Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 33
gerðu hins vegar kaupsýslumenn
af kynslóð Guidos Bemhöft. Þeir
lögðu grunninn sem enn stendur
undir mörgum öflugustu innflutn-
ingsfyrirtækjum landsins. Frum-
kvöðlarnir hafa flestir kvatt en eftir
stendur ómæld virðing þeirra sem
í dag starfa á þessum vettvangi.
Félag íslenskra stórkaupmanna
þakkar Guido Bemhöft dyggan
stuðning og traust störf um ára-
tugaskeið. Aðstandendum sendum
við dýpstu samúðarkveðjur.
Jón Ásbjörnsson, formaður
Félags íslenskra
stórkaupmanna.
Eg vona að í sorginni og söknuð-
inum eftir afa, á gleymist ekki að
okkar tilvist hér á jörðu er tíma-
bundin og afí hafði lifað sínu lifi
að fullu.
Hann sá Reykjavík vaxa og dafna
og var einnig virkur þátttakandi í
bæjar- og viðskiptalífinu.
Það virðist óraunvemlegt að
hugsa til þess hversu góður hann
var og sáttur við sjálfan sig. Þó afi
hafi náð háum aldri þegar ég fædd-
ist var ódrepandi kraftur í honum
og lífsgleði. Þótt sjónin hafi verið
það fyrsta sem gaf sig þá fellur það
í skugga þess sem hann hafði séð
og upplifað. Þó er sagt að hver sé
sinnar gæfusmiður.
Afi notaði sitt líf til fullnustu, og
nú þegar hans jarðvist er lokið veit
ég að við honum hefur tekið ný og
betri tilvist. Eitt af því sem afi var
af öllu hjarta var félagsvera og
naut hann sín vel í góðra vina hópi.
Með brottför hans kemur söknuð-
ur en einnig góð minning um dásam-
legan mann sem á sérstakan stað í
hjarta mínu.
Guð blessi þig, afí minn.
Þinn dóttursonur,
Þórður Orri.
Kæri vinur og frændi, Guido
Bernhöft, er látinn. Þótt sárt sé að
sjá á bak gömlum vini, er margt sem
þakka má fyrir. Fyrir það fyrsta
átti Guido því láni að fagna að eiga
lengri og gæfuríkari ævi en flestir,
hann varð 95 ára gamall og gat
haldið það afmæli hátíðlegt ná-
kvæmlega á þann hátt sem hann
vildi. Alla þessa löngu ævi hélt hann
bæði kímnigáfunni og sínu góða
minni og það er ekki öllum gefið.
Guido var kátur maður sem hafði
lag á því að sjá björtu hliðar tilver-
unnar og helst þær spaugilegu líka.
Að auki var hann eins og alfræði-
bók, slíkt var stálminni hans, hvort
sem var á atburði liðinna tíma eða
málefni dagsins.
Þeir eru okkur enn í fersku minni,
gömlu góðu dagamir þegar eigin-
kona Guidos, Maja, var enn á lífí.
Þau vom samrýnd hjón, bæði með
þetta þægilega lundarfar, bjartsýn
og jákvæð. Þau höfðu unun af því
að bjóða til sín vinum og kunningj-
um og var gestrisni þeirra og mynd-
arskapur rómaður. Maja lést árið
1983 og reyndist lát hennar Guido
þungbært. Heilsu hans tók þá einn-
ig nokkuð að hraka, eins og oft vill
verða þegar aldur færist yfir. Meðan
hann gat fór hann þó alltaf fótgang-
andi sína ieið, en þar kom að sjónin
var orðin það döpur að hann treysti
sér ekki í langar gönguferðir. Undir
lokin var hann orðinn allt að því
blindur, en þrátt fyrir allt var ávallt
stutt í góða skapið. Fyrir bragðið
var jafnan skemmtilegt að sækja
hann heim og víst er að við emm
ekki ein um þá skoðun. Vinir Gui-
dos á öllum aldri héldu tryggð við
hann allt til hins síðasta; heimsóttu
hann reglulega eða hittu yfír ijúk-
andi kaffibolla á Borginni. Og böm-
in þijú, Ragnar, Örn og Kristín,
hafa ekki síður reynst föður sínum
vel í gegnum árin. Ragnar deildi
um árabil heimili með föður sínum
og eftir að Maja féll frá, átti hann
annað heimili hjá Kristínu.
