Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 15 LANDIÐ NEYTENDUR Hitaveita Suðurnesja Orkuver stækkað út í Bláa lónið Grindavík - Fyrirhuguð stækkun orkuvers Hitaveitu Suðurnesja mun að öllum líkindum fara út í Bláa lónið samkvæmt hugmyndum að staðsetningu sem forstjóri HS kynnti nýlega á stjómarfundi. Að sögn Júlíusar Jónssonar for- stjóra HS samþykkti stjórn hita- veitunnar í maí 1995 að heija und- irbúning að aukinni rafmagns- framleiðslu. Hefur á þeim tíma sem liðinn er verið unnið að hönnun stækkunarinnar, sem gengur undir nafninu Orkuver 5. Þar verða unn- in 30 MW af rafmagni og 240 sekúndulítrar af heitu vatni. Þörf er á að endurnýja Orkuver 1, sem framleiðir 150 sekúndulítra af heitu vatni en eftir 20 ár verður það orðið úrelt. 3 milljarða kostnaður Nýja orkuverið verður 1.500 fermetrar að grannfleti, fyrir utan kæliturna, og kostar 3 milljarða króna. Heppilegasta staðsetningin er talin út í Bláa lónið frá Orku- veri 1, þannig að nokkur hluti lóns- ins fari undir mannvirkið. Reisa verður garð þvert yfir lónið til að þurrka norðurhluta þess upp, áður en hægt er að hefja jarðvegsvinnu. Bláa lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður á Islandi og hefur staðið til að færa það vegna þess að stækkun raforkuversins gat orðið í náinni framtíð. Nú ber stækkunina bráðar að en menn ætluðu, að sögn Júlíusar Jónsson- ar. Á áðurnefndum stjórnarfundi kynnti Júlíus könnun tæknimanna á gufuhverflum til raforkufram- leiðslu, en talið er heppilegt, með tilliti til kostnaðar, að reikna frek- ar með einum 30 MW hverfli en tveimur 15 MW. Þá veitti stjórnin forstjóranum heimild til að leita til nokkurra arkitekta eftir hugmynd- um að útliti nýja orkuversins. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson SÉÐ yfir Bláa lónið í Svartsengi. í bakgrunni er fjallið Þorbörn og Grindavík. Bliki EA nýr togari útgerðarfyrirtækisins BGB Heldur til rækju- veiða í næsta mánuði TOGARINN Bliki EA 12 heldur til rækjuveiða upp úr miðjum næsta mánuði, eftir skoðun og andlitslyft- ingu hjá Slippstöðinni hf. á Akur- eyri. Bliki er systurskip Júlíusar Havsteen ÞH á Húsavík og er rúm 400 tonn að stærð. Togarinn sem er í eigu útgerðarfyrirtækisins BGB á Árskógssandi, var keyptur frá Grænlandi og er hann vel útbúinn til rækjuveiða. Blika er ætlað að leysa af hólmi minna skip fyrirtæk- isins með sama nafni og skrásetn- ingarnúmeri. Þórir Matthíasson, fram- kvæmdastjóri BGB, segir að Bliki hafi farið í gegnum skoðun hjá Slippstöðinni fyrir hina grænlensku seljendur, enda sé skipið enn í þeirra höndum. „í framhaldi af þeirri skoðun þurfum við að gera ýmsar endurbætur samkvæmt ís- lenskum kröfum og ganga þannig frá málum að skipið komist undir íslepskan fána.“ Útgerðarfélagið Bliki á Dalvík og G. Ben. á Árskógssandi samein- uðust nýlega undir merki BGB og Morgunblaðið/Kristján BLIKI EA nýr togari útgerðarfyrirtækisins BGB er í skoðun og andlitslyftingu hjá Slippstöðinni á Akureyri. Stefnt er að því að skipið haldi til rækjuveiða upp úr miðjum febrúar. segir Þórir að enn sé unnið að ýms- um en stefnt er að því að selja skip- um málum í tengslum við þá sam- ið og standa yfir viðræður við Norð- einingu. Gamli Bliki er á rækjuveið- menn um hugsanleg kaup á því. Morgunblaðið/Kristinn Bóiius 20-30% afsláttur af ungnautakjöti í DAG, fimmtudag, hefst útsala á ungnautakjöti í Bónus. Um er að ræða 10 til 12 tonn af kjöti og nemur afslátturinn 20-30%. Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hjá Bónus er meðal annars á til- boði hakk, snitzel, gúllas, ham- borgarar og nautahryggvöðvar (fillet). _ Jón Ásgeir segir að ungnauta- hryggvöðvi hafi verið á 1.425 krónur kílóið en kosti á útsölunni 1.099 krónur. Þá er venjulegt verð á nautasnitzel 1.058 krónur en er núna 799 krónur. Ungnautahakk var áður á 669 krónur kílóið en fer í 549 krónur kílóið. Jón Ásgeir segir vaxandi titr- ing á kjötmarkaði ástæðu þess að kjötið býðst núna á lækkuðu verði og segir að um þessar mund- ir sé offramboð á flestum kjötteg- undum. Hann býst við að kjöt- birgðirnar endist fram yfir helgi og segist jafnvel búast við álíka tilboðum á öðrum kjöttegundum á næstunni. - Hvaðan kemur þetta kjöt? „Þetta er ungnautakjöt frá góð- um sláturleyfishafa." IMýtt Pítsur með ostafyllingu HAFIN er sala á pítsum með osta- fyllingu í kantinum hjá Pizza Hut á Hótel Esju. Pítsurnar eru öðru- vísi en venjulegar pítsur að því leyti að kantur þeirra er fylltur með mozzarella osti og síðan er kanturinn úðaður með hvítlauk. Pítsan sjálf er að auki nýjung þar sem hún er þunn og með nýrri kryddaðri tómatblöndu. Pítsurnar eru seldar í einni stærð, fyrir 3-4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.