Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 30
. 30 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐRÍÐUR
i -
EINARSDÓTTIR
+ Guðríður Ein-
arsdóttir fædd-
ist í Merkinesi í
Höfnum 14. nóvem-
ber 1901. Hún lést
á Hrafnistu í Hafn-
arfirði 20. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar Guðríðar
voru Rannveig
Marteinsdóttir og
Einar Þórðarson.
Systkini Guðríðar
voru Marteinn, f.
12.3. 1895, d. 30.11.
1984, Guðbjörg, f.
1.10. 1896, d. 5.3.
1952, Þórður, f. 16.11. 1899, d.
5.3. 1931, og Ólöf, f. 9.11. 1905.
Eiginmaður Guðríðar var
Jón Hjörtur Jónsson, f. 21.10.
1898, d. 20.3. 1988.
Börn þeirra: Ester,
f. 20.8. 1923, d. 5.5.
1994, maki Gunnar
Guðjónsson, Einar,
f. 28.3. 1928, maki
Þóra Valdimars-
dóttir, Þórður
Rafnar, f. 6.1. 1932,
maki Ásthildur Ey-
jólfsdóttir. Uppeld-
isdóttir Hjördís
Guðbjörnsdóttir, f.
27.7. 1943, maki
Karl Grönvold. Af-
komendur Guðrún-
ar og Jóns Hjartar
eru nú samtals 38.
Útför Guðríðar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Við erum öll næturgestir á ókunnum stað
en það er yndislegt að hafa farið þessa ferð
(Halldór Laxness.)
Það átti eftir að verða langferð
sem hún Guðríður Einarsdóttir
lagði uppí þegar hún kom í þennan
heim 14. nóvemberárið 1901. Ferð-
, in sú varð næstum jafnlöng 20.
öldinni, þeirri öld sem viðburðarík-
ust hefur verið í 1100 ára sögu
íslands. Þeir sem staðið hafa svo
langa vöku kunna frá því að segja
að öldin sem við blasti fyrir 95
árum var harla ólík þeirri sömu öld
sem nú er brátt á enda runnin.
Guðríður fæddist að Merkinesi í
Höfnum en fluttist til Hafnarfjarð-
ar árið 1906 með foreldrum sínum,
Rannveigu Marteinsdóttur og Ein-
ari Þórðarsyni, ásamt bræðrunum
^ Marteini og Þórði og systrunum
Guðbjörgu og Ólöfu.
í Hafnarfirði, bænum sem brosir
mót sól, fundu þau sitt framtíðar-
heimili. Hér ólst Guðríður upp í
glaðværum hópi systkina og vina
við leik og störf. Hér lærði hún
fræðin sín sem sjálfsagt var og
skylt hvort heldur voru bókleg
fræði eða þau hagnýtu vinnubrögð
sem nauðsyn krafði að allir inntu
af hendi. Hér lærðu Guðríður og
systur hennar það listræna hand-
bragð sem þær iðkuðu síðan ævi-
langt sér og öðrum til gagns og
gleði og kenndu börnum sínum.
Á unglingsárum Guðríðar var
það mikilvægt fyrir verðandi hús-
móður að geta handleikið þráð og
nái hvort heldur var til nauðsynja-
verka sem listsköpunar. Hekl og
prjónaskap lærðu stúlkur jafnvel á
barnsaldri. Afkoma heimilisins
byggðist ekki síst á dugnaði, kunn-
áttu og handlagni húsfreyjunnar
sem og útsjónarsemi hennar til að
„fara vel með“ einsog það var kall-
að, að nýta hvern hlut til hins ýtr-
asta og fleygja helst engu. Nýtni
var dyggð, bruðl var illur löstur
enda var afkoma langflestra heim-
ila á íslandi þannig á fyrri hluta
þessarar aldar að nýtni var nauðsyn
en enginn hafði efni á bruðli. Þetta
var sá hagnýti undirbúningur undir
alvöru lífsins sem nauðsynlegur
■*> þótti ungum stúlkum.
