Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 21 ERLENT Reuter DÍANA og Karl á svölum Buckingham-hallar á brúðkaupsdaginn í júlí 1981. Nú hefur hún ákveðið að gefa Victoria & Albert-safninu brúðarkjólinn. Verður hann til sýnis frá og með sumri komanda. Díana gefur brúðarkjólinn London. The Daily Telegraph. DÍANA prinsessa ætlar að gefa bresku þjóðinni brúðarkjólinn sinn og selja hluta af klæða- skápnum til ágóða fyrir líknar- félög. Þykir þetta sýna, að hún ætli fyrir alvöru að fara að hasla sér völl annars staðar en í kon- ungsgarði. I næsta mánuði ætlar Díana að gefa Victoria & Albert-safn- inu brúðarkjólinn og í júní verð- ur einhver glæsilegasta sala á notuðum fatnaði, sem um getur. Ætlar að selja 65 kvöldkjóla í júní Þá mun hún bjóða upp 65 af kvöldkjólunum sínum. Verður uppboðið hjá Christie’s ogtalið er, að fyrir kjólana fáist eitthvað á annað hundrað milljóna ísl. kr. Víst er talið, að uppboðið verði vel sótt og ekki síður en þegar boðnar voru upp eigur Jaqueline heitinnar Onassis. Hins vegar þýðir lítið að kaupa kjólana á aðrar konur en þær, sem líkjast Díönu í vextinum. Engin tískudrós Sagt er, að Díana vilji losna við þá ímynd, að hún sé einhver tískudrós og vilji fara að einbeita sér að öðrum og merkilegri verk- efnum. Er hún mjög ánægð með Angólaförina á dögunum þótt hún hafi nokkuð verið gagnrýnd fyrir hana í Bretlandi. Ihuga eftirgjöf Golan-hæða Óvíst hvenær Jeltsín kemur til starfa Heilsuleysið bitnar á utan- ríkismálunum Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, dró sig aftur í hlé í gær eftir að hafa litið við í Kreml á þriðjudag. Birti þá sjónvarpið af honum mynd- ir, sem virtust sýna hann nokkuð hressan, en það hefur lítið dregið úr efasemdum um, að hann sé að komast til heilsu á ný. í tilkynningu frá rússnesku ríkis- stjórninni í gær sagði eins og stund- um áður, að Jeltsín yrði við störf á sveitasetri fyrir utan Moskvu. Óvíst er hvenær hann kemur til starfa en hann verður 66 ára á laugardag. Hefur lést mikið Jeltsín virtist fremur hress í sjón- varpinu í fyrradag en ljóst er, að hann hefur lést mikið á síðustu vik- um. Þá var myndin augljóslega mik- ið klippt og hljóðlaus þannig að erf- itt var að dæma um ástand hans. Var hann ekki viðstaddur marg- frestaðan leiðtogafund Samveldis sjálfstæðra ríkja í gær og hann hef- ur frestað heimsókn til Hollands, sem vera átti í næstu viku. Því óttast margir, að Jeltsín sé ófær um að stýra ríkinu og fijáls- lynda stjórnarandstöðublaðið Neza- vísímaja Gazeta sagði, að heilsuleysi Jeltsíns og tilraunir til að fela það hefðu bitnað með ýmsum hætti á utanríkisstefnu landsins. Clinton býst við fundi í mars „Það var fyrir réttu ári, þegar Jeltsín hætti að sækja ýmsar alþjóð- legar ráðstefnur vegna heilsubrests, að nokkur stirðleiki fór að koma upp í samskiptum Rússlands og Vestur- landa. Það er slæmt fyrir Rússland, að forsetinn skuli ekki geta heim- sótt önnur ríki og enn verra þegar sífellt er verið að tilkynna, að ein- hver heimsókn standi fyrir dyrum. Á Vesturlöndum eru menn farnir að halda, að verið sé að gera grín að þeim og eru hættir að trúa yfirlýs- ingunum frá Kreml,“ sagði blaðið. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í fyrradag, að hann hefði enga ástæðu til að halda, að verið væri að fela eitthvað varðandi heilsufar Jeltsíns og kvaðst gera ráð fyrir fundi þeirra í mars. Jerúsalem. Reuter. YITZHAK Mordechai, varnarmála- ráðherra ísraels, fyrirskipaði hern- um í gær að kanna hvaða áhrif það hefði á öryggi landsins ef hluta Golan-hæða yrði skilað til Sýrlend- inga sem hluta af friðarsamkomu- lagi, að því er sagði í ísraelska dag- blaðinu Maariv og haft var eftir embættismönnum í gær. Sagt var að Mordechai hefði far- ið fram á að málið yrði kannað þrátt fyrir að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra hefði alfarið neit- að að skila hæðunum, sem teknar voru af Sýrlendingum árið 1967. í Maariv sagði að varnarmálaráð- herrann hefði farið fram á svar við spurningunni: „Hvernig er hægt að veija norðurhluta ísraels án þess að hafa hluta af Golan-hæðum?