Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ __________________________FRETTIR_____________ Þorri allrar flutningastarf- semi í landinu til Eimskips Eimskip hefur yfírburðastöðu í flutningum til og frá landinu og virðist stefna markvisst að því að auka hlut sinn í almennum landflutn- ingum segir í nýlegri greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar, hæstaréttarlögmanns, sem unnin var fyrir einn umbjóðanda hans. M.a. er lagt til að Samkeppnisráð leggi bann við að Eimskip auki áhrif sín á sviði landflutninga. EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur öðlast markaðsyfirráð í flutningum til og frá land- inu, hvort sem er með skipum eða flugvélum. Hlutdeild fé- kgsins í heildarflutningum til og frá íslandi er a.m.k. 75%. Þá er ekki tekið tillit til stórflutninga, þar sem Eimskip hefur jafnframt verulega markaðshlutdeild. Samskip hf., sem er næst félaginu að magni til í áætl- anaflutningum, ógnar engan veginn sterkri stöðu þess. Almennir land- flutningar eru eini þáttur flutning- anna sem Eimskip hefur ekki haft hingað til, en félagið virðist hins vegar stefna markvisst að því að auka hlut sinn í þessum markaði með kaupum og yfirtöku fyrirtækja í greininni. Þetta kemur fram í greinargerð um samkeppnisstöðu Eimskips á vöruflutningamarkaði sem Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur unnið fyrir umbjóðanda sinn á landflutningasviði og Morgunblaðið hefur undir höndum. Greinargerðin er dagsett í lok október og eru allar upplýsingar sem þar koma fram byggðar á blaðagreinum, ársskýrsl- um og öðrum auðsóttum upplýsing- um. Tilgangur greinargerðarinnar var að lýsa aðstæðum á vöruflutninga- markaði og stöðu Eimskips á mark- aðnum og gerð er grein fyrir því hvort og þá á hvern hátt markaðsráð- andi staða Eimskips kann að hafa skaðleg áhrif á samkeppni á mark- aðnum. Fram kemur að í stykkjavöruflutn- ingum hafí félagið haft 75% hlut- deild árið 1991 á móti 25% hlutdeild Samskipa. Flutningar félagsins hafi frá þeim tíma sveiflast á svipaðan hátt og magnvísitölur inn- og út- flutnings gefí til kynna og af því megi draga þá ályktun að Eimskip hafí haldið markaðshlutdeild sinni í áætlanaflutningum. Hér sé því um algjöra yfírburðastöðu Eimskips að ræða. í fiutningum með flugi höfðu Flug- leiðir, samkvæmt greinargerðinni, 95% markaðshlutdeild. Telur Ragnar að með 34% eignaraðild sinni og setu fjögurra fulltrúa Eimskips í stjórn og varastjórn Flugieiða hafi Eimskip veruleg ítök í rekstri og starfí Flug- leiða hf. og um leið eignar- og stjóm- unarleg ítök í mestöllum flugfiutn- ingum milli landa. Hvað snertir sjóflutninga innan- lands er bent á að Eimskip hafí þar sömuleiðis yfírburðastöðu og ætla megi að félagið sé með um 77% hlut- deild á móti 23% hlutdeild annarra aðila. Keppinautur félags- ins á sviði sjóflutninga kringum landið sé í raun aðeins einn, Samskip hf., sem hafi eitt skip í sigling- um í kringum landið, en hlutur Eimskips sé yfírgnæfandi þeg- ar magntölur séu skoðaðar. Hlutdeild í landflutningum rúmlega 50% Meginefni greinargerðarinnar lýt- ur þó að stöðu Eimskips á landflutn- ingamarkaði. Fram kemur að sam- kvæmt ársskýrslu Eimskips flutti félagið 320 þúsund tonn með bifreið- um innanlands á síðasta ári ásamt Dreka hf. og Viggó hf., sem eru dótturfyrirtæki félagsins. Áætlað er að aðrir aðilar flytji um 300 þúsund tonn á ársgrundvelli. Hlutdeild Eim- skips í landflutningum er því rúmlega 50% og ekkert eitt félag kemst ná- lægt félaginu í magni. Hinn helming- ur landflutninga dreifíst á fjölmarga smáa akstursaðila víðs vegar um landið, u.þ.b. 100 mismunandi fyrir- tæki og einstaklinga. Rakin er þróunin á vöruflutninga- markaði innanlands og bent á að fram undir það síðasta hafí smá og meðalstór flutningafyrirtæki annast meirihluta allra landflutninga. Þá segir m.a.: „Hér er annars vegar um að ræða fyrirtæki með aðsetur víða um landið og hins vegar flutninga- deildir kaupfélaganna. Þessi fýrir- tæki hafa stofnað hlutafélög um vöruafgreiðslu í Reykjavík og sam- eiginlega hagsmuni sína. Lengi var um tvö slík fyrirtæki að ræða, Vöru- flutningamiðstöðina hf. og Land- flutninga hf. Þessi fyrirtæki voru stofnuð fyrir u.