Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Um 85% íslenskra bænda eru ánægð með starf sitt BÆNDUR: Heimilistekjur að meðaltali á mánuði af búrekstri JiM SAMTALS I 'vJnfi Fjöldi Hlutfall Sauðfjárbú Fjöldi Hlutfal! Kúabú Fjöldi Hlutfatl Blönduð bú Fjöldi Hlutfall Loðdýrabú Fjöldi Hlutfal! Svína-/hænsnabú Fjöldi Hlutfall Lægri en 50 þús. kr. 145 17,3% 86 24,0% 27 8,6% 12 21,4% 12 17,9% 11 25,6% 50 til 99 þús. kr. 232 27,8% 121 33,8% 70 22,3% 14 25,0% 14 20,9% 8 18,6% 100 til 149 þús.kr. 163 19,5% 68 19,0% 60 19,1% 14 25,0% 12 17,9% 9 20,9% 150 til 299 þús. kr. 171 20,5% 68 19,0% 71 22,6% 10 17,9% 15 22,4% 7 16,3% 300 þús. eða meira 125 15,0% 15 4,2% 86 27,4% 6 10,7% 14 20,9% 8 18,6% Þau sem tóku afstöðu 836 100,0% 358 100,0% 314 100,0% 56 100,0% 67 100,0% 43 100,0% Fjöldi aðspurðra 1.033 BÆNDUR: Aðrar tekjur að meðaltali á mánuði SAMTALS Sauðfjárbú Kúabú Blönduð bú Loðdýrabú Svína-/hænsnabú I u W Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Engar tekjur fyrir utan bú 327 34,9% 89 22,4% 171 48,4% 26 39,4% 18 24,3% 21 43,8% Lægri en 50 þús. kr. 265 28,3% 117 29,5% 93 26,3% 25 37,9% 14 18,9% 7 14,6% 50 til 99 þús. kr. 189 20,2% 103 25,9% 52 14,7% 9 13,6% 16 21,6% 10 20,8% 100 þús. eða meira 156 16,9% 88 22,2% 37 10,5% 6 9,1% 26 35,1% 10 20,8% Þau sem tóku afstöðu 937 100,0% 397 100,0% 353 100,0% 66 100,0% 74 100,0% 48 100,0% 59% bænda óánægð með afkomuna UM 85% bænda hér á landi eru ánægð með starf sitt en hins vegar eru rúmlega 59% bænda óánægð með afkomu sína. Rúmlega 35% bænda eru með 150 þúsund krónur í tekjur að meðaltali á mánuði og tæplega 35% bænda eru ekki með tekjur af öðru en búskapnum, en tæplega 17% eru með 100 þúsund krónur eða meira í tekjur á mán- uði af öðru en búinu. Þetta kemur fram í viðhorfs- könnun meðal bænda sem unnin var af ÍM Gallup fyrir nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði síð- astliðið haust til að vinna að stefnumótun um framtíðarverkefni Bændaskólans á Hvanneyri. Mark- mið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf bænda til skólans og fá þannig mat þeirra sem geta notað þjónustu skólans á því hvemig skólinn hefur staðið sig og hvert hlutverk hans á að vera. Er þetta einhver viðamesta viðhorfskönnun sem gerð hefur verið meðal bænda- stéttarinnar. Samkvæmt könnuninni er yfir- gnæfandi meirihluti bænda ánægður með starf sitt en hlutfall þeirra bænda sem eru mjög ánægðir er hæst í loðdýrarækt annars vegar og hænsna- og svína- rækt hins vegar og mest er óánægjan hjá sauðíjárbændum. Um 90% bænda segja að það að vera fijáls og ráða sér sjálfur sé annar af tveimur stærstu kostun- um við það að vera bóndi, en tæp- lega 35% segja tengslin við náttúr- una og dvölina í sveit vera annan af stærstu kostunum. Flest heimilin með 50-99 þúsund kr. heildartekjur Aðeins rúmlega 22% bænda eru ánægð með afkomu sína og em yngstu og elstu bændumir ánægð- ari með afkomuna en þeir sem em á aldrinum 40-59 ára. Hlutfallslega flest heimili bænda hafa að meðaltali 50-99 þúsund krónur í heildartekjur á mánuði. Rúmlega 17% heimilanna hafa lægri tekjur en 50 þúsund krónur og 15% hafa 300 þúsund eða hærri heildartekjur á mánuði af rekstri búsins. Heildartekjumar af búum fara vaxandi eftir