Guido starfaði hjá Ó. Johnson &
Kaaber um tíu ára skeið í kringum
1920 og þótt hann hafi svo stofnaði
sitt eigið fyrirtæki, H. Ólafsson &
Bemhöft, hélt hann alltaf tryggð við
sitt gamla firma. Hann hefur veitt
okkur ómetanlega hjálp við að fylla
upp í ýmsar glufur í sögu fyrirtækis-
ins og ekki spillti fyrir skemmtileg
frásagnargáfa hans. Sjálfur hefur
hann sett sitt mark á íslenska versl-
unarsögu og verður hans minnst um
ókomin ár á þeim vettvangi.
Við Dúra kveðjum góðan vin og
þökkum honum árin öll og minning-
amar góðu.
Guðrún og Ólafur Ó. Johnson.
Kveðja frá Félagi
frímerkjasafnara
Hinn 23. janúar lézt í mjög hárri
elli fyrsti formaður Félags frí-
merkjasafnara (FF), Guido Bemhöft
stórkaupmaður. Hann var einn af
fmmkvöðlum þess, að frímerkja-
safnarar í Reykjavík og næsta ná-
grenni stofnuðu með sér félag hinn
11. júní 1957. Sjálfur hafði hann
kynnzt frímerkjum og frímerlqa-
söfnun á unglingsárum sínum, því
að hann byijaði að safna frímerkjum
seint á árinu 1917 eða fyrir nær
80 ámm. Faðir hans, Vilhelm Bem-
höft tannlæknir i Reykjavík og
kunnur borgari á sinni tíð, tók þátt
í þessari söfnun með syni sínum.
Að honum látnum tók Guido við
söfnum hans og bætti við sín söfn.
Má því segja, að Guido, sem fæddur
var árið 1901, hafi mestan hluta
aldarinnar fylgzt með söfnun frí-
merkja og málum, sem þeim tengd-
ust. Hann kunni líka góð skil á þess-
um efnum og eins þeim mönnum,
sem mddu brautina fyrir frímerkja-
söfnun hér á landi í lok síðustu ald-
ar og fram eftir þessari öld. Af þessu
má ljóst vera, að Guido Bemhöft
var sannkallaður „nestor" íslenzkra
frímerkjasafnara. Þess vegna er við
hæfi, að hans sé minnzt með fáein-
um orðum úr þeirra hópi, þegar
hann kveður okkur og frímerkin sín.
Þegar FF varð tvítugt árið 1977,
átti sá, sem þessi minningarorð rit-
ar, viðtal við hinn nýlátna höfðingja
íslenzkra frímerkjasafnara. Leyfi ég
mér að hafa nokkra hliðsjón af þessu
viðtali, þegar honum em færðar
þakkir fyrir samfylgd með okkur á
liðnum áratugum.
Þegar FF var stofnað, var Guido
Bemhöft valinn fyrsti formaður
þess, og gegndi hann því embætti
í þijú ár. Á þeim ámm gekk ég í
þessi samtök safnara, og þá fyrst
mm flo mn amjá um
WIMVMJIUI
JIÖTU -GOK
tUIÍHIiKiliT • (tff
Upplýsingar í s: 551 1247
kynntist ég Guido persónulega.
Áður hafði ég þekkt hann af orð-
spori og séð ganga hressan og prúð-
mannlegan um götur bæjarins, en
aldrei átt við hann orðaskipti. Það
gerðist fyrst á fundum f FF. En
mér varð brátt ljóst, að sízt var of-
mælt það orðspor, sem af honum
fór. Hann var tillögugóður á fundum
og réttsýnn, enda auðfundið, að fé-
lagsmenn treystu honum vel, og svo
var alla tíð.
Guido sótti reglulega fundi og
samkomur félagsins næstu 20 árin
frá stofnun þess. Því miður sótti á
hann sjóndepra á áttunda áratugn-
um, og varð hún þess valdandi, að
hann kom sjaldan á fundi eftir það
og síðustu árin ekki. Af þeim sökum
þekktu hinir yngri í okkar hópi
Guido ekki persónulega, en höfðu
af honum góðar spumir frá okkur,
sem störfuðum með honum og
mundum hann vel frá árdögum FF.
Guido fylgdist ævinlega með sínu
gamla félagi og því, sem var al-
mennt að gerast í heimi frímerkja-
safnara. Félagar hans sýndu honum
verðugan sóma, þegar hann var
gerður heiðursfélagi FF fyrir braut-
ryðjandastarf sitt í félagsmálum frí-
merkjasafnara. Áður hafði hann að
sjálfsögðu verið sæmdur gullmerki
FF.
