Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ -v- ÓSKAR GUIDO BERNHÖFT + Óskar Guido Bemhöft var fæddur í Kirkju- hvoli við Kirkjutorg 16. júlí 1901. Hann lést í Reykjavík 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar Óskars Guidos voru hjónin Vilhelm (Jeorg Theodór Bemhöft tannlæknir og Krist- _ . ín Þorláksdóttir Johnson. Vilhelm Georg Theodór Bemhöft var sonur Vilhelms Georgs Theodórs Bernhöfts bakara- meistara og konu hans Jóhönnu Louise Bertelsen frá Helsingja- eyri. Kristin Þorláksdóttir John- son var dóttir Þorláks kaup- manns Ólafssonar Johnson og Ingibjargar Bjarnadóttur, dótt- ur Kristínar og Bjama Bjama- sonar, hreppstjóra frá Esjubergi á Kjalarnesi. Guido var elstur fimm baraa foreldra sinna en þau vom Sverrir, kvæntur Geir- þrúði Hildi Sívertsen, Jóhann ■ > Gottfred, kvæntur Kristínu Kristinsdóttur, og Jóhanna Ingi- björg, gift Agnari Norðfjörð, en þau em nú fjögur látin en eftir- lifandi er Kristín Bemhöft, ekkja Gunnlaugs Péturssonar, fyrrv. borgarritara. Guido kvæntist 7. desember 1929 Jóhönnu Maríu Möller. María var fædd á Hvammstanga í V- Húnavatnssýslu 15. febrúar 1909 og lést 24. september 1983. Foreldrar hennar vom hjónin y Þorbjörg Pálmadóttir og Jóhann Georg Möller, verslunarsljóri á Hvammstanga og síðar á Sauð- árkróki. Þau eignuðust 11 böm og var María næstelst. Þau em nú 10 látin en eftirlifandi er Þorbjörg Leifs, ekkja Jóns Leifs tónskálds. Börn Maríu og Guidos em þrjú: 1) Öm Bemhöft, f. 23. apríl 1930, kvæntur Svövu Pét- ursdóttur Bemhöft, f. 11. des. 1930, böm þeirra em Pétur, f. 23. nóv. 1954, lést 25. sept. 1977, Sig- urður Örn, f. 5. ág- úst 1968, sambýlis- kona Katrín Gunn- arsdóttir, f. 10. jan 1970, sonur þeirra er Pétur Már, f. 13. des. 1995. 2) Ragnar Vilhelm Bernhöft, f. 3. júní 1932, ókvæntur og barnlaus. 3) Krist- ín Bemhöft, f. 4. janúar 1943, gift Pétri Órra Þórðarsyni, f. 9. des. 1943. Börn þeirra eru María Fjóla, f. 30. apríl 1969, gift Guðlaugi Birni Asgeirssyni, f. 2. feb. 1967, Þórður Orri, f. 30. maí 1972, og Kristín Hlín, f. 29. ágúst 1974. Guido var í Miðbæjarbama- skólanum og stundaði nám í Verslunarskóla Reykjavíkur, vann síðan hjá Karli Proppé einn vetur og tvo vetur hjá Jóni Laxd- al þar til 7. febrúar 1919 að hann hóf störf þjá Ó. Johnson og Kaaber hf. þar til hann stofn- aði heildverslunina H. Ólafson og Bemhöft 2. janúar 1929 og starfaði Guido þar til ársins 1989. Guido var félagi í Frímúr- arareglunni, var einn af stofn- endum og fyrsti formaður í Fé- lagi íslenskra frímerkjasafnara, átti sæti í sóknamefnd Dóm- kirkjunnar, einn af stofnendum og heiðursfélagi í Golfklúbbi Reykjavíkur, heiðursfélagi í Stangveiðifélagi Reykjavíkur og Félagi íslenskra stórkaup- manna. Útför Óskars Guidos fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Guido Bernhöft tengdafaðir minn er látinn á 96. aldursári. Leiðir okkar lágu fyrst saman haustið 1963 eða fyrir tæpum 34 árum þegar ég kynntist dóttur Guid- os og eiginkonu hans Maríu Bern- höft. Strax við fyrstu kynni tók Guido — mér af einstakri alúð og reyndist ' mér síðan sem besti faðir. Guido og Maja bjuggu í Garðastræti 44 og höfðu komið sér þar