“ Embættismaður, sem staðfesti frásögn blaðsins, sagði að verið væri að kanna hvernig koma megi friðarviðræðum milli ísraela og Sýrlendinga á að nýju. Netanyahu sagði í viðtali við dagblaðið Haaretz að hann ætlaði að leggja fram ýmsar hugmyndir um það hvernig höggva mætti á hnútinn þannig að ísraelar og Sýr- lendingar gætu sest við samninga- borðið þegar hann færi til fundar við Bill Cinton Bandaríkjaforseta í næsta mánuði. Clarke segir Bret- land geta orðið stofnríki EMU London, Bad Neuenahr, Róm. Reuter. KENNETH Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, segir í viðtali við Financial Times í gær að Bretland kunni að verða í hópi stofnríkja Efnahags- og myntbandalags Evr- ópu (EMU) í ársbyijun 1999. „Rík- isstjórnin hefur ekki útilokað að við verðum í hópi fyrstu aðildarríkj- anna,“ segir Clarke. Clarke virðist vilja slá á vanga- veltur um að rík- isstjórnin hafi horfið frá þeirri stefnu sinni að „bíða og sjá“ hvemig undir- búningur EMU þróist. Fréttir hafa bent til að John Major forsætisráðherra hafi í undir- búningi að útiloka EMU-aðild fyrir- fram. Clarke ítrekar þá skoðun ríkis- stjórnarinnar, að ólíklegt sé að EMU verði hleypt af stokkunum 1. janúar 1999, eins og stefnt hefur verið að. Hann segir hins vegar: „Það er lík- legt að það [EMU] fari af stað á næsta kjörtímabili." Sum ríki ættu að bíða Júrgen Stark, aðstoðarfjármála- ráðherra Þýzkalands, sagði á fundi með blaðamönnum á þriðjudag að væntingar um að mörg ríki Evrópu- sambandsins myndu taka þátt í EMU í byijun væru óraunhæfar. „Efnahagskerfi sumra aðildarríkja er enn ekki búið undir þátttöku,“ sagði Stark. Hann sagði að jafnvel fyrir sum ríki, sem uppfylltu á papp- írnum skilyrði Maastricht-sáttmál- ans fyrir þátttöku, væri „skynsam- legt að viðhalda gengissveigjanleika um ákveðinn tíma“ til þess að þurfa ekki að gangast undir strangar reglur Evrópska seðla- bankans. Stark nefndi engin ríki á nafn, en ummæli hans virðast eiga við um ríki á borð við Ítalíu og Spán, sem enn sem komið er hafa litla reynslu af stöðugu gengi. í Róm sagði Romano Prodi, for- sætisráðherra Ítalíu, að hann skildi vel að almenningur í Þýzkalandi ótt- aðist aðild Ítalíu og fleiri Suður-Evr- ópuríkja að EMU. Ástæðan fyrir tor- tryggni í garð Itala væri sú að Þjóð- veijar óttuðust að evróið yrði veikara en þýzka markið ef t.d. Ítalía og Spánn tækju þátt í myntbandalaginu. „Við verðum að sýna fram á hið gagnstæða," sagði Prodi. Hann sagð- ist myndu leggja til að fjárlög ársins 1998 yrðu samþykkt strax í ágúst. EVRÓPA^ Reuter Stefna að nánari tengslum HANS van Mierlo, utanríkisráð- herra Hollands, núverandi for- sætisríkis Evrópusambandsins, og Sir Leon Brittan, sem fer með utanríkisviðskiptamál í fram- kvæmdasljórn ESB, áttu fund í Washington á þriðjudag með nýj- um utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Madeleine Albright. Á blaðamannafundi lögðu bæði Al- bright (til hægri) og van Mierlo (til vinstri) áherzlu á mikilvægi góðra tengsla ESB og Bandaríkj- anna og að stefnt væri að því að styrkja þau enn frekar. ESB hefur að undanförnu stefnt að því að bæta samskiptin við Bandaríkjamenn, en undan- farið ár hafa viðskiptadeilur sett mark sitt á tengslin yfir Atlants- hafið. Van Mierlo sagði að á tímum kalda stríðsins hefði samstarf Bandaríkjanna og Evrópu verið „sjálfgefið11 en ekki meir. „Við verðum að fjárfesta í sambandinu ef við viljum viðhalda því,“ sagði hann. Rúmt ár er nú liðið frá því að Bandaríkin og Evrópusambandið undirrituðu svokallaða Atlants- hafsstefnuskrá. Van Mierlo sagði að nú væri kominn tími til að sýna að „alþjóðlegt samstarf skilar ár- angri“ með sérstakri áherzlu á baráttu gegn glæpum, málefni Mið-og Austur-Evrópu, Mið-Aust- urlönd og ríki gömlu Júgóslavíu. n\t • k Lokaðídaq Ul( ti 3BSI ilbo leg -mmmmmm M * wl * Æm. V Opnum ó morgun ~ í Fákafeni 9 öíhíouíIxú^ö^ aðurVedes eÍKföra FákQferi 0 sími 56S 2866

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.