stærð búsins og rúmlega helmingur fremur og mjög stórra búa hefur 150 þúsund eða meira í heildartekjur heimilis- ins af búinu á mánuði, en um 15% mjög lítilla búa. Hærra hlutfall bænda með kúabú en aðrar teg- undir búskapar hefur 150 þúsund krónur eða meira í tekjur til heimil- isins á mánuði, en lægst hlutfall í sauðfjárrækt. Tæplega 35% bænda hafa ekki aðrar tekjur en af búi sínu, en 65% hafa einhveijar aðrar tekjur. Eftir því sem tekjur bænda af búrekstri em meiri þeim mun minni era tekj- umar utan bús. Tæplega 28% búa sem hafa undir 50 þúsund á mán- uði í heildartekjur af búi hafa 100 þúsund krónur eða meira á mán- uði í tekjur utan bús. Hæst hlut- fall heimila bænda með kúabú hef- ur engar tekjur utan bús, en lægst hlutfall heimila bænda í sauðfjár- búskap og loðdýrabúskap. Hlutfall þeirra sem hafa 100 þúsund krón- ur eða meira á mánuði í tekjur af öðm en búinu er hæst meðal þeirra sem era í loðdýrarækt. Tæplega 30% þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni sögðu að ör- uggt væri að stundaður yrði bú- skapur á jörðinni eftir að þeir hættu og mmlega 47% sögðu það sennilegt. í flestum tilvikum, eða rúmlega 78%, em það afkomendur eða ættingjar sem taka við búinu. Hlutverk skólans á Hvanneyri mikilvægt í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að rúmlega 81% bænda telur starf Bændaskólans á Hvanneyri hafa skipt miklu fyrir landbúnað á íslandi. Rúmlega 27% bænda hafa sótt námskeið á vegum skólans og rúmlega 31% námskeið á vegum annarra og rúmlega 57% telja það mikilvægt fyrir bændur að formlega verði stofnaður búnað- arháskóli á Hvanneyri. Tæplega 50% bænda finnst að færa eigi rannsóknir sem snerta landbúnaðinn frá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins til búvís- indadeildar Bændaskólans á Hvanneyri, en rúmlega 39% finnst að ástandið eigi að vera óbreytt frá því sem nú er. Þá telja tæplega 23% að færa eigi leiðbeiningar- þjónustu landsráðunauta frá Bændasamtökunum til skólans, en rúmlega 59% vilja hafa óbreytt ástand. Könnunin var gerð 28. nóvem- ber til 13. desember 1996 sam- kvæmt tilviljunarúrtaki úr forða- gæsluskýrslum og vom 1.164 bændur í úrtakinu, eða um fjórð- ungur bændastéttarinnar. Allir bændur í svínarækt, alifuglarækt og loðdýrarækt vom með í úrtak- inu og um 1.000 sauðfjárbændur og kúabændur. Niðurstöðumar vom greindar eftir aldri, búsetu, tekjum af búskap, tekjum utan búskapar, menntun, stærð bús og tegund búskapar. Fossvogur - Garðabær Vantar strax Höfum mjög trausta kaupendur bæði að einbýlis- eða raðhúsi í Garðabæ og hinsvegar kaupanda að raðhúsi eða einbýli í Fossvogi. Verðhugmynd allt að 18-19 millj. Nánari upplýsingar veita Bárður, Ingólfur eða Þórarinn í síma 588 4477. Valhöll, fasteignasala. / i 1907 -1997 AFMÆLISHÁTÍÐ í tilefni af 90 ára afmæli Hlífar er félagsmönnum og velunnurum félagsins boðið í afmæliskaffi í veitingahúsið Skútuna, Hólshrauni 3, sunnudaginn 2. febrúar kl. 14-18. Verkamannafélagið Hlíf. Lítið þokast í viðræðum SIB og samninganefndar bankanna Krefjast 14% hækkun- ar allra launataxta stjórnar, samninganefndar og for- manna að ákveða boðun verkfalls með 15 daga fyrirvara. í framhaldi af boðun vinnustöðvunar ber sátta- semjara hins vegar