breyt- inga á samningnum ef í ljós kemur að hann skilar ekki tilætluðum ár- angri. Uppsögn á samningi um breytt vinnufyrirkomulag tekur gildi tveimur mánuðum eftir að honum hefur verið sagt upp ef nýr hefur ekki verið gerður og þá tekur við ^ gamli samningurinn sem áður var unnið eftir. Eftir að aðalkjarasamningar hafa verið gerðir geta stéttarfélögin ekki farið í verkföll. Starfsmenn fyrirtækis geta því ekki farið í verk- fall þó að þeir eigi í deilu við stjórn- endur þess því þeir eru bundnir af aðalkjarasamningnum. Þeir eiga hins vegar þann kost að fara sér hægt við vinnu og jafnvel grípa til ólöglegra vinnustöðvana. Það er að heyra á viðmælendum Morgunblaðsins að þetta séu þær aðferðir sem starfsmenn noti ef í hart fer. Ef starfsmenn grípa til ólöglegra aðgerða er það ^ jafnan án þátttöku trún- aðarmanns. Við slíkar aðstæður er það hans hlutverk að leitast við að finna sáttaleið, en sam-" kvæmt kjarasamningi er það skylda trúnaðar- manns að „vinna að kyrr- látri og góðri samvinnu" á vinnu- stað. Það má því næstum segja að þessar ólöglegu aðgerðir, sem heyr- ir til undantekninga að séu notað- ar, séu hluti af hefðinni. Vinnuveit- endur viðurkenna ekki þessa bar-.< áttuaðferð, en það má kannski orða það svo að þeir sætti sig við hana. Trúnaðarmaö- urgegnir lykil- hlutverki í samninga- viðræðum Á morgun Kostir danska kerfisins eru m.a. að ákveðinn sveigjanleiki ríkir á vinnumarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.