upp einstaklega fallegu heimili sem var glæsileg umgjörð utan um þeirra góða hjóna- band. Fyrsta hjúskaparár okkar Krist- ínar bjuggum við hjá þeim hjónum í Garðastræti og nutum velvilja þeirra og gestrisni og þá kynntist ég líka þeim mannkostum sem Gu- ido var búinn. Guido var borinn og barnfæddur Reykvíkingur, fæddur og uppalinn í Kvosinni eða hjarta Reykjavíkur. Við áttum margar góðar stundir saman á heimili okkar Kristínar og ^ þá sagði hann mér oft frá bemsku- m ERFI DRYKKJl R Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 552-9900 árum sínum og m.a. því þegar sím- inn og rafmagnið komu, frá stofnun Eimskipafélags Islands, komu Gull- foss 1915 og fyrsta bílsins, bygg- ingu Hótel Borgar og fyrsta ballinu þar. Hann var hafsjór af upplýsing- um um gömlu Reykjavík og minni hans var með ólíkindum. Guido sagði mér einnig oft sögur af sér og frænda sínum Ölafi Hauki Ólafssyni en þeir voru einstaklega góðir vinir alla tíð. Hann sagði frá hjólreiðaferðum þeirra upp í Borg- arijörð, austur í sveitir, fjallgöngum, byggingu kofans við Silungapoll, hestaferð í Veiðivötn og laxveiði- ferðum með föður sínum. Guido varð líka tíðrætt um móð- urbróður sinn Ólaf Johnson, stofn- anda Ó. Johnson og Kaaber hf., en þar byijaði hann að vinna sem ung- ur maður. Það er ekki nokkur vafi að Ólafur Johnson var mesti velgjörðarmaður Guidos. Þeir Ólafur Johnson og Guido fóru saman í margar ferðir innanlands og utan og minntist Krtulrykkjur tihvsilt'u kat’fi- hlaöborö. faUvuir salir ou mjoú Uoö þjmnisía. I pplv sinuar i sinnmi 5lt50 025 OU 5ö2 "5'5 HOTR LOFTIHÐIR l « « > * H « » > « «»>>>> Guido oft á ferð frá Akureyri að Dettifossi sem þeir frændur fóru á hestum og einnig viðskiptaferðir til útlanda. Meðan Guido var hjá Ó. Johnson og Kaaber hf. sendi fyrir- tækið hann til Edinborgar þar sem Guido stundaði verslunarnám. Það var svo 2. janúar 1929 að Guido og Ólafur Haukur stofnuðu heildverslunina H. Ólafsson og Bernhöft og var það fyrirtæki hans starfsvettvangur meðan kraftar leyfðu. Helstu boðorð hans í við- skiptum voru heiðarleiki og traust. Hans góða eiginkona Maja lést 24. september árið 1983 eftir nokk- ur veikindi. Eftir að Guido hætti að vinna var hann mest heima hjá sér og undi sér við frímerki sín, hlustaði á hljóð- snældur frá Blindrafélaginu og hringdi í ættingja og vini en þá var hann farinn að missa mikið sjón. Guido gekk í Frímúrararegluna 18. desember árið 1928 og eyddi þar miklu af frítíma sínum. Þar átti hann mjög góðar stundir að eigin sögn og kynntist mörgum af sínum bestu vinum. Traustur vinur hans og frí- múrarabróðir, Gísli Pálsson, kom á hveijum sunnudegi klukkan ijögur í mörg ár og sagði Guido fréttir af frímúrarafundunum, sem hann var þá hættur að geta sótt. Síðari árin var það mikil upplyfting fyrir Guido þegar Hilmar Foss kom í heimsókn á hveijum laugardegi og vinir hans fóru með honum á Hótel Borg í kaffi en þar hafði hann árum saman van- ið komur sínar og hitt félagana. Eg get ekki látið hjá líða að nefna Frí- mann Jónsson en hann sýndi honum einstaka tryggð og veitti honum margar ánægjustundir með því að taka hann með sér á Borgina, tii Þingvalla og