í útgerðarbæjum einsog Hafnar-
firði þótti hinsvegar hollast fyrir
pilta að komast sem fyrst á sjó í
verklegt nám hjá eldri og reyndari
mönnum og kynnast í raun átökun-
um við Ægi konung en enginn sótti
gull í greipar hans nema sá sem
var vel til þess búinn. Þetta var sá
jiiiniiiir
Erfidrykkjur
4 P E R L A N
Slmi 562 0200
* ftlIIIIIIIlf
veruleiki sem blasti við ungu fólki
í byijun aldar og á vit þessa veru-
leika gekk unga kynslóðin vongóð
og bjartsýn.
Örlög Guðríðar voru nú tengd
Hafnarfirði og mannlífi staðarins
sem varð sífellt fjölskrúðugra í
vaxandi bæ. Verslun og þjónusta
voru líka vaxandi atvinnugreinar.
Á unglingsárum Guðríðar og fram
yfir miðja öldina var rekið hótel í
Hafnarfirði einsog miðaldra Hafn-
firðingar og eldri munu kannast
við. í þessu hóteli starfaði Guðríður
og nam jafnframt framreiðslustörf
hjá Sveinlaugu Halldórsdóttur hót-
elstýru. Steinsnar frá hótelinu stóð
Hansensbúð, eitt helsta verslunar-
hús Hafnarfjarðar á þessum árum.
Þar starfaði ungur og glæsilegur
piltur að nafni Jón Hjörtur Jóns-
son. Þessum unga manni var margt
til lista lagt. Þótti söngmaður góð-
ur og dansaði svo vel að orð var á
haft. Hann fór líka oft með hlut-
verk hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar,
var reyndar einn af stofnendum
þess merkilega félags.
Einsog sól rís að morgni hlaut
það að gerast að pilturinn ungi hjá
Hansen veitti athygli glæsimey í
næsta nágrenni og legði máske
oftar leið sína á hótelið til að fá
sér molakaffi en auraráð leyfðu.
Bæði voru líka liðtæk í dansinn og
í þá daga voru oft böll í firðinum.
Hvort heldur dansinn hét skottís,
ræll eða marsúrka var unga parið
vandanum vaxið. Víst er um það
að þegar pilturinn stundi upp sínu
bónorði þá var því vel tekið af stúlk-
unni þvi þann 10. júní 1923 gengu
þau í hjónaband Guðríður og Jón
Hjörtur.
Traust hefur sú taug verið því
óslitin hélst hún á meðan bæði lifðu,
eða í 65 ár. Þegar sá sem þessar
línur skrifar og seinna varð tengda-
sonur Guðríðar og Jóns Hjartar
kynntist þeim hjónum, voru þau
tæplega miðaldra. Hjónaband
þeirra hafði þá staðið af sér búsorg-
ir og basl í 21 ár og við það þrosk-
ast og dafnað einsog best sást á
þeirri gagnkvæmu ást og virðingu
sem þau sýndu hvort öðru. Margt
hafði á dagana drifið síðan þau
dönsuðu saman marsúrkann í til-
hugalífinu. Þau höfðu, ekki síður
en aðrir, þurft að takast á við al-
vöru lífsins. Ekki var þó hætta á
öðru en harðduglegt og samhent
fólk spjaraði sig. Jafnvel í efna-
hagsþrengingum og úrræðaleysi
þeirra tíma. Jón Hjörtur hafði
gengið til vinnu þar sem vinnu var
að fá og hafði oftast nægan starfa
þótt oft væri þröngt á þeim mark-
aði, einkum á fjórða áratugnum. Á
árunum 1929 til 1940 starfaði Jón
hjá Ásmundi Jónssyni bakara sem
rak helstu brauðgerð bæjarins á
árum áður en síðan réðst hann til
starfa í Raftækjaverksmiðju Hafn-
arfjarðar og starfaði þar samfellt
í 38 ár en lét þar staðar numið
áttræður að aldri. Ekki lét hún
Guðríður Einarsdóttir heldur sitt
eftir liggja þegar um var að ræða
velferð og afkomu fjölskyldunnar.
Hún kunni vel til verka í fískvinnu
og stundaði þau störf lengst af
ævinni ásamt sínum húsmóður-
störfum sem vissulega voru þó allt-
af höfð í fyrirrúmi. Óhætt er að
fullyrða að starf þeirra hjóna og
strit hafi borið góðan ávöxt. Eftir
tveggja áratuga hjónaband höfðu
þau eignast hús, þrjú mannvænleg
börn og eitt barnabarn.
