Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞÚ mátt mín vegna halda áfram að stinga hausnum í fjóshauginn.
Ég ætla að fara að kíkja út fyrir túngarðinn . . .
Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða-Landsýnar
Hefði átt að
ógilda yfirtökuna
HELGI Jóhannsson, forstjóri Sam-
vinnuferða-Landsýnar hf., segir að
skilyrði sem samkeppnisráð setti
Flugleiðum fyrir yfírtöku þeirra á
Ferðaskrifstofu íslands muni aldrei
ganga eftir. Helgi segir að það sé
alveg fráleitt að ætla keppinautun-
um að hafa eftirlit með því að þeim
sé fullnægt. Helgi segir það sitt
mat að samkeppnisráð hefði átt að
ógilda yfírtökuna en ekki setja
henni skilyrði.
„Ef rýnt er í skilyrðin sést að
það er gat í þeim öllum. í þriðja lið
segir að óheimilt sé að færa starfs-
þætti Ferðaskrifstofunnar til Flug-
leiða sjálfra eða dótturfélaga en
greinin endar á því að skilyrði þetta
megi taka til endurskoðunar komi
ósk frá Flugleiðum um það. Auðvit-
að er viðbúið að ósk um það komi
frá Flugleiðum. Öll skilyrðin enda
á svohljóðandi setningu. „Öll frávik
verða að byggjast á hlutlægum og
Andlát
SVERRIR
HARALDSSON
SVERRIR Haraldsson,
fyrrverandi sóknar-
prestur í Borgarfirði
eystri og fréttaritari
Morgunblaðsins þar,
er látinn 74 ára að
aldri. Hann verður
jarðsunginn frá
Bakkagerðiskirkju
laugardaginn 1. febrú-
ar klukkan 14.
Sverrir fæddist í
Hofteigi í Jökuldal 27.
mars 1922, sonur hjón-
anna Margrétar Jak-
obsdóttur og Haralds
Þórarinssonar, sóknar-
prests.
Hann lauk stúdentsprófí frá MA
1945 og embættisprófí í guðfræði
frá Háskóla íslands árið 1954 en
samhliða námi stundaði hann
kennslu, blaðamennsku og fékkst
við þýðingar og ritstörf.
Árið 1963 varð Sverrir sóknar-
prestur í Desjarmýrarprestakalli og
þjónaði því prestakalli alla sína starf-
sævi en hann lét af
störfum 72 ára gamall.
Sverrir stundaði
kennslu í Borgarfirði,
var formaður barna-
verndarnefndar Borg-
arfjarðar um árabil,
frumkvöðull að stofn-
un leikfélagsins Vöku
í Borgarfirði og starf-
aði jafnframt um ára-
bil sem fréttaritari
Morgunblaðsins á
staðnum.
Sverrir Haraldsson
gaf út þrjár ljóðabækur
á árunum 1950-1982
og átti sálma í sálmabók þjóðkirkj-
unnar. Eftir hann liggja einnig þýð-
ingar á ýmsum skáldsögum og leik-
ritum. Hann hlaut rithöfundalaun
árin 1953 og 1984 og viðurkenningu
úr Tónmenntasjóði kirkjunnar 1983.
Sverrir lætur eftir sig eiginkonu,
Sigríði Ingibjörgu Eyjólfsdóttur.
Börnum hennar frá fyrra hjóna-
bandi gekk hann í föðurstað.
málefnalegum aðstæðum." Það er
hægt að búa til málefnalegar að-
stæður fyrir hveiju sem er,“ segir
Helgi.
Helgi segir einnig ljóst að Ferða-
skrifstofa Islands sé stærsti ein-
staki aðilinn í þjónustu við erlenda
ferðamenn á Islandi. Frávik frá
skilyrðum sem byggjast á umfangi
viðskipta verða henni því ávallt í
hag.
Yfirráð Flugleiða
innan fimm ára
„Það gengur ekki upp að Flug-
leiðir eigi Ferðaskrifstofu íslands
að öllu leyti. Markmið Flugleiða
með kaupunum var að efla upp-
byggingu á hótelum og fleiru. En
Flugleiðir settu varla fjármagn í
uppbyggingu og endurbætur á hót-
elum ef félagið mætti ekkert hafa
með fyrirtækið að gera sem er með
hótelin á sinni hendi,“ sagði Helgi.