fleiri staða. Þá get ég ekki annað en minnst á einn besta vin hans og frænda, Ólaf Guðmundsson, sem öll árin eftir að Guido hætti að vinna heim- sótti hann á hveijum degi og veitti honum ómælda aðstoð og ánægju. Allir sem kynntust Guido tóku strax eftir því hve einstakt ljúf- menni hann var, skapgóður, jákvæð- ur og elskulegur við alla. Hann sýndi samferðafólki sínu einstaka ræktar- semi og það voru ófáar gjafir og blómvendir sem hann sendi vinum og ættingjum hérlendis og erlendis. Guido lærbrotnaði í byijun nóvem- ber og þó að hann lægi nú um jólin á Borgarspítalanum lagði hann mikla áherslu á að jólagjafir og kort yrðu send. Okkur Kristínu tókst að hafa hann hjá okkur á Hamars- götunni yfir jólahátíðina og áttum við fjölskyldan ógleymanlegar stundir með honum. Guido var búinn að segja að hann væri tilbúinn að fara yfir móðuna miklu og sem betur fer þurfti hann ekki að bíða lengi, því að kallið kom 23. janúar er hann fékk hægt and- lát. Ég veit að allir sem kynntust honum sakna hans sárt en það á eitt sinn fyrir öllum að liggja að fara í ferðalagið mikla og það var bjargföst trú hans að líf væri eftir dauðann. Hann hlakkaði til að hitta Maju sína, ættingja, vini og frímúr- arabræður að þessu lífi loknu og var ekki í nokkrum vafa að vel yrði tekið á móti sér. Ég vil að lokum þakka öllum sem sýndu honum vinarhug í veikindum hans, svo og hjúkrunarfólkinu á Borgarspítalanum og Landakoti fyr- ir það að gera allt sem hægt var til að láta honum líða sem best þá þijá mánuði sem hann dvaldist þar. Það var einstök ánægja að fá að kynnast Guido og ég bið Guð að vera með honum. Pétur Orri. Látinn er í Reykjavík móðurbróð- ir minn Guido Bemhöft á nítugasta og sjötta aldursári. Hann fæddist að morgni nýrrar aldar, lifði hana næstum alla, óbugaður og við dýr- mæta heilsu. Slíkt lífslán hlotnast fáum, en hann naut lífsins vel, ekki síst í hinum stóra hópi vina og ætt- ingja. Guido var frumburður foreldra sinna, þeirra Vilhelms Bernhöft tannlæknis og Kristínar Þorláks- dóttur Johnson. Hann ólst upp í hópi fimm glaðværra systkina í Kirkjuhvoli við Kirkjutorg í Reykja- vík. Em systkinin nú öll látin nema Kristín sem var yngst þeirra. Bernskuheimilið var ætíð mann- margt, eins konar miðstöð vina og vandamanna. Minntust systkinin oft með söknuði bernskuheimilisins og ástríkis foreldranna. Atvikin höguðu því þannig að ég kynntist Guido best á ævikvöldi lífs hans, hann orðinn ekkjumaður, hættur umsvifum í fyrirtæki sínu, og ég búin að missa foreldra mína. Nú gafst tími til að spjalla, því ýmsum spurningum hafði aldrei verið svarað og var nú hægt að leita í smiðju til frænda sem tengdi kyn- slóðir nítjándu aldarinnar og þeirrar tuttugustu. Erfitt var að sjá hvort hafði meiri ánægju af, ég eða hann. Það var aldrei kvöð að heimsækja Guido frænda, þvert á móti tilhlökk- unarefni. Guido var ákaflega frænd- rækinn og hélt utan um fjölskyldu sína af mikilli ástúð, hringdi gjarnan í okkur á afmælis- og tyllidögum með sérstökum hætti. Hann var eins konar ættarhöfðingi og var oft leit- að ráða hjá honum í mikilvægum málum innan flölskyldunnar. Hann vakti áhuga minn á forföð- urnum Tönnies