Að sinna skyldustörfum var að-
eins einn þáttur í lífi og starfi
Guðríðar og Jóns Hjartar. Bæði
voru þau félagslynd og ósérhlífin.
Þessvegna voru tómstundastörfin
veigamikill þáttur í lífi þeirra. Til
þeirra starfa sóttu þau ánægjuna
af að vinna með vinum sínum og
samborgurum að sameiginlegum
áhugamálum. Oft var til þeirra leit-
að um liðsinni sem þau voru jafnan
fús til að veita. Ekki var spurt um
tíma eða fyrirhöfn, heldur gengið
til verka með glöðu sinni enda
störfuðu þau af lífi og sál með fé-
lögum sínum að því markmiði að
bæta mannlífið og búa í haginn
fyrir uppvaxandi kynslóð. Þau voru
kirkjurækin og þjónuðu guði sínum
af hjartans einlægni. Starf þeirra
í þágu kirkjunnar sinnar þekkir
Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði
og metur að verðleikum. Enda
gerði kvenfélag safnaðarins Guðr-
íði að heiðursfélaga sínum.
Störf hennar og manns hennar
í þágu kirkjunnar árum og áratug-
um saman voru unnin af alúð og
virðingu fyrir göfugu málefni en
aldrei ætlast til annarra launa en
gleðinnar sem í starfinu var fólgið.
Annað helsta áhugamál Guðríð-
ar og manns hennar var starfsemi
Góðtemplarareglunnar sem á árum
áður rak umfangsmikla starfsemi
í Hafnarfírði sem og víða annars
staðar. Starfsemin á vegum regl-
unnar var umfangsmikil á þeim
tímum þegar margvíslegt menn-
ingarstarf, sem nú er rekið af leik-
félögum, kórum, dansskólum og
ótal fleiri aðilum, var allt á vegum
stúkunnar. Nærri má geta hvort
áhugasamir félagar í stúkunni
þeirra Guðríðar og Jóns Hjartar,
Morgunstjörnunni nr. 11, hafi ekki
haft ýmsu að sinna á þeim árum.
Með stúkunni gafst líka oft tæki-
færi til ferðalaga sem þau kunnu
vel að notfæra sér.
Telpan litla sem í upphafi ævin-
týrisins steig sín fyrstu spor í Höfn-
unum, freistaði síðan gæfunnar í
firðinum hýra, þar sem hún fann
prinsinn og ríkið sitt, hún hefur
nú lokið erindi sínu hingað. Þetta
var löng ferð, erfið á köflum en
árangursrík. Nú er gott að hvíla
lúin bein. Vinirnir allir og ættin-
gjarnir sem enn eru ekki komnir á
leiðarenda þakka samfylgdina. Það
er þeirra gæfa að hún Guðríður
Einarsdóttir fór þessa ferð. Guð
blessi minningu Guðríðar, Jóns
Hjartar mannsins hennar, og af-
komendur alla.
Gunnar Guðjónsson.
Okkur systkinin langar til að
minnast með örfáum orðum
langömmu okkar, Guðríðar Einars-
dóttur. Langamma tók mikinn þátt
í uppeldi okkar systkinanna og
fylgdist vel með lífi okkar og störf-
um allt fram á síðasta dag. Þrátt
fyrir háan aldur fór fátt framhjá
henni sem við kom fjölskyldunni
og högum ömmubarnanna. Þær eru
margar minningarnar sem leita á
hugann við fráfall langömmu.
Sunnudagsstemmningin á Smyrla-
hrauninu hjá langömmu og lang-
afa, ferðirnar með afa í sunnudaga-
skólann í Fríkirkjunni, kirkjunni
hans afa og góða lyktin af sunnu-
dagssteikinni þegar heim kom.
Amma var þá á þönum í eldhúsinu
í nælonsloppnum til að óhreinka
ekki kjólinn, en það minnir á þá
nýtni og nægjusemi sem þau hjón-
in lifðu við og kenndu okkur.
Pijónakennslan hófst snemma.
Langömmu þótti það tilheyra að
stúlkur væru búnar að læra tökin
á pijónunum áður en sex ára aldri
væri náð. Þetta kostaði gríðarlega
þolinmæði af hennar hálfu en hún
náði sínu markmiði. Það gerði
pijónaskapinn vissulega áhuga-
verðari að langamma, amma og
mamma voru allar miklar pijóna-
konur. Langamma pijónaði sokka
og vettlinga á yngstu niðja sína
allt fram undir það síðasta og
fannst henni hún hafa misst mikið
þegar hún gat ekki pijónað lengur
sökum heilsubrests.