þ.b. 30 árum og eiga það sammerkt að eigendur þeirra voru margir og smáir. Það sem að- greindi stöðvamar einkum var sam- setning eigendanna, en eigendur Landflutninga hf. voru einkum kaup- félögin úti á landi, en eigendur Vöru- flutningamiðstöðvarinnar hf. voru eingöngu sjálfstæðir flutningsaðilar, í mörgum tilvikum einstaklings- eða flölskyldufyrirtæki.“ Sérstaklega er vikið að hlutverki Tollvörugeymslunnar, sem tók meðal annars að starfa líkt og Vöruflutn- ingamiðstöðin og Landflutningar eft- ir 1987 þegar breyting varð á tolla- lögum. Fyrirtækið tók að reka reka akstursþjónustu með dreifíngarþjón- ustu við landsbyggðina. Flugleiðir hófu náið samstarf við Tollvöru- geymsluna og fara allir flugflutningar félagsins um hendur Tollvöru- geymslunnar hf. Fyrir- tækið var stofnað af 250 aðiium, einkum heildsöl- um, en Eimskip á nú meirihlutann í félaginu. Samkeppni haidið í lágmarki Um stefnu Eimskips í vöruflutn- ingum innanlands segir m.a.: „Stefna Eimskips virðist nokkuð ljós. Félagið hefur yfírburðastöðu í flutningum til og frá landinu. Það hefur yfirburða- stöðu í sjóflutningum kringum landið og meirihluta í landflutningum. Hingað til hafa einkaaðilar, lítil sjálf- stæð fyrirtæki sem að mestu hafa aðsetur úti á landi, haldið hinum al- mennu vöruflutningum. Þetta hefur verið blómleg atvinnugrein fyrir sér- hvert byggðarlag með tengdri þjón- ustu innan héraðs, svo sem af- greiðslustöðvum. Almennir land- flutningar eru eini þáttur flutning- anna sem Eimskip hefur ekki haft hingað til, en félagið virðist hins vegar stefna markvisst að því að auka hlut sinn í þessum markaði með kaupum og yfirtöku fyrirtækja í greininni. Það er því umhugsunar- vert hvaða áhrif það hefur á við- skiptalíf landins að þorri allrar flutn- ingastarfsemi í landinu færist á hendur eins aðila og hvort slík að- staða geti samrýmst samkeppnislög- um.“ Rakið er að Eimskip hafi farið þá Ieið að kaupa upp fyrirtæki á mark- aðnum, en með því haldi félagið í lágmarki samkeppni á einstökum leiðum. „Miklar hræringar hafa átt sér stað samfara kaupum og samn- ingaumleitunum Eimskips. Einstakl- ingar sem hafa verið í landflutning- um um langan aidur hafa átt í hat- rammri baráttu um tilverurétt sinn sem sjálfstæðir flutningsaðilar. Eim- skip virðist hafa nýtt sér stöðu sína sem viðskiptavinur þessara flutn- ingsaðila og fengið landflutninga- menn annaðhvort til samstarfs eða til að selja eignarhlut sína. Eimskip hefur þegar eignast meirihluta hluta- bréf í nokkrum flutningafyrirtækjum og keypti nú síðast 60% hlut í Isa- fjarðarleið hf. sem er stærsti aksturs- aðili á Vestfjörðum," segir í greinar- gerðinni. Meirihlutaeign í Vöru- flutningamiðstöðinni í greinargerðinni er að finna ítar- lega umfjöllun um meinta yfírtöku Eimskips á Vöruflutningamiðstöð- inni hf. Þar segir m.a. að hinn 19. september 1996 hafí komið í ljós að Eimskip hafí eignast meirihluta í Vöruflutningamiðstöðinni hf. Fram að þeim tíma hafi félagið ekki viljað upplýsa um meirihlutaeign sína þar, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir ann- arra hluthafa Vöruflutningamið- stöðvarinnar. Þá er rakinn ítarlega gangur mála á aðalfundi Vöruflutn- ingamiðstöðvarinnar hinn 10. júní 1996. Þar segir m.a.: „Á aðalfundinum lagði fráfarandi stjórn félagsins fram boðaðar tillögur um breytingar á samþykktum félagsins, en þær lutu í aðalatriðum að heimild til að veð- setja hlutabréf, afnámi forkaupsrétt- ar félagsins og hluthafa að fölum hlutum í félaginu a_ð því að stjórn kysi sér formann. Áður en gengið var til atkvæða um framkomnar til- lögur til breytinga á samþykktum félagsins lögðu þrír hluthafar, sem fara