Daniel Bernhöft bakara sem kom til íslands árið 1834 til að baka brauð fyrir íslend- inga og settist að í húsinu sem nú heitir Lækjarbrekka og stendur í dag nær óbreytt. Guido átti sinn þátt í því að endurvakið var jóla- hald Bemhöftanna á Kornhlöðuloft- inu. Sjálfur hafði hann staðið á tröppunum í bakaríinu ungur dreng- ur og sprengt flugelda um áramótin þegar hann var í heimsókn hjá Daní- el bakara frænda sínum, en bakarí- ið hélst í eigu Bernhöftanna allt til ársins 1923. Guido átti þátt í því að Edward Bernhöft föðurbróður hans var boðið til íslands á Alþingis- hátíðina 1930, en hann hafði, eins og títt var um íslendinga á þeim tímum, flust til Vesturheims um 1880, kvænst íslenskri konu og eignast með henni 15 börn. Alla tíð síðan var Guido i sambandi við ætt- ingjana í Vesturheimi og fór svo að margir þeirra hafi komið til að sjá ættjörðina. Skemmtilegt minningarbrot kem- ur fram í hugann frá fyrrasumri í Árbæjarsafni þegar Guido fór ásamt frændfólki að skoða gamla endur- byggða ættarsetur móður sinnar, húsið sem áður var Lækjargata 4. Guido sagði þar sögu hússins sem var fest á kvikmynd því, eins og Guido sagði sjálfur, þá var Lækjar- gata 4 hans annað heimili. Saga hússins er afskaplega merkileg og nátengd afa hans Þorláki Johnson sem var frumkvöðull á hinum ýmsu sviðum verslunarinnar ásamt konu sinni Ingibjörgu Johnson sem var ein fyrsta kaupkonan og stóð versl- un hennar langt fram yfir miðja tuttugustu öldina. Það var því ekki skrýtið að Guido haslaði sér völl á sviði viðskipta, en hann hóf störf hjá móðurbróður sínum Ólafi John- son sem stofnaði fyrstu heildversl- unina á íslandi, O. Johnson og Kaab- er, í Lækjargötu 4. Síðar stofnaði Guido sitt eigið fyrirtæki með frænda sínum Ólafi Hauki Ólafs- syni, sem þeir nefndu H. Ólafsson og Bernhöft. Önnur Ijúf minning frá liðnu sumri er síðasta veislan sem hann hélt vinum sínum á 95 ára afmælis- degi sínum á Garðastræti 44. í þeim fjölmenna hópi sá ég fólk sem hafði unnið hjá honum alla sína starf- sævi, ég sá hjú sem höfðu verið til heimilis hjá þeim Maríu eiginkonu hans á árum áður, ég sá fyrrver- andi skólanemendur sem áttu heim- ili hjá þeim á námsárunum sínum, ég sá vini barna þeirra, og ættingja Maríu, fyrir utan alla frímúrarana, frændurna og nána fjölskylduvini. Það gat ekki verið erfitt að verða gamall eins og Guido og gleði hans þennan dag varð gleði okkar. En hvað var svona sérstakt við þennan elskulega frænda og einlæga vin eins og hann nefndi sig gjaman í kveðjum ti! mín. Það voru hin já- kvæðu lífsviðhorf hans, nefnilega að hver dagur væri dýrmæt Guðs gjöf sem bæri að nýta til góðra verka. Hann lifði þannig, var ætíð sjálfum sér samkvæmur og okkur frændfólk- inu ákaflega góð fyrirmynd. I fyrravetur kallaði hann mig á sinn fund og færði mér dýrgrip, sálmabók Marie Elizabethar Bern- höft, eiginkonu Tönnies bakara, en hún fæddist fyrir nákvæmlega tveimur öMum (1797) í Danmörku en kom til íslands til að verða íslend- ingur. Hann bað mig varðveita arf- inn vel, því honum var mikils um vert að fjölskyldan héldi hópinn, ungir jafnt sem aldnir, og víst er að hinar glaðvæm jólaveislur Bern- höftanna munu halda áfram í anda Guido frænda. Að lokum er honum þökkuð samfylgdin góða og hin kærleiksríka umhyggja sem hann auðsýndi móður okkar systkina í veikindum hennar. Slíkt mun aldrei gleymast. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem.) Kristín Norðfjörð. í dag er kvaddur hinstu kveðju Guido Bernhöft stórkaupmaður, einn síðasti fulltrúi þeirrar kynslóð- ar kaupsýslumanna sem lifðu eitt- hvert mesta breytingaskeið í sögu íslenskrar verslunar. Honum var kaupsýslan í blóð borin, enda dótt- ursonur Þorláks Johnsons sem jafn- an er minnst sem forgöngumanns innlendrar þjóðlegrar verslunar- stéttar. Um Guido var sagt að þar færi vinsæll og vel látinn kaupsýslu- maður, sem fengið hefði í arf snyrti- mennsku og fágun afa síns. Guido Bernhöft hóf störf sem sölustjóri hjá Ó. Johnson & Kaaber í byijun júlímánaðar 1919. í skemmtilegu viðtali í 50 ára afmæl- isriti Félags íslenskra stórkaup- manna lýsir Guido starfi sínu á þess- um árum, lifandi sambandi við við- skiptavinina og reglubundnum sölu- ferðum kringum landið með skipum, vor og haust. Tíu árum síðar stofn- ar hann, ásamt frænda sínum Ólafi Hauki Ólafssyni, heildverslunina H. Ólafsson og Bernhöft, þar sem hann starfaði sleitulaust fram til ársins 1988, þá orðinn 87 ára gamall. Guido var alla tíð virkur og virtur félagi í Félagi íslenskra stórkaup- manna og kjörinn heiðursfélagi þess árið 1971, þá tæplega sextugur. Á aðalfundi félagsins í október 1949 var hann kjörinn í stjórn FÍS og sat í henni næstu fimm ár. Þetta var viðburðaríkur tími í sögu félagsins; mikil endumýjun varð í stjóm þess þetta ár og ný kynslóð var kvödd til starfa undir formennsku Egils Gutt- ormssonar. Strax að loknum aðal- fundi var ákveðið að setja á stofn formlega skrifstofu og ráða fyrsta starfsmann félagsins, Hendrik Sv. Bjömsson. Við þetta urðu mikil umskipti í starfsemi félagsins sem um leið tók forystu í eigin hagsmuna- gæslu eftir vaxandi ágreining við Verslunarráð íslands. Lög félagsins vom tekin til gagngerrar endurskoð- unar og vöm snúið í sókn gegn vax- andi áróðri og pólitískum árásum á verslunarstétt í fjölmiðlum. Það var einnig í stjómartíð Guidos Bemhöft sem bátagjaldeyriskerfið var tekið upp og þótti stórkaupmönnum það mikill áfangi. Var það fyrsta skrefið í þá fijálsræðisátt sem síðan átti eftir að þróast næstu áratugi. Þetta var tímabil mikilla umbrota í íslenskri verslunarsögu. Öll við- skipti vom bundin höftum og skömmtun; vöruskipti voru eina leið- in til að kaupa nauðsynjavöm til Iandsins og hart var barist um kvót- ann, hvort heldur snerti sykur og hveiti eða skófatnað. Og álagningin var skömmtuð að ofan. Á stríðsár- unum lokuðust samgöngur við Evr- ópu og þurfti að snúa viðskiptum til Bandaríkjanna. Þá stofnuðu for- svarsmenn stærstu innflutningsfyr- irtækja í matvöm, þeirra á meðal Guido Bernhöft, Innflytjendasam- bandið (IMPUNI). Þetta frumkvæði stórkaupmanna reyndist bæði far- sæl og hagkvæm ráðstöfun fyrir land og þjóð. í raun er það óskiljanlegt þeim sem stunda verslun í dag, hvernig hægt var að reka blómleg fyrirtæki undir þessum kringumstæðum. Það I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.