Helgi segir að sitt fyrirtæki hafí
þann eina kost að koma sér upp
hótelkeðju úti á landi til þess að
myndajafnvægi við Flugleiðir. „Við
þurfum að ná samstarfi við þau
hótel sem eru fyrir og hefja ein-
hveija uppbyggingu. Ef við gerum
ekkert munu Flugleiðir ráða yfír
öllum ferðamannaiðnaðinum á ís-
landi eftir fimm ár. Þau hótel sem
þeir eiga ekki verða undir slíkum
þrýstingi frá dótturfyrirtækjum
Flugleiða að þau munu neyðast til
þess að fara að vilja þeirra," segir
Helgi.
Samvinnuferðir-Landsýn velta
um 400 milljónum króna á ári vegna
þjónustu við erlenda ferðamenn á
Islandi, sem er nálægt um 12% hlut-
deild. Flugleiðir eiga nú hlut í fímm
ferðaskrifstofum sem reka þjónustu
af þessu tagi. Þær eru Ferðaskrif-
stofa íslands, Úrval/Útsýn, Safari
ferðir, íslandsferðir og Ferðaskrif-
stofa Austurlands.
Alnetið, hagfræðin og lögin
Þróunin mun gera
tekjuskatt úreltan
Charles Evans
ALNETIÐ, eða „Int-
emet“, hefur þróazt
með ótrúlegum
hraða á síðustu misserum.
Möguleikar þess hafa skap-
að miklar væntingar tengd-
ar því, og þeir hafa leitt til
ýmiss konar nýrra vanda-
mála, sem deilt er um
hvernig bregðast skuli við.
Dæmi um slík vandamál er
hvernig vernda skuli hug-
verkaréttindi manna á
þessum alþjóðlega upplýs-
ingamiðli og hvernig taka
skuli á dreifingu kláms,
einkum barnakláms, á Ver-
aldarvefnum.
Charles Evans er yfir-
maður upplýsingaþjónustu
Atlas, sem er hagrann-
sóknastofnun í Bandaríkj-
unum, auk þess sem hann
rekur ráðgjafarfyrirtækið
Chyden.Net (http://www.chyd-
en.net/). Hann hafði viðdvöl hér
á landi í vikunni til þess m.a. að
halda fyrirlestur á vegum ELSA,
samtaka evrópskra laganema, um
hagfræði og lagasetningu í víðu
samhengi við alnetið.
Fyrsta spurningin, sem blaða-
maður lagði fyrir Evans, var
hvernig hann skilgreindi alnetið.
„í stuttu máli er alnetið upplýs-
ingar, sem leita þangað sem fólk
vill fá þær. Alnetið er fyrst og
fremst upplýsingamiðill. Margir
hlutir sem við gerum okkur að
öllu jöfnu ekki grein fyrir að séu
upplýsingar, eru það í raun.
Hvaða það þýðir útskýri ég gjarn-
an með dæmisögu.
Þegar írakar réðust inn í Kú-
veit, brugðu eigendur banka
nokkurs í Kúveit-borg á það ráð
að flytja öll viðskipti fyrirtækisins
í gegn um tölvur og faxtæki tii
Lundúna. Þeir fengu lögfræðinga
þar til að ganga frá því að útibúi
bankans í London yrði breytt í
höfuðstöðvar, og með því að flytja
öll gögn símbréfleiðis var rekstur-
inn tryggður áfram eins og ekk-
ert hefði í skorizt."
- Viðskipti nútímans snúast þá
um upplýsingar?
„Já. I þróuðustu hagkerfum
heimsins er þjónustugeirinn orð-
inn stærstur. Þjónustan snýst
fyrst og fremst um öflun og miðl-
un upplýsinga. Núorðið er hægt
að skilgreina peninga sem upp-
lýsingar. Þar komum við að merg
málsins: Nú, þegar peningar eru
orðnir stafrænar upplýsingar,
hvemig á að stýra flæði þeirra,
skattleggja þá o.s.frv.?
