Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fjárfestar ATHUGIÐ. Þolinmótt fjármagn óskast. Leitaö er efitir Qárfestum vegna undirbúnings á stofiaun fynrtækis sem stunda mun hvalaskoðanir. Áhugasamir hafið samband í síma 898-1000. Tilkynning Þar sem ég undirritaður, Oddur C.S. Thorarensen apótekari, er nú að láta af störfum frá og með 1. febrúar 1997, verður Laugavegs Apótek framvegis rekið af öðrum aðilum. Lyfsöluhafi verður Eysteinn Arason, núverandi yfirlyfjafræðingur apóteksins, sem gengt hefur því starfi með miklum sóma og við vaxandi vinsældir nú um nokkurra ára skeið. Annað starfsfólk, sem eins og allir, sem til þekkja vita, er mjög traust, gott og með afbrigðum hjálpsamt, verður og óbreytt. Um leið og ég þakka öllum þeim fjölda, sem hefur viljað nýta sér þá þjónustu, sem ég og starfsfólk mitt höfum reynt að veita í allri einlægni og eftir bestu getu, þakka ég ykkur einnig þann trúnað og þá vinsemd, sem þið hafið sýnt okkur alla tíð. Það hefur veitt mér mikla lífsfyllingu persónulega, að fá að aðstoða og hjálpa þeim, sem hafa haft not af. Laugavegs Apótek mun því verða rekið áfram af fullum krafti með sama starfsfólkinu og á sama stað og það hefur verið starfrækt lengst af. Vona ég því að nýjum eigendum verði sýnd sama velvild og vinsemd og mér og starfsfólki mínu hefir verið sýnd alla tíð í mínu starfi svo þetta góða samstarf megi halda áfram um ókomna tíð öllum til blessunar. Megi góður Guð vera með ykkur öllum. Með vinsemd, virðingu og miklu þakklæti, Oddur C. S. Thorarensen. Blað allra landsmanna! -kjarni málsins! IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Þakklæti fyrir Bárurnar MIG langar til að koma á framfæri þakklæti til þeirra sem sáu um að Bárurnar voru staðsett- ar í Fossvogskirkju- garði. Þegar ég var þar um jólin og sá nafn föð- ur míns, ásamt nöfnum margra annarra ein- staklinga sem hlotið hafa vota gröf, varð ég fyrir tilfinningu sem ekki er hægt að lýsa. Hann hét Kristján Vídal- ín Brandsson, fæddur 12. júní 1881, sjórinn tók hann 8. des. 1941. Þetta er mjög fallegur minningarreitur og ábyggilega kærkominn þeim sem eiga sína nán- ustu í sjónum. Dýrfinna Kristjánsdóttir, Safamýri 31, Rvík. Göngustígur á Arnarnesið RÓSA hringdi og vill bæta við frétt í Mbl. þriðjudaginn 28. janúar um göngustíg frá Garðabæ yfir á Arnar- nesið. Hún er sammála því að hætt verði við fýr- irhugaðan göngustíg þar sem hún telur að það raski náttúrunni. Hún telur ekki nauðsyn á þessum göngustíg þar sem það fari ekki svo margir þessa leið. Leikfimi fyrir of þungar konur LINDA Pétursdóttir hringdi vegna athuga- semda sem birtust í Vel- vakanda fyrr í mánuðin- um um leikfimi fyrir of þungar konur. Hún vill benda konum á að í Bað- húsinu hefjast átaksnám- skeið fyrir of þungar kon- ur í byijun febrúar. Þakkir til ÍR-inga ÉG VIL þakka ÍR-ingum fýrir frábært mót í frjáls- um íþróttum sem haldið var í Laugardalshöll um síðustu helgi þar sem stórkostlegur árangur ís- lensks íþróttafólks kom í ljós. Hafið þökk fyrir ÍR- ingar, þá sérstaklega bræðurnir Þráinn og Vé- steinn Hafsteinssynir. Með íþróttakveðju, Eyjólfur Magnússon. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust GYLLT karlmannsgler- augu töpuðust, líklega nálægt Landsbanka á Grensásvegi, fimmtudag- inn 23. janúar sl. Skilvís fmnandi vinsamlega hringi í síma 554-1309. Armband fannst GULLARMBAND fannst í Heimahverfi fyrir jól. Á sama stað tapaðist nýlega lítil dökkgræn hunda- kápa. Upplýsingar í síma 553-7112. Skíði töpuðust KÁSTLE-skíði með svört- um bindingum voru tekin í misgripum í Bláfjöllum sunnudaginn' 12. janúar og önnur minni en svipuð skilin eftir. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557-7799. Alpahúfa tapaðist SVÖRT alpahúfa tapaðist í Kringlunni 21. janúar sl. Skilvís finnandi vinsam- lega hringi í síma 552-8464 og 552-3159. Fundarlaun. SKÁK Umsjön Margcir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á al- þjóðiega Excelsior Cup mótinu í Gautaborg um daginn. Evgení Gleizerov (2.545), Rússlandi hafði hvítt, en Svíinn sókndjarfi, Jonny Hector (2.500) var með svart og átti ieik. Hvítur lék síðast 27. Bg6—f5? en betra var 27. Rf4xd3 með tvísýnni stöðu. 