með 22,72% alls hlutafjár í fé- laginu, fram bókun þar sem fram kom að þeim væri kunnugt um að Eimskip eða dótturfélög þess hefðu keypt hlut Bifreiðastöðvar Þórðar Þ. Þórðarsonar, Akranesi og fleiri í félaginu og skoruðu þeir á stjóm félagsins að kanna réttmæti þessa vegna ákvæða félagssamþykkta um forkaupsrétt félagsins og einstakra hluthafa. Mótmæltu þessir þrír hlut- hafar því jafnframt að seljendur hlutabréfanna neyttu atkvæðisréttar á aðalfundinum. Tillagan um afnám forkaupsréttarins hlaut 29.670.500 atkvæði gegn 5.259.500 atkvæðum og var því löglega samþykkt sam- kvæmt samþykktum félagsins. Áður hafði verið gengið til stjómarkjörs og voru kosnir þrír stjómarmenn sem eru beint eða óbeint starfsmenn og/eða fulltrúar Eimskips. Athygli vakti að Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórð- arsonar, sem átti samkvæmt hlut- hafaskrá 26,76% allra hluta í félag- inu, fékk engan mann kosinn í stjórn félagsins og leitaði reyndar ekki eft- ir fulltrúa í stjóm félagsins, svo sem hluthafinn hafði áður gert. Stjórnar- menn tengdir Eimskip eru Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri hjá Eimskip, Rúnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri og hluthafi í Viggó hf. og Hjörleifur Jakobsson, fram- kvæmdastjóri hjá Eimskip. Tii skýringar er þess getið að Eim- skip hafi áður en til þessa aðalfund- ar kom eignast meirihluta í hlutafé- lögum sem em hluthafar í Vöruflutn- ingamiðstöðinni hf., en félögin eru Dreki hf., sem á 15,96% hlutafjár og Viggó hf., sem á 11,53% hlutafj- ár. Samtals fara þessi félög með 27,49% alls hlutafjár í félaginu og eins og áður er sagt var Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar skráð fyrir 26,76% hlutafjárins og fara þessir þrír aðilar því samtals með 54,25% hlutafjárins. Eimskip dró því að staðfesta kaup sín á meirihluta í Vöruflutningamið- stöðinni hf. þar til hinn 19. septem- ber 1996, eða um nær 4 mánuði frá því félagið öðlast virk yfirráð í félag- inu. Ennþá hefur ekki verið upplýst hver seldi Eimskip hlutabréf sín í Vöruflutningamiðstöðinni hf. eða hvernig þeir sölusamningar hljóða, en Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarson- ar er líklegust í því sambandi." Fjárfest í óskyldum greinum Þá víkur Ragnar Aðalsteinsson að því í greinargerð sinni að Eimskip hafí, auk fjárfestinga í flutningafyr- irtækjum og fyrirtækjum sem tengj- ast fiutningum, einnig notfært sér fjárhagslegan styrkleika sinn og fjár- fest í óskyldum atvinnugreinum. Nefnir hann þar fyrirtæki eins og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Skeljung hf. og íslandsbanka hf. Eimskip hafi sagt að félagið stundi slíkar fjárfestingar eingöngu vegna þess að um arðvænlegar og áhuga- verðar fjárfestingar sé að ræða. Hins vegar vakni spumingar um hver til- gangur Eimskips sé að fjárfesta í sjávarútvegs- fyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum sem stundi útflutning. Spurningin sé hvort markmið Eim- skips með fjárfestingum í slíkum fyrirtækjum sé að tryggja félaginu flutningaviðskipti. Talinn er upp 10,5% hlutur Eimskips í Haraldi Böðvarssyni, 6,5% hlutur í Síldar- vinnslunni, 11,9% hlutur í Skag- strendingi, 9,6% hlutur í Árnesi, 1,7% hlutur í Þormóði ramma, 10% hlutur í SÍF og 2,2% hlutur í ÚA. Að auki er bent á að Eimskip hafi lagt nokkra áherslu á að fjár- festa í fiskmörkuðum víðs vegar um iandið og er nefndur 11,5% hlutur í Faxamarkaðnum hf., 7,2% hlutur í Fiskmarkaðnum hf., 10% hlutur í Fiskmarkaði Vestmannaeyja hf., 5,4% hlutur í Fiskmarkaði Þorláks- hafnar hf. og 13,8% hlutur í íslands- markaði hf., sem rekur upplýsinga- kerfi fískmarkaða. Víkjandi lán til Foldu? I greinargerðinni er sérstaklega leitast við að leggja mat á markaðs- stöðu Eimskips hf. með hliðsjón af samkeppnislögum og bent á að sam- keppnislög leggi ekki bann við mark- aðsráðandi stöðu, heldur misnotkun slíkrar stöðu. Leiði markaðsráðandi staða