Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Tommi og Jenni
Ferdinand
BREF
TBL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylgavik • Sími 5691100 • Símbréf 5691329
• Netfang: lauga@mbl.is
„Afrekslisti“
hrossaræktar-
ráðunautar
Opið bréftil
stjórnar
Bændasamtaka
Frá Félagi tamningamanna:
TILEFNI þessa bréfs stjómar Fé-
lags tamningamanna er grein
Kristins Hugasonar, hrossarækt-
arráðunautar BÍ, sem birtist í des-
emberhefti tímaritsins Eiðfaxa
undir nafninu „Upp á himins bláum
boga“.
I grein sinni birtir Kristinn
Hugason hrossaræktarráðunautur
BI lista yfir þá tamningamenn sem
hann telur fremsta sem sýnendur
kynbótahrossa. Kristinn ákveður,
að á þennan „afrekslista" sinn
komist aðeins þeir, sem sýnt hafa
að lágmarki 15 sinnum á árinu.
Samkvæmt upplýsingum Kristins
þurfa ekki að standa 15 hross á
bak við þessar 15 sýningar, vegna
þess að mörg hross eru sýnd oftar
en einu sinni á ári, gjarnan bestu
hrossin. Þau kynbótahross sem
koma til dóms á stórmótum svo
sem fjórðungs- og landsmótum
hafa t.d. verið dæmd áður í for-
skoðun. Við útreikning á afreki
manna á „afrekslista" Kristins
vegur byggingardómur hrossanna
helming af afreki sýnandans. Á
„afrekslista“ Kristins skiptir höf-
uðmáli hversu oft menn hafa sýnt
á árinu, því samkvæmt listanum
eru þeir ekki mestir afreksmenn
sem hafa hæst meðaltal einkunna
fyrir sýningar sínar.
Fleiri hross -
betri sýnendur
Við teljum að með skrifum sín-
um sé Kristinn Hugason kominn
út fyrir verksvið sitt sem ráðu-
nautur í hrossarækt. Með því að
raða sýnendum á afrekslista
byggðan á eigin forsendum hefur
hann brugðist trausti sýningar-
manna og ræktenda um hlutleysi.
„Afrekslisti Kristins“ er augljós-
lega persónulegt mat hans, þar
sem menn raðast ekki á hann eft-
ir einkunnum heldur býr ráðu-
nauturinn sér til kerfi til að raða
sýnendum. Kerfi Kristins gengur
út frá því að sýnandinn hafi afger-
andi áhrif á byggingardóm hross-
ins. Þá gengur kerfið og út frá
því að menn séu betri sýnendur
eftir því sem þeir sýna fleiri hross.
„Afrekslisti" Kristins er því per-
sónulegt mat hans á getu sýn-
enda. Það hlýtur að teljast mjög
hæpið að hrossaræktarráðunautur
BÍ búi sér til eigið kerfi í þeim
tilgangi að hampa einstökum sýn-
endum og er það til þess fallið að
veikja ímynd hans sem óháðs dóm-
ara.
Það er að okkar mati í hæsta
máta óeðlilegt að hrossaræktar-
ráðunautur BI hafi með þessum
hætti áhrif á hvaða tamninga-
menn hesteigendur velja til að
þjálfa hross sín og sýna.
Við teljum að með skrifum sín-
um skaði Kristinn Hugason starf
tamningamannsins með því að etja
mönnum út í kapp um fjölda sýn-
inga. Verði það eftirsóknarvert í
framtíðinni að komast á „afreks-
lista“ Kristins er hætta á að ein-
hverjir kunni að beita hæpnum
aðferðum til að komast á hann.
„Afrekslisti" Kristins getur í
vissum tilvikum verið óæskilegur
fyrir ræktunarstarfið. Sem dæmi
má nefna að „afrekslistinn" ýtir
enn frekar undir þá óæskilegu þró-
un að beitt sé öllum ráðum til að
margsýna bestu kynbótahrossin.
Kristinn Hugason hefur oft lýst
því yfir að æskilegt sé að stytta
ættliðabilið í ræktunarstarfinu og
til þess þurfa hryssurnar að fara
sem fyrst inn í ræktun. Áhrif „af-
rekslistans" eru þannig líkleg til
að verka hamlandi á þessi mark-
mið. Þá er það hugsanlegt að áhrif
„afrekslista" Kristins gætu einnig
orðið þau að knapar forðist að
sýna lakari hrossin í dómi. En eins
og Kristinn hefur oft lýst yfir er
það mikilvægt að lakari hrossin
komi til dóms til að sem best mynd
fáist af ræktunarstarfinu og að
útreikningur á kynbótagildi hross-
anna verði sem nákvæmastur.
Keppni á kostnað
gæðanna
Eitt af verkefnum stjórnar FT
er hagsmunagæsla fyrir félags-
menn. Við teljum að útgáfa „af-
rekslista" Kristins Hugasonar geti
skaðað tamningamenn og stuðlað
að óheilbrigðri samkeppni meðal
þeirra. Stór hópur manna innan
FT hefur atvinnu af tamningu og
þjálfun kynbótahrossa og í fram-
haldi af því sýningu þeirra á kyn-
bótadómi. Keppni sú sem Kristinn
Hugason efnir til um fjölda sýndra
hrossa getur orðið á kostnað gæða
þeirrar undirbúningsvinnu sem að
baki liggur og er þar með þvert á
eitt aðalmarkmið FT, það að stuðla
að bættri meðferð og tamningu
hestsins okkar.
Við óskum eftir því að Kristinn
Hugason hrossaræktarráðunautur
BI haldi sig við dóma á kynbóta-
hrossum og faglega ráðgjöf við
hrossaræktendur í landinu en láti
vera að draga tamningamenn í
dilka opinberlega.
STJÓRN FÉLAGS
TAMNINGAMANNA.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.