27. - Hxf5! 28. Dxf5 - Hf8 29. De6 - Dd4?! Jonny er brögðóttur, en einfaldara virðist 29. — Rxcl 30. Haxcl — Be3 31. Khl — Bxcl 32. Rxcl — Dxb2 með vinningsstöðu á svart) 30. Rd5? (Skárra var 30. De7! Þótt hart sé sótt að hvíti eftir 30. — Bxe4+ 31. Kfl — Hg8. Nú vinn- ur Jonny snar- lega:) 30. — Bel! 31. Be3 - Dxb2+ 32. Kgl - Bf2+ 33. Bxf2 - Dxf2+ 34. Khl - Bc8! 35. De7 - Bh3 og Rússinn gafst upp. Pizzakvöld Hellis Ungir skákmenn á aldrinum 14—20 ára ættu að taka vel eftir þessari nýjung í starfi Hellis, sérstaklega ef þeir taka pizzu fram yfir þjóðlegan þorramat. Það fyrsta verður á laugar- daginn 1. febrúar kl. 18 í húsnæði Hellis, hjá Bridge- sambandinu í Mjódd. Þau hefjast með fyrirlestri, þá verður pizza og gos og kvöldið endar með hrað- skákmóti. Ókeypis fyrir félagsmenn Hellis, en kr. 500 fyrir aðra. Með morgunkaffinu Ást er... ... augngoturþínar. TM Refl U.S. Pal. Off — aH nghls reservod (C) 1997 Los Angeles Times Syndicate ÉG REYNDI að ná hattin- um hans Sigga upp úr vatninu, en hann hefur bundið hann of þétt undir hökuna. FYRIRGEFÐU hvað ég kem seint. Ég fann ekki regnhlíf- ina mína. Víkverji skrifar... AFMÆLISMÓT ÍR í fijálsum íþróttum síðastliðinn laugar- dag var söguleg stund fyrir unnend- ur íþrótta hér á landi. Fjöldi fólks fylgdist með keppninni og varð vitni að glæsilegum árangri. Og ekki aðeins viðstaddir í Laugardalshöll- inni, heldur einnig sjónvarpsáhorf- endur hér á landi og Evrópumets Bartovu í stangarstökki var síðan getið í fréttatímum erlendra sjón- varsspstöðva með myndum úr Höll- inni. í eina tíð voru fremstu frjáls- íþróttamenn landsins flaggskip ís- lenskra íþrótta _og stór hluti þeirra kom einmitt úr ÍR. Þrátt fyrir ágæt- an árangur einstakra iðkenda á liðnum áratugum hafa frjálsar íþróttir aldrei náð þeim tindum og þær gerðu á síðari hluta fimmta áratugarins og sjötta áratugnum. Því var stórkostlegt að sjá nokkra snjöllustu íþróttamenn íslands í keppninni á laugardag og toppurinn á frammistöðu þeirra var heimsmet Völu Flosadóttur í unglingaflokki. Það var ekki tilviljun að Jón Am- ar Magnússon var nýlega valinn íþróttamaður ársins annað árið í röð og stöllumar Vala og Guðrún Am- ardóttir urðu meðal þeirra efstu í valinu. Styrkur íslenskra fijáls- íþróttamanna vex með hveiju árinu, hópurinn stækkar og áhugi almenn- ings lætur ekki á sér standa. Von- andi komast fijálsar íþróttir fljótt á þann stall sem þeir ber í íþróttalífínu. XXX AÐ ERU ekki allar íþróttir jafnhollar og þær sem iðkaðar voru í Laugardalshöllinni um helg- ina. Vestur í Bandaríkjunum eru til dæmis stundaðir hnefaleikar þar sem nánast allt er leyfilegt, spörk og högg nánast hvar á andstæðing- inn sem er; það eina sem er bannað er að klóra í augu, bíta og beija á hálsinn. Keppendur mega lumbra hvor á öðrum þar til annar þeirra missir meðvitund, gefst upp eða meiðist svo alvarlega að læknir stöðvar bardagann. Slíkir bardagar eru bannaðir í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum en í einu þeirra, New York, voru á síðasta ári sett sérstök lög sem leyfðu „íþróttina". Þar tókst skipu- leggjendum bardagamóta að sann- færa stjórnmálamenn um að þessi keppni væri hættulaus vegna þess að enginn keppandi hefði enn látið lífíð! Víða um heim er menning þjóða orðin gegnsýrð af ofbeldi; við erum að sjá fyrstu merki um slíka þróun hér á landi. Mun kannski koma að því að áhorfendabekkir á fijáls- íþróttamótum verða tómir vegna þess að í öðrum íþróttasal er á sama tíma boðið upp á blóðug slagsmál, og mestu íþróttahetjurnar verða þær sem gera andstæðinga sína óvíga í eitt skipti fyrir öll?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.