Sárast var það fyrir okkar gamla
og trygga félaga, að hin síðustu ár
gat hann lítt notið frímerkjasafna
sinna sökum sjóndeprannar. Hins
vegar hélt hann óskertu minni allt
til hinzta dags og gat þess vegna
rætt um þetta hugðarefni sitt við
gamla félaga og vini.
Nú er þessi gamli og hugþekki
samferðamaður horfinn úr hópi ís-
lenzkra frímerkjasafnara. Því ber
að leiðarlokum að þakka honum
samfylgdina og öll þau hollráð, sem
hann lagði okkur til af reynslu sinni
og vitsmunum. Jafnframt sendum
við bömum hans og fjölskyldum
þeirra samúðarkveðjur okkar.
Jón Aðalsteinn Jónsson,
varaformaður FF.
• Fleiri mianingargreinar um
Óskar Guido Bemhöft bíða birt-
ingar ogmunu birtast í blaðinu
næstu daga.
r
Opiö /rd kl. 10-21 alla daga.
QarÖshom
v/Fossvogskirkjugarð, simi 55 40 50(i
skraftuyum
t
Eiginkona mín, mófiir og dóttir,
HILDUR SÓLVEIG ARNOLDSDÓTTIR
(HILDE HENCKELL)
Háaleitisbraut 18,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum að morgni
27. janúar.
Útförin fer fram í Fossvogskirkju þriðju-
daginn 4. febrúar kl. 15.00.
Sigurjón Helgason,
Helga Guðrún Sigurjónsdóttir, Hjalti Sigurjónsson,
María Henckell.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
VALGERÐUR ÓLAFÍA ÞÓRARINSDÓTTIR,
(STELLA)
sem lést á Elliheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Aðventkirkj-
unni, Ingólfsstræti 19, föstudaginn 31. janúar kl. 13.30.
Ingibjörg Gunnþórsdóttir,
Kjartan Gunnþórsson, Móeiður Sigurðardóttir,
Þórunn Gunnþórsdóttir, Sigurjón Þorbergsson,
Már Gunnþórsson, Kristbjörg Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elsku faðir okkar og afi,
KARL FINNBOGASON
bifreiðastjóri,
Hamraborg 16,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 21.
janúar.
Jarðarförin hefur farið fram f kyrrþey
að ósk hins látna.
Laufey Karlsdóttir,
Elísabet Karlsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
MAGNÚS ÖRNÓLFUR JÓHANNSSON,
Smiðjugötu 6,
(safirði,
sem lést í Sjúkrahúsi fsafjarðar 27. jan-
úar, verður jarðsunginn frá fsafjarðar-
kirkju föstudaginn 31. janúar kl. 14.00.
Margrét Jónasdóttir,
Erna Magnúsdóttir, Helgi Geirmundsson,
Edda Magnúsdóttir, Stefán Jónsson,
Jóhann Magnússon, Halldóra Jóhannsdóttir,
Lilja Magnúsdóttir, Þórður Sveinbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
ÁRNI SIGURÐSSON
frá Heiðarseli,
verður jarðsunginn frá Prestsbakka-
kirkju á Síðu laugardaginn 1. febrúar
kl. 14.00.
Þórunn Árnadóttir, Rafn Jónsson,
Halldóra Sigurrós Árnadóttir, Rafn Valgarðsson,
Guðrún Áslaug Árnadóttir, Pálmi Andrésson,
Elín Gíslína Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR,
Bakkavegi 23,
Þórshöfn,
verður jarðsungin frá Sauðaneskirkju á
Langanesi laugardaginn 1. febrúar
kl. 14.00.
Haraldur Magnússon,
Helgi Frímann Magnússon,
Ólöf Magnúsdóttir, Reynir Guðmannsson,
Guðbjörn Magnússon, Guðrún Lilja Norðdahl,
Jón Magnússon, Steinunn Gísladóttir,
MagnúsS. Magnússon, SigurlínaSigurjónsdóttir,
Matthias Magnússon, Þórunn Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim
fjölmörgu sem umvöfðu okkur vinarhug
og hlýju, sem sendu blóm og kveðjur,
við andlát og jarðarför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
SVEIN B. JOHANSEN.
AnnaJohansen,
Per Johansen, Lisbeth Hartmann,
Mark Johansen, Hanne Johansen,
Linda Young, Peter Young,
Martin og Steven Andrew.
Lokað
Skrifstofur vorar og vöruafgreiðsla verða lokaðar
eftir hádegi í dag, 30. janúar vegna jarðarfarar
GUiDO BERNHÖFT stórkaupmanns.
H. Ólafsson og Bernhöft.
i