Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIINIAR
Sjávarþorp deyr
ÞORPIÐ reis á síðustu áratugum
19. aldar umhverfis verslunarstað,
sem starfræktur hafði verið í meira
en eitt hundrað ár, fyrst af dönskum
og síðan íslenskum kaupmönnum.
Það byrjaði að rísa fyrir alvöru þeg-
ar þilskipaútgerð hófst á vegum
kaupmannsins. Smátt og smátt
tjölgaði fólkinu, skipstjóri og áhöfn
settust þar að, svo kom þurrabúðar-
fólkið í kjölfarið. Þorpið lá vel við
sjósókn, stutt á fengsæl mið, og
þeim fór fjölgandi, sem sóttu sjóinn
og gerðu út sínar litlu
fleytur. Þegar kaup-
maðurinn svo hætti
verslunarrekstri sínum,
seldi þilskipin burtu af
staðnum og flutti suður,
varð þorpið fyrir áfalli,
en rétti sig fljótlega af
aftur þegar smáútgerð-
armennirnir slógu sam-
an og gátu fest kaup á
stærri skipum.
Vélbátaöldin gekk
svo í garð. Enginn
þekkti betur fiskimiðin
á grunnslóðinni úti fyrir
firðinum en sjómenn-
irnir og skipstjórnar-
mennirnir, sem byggðu
á reynslu sinni af róð-
rum á smábátum og þilfarsbátum
og með því að sækja stöðugt lengra
á stærri og betri skipum bættu
þeir við þessa reynslu og þekkingu
mann fram af manni. Þorpið stækk-
aði nú óðum, gömlu verbúðirnar
hurfu fyrir reisulegum húsum,
varnargarður reis fyrir úthafsöld-
unni og í skjóli hans var fiskihöfnin
byggð - miðstöð atvinnulífsins og
aðalsamkomustaður þorpsbúa þar
sem fólkið mætti fram á kajann
þegar bátamir komu að landi til
þess að grennslast fyrir um aflann,
spjalla um veðrið og tíðina og fá
sér í soðið. Þegar fyrsti togarinn
kom í þorpið snemma á sjötta ára-
tugnum var hátíð í höfninni. Hver,
sem vettlingi gat valdið, fór um
borð til þess að skoða skipið. Einn
af helstu aflamönnum staðarins
flutti sig af vélbátunum og tók við
skipstjórninni og gamlir sjóhundar,
sem voru hættir að róa nema yfir
hásumarið á skektunum sínum
ræddu við hann um nýja tækni í
fiskveiðunum. „Tæknin er góð, en
aflamaðurinn byggir á reynslunni
og þekkingunni á miðum og fiski-
göngum, sem hann tók í arf frá
ykkur, og svo auðvitað þessum óút-
skýranlega eiginleika, sem veldur
því, að einn mokfiskar þar sem
annar fær ekki bein úr sjó“, sagði
stoltur skipstjóri hins nýja skips.
Þorp með framtíð
Og tíminn leið. Svipull er sjávar-
afli og svipul eru kjör þess fólks,
sem fisk veiðir og verkar. Erfiðleik-
ar voru á stundum í útgerðinni,
skip voru seld en ávallt tókst að
rétta við aftur vegna þess forskots,
sem þorpið hafði af nábýlinu við
fiskimiðin og vegna þess að fólkið
kunni mörgum öðrum betur að
veiða og verka fisk. Reynslan og
þekkingin kom því að gagni. Og
byggðin óx. Nýr skóli, samkomu-
hús, heilsugæslustöð, íþróttahús í
smíðum, leikskóli, ný íbúðarhús.
Það var verið að byggja til framtíð-
ar. Og því ekki það? Samkvæmt
opinberum tölum voru atvinnutekj-
ur fólks í þorpinu talsvert yfir lands-
meðaltali. Sjómennirnir gerðu það
gott og með tilkomu bónuskerfisins
voru tekjur fólks í frystihúsinu með
því besta, sem gerðist hjá verka-
fólki. Þorpið átti framtíð. íbúarnir
notuðu tekjur sínar til þess að íj'ár-
festa í þeirri framtíð.
Verðmætum úthlutað ókeypis
I upphafi áttunda áratugarins
var mikið blómaskeið í þorpinu.
Útgerðin og fisk-
vinnslan voru nú kom-
in í hendur tveggja
aðila: Kaupfélagins og
útgerðarfélags í eigu
einstaklinga. For-
svarsmenn fyrirtækj-
anna voru jafnframt í
fylkingarbrjósti
tveggja stærstu
stjórnmálaflokkanna
og stýrðu þorpinu til
skiptis. Hvað annað?
