Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐÍÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 39 I- BRÉF TIL BLAÐSINS Fjárframlög til íþróttamála — þakkir til Alþingis Frá Stefáni Konráðssyni: UNDIRRITAÐUR ritaði grein í Morgunblaðið sl. sumar þar sem al- þingismenn og ráðamenn voru hvatt- ir til að auka verulega fjár- framlög til íþróttahreyfing- arinnar. Undanf- arin ár hafa fjár- framlög til íþróttasam- bandsins verið óbreytt og litlar breytingar átt sér stað varðandi Qárframlög til annarra liða sem heyra undir íþrótta- mál. Þau ánægjulegu tíðindi urðu við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1997 að Alþingi jók verulega styrki til íþróttamála. Iþróttasamband íslands fékk íjög- urra milljóna króna aukningu á fram- lagi og fær því 28 milljónir til starf- semi sinnar. Þessu aukna fjármagni er úthlutað til að sinna tveimur sam- þykktum íþróttaþings þ.e. samþykkt um þjálfarastefnu og samþykkt um stefnuyfirlýsingu varðandi bama- og unglingaíþróttir en bæði þessi mál eru afar mikilvæg fyrir íþróttahreyf- inguna. Handknattleikssamband íslands fékk 14 milljónir vegna fjárhagsvand- ræða sambandsins sem eru fyrst og fremst tilkomin vegna greiðslna til Ríkisútvarpsins vegna sjónvarpsút- sendinga á HM 95. HSÍ fær væntan- lega sömu upphæð næstu tvö árin til viðbótar. Þessi samþykkt Alþingis verður vonandi til þess að vandræði sambandsins verða brátt úr sögunni og handknattleiksmenn geta einbeitt sér að aðalatriðinu - uppbyggingu handboltans. Ungmennafélag Islands fær 4 uiilljóna króna aukningu á fjárlögum og fær því 14 milljónir til starfsemi sinnar. Iþróttasamband fatlaðra fær einnig áfram 14 milljónir króna til starfsemi sinnar en mikil og góð uppbygging hefur átt sér stað ííþrótt- uæ fatlaðra. Ólympíunefnd íslands fékk hækkun um 1,5 milljónir króna °g fær nú 4,5 milljónir til starfsemi sinnar auk þess að fá 10 milljónir til að framkvæma keppni Smáþjóða í Evrópu hér á landi en það er að sönnu mikill viðburður. Ólympíunefnd hefur fengið loforð fyrir 10 milljónum tii Smáþjóðaleika aftur á næsta ári þannig að með sanni má segja að ríkisvaldið styðji vel við bakið á okk- ur vegna þessarar framkvæmdar. Glímusamband íslands fær áfram 1 milljón króna til að standa fyrir glímukynningum í skólum á landsvísu en nauðsynlegt er að við stöndum vörð um þjóðaríþrótt okkar íslend- inga. Gleðilegt er að sjá styrkveitingu Alþingis til Borgarbyggðar upp á 8 milljónir króna til að byggja upp Skallagrímsvöll en þar mun í sumar fara fram landsmót ungmennafélag- anna. íþróttasjóður ríkisins fær 14 milljónir en sjóðurinn hefur veitt mik- ilvæga smástyrki til félaga vegna áhaldakaupa. Síðast en ekki síst ber að nefna nýlega ákvörðun ríkisstjóm- arinnar þar sem ákveðið var að leggja 50 milljónir króna á fímm árum til uppbyggingar Vetraríþróttamið- stöðvar Islands á Akureyri en Menntamálaráðuneytið, Akureyrar- bær, Iþróttasamband íslands og íþróttabandalag Akureyrar standa að miðstöðinni. Tillaga menntamála- ráðherra í þessu máli verður til þess að efla uppbyggingu Vetraríþróttam- iðstöðvarinnar til framtíðar og er það vel. Mér er þess vegna bæði ljúft og skylt að fá að þakka alþingismönnum fyrir hönd íþróttasambands íslands en þó sérstaklega ráðherrum ríkis- stjómarinnar og formanni og vara- formanni fjárveitinganefndar fyrir þessa aukningu og þann skilning sem Alþingi sýnir starfi íþróttahreyfingar- innar á íslandi. Að sjálfsögðu von- umst við eftir enn meiri stuðningi í framtíðinni því að íþróttahreyfingin sinnir mikilvægu samfélagslegu hlut- verki varðandi heilbrigðis- og for- vamamál en viðhorf ráðamanna nú gefur tóninn um starfsemi okkar í þjóðfélaginu í framtíðinni. Hitt er aftur á móti lykilatriði að íþrótta- hreyfingin verður á hveijum tíma að skilgreina þarfir sínar fyrir styrkveit- ingum þannig að tryggt sé að al- mannafé gangi til brýnna hagsmuna- mála. STEFÁN KONRÁÐSSON, íþróttastjórnunarfræðingur og framkvæmdastjóri ÍSI. Upplýsingar um alnetstengingu við Morgunblaðið Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upp- lýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðs- ins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á alnetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á alnetinu á tvo vegu. Ann- ars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á alnetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um alnetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við alnetið Þeir sem hafa Netscape/Mos- aic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 1984-l.fl. 1988- 1.fl.A 6 ár 1989- 1.fl.D 8 ár 1992-1.fl.D 5 ár 01.02.97 - 01.08.97 01.02.97 -01.02.98 10.02.97 01.02.97 kr. 78.889,90 kr. 34.431,10 kr. 26.309,90 kr. 14.801,70 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 30. janúar 1997 SEÐLABANKIÍSLANDS VERKSMIÐJUÚTSALAN HEFST í DAG! Opið frá kl. 9-18, laugardag kl. 10-14. Jakkaföt f rá kr. 14.900 Stakir jakkar, dömu og herra frá kr. 4.900 Stakar buxur, dömu og herra frá kr. 1.900 Pils f rá kr. 900 Skyrtur f rá kr. 900 Bindi, dömublússur, bolir, toppar, peysur, efnisbútar og margt fleira á hlægilegu verði. SÓLIN SAUMASTOFA NÝBÝLAVEGI 4, DALBREKKUMEGIN, KÓPAVOGI, SÍMI 554 5800 FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR I :: : m f i C. , 4 ú iS % * Stórhöfða 17, við Gullinbrú, síml 567 4844 Tilboösdagar! © J iittala FINLAND _ Púðar - Lampar 20 - 30% afsláttur Karel Laugavegi 24, simi 562 4525

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.