Að þetta eigi eingöngu við um
alþjóðlega fjármagns-
markaði er liðin tíð.
Einstaklingar geta
nýtt sér þetta, og til
dæmis komizt hjá því
að greiða tekjuskatt á
tiltölulega einfaldan
hátt. Ég get útskýrt þetta með
öðru dæmi.
Bob Smith í Bandaríkjunum -
eða Jón Jónsson á íslandi - sem
hefur aðgang að alnetinu þarf
ekki annað en smáaðstoð lög-
fræðings til að stofna fyrirtæki
í landi eins og Bermuda-eyjum,
þar sem enginn tekjuskattur er
lagður á rekstur fyrirtækja, og
rekið það úr stofunni heima hjá
sér. Hann getur átt banka- og
kreditkortareikninga á Bermuda,
og notað þá til að greiða neyzlu-
kostnað sinn í heimalandinu.
Þannig greiðir hann engan tekju-
skatt; einu skattarnir sem hann
greiðir eru neyzluskattarnir. Með
þessu vil ég benda á, að með
tækniþróuninni og alþjóðavæð-
ingu viðskipta verður æ erfiðara
► Charles Evans er hagfræð-
ingur að mennt og stýrir fyrir-
tækinu Chyden.Net, sem hefur
aðsetur sitt í Virginíu-ríki í
Bandaríkjunum og sérhæfir
sig í ráðgjöf til einstaklinga
og fyrirtækja um möguleika
alnetsins. Hann er kvæntur og
á sjö mánaða gamla dóttur.
fyrir skattayfirvöld í hveiju ríki
að sjá til þess að menn virði
skattalög í því landi, ef þau eru
meira íþyngjandi en lög í öðrum
löndum.
Að mínu mati mun brátt koma
til þess, að það muni ekki lengur
svara fyrirhöfninni að innheimta
tekjuskatt, þar sem möguleikarn-
ir á undandrætti verða sífellt fleiri
og þar af leiðandi meiri freisting
fyrir fleiri skattgreiðendur. Þetta
er ein afleiðing tækniþróunarinn-
ar, sem alnetið stendur fyrir
núna.“
-Hvað um vernd höfundarrétt-
ar. Er hún tæknilega útilokuð á
alnetinu?
„Hvað varðar hugverkavernd
á alnetinu er staðan þessi: Hver
sá sem setur upplýsingar frá sér
inn á það verður að gera sér grein
fyrir því, að það er í raun engin
leið til að koma í veg fyrir að
hver sem er notfæri sér þær, því
það er óraunhæft að hægt sé að
sækja menn til saka út um allan
heim vegna brota á höfundarrétti
efnis sem er að finna á netinu.
Það eru í notkun ýmis dulmáls-
forrit, en að hveiju slíku er til
dulmálslykill sem svo til hver sem
er getur aflað sér. Það má því
líta á dulmál sem eins konar
umslag utan um upplýs-
ingarnar; það veitir
enga ábyggilega vernd
gegn upplýsingastuldi."
- Er hugsanlegt, að
það verði tæknilega
mögulegt að „sía“ efni
sem talið er óæskilegt út af Ver-
aldarvefnum?
„Það er hægt að ímynda sér,
að hægt verði að þróa slíka tækni,
sem gerði stjórnvöldum mögulegt
að fylgjast með öllu því sem fram
fer á vefnum, en er það það sem
við viljum? Ég sé hættu stafa af
þessu fyrir frelsi einstaklingsins
og friðhelgi einkalífs, sem að
mínu mati eru meðal hornsteina
réttarríkis og lýðræðis.
Ef ríkisstjórnir heims tækju sig
saman og legðu allt í sölurnar til
að koma böndum á starfsemina
á alnetinu, má vera að þeir finni
leið til þess. En ég efa að sú fyrir-
höfn svari kostnaði. Svar mitt er
því einfaldlega - í anda Johns
Locke: Ef til vill neyðumst við til
að sýna umburðarlyndi."
Vernd hug-
verkaréttar
ómöguleg