Voru þeir ekki burða-
rásar hins blómlega
atvinnulífs, sem skap-
aði þorpinu bjarta
framtíð og hví skyldi
meirihluti íbúanna
ekki fylgja slíkum
mönnum að málum? Auk þess voru
bæði fyrirtækin að byggja ný frysti-
hús, sem hvort um sig gat unnið
allan þann _afla, sem barst á land
í þorpinu. Ávísun á enn blómlegri
framtíð og vitnisburður um hinn
mikla styrk, sem í fyrirtækjunum
bjó, eða hvað?
Helsta vandamál landverkafólks-
ins var hinn mikli afli, sem barst á
Þegar Þorsteini Pálssyni
sjávarútvegsráðherra er
sagt tveimur árum fyrir
kosningar, að sjávar-
þorp sé að deyja, svarar
hann, segir Sighvatur
Björgvinsson: Af
hveiju kaupir blessað
fólkið ekki hlutabréf?
land. Fólkið varð að vinna myrkr-
anna á milli til þess að bjarga verð-
mætunum. Alla virka daga til
klukkan 10, jafnvel lengur. Líka á
laugardögum. Fólkið kvartaði und-
an vinnuálaginu. Því fylgdi langvinn
þreyta og jafnvel sjúkdómar. Slit-
gigt, vöðvabólgur og vinnuslys, að
sögn læknisins. Og fyrirtækin sáu
til þess, að sjúkraþjálfari kom úr
Reykjavík, lærður maður, sem
kenndi fólkinu í frystihúsinu að
teygja úr sér og gera hvers kyns
líkamsæfingar og fékk fyrirtækin
til þess að festa kaup á gúmmímott-
um undir fæturna á fólkinu svo því
liði ekki eins illa í fótunum í hinum
löngu stöðum við flökunarborðin og
úrskurðarbrettin. Allt svo hægt
væri að vinna svona lengi, bjarga
svona miklum verðmætum.
Á vinnu þessa fólks og sjómann-
anna um borð í skipunum varð svo
til það, sem kallað var aflareynsla
og varð grundvöllurinn að nýju
stjórnkerfi í fiskveiðum. Þetta nýja
stjórnkerfi byggðist á ókeypis út-
hlutunum á kvóta, sem búinn var
til á grundvelli aflareynslunnar,
sem fiskverkafólkið og sjómennirnir
höfðu búið til með vinnu sinni og
útgerðin með rekstri sínum. En
þessi ókeypis kvóti, lykillinnn að
fiskimiðunum, var afhentur útgerð-
armönnunum einum - skráðum eig-
endum fyrirtækjanna. Og þar hefur
hann verið síðan.
Sjávarþorp deyr
Síðan það varð eru liðin fimmtán
ár. Hvað um þorpið? Sveitarsjóður
hefur lagt fram peninga og ábyrgð-
ir til þess að reyna að halda kvótan-
um í þorpinu og hefur orðið að
leggja allar framkvæmdir á hilluna
- íþróttahúsið er enn ekki risið.
Þorspbúar lögðu líka fram sparifé
sitt í sama skyni. En ekkert dugði.
Útgerð kaupfélagsins er hætt og
skipin farin. Frystihúsið lokað. Hitt
útgerðarfyrirtækið hefur sameinast
fyrirtæki í öðrum landshluta. Skipin
líka farin. Eftir eru nokkrar trillur
og tveir minni bátar sem standa
undir vinnslu í hinu frystihúsinu sex
tíma á dag þijá daga í viku. Stór
hluti þorpsbúa gengur atvinnulaus.
Aðrir, sem atvinnu hafa, eiga varla
til hnífs og skeiðar. En það eru
ekki bara tekjurnar, sem eru farn-
ar. Eignir fólksins eru ekki lengur
nokkurs virði. Hver kaupir íbúðar-
húsnæði á slíkum stað? Þeir, sem
fara, skilja húsin sín eftir auð og
tóm. Framtíðin hrundi í rúst á
fimmtán árum. Þó er vaðandi fiskur
inn um allan fjörð, eins og í gamla
daga þegar þorpið varð til. En fólk-
ið má ekki veiða þann fisk. Þann
rétt hefur það ekki lengur.
„Af hverju borðar
fólkið ekki kökur?“
Hveiju svarar sjávarútvegsráð-
herra þessu fólki? Hann segir:
Kaupið hlutabréf! (Þegar Maríu
Antoinettu, síðustu keisaraynju
Frakklands fyrir byltingu, var sagt,
að fólkið hefði ekki lengur brauð,
svaraði hún „Af hveiju borðar
blessað fólkið ekki kökur?“ Þegar
Þorsteini Pálssyni, sjávarútvegs-
ráðherra, er sagt tveimur árum
fyrir kosningar, að sjávarþorp sé
að deyja, svarar hann: Af hveiju
kaupir blessað fólkið ekki hluta-
bréf?“).