að leggja fram sáttatillögu og um hana þarf að fara fram allsheijaratkvæðagreiðsla áður en til verkfalls kemur, Á FUNDI stjórnar, samninganefndar og formanna starfsmannafélaga inn- an Sambands íslenskra bankamanna sl. miðvikudag var samþykkt að veita samninganefnd og formönnum heim- ild tii ooðunar verkfalls ef ekki verði séð fram á að árangur verði af samn- ingaviðræðum sem standa yfir. Bankamenn em mjög óánægðir með að hafa ekki fengið nein svör við kröfum sínum hjá samninganefnd bankanna, að sögn Friðberts Traustasonar, formanns SÍB. Laun undir 100 þús. hækki aukalega um 7% Félagar í Sambandi bankamanna em 3.000 talsins í 19 starfsmannafé- lögum. Samninganefnd þeirra lagði launakröfur fyrir viðsemjendur sína 3. janúar. Krafíst er 14% hækkunar allra launataxta á tveggja ára samn- ingstima og er þá gengið út frá að upphafshækkun við undirritun samn- inga verði 7%. Einnig er þess krafíst að starfsmenn sem em með laun undir 100 þús. kr. á mánuði fái 7% hækkun til viðbótar hinni almennu 14% hækkun, að sögn Friðberts. „Þessu til viðbótar viljum við að gerð verði nokkur uppstokkun á launakerfínu, en það hefur ekki launahækkanir í för með sér heldur viljum við fylgja þeirri launastefnu, sem allir hafa aðhyllst, að launataxt- ar endurspegli raunvemlega greidd laun,“ segir hann. Friðbert segir að hjá flestum bankastarfsmönnum sé í reynd fullt samræmi á milli taxta og greiddra launa, en hæsti launa- taxti bankamanna í dag er 173.700 kr. á mánuði fyrir 40 stunda vinnu. Friðbert segir að lægsti virki taxtinn sem unnið er eftir sé hins vegar um 65 þús. kr. Ekki þarf að viðhafa almenna at- kvæðagreiðslu um verkfallsboðun hjá bankamönnum eins og hjá öðram stéttarfélögum á almenna vinnu- markaðinum. Ný lóg um stéttarfélög og vinnudeilur ná ekki til starfs- manna bankanna, heldur gilda um þá lög um bankastarfsmenn frá 1977. Skv. þeim er það í höndum Vilja ná sama kaupmætti og 1988 á 6-8 árum Bankamenn hafa sett sér það markmið að ná sama kaupmætti launataxta fyrir dagvinnu og hann var í árslok 1988, en það þýðir að laun þyrftu að hækka um 20%, að sögn Friðberts. Þessu markmiði vilja bankamenn ná í þrepum á 6-8 ámm. „Frá árslokum 1988 til ársloka 1996 hafa kauptaxtamir hjá okkur hækk- að um 35% en neysluverðsvísitalan hækkað um rúm 60% á sama tíma. Starfsaldur er það hár í bönkunum að ekkert launaskrið hefur verið hjá stóram hópi bankastarfsmanna. Eg tel að um helmingur allra banka- starfsmanna hafí í raun ekki hækkað neitt í launum umfram hækkun launataxta á öllu þessu tímabili." Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, og varaformaður samninganefndar bankanna, segir að lítið hafí gerst í viðræðunum að undanfömu þó haldnir hafi verið fundir milli samninganefndanna og í starfshópum. Hann vill ekki tjá sig um launakröfur bankamanna. Stefán segist vera áhyggjufullur vegna þess hversu samningaviðræðum á vinnu- markaðinum miðar hægt áfram. Skrifstofuhæð Til leigu góð nýyfirfarin ca 90 fm skrifstofuhæð í góðu húsi rétt hjá Ingólfstorgi. Laus strax. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Fasteignasalan Framtíðin, sími 511 3030. \ x \ \ X I \ i l I I I f ( f ( [( [{ I ( I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.