Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 11
FRETTIR
Dagsbrún og Framsókn
Kjörskrá samin
vegna verk-
fallskosninga
Siglinga-
leiðin fær
fyrir Hom
SIGLINGALEIÐIN fyrir Horn var
greiðfær í gærmorgun þegar
Reykjafoss, skip Eimskips, sigldi
þar um á leið til Sauðárkróks.
Finnbogi Finnbogason, skipstjóri
á Reykjafossi, sagði að enginn ís
hefði verið í ísafjarðardjúpi né við
Straumnes. Ekki var heldur ís að
sjá við Kögur.
Finnbogi segir að áhöfn Slétta-
nessins, sem hafi verið fyrr á ferð-
inni á þessum slóðum á leiðinni
vestur og suður um Vestfirði, hafi
orðið vör við ís um fjórar sjómílur
norður af Hornbjargi.
„Við höfum ekkert séð ennþá
og við erum komnir á þær slóðir
þar sem búast mætti við ís,“ sagði
Finnbogi. Hann sagði að spáð
væri vestlægum eða suðvestlæg-
um áttum og því væri ennþá sú
hætta fyrir hendi að ísinn mjakað-
ist nær landi.
Reykjanesið hélt frá Sauðár-
króki í gær til Akureyrar en þaðan
verður siglt til Eskifjarðar og þá
Þórshafnar í Færeyjum og síðar
til Rotterdam.
Myndir frá
Himalaya
Tinker
segir frá
Everest
JONATHAN Tinker, sem er
leiðangursstjóri í íslenska
Everest leiðangrinum í vor,
er staddur hér á landi og
verður með myndasýningar
og frásagnir af ferðum sínum
á Qöll í Himalayafjallgarðin-
um í húsi Ferðafélagsins
Mörkinni 6 kl. 21 í kvöld.
Tinker er einn fremsti há-
fjalla-klifrari Breta. Hann
hefur farið ijórum sinnum á
Everest, þar af fór hann einu
sinni upp norðausturhrygg-
inn, sem talinn er erfiðasta
leiðin upp fjallið. Einnig hefur
hann klifið fjallið að vetrar-
lagi sem er fátítt. Hann hefur
tvisvar sinnum náð toppi
Everest.
Fer fyrir íslenska
leiðangrinum
Tinker hefur farið fjölda
leiðangra til Himalaya og tók
m.a. þátt í fyrsta_ vetrarleið-
angrinum á K2. í vor leiðir
hann leiðangur sem farinn
verður á Everest, en með í
för verða íslensku fjallgöngu-
mennirnir Björn Ólafsson,
Hallgrímur Magnússon og
Einar K. Stefánsson.
Allt áhugafólk um ferða-
mennsku er velkomið.
..-... 11----------------
Siglufjarðarhöfn
Eldur í Stálvík
- lítið Ijón
ELDUR kom upp í rækjutogaran-
um Stálvík SI-1 í Siglufjarðarhöfn
í fyrrakvöld.
Slökkvilið var kvatt út rétt fyrir
klukkan níu og var þá talsverður
reykur í skipinu en eldur reyndist
ekki mikill. Álitið er að kviknað
hafi í út frá rafli við ljósavél en
skemmdir voru ekki taldar miklar.
UNDIRBÚNINGUR vegna
hugsanlegra atkvæðagreiðslna um
boðun vinnustöðvunar stendur yfir
hjá verkalýðsfélögunum Dagsbrún
og Framsókn. „Við erum að skrifa
fyrirtækjunum þessa dagana og
óska eftir nafnalistum yfir þá sem
starfa eftir okkar samningum í
fyrirtækjunum því við viljum hafa
kjörskrána eins rétta og hægt er,“
segir Halldór Björnsson, formaður
Dagsbrúnar.
Félögin hafa sett á laggimar kjör-
nefnd og aðgerðanefnd til að vinna
að undirbúningi og ákvörðunum um
hugsanlegar atkvæðagreiðslur um
boðun verkfalls í samræmi við þá
breytingu sem gerð var í fyrra á
lögum um stéttarfélög og vinnudeil-
ur. Nefndirnar munu koma saman
eftir helgina og fara að undirbúa
þessi mál, að sögn Halldórs.
Skv. nýju vinnulöggjöfínni verð-
ur að taka ákvörðun um vinnu-
stöðvun með almennri leynilegri
atkvæðagreiðslu félagsmanna og
einnig er heimilt að viðhafa póstat-
kvæðagreiðslu. Halldór sagði að ef
atkvæðagreiðsla færi fram um alls-
herjarátök mætti gera ráð fyrir að
kosningin stæði yfir í þrjá til fjóra
daga.
Boðað hefur verið til félagsfund-
ar í Dagsbrún í kvöld í funda- og
ráðstefnuhúsnæði ríkisins í Borgar-
túni 6. Athygli vekur að ekki er
boðað til félagsfundar í Bíóborginni
að þessu sinni en þar hafa oft ver-
ið haldnir fjölmennir baráttufundir
á vegum Dagsbrúnar.
Halldór sagði að með nýju vinnu-
löggjöfinni væri búið að kippa fót-
unum undan slíkum fundum þar
sem valdið hefði nú verið fært til
samninganefndanna og í stað fé-
lagsfunda þyrfti að viðhafa al-
menna atkvæðagreiðslu ef félög
boðuðu vinnustöðvun. Ekki er því
að vænta neinna ákvarðana á fé-
lagsfundinum um hugsanlegar að-
gerðir til að vinna að framgangi
krafna.
Næsti sáttafundur félaganna og
viðsemjenda verður haldinn á
morgun kl. 13 hjá ríkissáttasemj-
ara.
Discovory Diesol ¥
LAND*
v *ROVER
VETRARHARKA
- á ve/ búnum Discovery
Discovery Diesel
í; * frá Land Rover er
jeppinn sem gerir
ökumönnum kleift aö
taka vetri og ófærð
fagnandi. Discovery var mest seldi jeppi í Evrópu á
síðasta ári og móttökur íslenskra jeppamanna hafa einnig
verið fádæma góðar. Discovery 5 dyra er 113 eða 122
hestafla bíll með forþjöppu og millikæli sem fæst 5 gíra
beinskiptur og með 4 þrepa sjálfskiptingu. Sítengt aldrif
gerir Discovery stöðugan í hálku, heilar hásingar og
gormafjöðrun að framan og aftan tryggja styrkleika og
mýkt bílsins sem auk seiglunnar nýtast sérlega vel í snjó
og ófærð. Discovery er ríkulega búinn aukabúnaði;
rafmagn í rúðum og speglum, fjarstýrðar samlæsingar
með öflugri þjófavörn, vökva- og veltistýri, útvarp og
segulband með 4 hátölurum og tvískipt SC/jv
miðstöð fyrir ökumann og farþega og ’ ' '
vandað tauáklæði á sætum. Skoðaðu
Discovery í sýningarsal okkar að A
Suðurlandsbraut 14 og fáðu nánari
upplýsingar hjá sölumönnum okkar.
iii
5UBURLANDSBRAUT 14 - SlMI 56B 1200 ■ BEINN SlMI SfiLUDEILDAR 553 B63B