Með hveiju á blessað fólkið að
greiða fyrir hlutabréfín? Með gjald-
þrota sveitarsjóði? Með verðlausum
húseignum? Með einu eigninni, sem
það á eftir, lífeyristryggingunni
sinni? Og á hveiju á það síðan að
lifa? Á arði af kvótabraski þar sem
kvóti er varðlagður langt umfram
það, sem nokkur von er til að fyrir-
tækin geti staðið undir?
Þessi stutta saga af sjávarþorpi
er ekki saga um eitt þorp. Ekki
saga um þorp i einum landshluta.
Þetta er saga margra sjávarþorpa
og þeim fer fjölgandi. Þetta er sönn
saga. Svo sönn, að reiðin brennur
í þúsundum íslendinga. Hún brenn-
ur líka í hjörtum margra þeirra,
sem kosið hafa Þorstein Pálsson.
Finnur hann virkilega ekki hitann
af þeim eldi?
Höfundur er formaður
Alþýðuflokksins.
Sighvatur
Björgvinsson
Sjávarþorpið
Island
Af hverju
veiðigjald?
HUGSUM okkur lítið
sjávarþorp þar sem eitt
fyrirtæki er í útgerð,
annað starfar í iðnaði
og hið þriðja í þjónustu.
Öll fyrirtækin skapa við-
líka virðisauka með
rekstri sínum. Þjónustu-
fyrirtækið, sem sér um
sölu og þjónustu þ.á m.
opinbera þjónustu, sker
sig úr að því leyti að það
er ekki í samkeppni við
erlenda aðila. Útgerðar-
fyrirtækið býr við þau
hlunnindi að fá árlega úthlutað fisk-
veiðikvóta án endurgjalds úr auðlind
sem er sameigin allra þorpsbúa.
Hlunnindunum fylgir sú kvöð að fyr-
irtækið geri út frá þorpinu og bæði
starfsmenn og eigendur séu þorpsbú-
ar. Þjónustufyrirtækið fær þar með
einkarétt á að selja starfsmönnum
og eigendum útgerðarfyrirtækisins
vöru og þjónustu gegn því að útgerð-
arfyrirtækið fái að nýta sameiginlega
Þurfum við að þola
fleiri kollsteypur, spyr
Ingólfur Bender,
til að sannfærast um að
á vandamálinu
verður að taka.
auðlind þorpsbúa. Iðnfyrirtækið nýt-
ur engra slíkra sérréttinda heldur á
það í óheftri samkeppni við erlenda
aðila.
Arðurinn fluttur um
skuggasund einokunar
Nú hækkar verð á fiski á erlendum
mörkuðum. Sú hækkun færir útgerð-
arfyrirtækinu umtalsverðan virðis-
auka sem skiptist milli starfsmanna
þess og eigenda í samræmi við hefð-
bundin hlutaskipti. Batinn er skamm-
góður vermir því að þjónustufyrir-
tækið hækkar verð á vöru sinni og
þjónustu, enda krefjast starfsmenn
þess launahækkana tii jafns við þá
sem hjá útgerðinni starfa. Arðurinn
dreifíst einnig til eigenda og starfs-
manna þjónustu- fyrirtækisins.
Starfsmenn iðnaðarfyrirtækisins
sjá laun allra þorpsbúa hækka nema
sín eigin. Þeir sjá einnig að verðlag
fer hækkandi og að minna verður
úr launum þeirra en áður. Að sjálf-
sögðu eru þeir ekki ánægðir með
þetta og krefjast kjarabóta. Eigendur
fyrirtækisins horfast hins vegar í
augu við að afkoma þess hefur versn-
að þar sem verð á vöru og þjónustu
í þorpinu hefur hækkað. Þeir vita
að verði kröfum um hærra kaup
mætt með verðhækkun á afurðum
iðnfyrirtækisins leiðir það til þess
eins að hluti af markaði tapast. Þeir
vita einnig að launahækkun til jafns
við hækkun launa í útgerð og þjón-
ustu merkir það eitt að fyrirtækið
verður gjaldþrota óháð því hvort það
tekur á sig launahækkunina eða velt-
ir henni út í hærra afurðaverði. Þeim
eru allar bjargir bann-
aðar, rekstrargrund-
völlur iðnfyrirtækisins
er brostinn og það
hættir starfsemi sinni.