Fríkirkjan var stór þáttur í lífinu
á Smyrlahrauni. Ferðirnar með afa
þegar hann fór að hringja til messu
á sunnudögum eru sveipaðar hátíð-
leikablæ í minningunni. Svo var
það í verkahring ömmu að þrífa
kirkjuna og það taldist til mikils-
verðra forréttinda að fá að fara
með ömmu niður í kirkju að þrífa,
þó sjaldnast hafi verið mikið gagn
að okkur krökkunun við þrifin.
Næturgistingar á Smyrlahrauninu
eru um margt eftirminnilegar.
Þeim hjónum þótti alltaf sjálfsagt
að afi gengi úr rúmi fyrir okkur
systkinin. Hann fór þá á dívaninn
en við fengum að kúra í hlýjunni
hjá ömmu,sem kenndi okkur bænir
fyrir svefninn. Það var notalegt að
vakna á morgnana og fara niður í
eldhús til ömmu sem var auðvitað
löngu vöknuð, tilbúin með sokkana,
heita af ofninum. Spilin voru aldrei
langt undan hjá ömmu og afa. Við
vorum ekki há í loftinu þegar við
lærðum að spila manna, tveggja
manna vist og Marías.
Þó að langamma hafi verið sátt
við að fara er samt erfitt að hugsa
sér lífið án hennar. Hún var sterk
kona sem lét fátt koma sér úr jafn-
vægi. Það var ekki síður gott að
koma til hennar eftir að hún fór á
Hrafnistu. Langamma lá ekki á
sinni skoðun og lét okkur vita ef
hún var ekki sammála þeim leiðum
sem við vorum að fara í Iífínu. Hún
hætti aldrei að ala okkur upp. Hún
var alltaf til staðar fyrir okkur,
leiðbeindi okkur og hvatti allt eftir
því hvað við átti. Það er ómetan-
legt að vera alinn upp með stuðn-
ingi frá konu eins og langömmu.
Við vonum að okkur takist að koma
til okkar barna einhveiju af öllu
því góða sem hún skildi eftir hjá
okkur.
Úlfur, Védís og Logi.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
(V. Briem.)
Það er alltaf viðkvæm stund
þegar ástvinir kveðja, jafnvel þótt
árin hafi verið orðin mörg. í dag
kveður 95 ára gömul amma mín,
þreytt og líklega hvíldinni fegin.
Nú kemur hún í ríki Guðs þar sem
engin þreyta og gömul bein eru til
trafala.
Amma fæddist að Merkinesi í
Höfnum og bjó þar fyrstu fimm
æviárin sín. Henni var alltaf ákaf-
lega hlýtt til þess staðar og talaði
stundum um æsku sína þar það sem
hún mundi eftir. Amma var trúuð
kona og sótti ævinlega messu í
Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Hún
starfaði fyrir kirkjuna í mörg ár
ásamt afa mínum Jóni Hirti sem
lést fyrir nokkrum árum.
Þau bjuggu á Hrafnistu í
Hafnarfirði síðustu æviárin sín við
gott atlæti starfsfólksins þar. Áður
áttu þau heima á Smyrlahrauni í
Hafnarfirði og þangað kom ég oft
í heimsókn sem barn og síðar.
Nú læt ég hugann reika um lið-
inn tíma og sé þá alltaf fyrir mér
efri hæðina í litla húsinu þeirra og
litla svarta hundinn sem amma
átti og hafði átt í fjöldamörg ár.
Mig minnir að hann hafi heitið
Snati, þetta var þó ekki lifandi
hundur. Ég sat oft með hann uppi
á stigaskörinni og þóttist eiga þar
heima og öðru hvoru skrapp ég í
heimsókn til ömmu og þáði hjá
henni mjólk og kökur.
Garðurinn hennar var líka mikill
ævintýraheimur þar sem blóm og
tré uxu í skjóli stórra kletta og var
mjög vel til þess fallinn að leika
sér í.
Já, það er ýmislegt sem kemur
fram í hugann á stundu sem þess-
ari og gæti ég líklega haldið áfram
lengi enn.