til skaðlegra áhrifa á sam- keppni geti samkeppnisyfirvöld grip- ið til aðgerða. Ragnar Aðalsteinsson kemst að þeirri niðurstöðu að með hliðsjón af því hve veruleg markaðshlutdeild Eimskips sé á vöruflutningamarkaði á sjó og landi og eigna- og stjórnun- artengsl í loftflutningum verði ekki dregin önnur ályktun en að félagið sé markaðsráðandi. Til viðbótar hárri markaðshlutdeild komi fjár- hagslegur styrkleiki félagsins, sem birtist meðal annars í kaupum fé- lagsins á eignarhlutum í fyrirtækj- um í óskyldri starfsemi og jafnvel veiting víkjandi lána. Slíkar fjárfest- ingar virðist gerðar í því skyni að tengjast viðskiptamönnum sem þurfi á vöruflutningaþjónustu að halda. Meðal þess sem Ragnar telur ástæðu til að gefa sérstakar gætur er hvort rétt sé að félagið tengi leynt eða ljóst skilyrði við hlutafjárframlög til hlutafélaga sem fáist við starfsemi sem er ótengd flutningastarfsemi, t.d. vinnslu fískafurða. „Eru skilyrðin þau að fyrirtækin flytji allar sínar afurðir með Eimskip eða dótturfélög- um þess? Ljóst er að þau sjávarút- vegsfyrirtæki sem félagið hefur fjár- fest í flytja öll með Eimskip, annað- hvort í gegnum Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna eða sjálfstætt," segir ennfremur. Sama gildir um veitingu víkjandi lána til fyrirtækja í óskyldum grein- um, að mati Ragnars. „Ástæða er til að ætla að Eimskip hafi veitt Foldu hf. á Akureyri 18 milljóna króna víkjandi lán í apríl 1995 þegar félagið var enduríjármagnað af nokkrum aðilum. Ekki er ljóst hvaða hagsmunir liggja að baki veitingu víkjandi lána eða hvort hluthafar félagsins fái vitneskju um slíkar ráð- stafanir eða tilgang þeirra, en ástæða kann að vera fyrir samkeppn- isyfirvöld að kanna í hve ríkum mæli slíkt kann að vera gert.“ Samkeppnisráð leggi bann við fjárfestingum Sérstaklega er vikið að heimildum samkeppnisyfirvalda til að ógilda samruna fyrirtækja eða yfirtöku fyr- irtækis á öðru fyrirtæki og segir uin það m.a.: „Með hliðsjón af ýmsum ákvörðunum Samkeppnisráðs eru líkur á að telja verði stöðu Eimskips svo sterka á innlendum vöruflutn- ingamarkaði að skilyrði séu uppfyllt til að ógilda yfirtöku Eimskips á Vöruflutningamiðstöðinni og kaup félagsins á Isafjarðarleið hf. Nægar ástæður virðast vera að lögum til að félaginu verði gert að losa sig við beina eða óbeina eignaraðild að Vöruflutningamiðstöðinni hf. m.a. með því að selja eignarhluti sína í Dreka hf., Viggó hf. og Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar hf. Að auki virðast nægar ástæður til að Sam- keppnisráð leggi bann við því að Eimskip auki áhrif sín á sviði land- flutninga með því að fjár- festa í landflutningafyrir- tækjum beint eða óþeint eða með því að stofna slík félög. Fallist Samkeppnisráð ekki á slíkar kröfur verður að ætla að skilyrði séu til að ráðið setji félag- inu skilyrði. Skilyrði þessi gætu lotið að stjórnarþátttöku starfsmanna og stjórnarmanna Eimskips í skyldfé- lögum þess, sanngjörnum og gagn- sæjum viðskiptaskilmálum sem þyrftu samþykkti samkeppnisyfir- valda, þ.ám. gjaldskrá sem sýnir sundurliðað verð við að flytja vöru milli staða á íslandi án tillits til þess hvort flutningurinn er liður í inn- eða útflutningi, magnafslætti og annað er máli skiptir, þannig að viðskipta- mönnum félagsins og keppinautum þess sé ljóst hvert gjaldið sé á hverri einstakri leið innanlands. Skilyrði þessi gætu lotið að skyldu til jafnra og sanngjarnra viðskipta við alla aðila að Vöruflutningamiðstöðinni hf., banni við því að leggja fé í fyrir- tæki á óskyldum sviðum í því skyni að tryggja sér flutningaviðskipti og almennt meira eftirlit og gagnsæi. Bann við frekari fjárfestingum í land- flutningafyrirtækjum virðist óhjá- kvæmilegt, ef komast á hjá aðstæð- um á sviði landflutninga sem fara í bága við samkeppnislög.“ Fjárfesta í hlutabréfum fiskmarkaða Með meiri- hluta íToll- vörugeymslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.