Við þessi umskipti fá
sumir fyrrverandi
starfsmenn iðnfyrir-
tækisins starf í þjón-
ustufyrirtækinu, aðrir
fá atvinnuleysisbætur
en virðisauki iðnfyrir-
tækisins er horfinn úr
þorpinu.
Það er lítil spretta þar
sem sólin ekki skín
Lítum nú á stöðu
mála í sjávarþorpinu
þegar verðlag hefur
hækkað, atvinnuleysi
aukist og iðnaðarfyrirtækið hefur
lagt upp laupana. Niðurstaðan gæti
hæglega orðið sú að virðisaukinn í
þorpinu sé enginn af fiskverðshækk-
uninni en þeir einu, sem hagnast, séu
erlendir samkeppnisaðilar. Það má
einnig leiða líkur að því að sú sóun,
sem felst í þeim mannauði og fjár-
festingum sem tapast við breyting-
arnar, leiði til þess að þorpsbúar séu
fátækari eftir fiskverðshækkunina
en þeir voru fyrir hana þegar allt
er reiknað og hagvöxtur af þeim
ástæðum skertur til frambúðar. Hag-
vöxtur er einnig skertur til lang-
frama vegna hræðslu fjárfesta við
einokunarstöðu þjónustufyrirtækis-
ins og hvemig henni hefur verið beitt
í fortíðinni.
Lausn með veiðigjaldi
Segjum nú að lagt hefði verið
veiðigjaid á úthlutaðar aflaheimildir
sem tæki mið af virðisauka út-
gerðarfyrirtækisins. Geram einnig
ráð fyrir að tekjum af gjaldinu hefði
verið varið til þess að lækka verð
afurða þjónustufyrirtækisins. í stað
versnandi samkeppnisstöðu iðnfyr-
irtækisins myndi fiskverðshækkun-
in þannig leiða til bættrar stöðu
þess en samkeppnisstaða útgerðar-
fyrirtækisins gæti haldist óbreytt.
Þannig væri fiskveiðiarðurinn nýtt-
ur til að skapa skilyrði fyrir aukinn
hagvöxt, atvinnu og efla hagsæld
þorpsbúa, ólíkt því sem áður var.
Dæmi úr íslenskum
raunveruleika
Eiga niðurstöður þessa dæmis sér
stoð í íslenskum raunveruleika? Því
verður best svarað með nokkram
staðreyndum úr íslenskri hagsögu.
Á árunum 1983 til 1987 jókst virðis-
auki í útgerð um 22% að verðgildi.
í skjóli einokunarstöðu innheimtu
opinberir aðilar, peningastofnanir,
tryggingafyrirtæki, verslun og þjón-
usta hlutdeild í fiskveiðiarðinum
með því að hækka virðisaukann hjá
sér að verðgildi um 16% umfram
virðisauka í iðnaði. Gjaldtaka þessi,
sem fram var haldið allt til ársins
1993, dró framleiðsluþættina þ.e.
fjármagn og vinnuafl út úr sam-
keppnisgreinunum. Afleiðingin varð
sú að mörg iðnfyrirtæki urðu gjald-
þrota, iðnaðarframleiðsla minnkaði
um 22% í hlutfalli af landsfram-
leiðslu og vinnuaflsnotkun iðnfyrir-
tækja fór úr 23% af vinnuaflsnotkun
alls niður í 17%, eða um 6 prósentu-
stig.
Til sanns vegar má færa að við-
líka virðisauki iðnaðarframleiðslu
Ingólfur
Bender
ftcA'.
Tilboð 20% afsláttur
Verð frá kr. 2.450.
Sníðum þær í gluggann þinn.
Z-BRAUTIR OG GLUGGATJOLD,
FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
WICANDERS
GUMMIKORK
í metravís
• Besta undirlagið fyrir trégólf
og linoleum er hljóðdrepandi,
eykur teygjanleika gólfsins.
• Stenst hjólastólaprófanir.
• Fyrir þreytta fætur.
GUMMIKORK róar gólfin niður!
ÞÞ
&co
í rúllum - þykktir 2.00 og 3.2 mm.
Þ. ÞORGRÍMSSON &CO
ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK
SÍMI553 0640'568 6100
og fiskveiðiarðurinn er talinn geta
mestur orðið hafi verið fluttur úr
landi á þessum áram. Fjárfestingum
í þekkingu og tækjum var fórnað
og störf, sem nægt hefðu til að út-
rýma atvinnuleysi eins og það var
mest árið 1994, voru færð til er-
lendra samkeppnisaðila. Er nauð-
synlegt að þolá fleiri kollsteypur til
að sannfærast um að á vandamálinu
þarf að taka?
Höfundur er hagfræðingur
Samtaka iðnnðarins.