En ég ætla nú að kveðja þig,
amma mín, um sinn, og Guð veri
með þér. Minningin um þig mun
lifa áfram.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Guðríður Einarsdóttir.
Þegar ástvinir hverfa gerast
minningamar áleitnar, hópast að
og láta mann ekki í friði. Þannig
líður mér nú þegar hún amma mín
er farin til Guðs að hitta hann afa
og hana mömmu, Völu og alla hina.
í huganum staðnæmist ég við borð-
stofuborðið heima á Dunhaganum
þar sem ég ólst upp. Það eru jól
og afarnir mínir og ömmurnar em
í heimsókn.
Ég var svo rík þá að ég átti tvo
afa og tvær ömmur. Það voru ekki
allir sem áttu svo mikið að eiga afa
og ömmu í Hafnarfirði og afa og
ömmu í Reykjavík. Þau hittust
heima hjá foreldrum mínum á jólun-
um og spiluðu vist. Ég, stelpuhnokk-
inn, stóð álengdar og fylgdist með
og þótt ég skildi ekkert í sögnunum
og öðrum göldrum spilamennskunn-
ar dáðist ég að þessum snillingum
sem kunnu svo vel að halda á spilum
og taka slagi. Jón afi í Hafnarfirði
slengdi drottningunni á borðið með
fagurri sveiflu eins og honum einum
var lagið svo söng í og kallaði „Da-
man“ hvellum rómi, en amma suss-
aði á hann og vildi ekki að menn
væru með hávaða í boðum.
Þau voru öll í blóma lífsins á
miðjum aldri og vel það, fullorðin
og búin að læra margt af lífinu og
kunnu að njóta stundarinnar. Yngri
kynslóðin stóð hjá, snerist í kring-
um þau, færði þeim kaffi og smá-
kökur, horfði á galdurinn en átti
alveg eftir að læra að spila. Svo
héldu þau heim í Fjörð, pabbi keyrði
þau á Moskóvítsinum. Það var
næstum alltaf ófært í þá daga en
hann komst heim seint og um síð-
ir, slæptur eftir svaðilförina og
sagði að það væri tóm vitleysa að
vera að þvælast þetta á milli á
þessum árstíma. Daginn eftir fór-
um við svo suður í Hafnarfjörð,
eins og alltaf.
Nú er spilafólkið allt farið til
Guðs, hún Guðríður amma mín fór
þeirra síðust. Hún var líka svo
mikið hörkutól hún amma. Ekkert
gat bugað hana. Hún lifði lífinu svo
sannarlega lifandi, hvort sem hún
vann í fiski, þreif fríkirkjuna sína
hátt og lágt, eldaði eða pijónaði,
allt gerði hún af svo miklum áhuga
og krafti að það gustaði af henni
og hún hreif alla með sér.
Vei þeim sem hún þekkti og
fréttist að hefði verið í Firðinum
án þess að hafa komið við hjá henni
Guðríði. Alla sunnudaga æsku
minnar fór ég suður í Hafnarfjörð
til að hitta hana ömmu og hann
afa í litla húsinu við Linnetsstíg.
Þar gisti ég líka oft og mín fyrstu
ferðalög fór ég ein í strætó suður-
eftir til þeirra. Þá svaf ég í rúminu
þeirra undir súð og hún amma mín
færði mér súkkulaðimola með bæn-
unum og svo báðum við saman um
gott veður, annað var ekki þorandi
því við ætluðum að hengja þvottinn
út á hól daginn eftir og byija að
tína rifsið.
Þegar ég fermdist gaf hún mér
Passíusálmana. Þegar ég fletti
þeirri bók koma sumir sálmarnir
mér mjög kunnuglega fyrir sjónir,
það er vegna þess að henni ömmu
þótti svo vænt um þá. Þannig
kenndi hún mér óafvitandi að meta
þá að verðleikum. Já, ég á henni
svo margt að þakka, það verður
aldrei allt upp talið og aldrei full-
þakkað. En ég vona að hlýjan og
góðvildin sem var henni I blóð bor-
in hafi að einhveiju leyti skilað sér
til afkomendanna og að við berum
gæfu til að skilja það.
Bænin má aldrei bresta þig.
Búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að drottins náð.
Gyða Gunnarsdóttir.